Morgunblaðið - 07.03.2004, Qupperneq 57
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 57
ÉG BÝ á Íslandi kapítalismans og
frjálshyggjunnar; nýjustu tísku ríkra
stráka sem hafa aldrei þurft að svo
lítið sem horfa á fátæka manneskju
annars staðar en í kvikmyndum.
Vegna þessarar óheppilegu staðsetn-
ingar minnar í heiminum og þar sem
ég tilheyri þeim minnihlutahópi sem
vill í raun og veru öllum vel; nóg að
borða fyrir alla og jafna heimsskipt-
ingu ríkidæmis þess sem skiptist
núna á minnihluta mannkyns, þá sér
svokallað lýðræði til þess að ég muni
aldrei geta komið í veg fyrir þau
þjóðarmorð og niðurlægingu sem
meirihluti Íslands stendur fyrir
ásamt með „vinum“ sínum héðan og
þaðan úr hinum kapitalíska heimi.
Því sjáið þið til: lýðræðið virkar ekki
á landi eins og Íslandi. Stór meiri-
hluti hefur það of gott og er of ríkur
til að finna nokkra löngun í sér til að
gefa með sér, hvað þá að standa í
rauninni upp úr sjónvarpssófanum
og sýna stuðning í verki við þá sem
minna mega sín. Þessum meirihluta
finnst ekki koma sér við það aum-
ingjans fólk sem okkar samfélag,
vestræna kúgunarsamfélagið, hefur
einsett sér að myrða hvort sem það
snýst um að svelta það í hel eða
skjóta það í bakið; börn, menn, kon-
ur, skipta ekki máli. Nei, þessi mál
staldra aldrei við í hugum ríku milli-
stéttarinnar og hástéttarinnar sem
móta þann meirihluta sem stjórnar
Íslandi. En þegar talið snýst að
sviknum kosningaloforðum að leggja
niður eignaskatt, þá heyrist nú ald-
eilis hærra í þessum sama meiri-
hluta. Hann kvartar ekki yfir þát-
töku Íslands í fjöldamorðunum í
Írak, hvað þá yfir aumingjaskap
stjórnvalda gagnvart ástandinu í Pal-
estínu enda hvarflaði ekki að nokkr-
um Íslending að heimta eitt einasta
loforð um friðsamlega framgöngu ís-
lenskra stjórnvalda. Það er sko ekk-
ert nýtt að ríku og vel stæðu Íslend-
ingarnir taki sína eigin peninga
framyfir líf milljóna manna úti í
heimi og afskrifi frið og mannúð með
ekki einu, heldur tveimur penna-
strikum; krossi við annað hvort D, B,
S, eða F.
Þannig horfir dæmið við mér; með-
an íslensk stjórnvöld halda meiri-
hluta þegna sinna ríkum og feitum
geta þau á sama tíma leyft sér aftur
og aftur að móðga friðsamlega mót-
mælendur opinberlega, halda aftur
af þeim með lögregluvaldi meðan
kínverskir fjöldamorðingjar borða
margréttaðar máltíðir í Perlunni,
hlustandi á Diddú syngja í boði í rík-
isstjórnarinnar. Þau geta leyft sér að
brjóta á öryrkjum og þau geta logið
þeim áróðri hástéttarinnar að fátækt
sé eitthvert ólæknandi mein sem
fylgi því miður alltaf vel stæðu sam-
félagi. Þau geta jafnvel tekið sér það
bessaleyfi þvert á vilja þjóðarinnar
að lýsa yfir stuðningi við Bandaríkin í
óstöðvandi kúgun þeirra á öllum sem
minna mega sín, án þess að það bitni
á nokkurn hátt á þeim; það kom svo
sannarlega ekki í veg fyrir góða út-
komu í síðustu kosningum alla vega.
