Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
LAUSIR ÚR HALDI
Þremenningarnir sem grunaðir
eru um aðild að líkfundarmálinu í
Neskaupstað voru látnir lausir um
sexleytið í gærkvöld, eftir að Hæsti-
réttur hafði snúið við niðurstöðu
héraðsdóms og ekki fallist á kröfu
lögreglu um að almannahagsmunir
krefðust lengra gæsluvarðhalds.
Litháinn Tomas Malakauskas var
ennfremur dæmdur í farbann til 30.
apríl næstkomandi.
Telja rétt að myrða Sharon
Nýr æðsti leiðtogi Hamas-sam-
taka Palestínumanna, Khaled
Meshaal, kveðst vilja að Ariel Shar-
on, forsætisráðherra Ísraels, verði
ráðinn af dögum í hefndarskyni fyrir
dráp Ísraela á Ahmed Yassin, stofn-
anda og andlegum leiðtoga Hamas.
Nýr yfirmaður Hamas á Gaza-
svæðinu, Abdelaziz Rantissi, útilok-
aði í gær að samið yrði um vopnahlé
við Ísraela fyrr en þeir léttu hersetu
sinni af landsvæðum Palestínu-
manna.
Fórnarlamba minnzt
Opinber minningarathöfn um hin
190 fórnarlömb hryðjuverkaárás-
arinnar í Madríd var í gær haldin í
dómkirkju spænsku höfuðborg-
arinnar, að viðstaddri konungsfjöl-
skyldunni og fjölda erlendra tign-
argesta, auk aðstandenda hinna
látnu.
ESB sektar Microsoft
Yfirvöld samkeppnismála í Evr-
ópusambandinu, ESB, sektuðu í gær
bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið
Microsoft um hálfan milljarð evra,
nærri 44 milljarða ísl.kr., fyrir að
hafa misnotað raunverulega einok-
unaraðstöðu sína á einkatölvumark-
aðinum. Úrskurðurinn gengur miklu
lengra en það samkomulag sem
Microsoft gerði við samkeppnis-
yfirvöld í Bandaríkjunum.
Myllan-Brauð seld
Íslensk-ameríska hefur fest kaup
á Myllunni-Brauði. Samkeppn-
isstofnun hyggst skoða hvort kaupin
samræmast samkeppnislögum.
Samanlögð velta fyrirtækjanna
tveggja er áætluð 5,4 milljarðar
króna. Kaupverð er ekki vitað.
Stafrænt sjónvarp 2008
Samgönguráðherra vill að stofnað
verði sameiginlegt fyrirtæki fjöl-
miðla og fjarskiptafyrirtækja til að
byggja upp dreifikerfi fyrir stafrænt
sjónvarp. Hann vonast til að upp-
byggingu kerfisins geti verið lokið
árið 2008.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 38
Erlent 16/18 Minningar 38/43
Heima 20 Umræðan 44/48
Höfuðborgin 22 Kirkjustarf 49
Akureyri 24 Bréf 48
Suðurnes 25 Dagbók 50/51
Landið 27 Staksteinar 54
Listir 28/30 Sport 56/59
Daglegt líf 31/33 Fólk 60/65
Neytendur 32 Bíó 62/65
Forystugrein 34 Ljósvakamiðlar 66
Þjónusta 37 Veður 67
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir
sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
NORRÆN kvikmyndaverðlaun verða veitt í fyrsta
sinn á þingi Norðurlandaráðs á næsta ári. Þetta
ákváðu ráðherrar menningarmála á Norðurlönd-
um á fundi sínum í Kaupmannahöfn í gær, mið-
vikudag.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-
ráðherra stjórnaði fundi norrænu menningarmála-
ráðherranna en Ísland fer nú með forystu innan
Norðurlandaráðs.
Í samtali við Morgunblaðið segir hún verðlaunin
marka ákveðin tímamót. „Það var samþykkt að
koma á fót norrænum kvikmyndaverðlaunum.
Þetta hefur lengi verið í umræðunni en ekki orðið
úr því fyrr en nú. Þetta er því mikilvæg ákvörðun.“
Þorgerður Katrín segir einkum tvennt hafa orðið
til þess að samkomulag náðist um veitingu verð-
launanna. „Annars vegar áhugi þingmanna en ekki
síður mikill og öflugur fram-
gangur kvikmyndalistarinnar á
Norðurlöndum að undanförnu.
Hver sem hefur augu og eyru
getur séð þennan framgang,“
segir Þorgerður Katrín.
Verður útfært nánar
Samþykkt var á fundinum að
verðlaunaupphæðin yrði sú
sama og annarra verðlauna
Norðurlandaráðs, t.d. bók-
menntaverðlauna, eða 350 þúsund danskar krónur.
