Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Lukku Láki – Dalton bræðurnir taka lestina
© DARGAUD
Smáfólk
Smáfólk
SÍMINN!
ÉG HELD ÉG VITI
HVER ÞETTA ER
ALLT Í
LAGI
RITARAR HRINGJA SIG
ALLTAF VEIKA Á
FIMMTUDÖGUM
JÁ FRÚ ÞAÐ ER SÝN-
INGARDAGUR..
FYRIR YKKUR ÖLL ÞÁ KOM ÉG
MEÐ STÓRA LAUFASAFNIÐ MITT
EN FYRST
AUGLÝSINGAR
LAUFASAFNIÐ
ER Í BOÐI
TRJÁNNA Í
GARÐINUM MÍNUM
ÞESSUM LAUFUM HEF ÉG SAFNAÐ
UNDAN MÖRGUM TRJÁM Í MÖRGUM
BEÐUM UM ALLAN GARÐINN MINN
LAUFIN
ERU LÍKA Í
BOÐI RIGN-
INGARINNAR
RIGNINGIN KEMUR
ÚR SKÝUNUM AF
HIMNUM OFAN OG
BLEYTIR MOLDINA
ÞAR SEM TRÉN
STANDA...
FYRST VILL HÚN
AÐ ÉG SEGI FRÁ
EN NÚNA MÁ ÉG
EKKI SEGJA FRÁ...
OG ÞÁ
KOMUM VIÐ...
JÁ FRÚ ALLT
Í LAGI
framhald ...
SMÁFÓLK
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
LANGT er síðan mér var sögð
saga af manni sem var einn á ferð í
bíl. Strjálbýlt var og nótt dimm
þegar dekk sprakk og ekkert til
vara. Hann tók hjólið undan og
rúllaði því í átt að næsta bæ. Á
leiðinni gerði hann sér hugmyndir
um harkaleg viðbrögð húsráðanda
við ónæðinu. Líklega úthúðar hann
mér og sparkar kannski í mig. Í
þessum hugleiðingum kom hann að
bænum og var þá orðinn svo reiður
út í bóndann að hann kastaði steini
í glugga og sagði honum að hafa
þetta fyrir bölvuð óliðlegheitin.
Sagan sýnir að ímyndun getur
virkjað ranghugmyndir en þannig
gerir Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrun-
arforstjóri heimahjúkrunar, starfs-
konum sínum upp græðgi í starfi
og setur af stað ferli sem er lygi
líkast. Hugmyndafræði hennar um
hina endanlegu lausn allra vanda-
mála heimahjúkrunar í Reykjavík
hefur fallið í svo góðan jarðveg í
heilbrigðisráðuneytinu, að úr hefur
orðið kviksyndi. Í því máli virðist
fáu vitrænu til vegar komið. Sæ-
unni Stefánsdóttur, sem er til að-
stoðar ráðherra, finnst sjálfsagt að
beita hörðu til að koma hugsjónum
Þórunnar Ólafsdóttur í fram-
kvæmd. Glámskyggni ráðuneytis-
manna færir þá á verulega grátt
svæði. Góðgjarn ráðherra er gjör-
samlega utangátta og skilur ekki
um hvað málið snýst, eins og lit-
laus vörn hans fyrir stjórn heima-
hjúkrunar var í þinginu 2. mars.
Ráðherrann styður við bakið á
harðstjórn heimahjúkrunar sem
víkur hagsmunum skjólstæðinga
og starfsfólks fyrir breytingar sem
ekki er vitað hvort eru til góðs eða
ills. Að geta ekki unnt þrautþjálf-
uðum starfskonunum góðs í akst-
urskjörum verandi í vafa um hvort
kerfið er dýrara þegar upp er stað-
ið, er ámælisvert. Að láta bílaum-
boð njóta góðs frekar en starfs-
konur í svo erfiðu og krefjandi
starfi, segir næstum allt sem segja
þarf um stjórn heimahjúkrunar.
