Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 65
FÓLK
ZERO 7 / When it Falls
Mergjuð plata í
nær alla staði. Og
þótt mér sú
fyrsta, Simple
Pleasures, frá
þessari bresku
sálarrafpoppsveit
þó engin sérstök
snilld, ólíkt mörgum öðrum.
Einhverjir myndu segja þessa tón-
list farna að láta á sjá, svolítið gær-
dagslega, í tískulegu tilliti. En blás-
um bara á það, því hér er verið að
búa til svo góða tónlist, vel samda og
útfærða. Við erum að tala um tónlist
sem upp að vissu marki er að dansa
með því sem Air er að gera, en svei
mér þá ef þetta er ekki bara betra;
meitlaðra, úthugsaðra og einhvern
veginn ekki eins fjári sjálf-
hverft. ALICIA KEYES / The Diary of
Alicia Keys
Önnur plata
undrabarns.
Songs in A Minor
kom manni nátt-
úrlega í opna
skjöldu. Svo
þroskað frá svo
ungri söngkonu.
Og kærkomin var hún á tímum er
R&B virtist allt vera orðið fastmótað
í sama horfið. Ákveðin sálarklassík
sem sveif yfir vötnum sem skar hana
frá öllum hinum. Það er ekki erfitt
að fylgja slíku eftir, eftirvæntingin
og pressan óbærileg. Og lætur önn-
ur platan það því miður fullmikið
uppi.
Hún virðist einhvern veginn orðin
fullmeðvituð um eigin ágæti – sem
reyndar er heilmikið ágæti og svo
veldur hún manni vonbrigðum með
því að stökkva á stöku stað upp á
R&B færibandið og tekst heldur
ekkert sérlega vel upp þar. En hæfi-
leiki Aliciu Keys leynir sér samt ekki
og því á hún sannarlega enn eftir að
gera sína bestu hluti. Erlendar plötur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 65
Leikfélag Akureyrar sýnir
DRAUMALANDIÐ
Miðapantanir í síma 462 1400
Draumalandið og Eldað með Elvis sýnt um páskana
Tryggðu þér miða í tíma
Leikrit eftir Ingibjörgu Hjartardóttur
Glæpasaga úr samtímanum
sem þú verður að sjá
Skrattakollar
(Deuces Wild)
Drama
Bandaríkin 2002. Sam-myndbönd. Bönn-
uð innan 16 ára. (96 mín.) Leikstjórn
Scott Kalver. Aðalhlutverk Stephen
Dorff, Brad Renfro, Fairuza Balk, Norman
Reedus, Balthazar Getty, Matt Dillon.
LEIKARAHÓPURINN í þessari
svölu – að hún vill vera – gengja-
mynd er eins og A til Ö yfir efnileg-
ustu leikara í Hollywood. Fyrir
nokkrum árum, þ.e.a.s. Hitt er
nefnilega líka ísköld staðreynd að
þessi leikarahópur
er í dag eins og A
til Ö yfir helstu
vandræðapésa í
Hollywood. Dorff,
Renfro, Getty. Allt
bráðefnilegir leik-
arar á sínum tíma
sem lentu svo í
tómu tjóni, dópi,
rugli og vondum myndum sem gert
hefur að verkum að framinn stefndi í
allt aðra og þveröfuga átt en til stóð.
Skrattakollar hefur vafalítið átt að
bæta þar úr, vera mynd sem hæfði
ímynd þeirra drengja, því þar fengju
þeir tækifæri á að sýna hversu ill-
skeyttir þeir væru orðnir. Og til að
undirstrika enn hinn augljósa virð-
ingarvott við klíkumyndirnar sem
vinsælar voru aldarfjórðungi eða svo
(The Warriors, The Wanderers, The
Outsiders, Rumble Fish) þá var
fenginn í aukahlutverk helsta stjarn-
an sem þær myndir gátu af sér,
Matt Dillon. En það bara er ekki nóg
því sama hversu blásið er og másað;
töffaraskapurinn er ekki að
virka. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Glötuð gengi