Að sögn Þorgerðar Katrínar á eftir að útfæra nán-
ar með hvaða hætti verðlaunin verða en ráðherr-
arnir hafi talið mikilvægt að taka um það ákvörðun
að verðlaunin verði veitt að ári og einnig upphæð
verðlaunanna. Þá segir hún að eftir sé að útfæra
nánar skilyrði sem sett verða fyrir kvikmynda-
verðlaununum. Það hafi m.a. verið rætt hvort leyfa
ætti tilnefningu mynda sem ekki eru á Norður-
landamáli en ráðherrarnir voru ekki á einu máli um
það. Segir hún sænska ráðherrann hafa í því sam-
bandi bent á sænsku kvikmyndina Lilya 4ever sem
að miklu leyti fer fram á rússnesku en er þó óum-
deilt norræn mynd. Hún segir það þó munu verða
ófrávíkjanlegt skilyrði að tilnefndar kvikmyndir
hefðu sterkar rætur í norrænni menningu.
„Fyrst og fremst eigum við að einblína á að
myndirnar sem tilnefndar verða hafi norræna skír-
skotun. Myndin Dancer in the Dark eftir Lars Von
Trier með Björk í aðalhlutverki er til dæmis að
mínu mati norræn mynd þó í henni sé töluð enska,“
segir Þorgerður Katrín.
Kvikmyndaverðlaun Norð-
urlandaráðs veitt árið 2005
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
SAMNINGAR Starfsgreinasam-
bandsins (SGS) og Flóabandalagsins
við Samtök atvinnulífsins (SA) eru
nú til kynningar og atkvæðagreiðslu
meðal félagsmanna. Á almennum fé-
lagsfundi Eflingar – stéttarfélags á
þriðjudag voru samningarnir kynnt-
ir og ýmis ákvæði þeirra.
Nokkurra nýjunga gætir í samn-
ingunum. Sigurður Bessason, for-
maður Eflingar, vakti m.a. athygli á
ákvæði þess efnis að heimilt er að
semja svo um á hverjum vinnustað
að samningsbundin frí sem lenda á
fimmtudögum, þ.e. sumardagurinn
fyrsti og uppstigningardagur, verði
færð á föstudag eða mánudag. Um
þetta yrði að semja á hverjum vinnu-
stað, m.a. með atkvæðagreiðslu
starfsmanna. Sigurður sagði at-
vinnurekendur hafa komið fram með
kröfu um þetta ákvæði.
Þá sagði Sigurður mikil tímamót í
kjarasamningagerð hafa orðið með
innleiðingu fræðslusjóðs í samning-
unum nú. Stjórnvöld myndu á samn-
ingstímanum til 2007 leggja til 190
milljónir króna í starfsmenntamál og
atvinnurekendur greiða í starfs-
menntasjóð.
Með þessu væri í fyrsta sinn skot-
ið varanlegum stoðum undir starfs-
menntun almenns launafólks til
frambúðar. Frá 1. janúar 2006
greiða atvinnurekendur 0,05% í sjóði
til fræðslumála og 0,10% til viðbótar
frá 1. janúar 2007, þ.e. alls 0,15% frá
þeim tíma.
Samningar SGS og „Flóans“ við SA
Ákvæði um flutning
fimmtudagsfrídaga
MARGIR kátir kiðlingar hoppa og leika sér í geitahús-
inu á Rauðá í Þingeyjarsveit enda þar mjög vorlegt eft-
ir að geiturnar báru um miðjan mánuðinn.
Geitur hafa verið samfellt á Rauðá frá árinu 1967 en
áður hafði stofninn þar verið felldur í fjárskiptunum
1941. Nú eru geitur einungis á tveimur bæjum í Suður-
Þingeyjarsýslu og hætt er að nýta mjólkina til mann-
eldis. Vilhjálmur Grímsson á Rauðá lætur vel af geita-
búskapnum enda alltaf skemmtilegt að búa með líf-
legan bústofn. Þá verða kiðlingarnir alltaf gæfir og
gaman getur verið að spjalla við þá og sjá þá gera ýms-
ar kúnstir.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Glatt á hjalla í geitahúsinu
Laxamýri. Morgunblaðið.
FRÉTTATÍMI Stöðvar 2 verður
færður fram um hálftíma hinn 1.
apríl næstkomandi. Þetta staðfesti
fréttastjóri Stöðvar 2, Sigríður
Árnadóttir, í samtali við Morgun-
blaðið.
Frá og með 1. apríl hefjast frétt-
irnar kl. 18.30 í stað 19.00 eins og nú
er. Þá verður dægurmálaþátturinn
Ísland í dag færður fram til kl.
18.18.
Að loknum fréttum, kl. 19.00, tek-
ur Ísland í dag upp þráðinn og mun
þátturinn standa til kl. 19.30. Heild-
artími þáttarins styttist því úr einni
klukkustund í 42 mínútur.
Fréttatími
Stöðvar 2
færður
1. apríl
KARLMAÐUR um tvítugt var
handtekinn laust fyrir klukkan
átta í gærkvöld eftir að hann
braust inn í Lyf og heilsu við
Rauðarárstíg í Reykjavík.
Lögreglu var gert viðvart eftir
að nágrannar heyrðu brothljóð frá
apótekinu. Maðurinn braut rúðu
og var að koma út úr apótekinu
með ránsfenginn þegar lögreglu-
menn tóku á móti honum. Hann
var handtekinn og færður í fanga-
geymslur.
Braust inn
í apótek
♦♦♦