Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 61
AUÐLESIÐ EFNI
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 61
HNÍFUR sem tengist líkfundinum í
Neskaupstað fannst í sjónum, rétt
hjá þar sem líkið fannst í vikunni.
Lögreglan heldur áfram að rannsaka
málið. Þrír menn eru í gæsluvarðhaldi
vegna málsins.
Lögreglan segir að í bíl, sem einn
þeirra sem eru í gæsluvarðhaldi á,
hafi fundist blóð úr manninum sem
fannst látinn í höfninni. Í bílnum
fannst líka blóð úr eiganda bílsins.
Lögreglan segir að hugsanlega hafi
hinn látni fengið verkjalyf áður en
hann dó en hann var með mikið magn
af fíkniefnum í plasthylkjum inni í
líkama sínum. Hugsanlegt er að
maðurinn hafi verið á verkjalyfjum í
nokkra daga áður en hann lést.
Talið er að hnífurinn sem fannst
hafi verið notaður til að veita stungur
sem fundust á líkinu. Þetta er
veiðihnífur, með 12 sentimetra löngu
blaði.
Hnífurinn fundinn
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Varðskip og kafarar leituðu að hnífnum við höfnina í Neskaupstað.
ÞRIÐJA myndin í
Hringadróttinssöguröðinni, Hilmir
snýr heim, fékk 11 Óskarsverðlaun.
Vann myndin í öllum þeim 11 flokkum
sem hún var tilefnd til verðlauna í.
Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem
ævintýramynd er valin besta myndin
á Óskarsverðlaunahátíðinni.
Myndin hlaut meðal annars
verðlaun fyrir bestu klippingu,
búningahönnun og tónlist. Peter
Jackson, leikstjóri
Hringadróttinssögu, var valinn besti
leikstjórinn, en hann hefur unnið að
gerð myndanna þriggja undanfarin sjö
ár. Hann fékk einnig verðlaun fyrir
besta handrit ásamt Fran Walsh,
konu sinni, og Philippa Boyens.
„Ég er afskaplega ánægður með
þetta og með það að
verðlaunanefndin hafi ákveðið að
velja ævintýramynd sem bestu
myndina í ár,“ sagði Jackson meðal
annars.
Sean Penn var valinn besti leikari í
aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni
Dulá, sem Clint Eastwood leikstýrði.
Leikkonan Charlize Theron var valin
besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir
hlutverk sitt í myndinni Ófreskja
(Monster). Renee Zellweger hlaut
Óskarsverðlaun fyrir leik í
aukahlutverki í myndinni Kaldbaki, og
Tim Robbins var valinn besti
karlleikari í aukahlutverki fyrir leik í
myndinni Dulá.
Hringadróttinssaga jafnaði metið í
fjölda verðlauna, sem myndirnar
Titanic og Ben-Hur settu áður og varð
þriðja myndin, á eftir Gigi og Síðasta
keisaranum til að hreppa öll þau
verðlaun sem hún var tilnefnd til.
Óskarsverðlaunin
Reuters
Peter Jackson var ánægður með
verðlaunin.
Hringadróttinssaga
fékk flest verðlaun
síðastliðinn miðvikudag er hann
heimsótti Flórída. Þar réðust úrslit
kosninganna fyrir fjórum árum er
dómstólar úrskurðuðu, að George
Bush forseti og repúblikanar hefðu
sigrað með rúmlega 500 atkvæða
mun.
Kerry leggur á það áherslu í ræðum
sínum, að Bush sé forseti þeirra,
sem betur megi sín í bandarísku
samfélagi, að hann hafi ekki sagt
sannleikann um aðdraganda
Íraksinnrásarinnar og einangrað
Bandaríkin á alþjóðavettvangi. Bush
hamrar aftur á því, að Kerry sé
stefnulaus og tvístígandi í mörgum
málum og því sé forsetanum best
treystandi til að tryggja öryggi
þjóðarinnar á hættutímum.
Repúblikanar hafa hafið mikla
herferð í sjónvarpi og þar er Bush
sýndur við rústir tvíburaturnanna í
New York. Hafa margir ættingjar
þeirra sem fórust í hryðjuverkunum
mótmælt þessari myndnotkun
harðlega og segja hana yfirgengilega
ósmekklega.
BARÁTTAN fyrir forsetakosningarnar í
Bandaríkjunum er komin á fullan
skrið en venjulega hefur hún ekki
hafist fyrir alvöru fyrr en að loknum
landsfundum flokkanna síðla
sumars. Búist er við, að
kosningabaráttan verði að þessu
sinni mjög hörð og óvægin.
Með sigrum sínum í
forkosningunum hefur John Kerry,
öldungadeildarþingmaður fyrir
Massachusetts, tryggt sér
útnefningu síns flokks,
Demókrataflokksins, sem
forsetaframbjóðandi og hann hóf
baráttuna með táknrænum hætti
Kosningabaráttan
vestra komin á fullt
Rústamyndum með
Bush mótmælt sem
smekkleysu
PETER Ridsdale, stjórnarformaður
enska 2. deildarliðsins Barnsley,
sagði á fimmtudaginn Guðjóni
Þórðarsyni knattspyrnustjóra upp
störfum. Paul Hart, fyrrverandi
knattspyrnustjóri Nottingham Forest,
var ráðinn í staðinn. Ridsdale sagði í
yfirlýsingu að þrátt fyrir góða byrjun á
keppnistímabilinu hefði Barnsley
aðeins unnið einn leik af síðustu 13
og því væri nauðsynlegt að gera
breytingar.
„Ég var boðaður á fund með stjórn
liðsins og í raun kom þessi ákvörðun
nokkuð á óvart. Sérstaklega í ljósi
þess að ég gerði samning við
stjórnina í lok janúar,“ sagði Guðjón
Þórðarson í samtali við
Morgunblaðið. „Í þeim samtölum
sem ég átti við stjórnarmenn á þeim
tímapunkti var ekki lagt hart að mér
að ná því að koma liðinu í umspil um
laust sæti í fyrstu deild. Markmið
ársins var að skapa félaginu
fjárhagslegt öryggi og ég taldi að
mínar aðgerðir hefðu skilað sínu á
þeim vettvangi.“
Guðjón sagði að viðskilnaður sinn
við Barnsley væri í sátt og samlyndi
við þá sem þar stjórna og hann fengi
laun greidd út samningstímann, þ.e.
í eitt ár.
„Eftir átta mánaða starf hjá
Barnsley tel ég mig hafa gert góða
hluti með félagið og tel mig vera í
stakk búinn að takast á við ný
verkefni,“ sagði Guðjón sem telur að
hann geti vel fengið sambærilegt
starf hjá öðru félagi á Englandi á
næstum mánuðum.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Guðjón Þórðarson meðan allt lék í
lyndi hjá Barnsley.
Guðjóni
sagt upp
hjá
Barnsley