Ég sé enga ástæðu til að vera bjart-
sýnn á þessum tímum og ég er ekki
sammála stjórnarandstöðuflokkun-
um um að Íslendingar þrái breyting-
ar. Það sem Íslendingar þrá virkilega
í hjarta sínu er að geta drukkið sitt
kók í friði meðan milljónir fá ekki
einu sinni vatn að drekka, þeir þrá að
eyða þeirri olíu á „rúntinum“ sem
þeir vilja án þess að vera minntir á að
þúsundir manna dóu af völdum
bandamanna Íslands í ráninu á sömu
olíu, þeir eru í raun og veru svo firrtir
að þeirra hugmynd um breytingar er
að kjósa Samfylkinguna, flokkinn
sem getur aldrei ákveðið sig, myndi
aldrei henda Bandaríkjamönnum
burt af Vellinum, styður Nato og
hvers forsætisráðherraefni gerði rík-
isstjórninni kleift að rífa niður Kára-
hnjúka. Hljómar það eins og breyt-
ingar í ykkar eyrum?
Það verða engar breytingar þar til
þeir fátæku, öryrkjandi og kúguðu
rísa upp gegn kúgurum sínum og
segja þeim að núna gangi þetta ekki
lengur. Ef friður á að nást verða frið-
arsinnar að stjórna, ekki hræsnarar
þeir sem faðma Arafat eitt árið en
lýsa yfir stuðningi við að sprengja
araba annað árið. Þeir lægst launuðu
eiga EKKI að þurfa að sætta sig við
að fá lægri laun á ári en jeppi for-
stjórans kostaði heldur eiga þeir að
grípa til allra aðgerða nauðsynlegra
til að stöðva arðránið sem nú við-
gengst. Öreigar, öryrkjar, náttúru-
verndarsinnaðir og friðarsinnaðir Ís-
lendingar sameinist! Og kennum
hástéttinni að það verður ekki vaðið
yfir okkur !
Ég þarf auðvitað ekki að taka fram
að aðgerðir verða friðsamlegar.
FINNUR GUÐMUNDSSON,
Skeiðarvogi 135,
104 Reykjavik.
Kennum hástéttinni að það
verður ekki vaðið yfir okkur
Frá Finni Guðmundssyni:
Húsgögn
Ljós
Gjafavara
Mörkinni 3, sími 588 0640
www.casa.is
Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15.
SÍMI 530 1500
Fyrirtæki til sölu
Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma
Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því
ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og
kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur.
Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er
hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is .
Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en
við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:
Rótgróið lítið matvælafyrirtæki. Hentugt fyrir bakara.
Heildverslun með öryggisvörur o.fl. Góð umboð. 60 m. kr. ársvelta.
Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóð-
bylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Góð staðsetning.
Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a.
þrjú breiðtjöld. Velta 2—3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.
Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með
öðrum rekstri. Góðir vaxtamöguleikar.
Söluturninn á Hagamel. Auðveld kaup.
Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar.
Meðeign kemur til greina.
Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju
ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur.
Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.
Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu.
Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygging-
ariðnaði.
Söluturn í tengslum við bensínstöð í Grafarvogi. Mikil grillsala.
Rekstraleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur
með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr.
Gott tækifæri fyrir fagmenn.
Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu.
Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.
Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í
ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.
Kringlubón. Ein þekktasta og besta bónstöð landsins. Sami eigandi í 16
ár.
Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr-
ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.
Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld
kaup.
Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg
viðbót við annað álíka.
Lítil rótgróin prentsmiðja með góð tæki og föst verkefni. Tilvalið til sam-
einingar eða fyrir duglega menn sem vilja vinna sjálfstætt. Auðveld
kaup.
Hárgreiðslumeistarar/-sveinar óskast til samstarfs í nýrri heilsu- og dek-
urlind í Faxafeni. Gott tækifæri fyrir hæfileikafólk.
Spennandi tískuverslun í Kringlunni.
Lítil heildverslun með iðnaðarhráefni.
Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu
fyrirtækjadeildar: www.husid.is .
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen),
sími 533 4300, GSM 820 8658.
Ný sending
Mikið úrval - Gott verð
10% afsláttur m.v. staðgreiðslu
RAÐGREIÐSLUR
á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum
á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík
Sölusýning
Í dag, sunnudag
7. mars, kl. 13-19
Sími 861 4883
Töfrateppið
Kynntu þér tilboð okkar
á bílaleigubílum
Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað
Það borgar sig – Hringdu til AVIS í síma 591-4000
Við erum í 170 löndum
5000 stöðum
T.d. Reykjavík, London, Kaupmannahöfn,
Frankfurt, Milano, Alicante ...
AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 – Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is – Heimasíða www.avis.is
Minnum á Visa afsláttinn