Morgunblaðið - 07.03.2004, Page 64
FÓLK Í FRÉTTUM
64 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/662 0984
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Sigurgeir Jónasson 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Í kúbverskri tónlist rennamargir þræðir saman í einn,ekki bara afrískur taktur ogslagverk heldur einnig þjóð-
leg evrópsk tónlist. Sönnun þess er
að heyra í nýrri afbragðsskífu
píanóleikarans snjalla Bebo Valdés
og flamencosöngvarans Dieguito
„El Cigala“, Lagrimas Negras,
sem verið hefur metsöluplata víða í
Evrópu og berst hingað til lands á
morgun.
Sígauninn Diego Ramon Jiménez
Salazar var kallaður Dieguito,
Diego litli, sem barn og fékk síðan
viðurnefnið El Cigala, sem snara
má sem risarækjan eða leturhum-
arinn, frá Camarón, einum helsta
flamencosöngvara Spánar síðustu
áratuga, en Camarón, sem þýðir
rækjan, lést fyrir fáum árum.
El Cigala ólst upp við tónlist og
fór snemma að syngja sér inn aur
á götum Madrídar, þar sem hann
ólst upp. Hann söng flamenco og
þótti snemma svo góður að mikið
var leitað til hans að syngja bak-
raddir fyrir marga af helstu flam-
encosöngvurum Spánar. Hann
lærði af helstu meisturum þegar
hann söng með Mario Maya, Faíco,
Farruco, El Güito, Manuela Carr-
asco, Cristóbal Reyes, Carmen
Cortés og Manolete.
1994 var El Cigala farinn að
syngja fremstur, eins og það kall-
ast í flamenco, kominn í sviðsljósið
en aðrir sjá um að syngja radd-
irnar. Á undanförnum árum hefur
hann getið sér gott orð fyrir flutn-
ing á hefðbundnu flamenco auk-
inheldur sem hann hefur verið
framarlega í flokki þeirra sem eru
ófeimnir við að prófa nýjar leiðir,
flétta flamneco saman við aðrar
gerðir tónlistar.
Bebo Valdés er goðsögn í kúb-
verskri tónlist, fæddur 1918 og var
með helstu tónlistarmönnum Kúbu
á fimmta og sjötta áratug síðustu
aldar, snjall píanóleikari og hljóm-
sveitarsjóri. 1960 flúði hann aftur á
móti land og settist að í Svíþjóð
þaðan sem lítið heyrðist af honum
árum og áratugum saman. Valdés
var þó ekki iðjulaus, hann fram-
fleytti sér og fjölskyldu sinni með
því að spila á píanó fyrir mat-
argesti á vegum sænskrar hót-
elkeðju. Alls liðu 34 ár frá því hann
flúði frá Kúbu að hann sendi frá
sér plötu með tónlist sem hann
samdi að mestu, lék á píanó og út-
setti.
2001 leitaði kvikmyndagerð-
armaðurinn Fernando Trueba, sem
á og rekur fyrirtækið Calle 54, til
Valdés til að fá hann til að koma
fram í kvikmynd sem hann var
með í smíðum. Hann vildi fá Val-
dés til að leika undir í kúbverska
laginu Lagrimas Negras, Svört tár
og El Cigala til að syngja það. Eft-
ir því sem El Cigala náð lengra í
flamenco-söng varð hann djarfari í
að blanda saman ólíkum stíl-
briðum, sagðist vilja spila fersk
flamenco og tók erindi Trueba af-
skaplega vel. Flutningurinn tókst
síðan svo vel að ákveðið var að
reyna við fleiri lög og smám saman
safnaðist í breiðskifuna áður-
nefndu, Svörtu tárin.
Óvenjulegt er að plötunni að
heyra flamenco sungið við píanó-
undirleit en sjálfur segist Dieguito
ekki sakna gítarsins þó hann hafi
aldrei sungið við píanóundirleik.
Hann hefur líka aldrei sungið ann-
að en flamenco en á plötunni syng-
ur hann bolero-söngva, copla og
bræðing af gamalli flamenco-hefð,
cante jondo, og kúbverskri hryn-
súpu. Á plötunni syngur El Cigala
í fyrsta sinn við undirleik píanós,
hefur áður aðeins sungið við gít-
artóna, en svo vel náðu þeir saman
Valdes og hann að hann segist
aldrei hafa saknað gítarsins.
Valdés segist hafa áttað sig á því
er hann fór að vinna plötuna með
El Cigala hve margt var skylt með
spænskri tónlist og kúbverskri.
Hann rekur söguna svo að El
Cigala hafi heyrt Lágrimas Neg-
ras, sem er bolero eftir Miguel
Matamoros, og ólmur viljað læra
allt um bolero-hefðina. „Þegar
hann var svo búinn að læra langaði
okkur að færa lagið í annan búning
því það eru til svo margar útgáfur
af því og þá lá beinast við að hafa
það flamenco-skotið.“
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Svörtu tárin
Þó það sé langt frá Kúbu til Andalúsíu er forn sam-
hljómur í tónlistinni. Það sannast rækilega í nýrri
plötu kúbverska píanóleikarans Bebo Valdés og
spænska flamencosöngvarans Dieguito El Cigala.
Bebo Valdés og Dieguito „El Cigala".
ÞETTA er bara tilfellið með sum-
ar hljómsveitir. Það virðist alveg
sama hversu mikið þær reyna og
rembast. Þær geta hreinlega ekki
hætt. Og það sem hann Robert
Smith hefur reynt að tortíma
þessu sköpunarverki sínu. Lýst
því yfir eftir næstum hverja ein-
ustu plötu að hún sé þeirra síð-
asta. Þetta geti ekki gengið miklu
lengur og nú sé komið að sólóferl-
inum. Og nú er liðinn aldarfjórð-
ungur og The Cure búin að gefa út
þá yfirlýsingu að ný plata sé í
smíðum og tónleikaferð jafnvel
framundan.
