Morgunblaðið - 07.03.2004, Blaðsíða 72
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK.
www.sveit.is
erlenda
r
sÉrferÐ
ir
ÞRÍR Akureyringar hafa fest kaup á fisk-
vinnslufyrirtækinu Marcel Baey í Boulogne
Sur Mer í Frakklandi og hafa eigendaskipt-
in þegar farið fram. Þetta eru Kristján
Kristjánsson, sem undanfarin fimm ár hefur
starfað hjá Bakkavör og SÍF í Frakklandi,
Baldur Guðnason, framkvæmdastjóri Sjafn-
ar á Akureyri, og Steingrímur Pétursson,
aðstoðarframkvæmdastjóri Sjafnar. Kristján
verður framkvæmdastjóri fyrirtækisins.
Kaupverð er ekki gefið upp.
Fyrirtækið Marcel Baey var stofnað árið
1947 af samnefndum Frakka. Síðustu ár
hefur hann lítið komið að rekstrinum og
1987 seldi hann 70% hlut í fyrirtækinu til
þriggja lykilstarfsmanna þess. Marcel Baey
og starfsmennirnir þrír selja nú allir sinn
hlut, en munu eftir sem áður verða í
stjórnunarstöðum hjá fyrirtækinu.
Uppistaðan í starfsemi Marcel Baey hefur
alla tíð verið framleiðsla reyktra fiskafurða
undir samnefndu vörumerki, úr laxi, ýsu,
síld, makríl, ál og lúðu. Þá hefur fyrirtækið
framleitt, selt og dreift ferskum karfa-,
steinbíts-, ýsu- og grálúðuflökum. Allar
framleiðsluvörur Marcel Baey hafa verið
seldar á Frakklandsmarkaði og eru þar
mjög vel þekktar, að sögn hinna nýju eig-
enda. Viðskiptavinir Marcel Baey eru fyrst
og fremst veitingastaðir og sérhæfðar fisk-
verslanir.
Stærstur hluti hráefnis í vinnslu Marcel
Baey kemur frá Noregi og Íslandi.
Fyrirtækið veltir um einum milljarði ís-
lenskra króna á ári og hefur í mörg und-
anfarin ár skilað góðum hagnaði, að sögn
Baldurs Guðnasonar. Eigið fé Marcel Baey
er 140 milljónir íslenskra króna, heild-
arskuldir eru 110 milljónir króna. Eiginfjár-
hlutfall er 56% og veltufjárhlutfall 1,71.
Starfsmenn Marcel Baey eru á milli 30 og
40. Þess má geta að Marcel Baey var valið
eitt af tíu best reknu fyrirtækjum í Bou-
logne Sur Mer á síðasta ári.
„Marcel Baey er mjög gott fyrirtæki og
við teljum mikla möguleika á vexti þess á
næstu árum. Fyrirtækið er þekkt á Frakk-
landsmarkaði fyrir hágæðaframleiðslu og
við ætlum að hlúa að þeim markaði, auk
þess sem við munum athuga með nýja
markaði, meðal annars útflutning. Staðsetn-
ing fyrirtækisins hér í Boulogne Sur Mer er
mjög góð gagnvart móttöku hráefnis og
dreifingu afurða. Sem dæmi eru héðan að-
eins um 15 kílómetrar að Ermarsundsgöng-
unum og um 100 kílómetrar að landamær-
um Belgíu,“ segir Kristján framkvæmda-
stjóri.
Baldur Guðnason er stjórnarformaður
Marcel Baey og með honum í stjórn eru hin-
ir eigendurnir tveir, Kristján Kristjánsson
og Steingrímur Pétursson.
Þrír Akureyringar fjárfesta í Frakklandi
Gott fyrirtæki með mikla vaxtarmögu-
leika, segir framkvæmdastjórinn
Akureyri. Morgunblaðið.
HUGMYNDIR eru uppi um að lengja nám
lögreglumanna úr einu ári í þrjú og tryggja
nemum í Lögregluskóla ríkisins laun allt
námstímabilið. Hugmyndirnar hafa verið
kynntar fyrir dómsmálaráðherra og gangi
allt eftir verður næst tekið inn í lögreglu-
skólann haustið 2005 og þá í samræmi við
nýja námskrá.
Arnar Guðmundsson, skólastjóri Lög-
regluskóla ríkisins, segir að grunn-
hugmyndin sé að fjölga kennslustundum úr
u.þ.b. 1.200 í 2.100. Skólinn vilji auka
kennslu í þeim greinum sem fyrir eru
kenndar og eins athuga hvort nauðsynlegt
sé að bæta við fögum. Einnig standi til að
verja meiri tíma til þjálfunar og ýmissa
verklegra æfinga.
Arnar telur skynsamlegt að lögreglu-
nemar fái greidd laun frá því þeir hefja
nám. „Þannig að menn sæki um starf í lög-
reglunni um leið og þeir sækja um að kom-
ast í skólann og það sé gerður samningur
við þá í upphafi. Þetta skiptir máli varðandi
agaspursmál og að menn læri alveg frá
fyrsta degi að þeir eru lögreglumenn,“ segir
Arnar. Hann bætir við að lögreglunemarnir
geti þá aðstoðað við löggæslu, þegar miklar
annir eru, og eins sé þetta mikilvægt vegna
trygginga.
Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi er
fyrsta önnin ólaunuð, en standist nemend-
urnir próf sem eru tekin að fjórum mán-
uðum liðnum hefja þeir starfsþjálfun, ganga
vaktir og starfa við hlið fullgildra lögreglu-
manna yfir sumarið. Um haustið ljúka þeir
seinni önninni og eru á launum áfram þar
til þeir eru brautskráðir rétt fyrir jól.
