Morgunblaðið - 07.03.2004, Síða 68
68 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ALLMÖRG ár eru liðin frá því að
ég sá seinast hollenska dans- og
söngvamynd, svo það var með gleði í
hjarta sem ég settist niður að fylgj-
ast með systur Kliviu, íbúum gisti-
heimilis hennar og nágrannanum
vonda, honum Boordevol. Og brosið
hélt sér, því hér er á ferðinni lítil og
sæt gleðimynd. Hún byrjar á atriði í
anda Busby Berkeley myndanna, og
eftir það er myndin öll tekin í mynd-
veri, einsog var í gamla daga. Leik-
ararnir dansa síðan og bresta í söng
af minnsta tilefni, einsog siður er í
góðum söng- og dansmyndum.
Myndin byggir á hollenskum
sjónvarpsþáttum frá sjöunda ára-
tugnum, og leikstjórinn hefur kosið
að halda sem flestu óbreyttu, það
hefur tekist og er vel. Sagan er
einnig gamaldags og ólík þeim sem
við sjáum í bíómyndum dagsins í
dag. Hún er fyndin, en á sama tíma
mjög saklaus og eiginlega barnaleg,
þar sem hið góða og illa tekst á. En
einsog í góðum endurgerðum á
gömlum myndum, hefur undirliggj-
andi beittari tón verið bætt við.
Upphaflega var sjónvarpsþátturinn
ætlaður börnum, og vissulega gætu
þau lifað sig inn í einfalda söguna.
En mér sýnist á öllu að vondi ná-
granninn Boordevol, sem alltaf er
að atast út í Kliviu og vini hennar,
eigi við einhvern innri vanda að
stríða. Svei mér ef hann er ekki að
láta gremju sína bitna á öðrum, þar
sem hann þorir ekki að horfast í
augu við eigin kynhneigð. Vonum
bara að hans gamla vini, hár-
greiðslumanninum Wouter, takist
að hjálpa kallinum.
Leikararnir ná gamla sprell-and-
anum sérlega vel og eru allir frá-
bærir í sínum hlutverkum, þótt leið-
indaskjóðan hann Boordevol sé
langtum bestur. Leikurinn er ýktur
einsog allur stíll myndarinnar, sem
er einmitt eitt af því sem oft sést í
menningu samkynhneigðra. Bún-
ingarnir eru dásamlegir og alveg í
takt við ætlunarverk leikstjórans.
Hér hefur lítil og falleg saga verið
notuð til að segja djúpstæðari sögu
með ýmsum skírskotunum í heim
samkynhneigðra, og það gert bæði
smekklega og skemmtilega svo
gaman er að.
Allir þurfa góða granna
KVIKMYNDIR
Regnboginn – Hinsegin bíó
Leikstjóri: Pieter Kramer. Handrit: Harry
Banninnk, Frank Houtappels eftir sögu
Annie Schmidt. Tónlist: Raymund van
Santen. Kvikmyndataka: Piotr Kukla. Að-
alleikarar: Loes Luca, Paul R. Kooij, Paul
de Leeuw, Tjitske Reidinga, Waldemar
Torenstra. 100 mín. Holland 2003.
Já systir, nei systir /Ja zuster, nee zuster
½
Hildur Loftsdóttir
Já systir, nei systir er lítil en djúp saga í ýkjustíl með söng og dansi.
MUGISON, Örn Elías Guðmunds-
son, er vestfirskur tónlistarmaður
sem hefur notið talsverðrar hylli
erlendis að undanförnu. Ástæðan
er plata hans, Lonely Mountain,
sem hefur fengið fádæma góða
dóma og hefur Mugison m.a. farið
til Bretlands, Frakklands og Japans
til að kynna gripinn.
Kappinn býr sem stendur á Ísa-
firði og hyggst hann, ásamt föður
sínum (sem hann kallar Papa Mug)
og Rassa Prump (Ragnar Kjart-
ansson listamaður) halda helj-
armikla tónlistarhátíð laugardag-
inn 10. apríl undir heitinu „Aldrei
fór ég suður“. Fer hún fram á Ísa-
firði og verður í góðu samstarfi við
Ísafjarðarbæ.
Það eina sem Mugison gefur upp
um hátíðina í bili er að hún sé hald-
in til að fá fólk vestur í heimsókn en
líka svo að heimamenn hafi eitt-
hvað annað að gera um páskana en
að horfa á sjónvarp.
Fjöldi heimamanna kemur fram
en að sunnan koma m.a. Funerals,
Gjörningaklúbburinn, gusgus, Jó-
hann Jóhannsson, Trabant, Tristian
og Dr. Gunni. Fleiri nöfn eiga eftir
að bætast við.
Mugison stendur fyrir tónlistarhátíð á Ísafirði
„Aldrei fór
ég suður“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Mugison er listamannsnafn Arnar Elíasar Guðmundssonar.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 14 ára.
AKUREYRI
Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára.
FRUMSÝNING
Frá framleiðendum
Fast and theFurious og XXX
Sýnd kl. 2 og 4.
Sýnd kl. 6 og 9. B.i. 16.
Sýnd kl. 3.
SV MBL
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Kvikmyndir.com
SV MBL
Sýnd kl. 9.15. B.i. 14 ára.
Heimur farfuglanna
DV
Renée Zellweger
besta leikkona
í aukahlutverki
-Roger Ebert
Ó.H.T. Rás2
„Bráðfyndin“
HJ. MBL
„Ótrúlega áhrifarík.
Frumleg, fyndin og
elskuleg.“
-BÖS, Fréttablaðið
Skonrokk
„Hundrað sinnum
fyndnari
en Ben Stiller á
besta degi.“
-VG. DV
Sýnd kl. 6.30.
Kvikmyndir.is
DV
ÓHT Rás 2
i i .i
Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 2 og 4. Íslenskt tal.
Sean Penn
besti leikari
í aðalhlutverki
Tim Robbins
besti leikari
í aukahlutverki
Sýnd í stórasalnum kl. 5.20, 8 og 10.30. B.i. 16.
ÓSKARSVERÐLAUNA
MYNDIN