Nýtt lyf á gömlum belgjum
Kemur sér líka vel því enn einu
sinni virðist tími The Cure upp
runninn. Ungir listamenn sækja í
síauknum mæli í smiðju þeirra;
311 taka útgáfu sína á „Love
Song“ í myndinni 50 First Dates
og Tricky tók „The Love Cats“ á
Vulnerable. Menn fá ekki bara
lögin að láni heldur sækja þeir
einnig til Roberts Smiths og fá
hann til að syngja fyrir sig með
sinni afgerandi breimandi röddu.
Hollenski plötusnúðurinn Junkie
XL, sem gerði Elvis aftur heitan
með „A Little Less Conversation“,
fékk Smith til að syngja í laginu
„PerfectBlueSky“ á nýrri plötu
sinni og Blink 182 fengu Smith til
að syngja með sér lagið „All of
This“ af nýju plötunni. Þá kemur
Smith við sögu á nýrri plötu
Tweakers, sem er hljómsveit fyrr-
verandi trommara Nine Inch Na-
ils, Chris Vrennas.
Kemur reyndar ekki mikið á
óvart að Smith skuli allt í einu
vera orðinn svo heitur því greina
má sterk Cure-áhrif hjá annarri
hverri nýbylgjusveit sem slær í
gegn í dag og nægir þar að nefna
Hot Hot Heat, Interpol og The
Raptures sem sláandi dæmi um
það.
Þyngri og rokkaðri Cure
The Cure er um þessar mundir
að hefja upptökur á nýrri plötu
ásamt upptökustjóranum Ross
Robinson en hann er hvað kunn-
astur fyrir vinnu sína með þyngri
rokksveitum bandarískum á við
Korn, Limp Bizkit og Slipknot.
Það var þó vegna vinnu Robinsons
með At The Drive-In sem Smith
ákvað að fá hann til að taka upp
nýja Cure-efnið en markmiðið er
að gera þyngri og
rokkaðri Cure-plötu en
þær síðustu hafa verið.
Cure hefur jafnframt
gert samning við út-
gáfufyrirtæki Rob-
insons, I Am Record-
ings, og er áætlað að
nýja platan komi út um
miðjan júnímánuð
næstkomandi.
Engar uppfyllingar
Fram að nýrri plötu
geta unnendur sveit-
arinnar þó eytt drjúg-
um tíma í að kynna sér
og kryfja nýtt veglegt
fjögurra diska safn
sem heitir Join The
Dots: B-Sides & Rarit-
ies og er heldur betur tæmandi
heimild um allar B-hliðar og óút-
gefin lög sveitarinnar frá 1978–
2001.
Í ítarlegri 76 blaðsíðna litprent-
aðri bók sem fylgir útgáfunni segir
Robert Smith í inngangsorðum að
sjálfur hafi hann sem ungur tón-
listarunnandi alltaf haft mikinn
áhuga á þeirri tónlist sem prýddi
B-hliðar litlu platnanna. Hann hafi
meira að segja byrjað að spila þá
hliðina í þeirri von að fá að kynn-
ast nýrri hlið á viðkomandi lista-
mönnum; eitthvað alveg jafngott
og það sem var á A-hliðinni en þó
öðruvísi á einhvern hátt. „Ég gerði
alltaf miklar væntingar til B-hliða
þeirra listamanna sem ég hafði dá-
læti á …“
Og það má greina á þessum
stórfína pakka að þetta mottó hafi
hann haft hugfast allan feril The
Cure því góður meirihluti þeirra
70 laga sem eru í pakkanum er vel
yfir meðallagi góður, sér í lagi sé
viðkomandi gallharður Cure-
aðdáandi. Við erum heldur ekkert
að tala um nein drasllög, uppfyll-
ingar eða tilgangslausar endur-
hljóðblandanir (nema reyndar á
stöku stað á seinna skeiðinu). Góð-
ur vitnisburður um metnaðinn sem
Smith lagði alltaf í B-hliðarnar er
að árið 1986, áður en það varð
lenska að gefa út B-hliða-söfn,
ákvað hann að láta flestar B-
hliðarnar fylgja með kass-
ettuútgáfunni af safnplötunni vin-
sælu Staring at the Sea og aðrar
B-hliðar frá þeim tíma
enduðu á Japanese
Dreams. Það má líka
greina vel á pakkanum
nýja að einmitt á þessu
skeiði, árunum 1985–
1990, er Smith hvað
frjóastur í gerð B-
hliðanna enda dældi
maðurinn út lögunum
þá, gaf út hverja tvö-
falda plötuna á fætur
annarri og virtist vart
geta slegið feilnótu.
Ef nýi pakkinn er
ekki nóg fyrir Cure-
unnendur, gamla sem
nýja, má geta þess að í
apríl á þessu ári hefst
útgáfa á plötum sveit-
arinnar endurnærðum
og hreinsuðum að viðbættum B-
hliðum, demóum og sjaldgæfum
lögum. Árið 2004 er því greinilega
allra meina bót.
The Cure: Ný plata í smíðum og veglegt B-hliðasafn
Ennþá allra meina bót
Join The Dots: Feitur
og græðandi pakki.
Robert Smith: 45 ára og búinn að
þurrka af sér varalitinn.
Join The Dots: B-Sides & Rarit-
ies 1978 > 2001 er komin út.
skarpi@mbl.is