Hugmyndirnar nú ganga út á að lengja
námið úr einu ári upp í tvö og jafnvel að
eins árs reynslutími bætist við að því loknu,
áður en menn geta farið í skipaðar lögreglu-
mannastöður. Námið verði því alls þrjú ár.
Yfir fyrstu tvö árin yrðu nemendur að auki
í 12 mánuði samtals í starfsþjálfun, m.a. yfir
sumartímann þegar helst er þörf á auknu
starfsliði hjá lögreglunni.
Nám lög-
reglumanna
verði þrjú ár
Nemar verði á launum
allan námstímann
Námið/4
FLAK björgunarskipsins sem skol-
aði útbyrðis af ms. Skaftafelli á mið-
vikudagskvöld fannst í gær uppi í
klettafjöru rétt austan við Sela-
tanga. Skipið rak upp í fjöruna og
brotnaði þar í spón. Búið er að koma
auga á vélar skipsins og nokkra aðra
hluti úr því.
Vegna brims tókst ekki að koma
auga á skipið fyrr en í gær þegar
veður fór að lægja. Engin olía lak úr
skipinu þar sem það var tómt en
brak dreifðist um fjöruna og verður
kannað hvort unnt sé að fjarlægja
það. Verðgildi skipa sem þessara er
14 til 15 milljónir króna og var skipið
tryggt, en aðaltjónið felst í því
hversu erfitt er að fá þau afgreidd
frá framleiðanda.
Flak björg-
unarskips-
ins fundið
DAGFORELDRAR boða
a.m.k. 13 þúsund króna hækk-
un á daggjöldum ef reglugerð
um daggæslu barna í heima-
húsum verður samþykkt
óbreytt og börnum fækkað úr
fimm í fjögur á hvert dagfor-
eldri. Ráðgert er að reglugerð-
in taki gildi 1. apríl nk. en
fundur félagsmálaráðherra og
dagforeldra hefur verið boðað-
ur á þriðjudag.
Að sögn Ingu Hönnu Dag-
bjartsdóttur, sem sæti á í
stjórn Barnavistunar, félags
dagforeldra í Reykjavík, standa
gjöldin ekki undir kostnaði við
rekstur miðað við óbreyttar
forsendur og hafa dagforeldrar
lýst því yfir að margir muni
skila inn leyfum ef ekki verður
tekið tillit til athugasemda
þeirra við reglugerðina.
970 börn í umsjá
dagforeldra í Reykjavík
Um 400 dagforeldrar eru á
landsvísu, þar af nálægt 200 í
Reykjavík. Um 970 börn eru í
umsjá dagforeldra í Reykjavík
einni og víða um hálfs árs til
eins árs bið eftir plássi. Að
mati dagforeldra er ljóst að
fækkun dagforeldra muni bitna
hart á sveitarfélögum og eft-
irspurn eftir leikskólaplássum
aukast til muna.
Dagforeldrar benda á að á
sama tíma sé verið að herða
reglur um eftirlit með dag-
mæðrum. Meðal annars sé nýj-
um óháðum eftirlitsaðila ætlað
að fylla út umfangsmikinn gát-
lista við hverja heimsókn sem
lýsi vantrausti yfirvalda á
starfsstéttina, að þeirra mati.
Dagforeldrar um drög að reglugerð um daggæslu
Gjald mun hækka um
13 þúsund að óbreyttu
Erfitt að/4
HVER segir að maður þurfi að hlaupa eftir
malbikuðum útivelli eða parketlögðu gólfi til
að skemmta sér í körfubolta? Þessir hressu
krakkar í sundlauginni í Hveragerði áttu ekki í
nokkrum vandræðum með að spila körfubolta á
kafi í vatni! Þegar loks einn leikmaður tók
boltann og kastaði honum beinustu leið ofan í
körfuna horfðu hinir fullir aðdáunar á. Leik-
mennirnir ungu voru líka umvafðir dularfullri
ísþoku er ljósmyndari Morgunblaðsins heilsaði
upp á þá sem gerði leikinn enn meira spenn-
andi.
Morgunblaðið/RAX
Leikur í lauginni
ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til
aukatónleika með bandarísku rokk-
hljómsveitinni KoRn 31. maí næst-
komandi í Laugardalshöll, daginn
eftir áður fyrirhugaða tónleika
sveitarinnar hér á landi.
Uppselt varð á fyrri tónleikana á
tveimur dögum en miklar raðir
mynduðust við miðasöluna fyrir þá
tónleika er hún hófst á sunnudag-
inn var.
Að sögn tónleikahaldara kom
það liðsmönnum KoRn í opna
skjöldu þegar þeim bárust tíðindin
að miðar hefðu selst svo skjótt upp
á Íslandi, þremur mánuðum fyrir
tónleikana. Því hefðu þeir góðfús-
lega fallist á að leika á öðrum tón-
leikum daginn eftir til að anna þess-
ari miklu eftirspurn á Íslandi.
Sem fyrr segir verða auka-
tónleikarnir 31. maí í Laugardals-
höll. Forsala verður á miðum í
gegnum siminn.is en almenn miða-
sala hefst í verslunum Skífunnar í
Kringlunni og Smáralindinni
sunnudaginn 4. apríl kl. 21.
Nú þegar hafa 5.500 manns tryggt
sér miða á tónleika með KoRn.
Aukatón-
leikar með
KoRn
♦♦♦