Hún hefur verið fjötur um fót
starfseminnar því örar breytingar,
skilningsleysi og stöðugur ófriður
við starfskonur og vanmat á störf-
um þeirra veldur óöryggi og van-
líðan. Afskipti öll á neikvæðu nót-
unum og vanþakklætið
yfirþyrmandi. Lausn fæst ekki
með hroka þeim og hörku sem
Þórunn og félagar sýna starfskon-
unum, þó að það sé gert með sam-
þykki ráðuneytis Framsóknar-
flokksins, sem er lífseigasti
vandræðagangur íslenskra stjórn-
mála. Það hlýtur að vera heitt í
kolunum hjá því fólki sem neyðist
vegna aðstæðna, til að vinna áfram
á lækkuðu kaupi og það undir
stjórn fjandsamlegs hjúkrunarfor-
stjóra. Óstéttvísin er starfsmanna-
stjórum velþegið vopn og er ávalt
ávísun á lægri laun. Getur verið að
hroki einkenni hjúkrunarforstjóra,
svona yfirleitt, frekar en umburð-
arlyndi og skilningur á mannlegu
þáttunum? Hvað fær Þórunn
Ólafsdóttir út úr því að vera hug-
myndasmiður skilningslauss ráð-
herra, sem blessar kaupskerðinga-
tillögur hennar og heiftúðugar
árásir á starfskonur sínar? Þó að
konurnar hefðu 60 þúsund og jafn-
vel meira á mánuði ofan á skamm-
arlega lág laun, fyrir akstur þar
sem öll ábyrgð er þeirra, væri það
í besta lagi. Sjáið læknana með frá
10 milljónum í 20 á ári. Stjórnvöld
eiga að skammast sín og sparka
stjórn heimahjúkrunar og láta þau
hvergi koma nálægt mannlegum
þáttum. Mér er kunnugt að ný-
ráðnum konum líður svo illa að
þær hyggjast hætta leysist deilan
ekki fljótlega.
Hvað getur verið skaðlegra
starfsemi en stjórn þverhausa sem
taka engum rökum? Framsóknar-
flokkurinn er orðinn þvílíkt við-
undur í deilu þessari að líkist eigin
jarðarför. Ég er viss um að þjóðin
mun með glöðu geði setja kross á
leiðið.
ALBERT JENSEN,
Sléttuvegi 3,
Reykjavík.
Harðstjórn í skjóli
heilbrigðisráðherra
Frá Alberti Jensen:
ÞAU fáheyrðu tíðindi berast að
Landsvirkjun hyggist reisa 12 m
stíflu í Laxá í Aðaldal. Sjálfur um-
hverfisráðherra ætlar að gefa
grænt ljós. Þeir sem eru með þess-
ar fyrirætlanir á prjónunum virðast
aðeins hafa skammtímaminni.
Laxárdeilan svonefnda stóð í
mörg ár, sársaukafull og erfið.
Henni lauk með sigri þeirra, sem
elskuðu ána og vildu vernda hana
fyrir aðgerðum þeirra sem létu
stjórnast af gróðasjónarmiðum og
skammsýni.
Forstjóri Landsvirkjunar lét þau
orð falla í útvarpi, fyrir skömmu, að
hann hefði verið hvattur af leigu-
tökum árinnar. Sé svo þykir mér
þeir þakka einkennilega fyrir sig.
Það er talað um sandburð í ánni,
það er ekkert nýtt fyrirbæri. Þessi
á hefur runnið þarna í aldaraðir,
hún sér um sig sjálf sé hún látin í
friði.
Núverandi landeigendur og
leigutakar bera mikla ábyrgð. Þeir
eiga að skila ánni óskemmdri til
komandi kynslóða.
Það er langt frá því að þeir sem
börðust á móti stíflugerð í fyrr-
nefndri Laxárdeilu séu dauðir úr
öllum æðum og þeir munu berjast
með öllum tiltækum ráðum á móti
þessari fyrirhuguðu aðgerð.
Að Laxá var virkjuð á sínum tíma
var stórslys. Sé ekki hægt að reka
virkjunina við núverandi aðstæður
ætti að leggja hana niður.
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Gaukshólum 2,
Reykjavík.
Sáttin um Laxá rofin
Frá Sigríði Jónsdóttur: