Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 24
AKUREYRI
24 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Framhaldsaðalfundur
Samtaka verslunarinnar - FÍS verður haldinn
fimmtudaginn 1. apríl nk. kl. 15.00
í Setrinu, Grand Hótel.
Kl. 15.00 Ávarp: Pétur Björnsson, formaður Samtaka
verslunarinnar.
Gestur: Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi KPMG
ráðgjöf.
Virðisstjórnun og árangursmat í rekstri
fyrirtækja.
Kl. 16.00 Kaffihlé.
Kl. 16.15 Störf framhaldsaðalfundar:
1. Stefnumörkun samtakanna kynnt.
2. Lagabreytingar.
3. Kjör til nefnda.
4. Önnur mál.
5. Fundarslit.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu samtakanna í síma
588 8910 eða í netfang: lindabara@fis.is
Samtök verslunarinnar - FÍS
„ÞETTA var nokkuð merkileg
loðnuvertíð, bæði af manna völd-
um og náttúrulegum völdum,“
sagði Bjarni Bjarnason, skipstjóri
á Súlunni EA, í samtali við Morg-
unblaðið. „Það var nokkuð sér-
kennilegt þegar veiðarnar voru
bannaðar í janúar og svo leyfðar
aftur. Komið var langt fram í febr-
úar þegar við fengum loks upp
gefið hvað við mættum veiða mik-
ið og það er alls ekki nógu gott að
búa við slíkt. Enda er eftir að
veiða 160–170 þúsund tonn af
kvótanum og það er alveg ljóst að
gera þarfbreytingar á stjórnuninni
á þessum veiðiskap. Það er alveg
lífisins ómögulegt að búa við þetta
ástand.“
Bjarni sagði að það hefði sést
mikið af loðnu í janúar og febrúar
en að hún hefði skilað sér illa upp
á grunnið, hvernig sem á því
stæði. „Tíðarfarið var líka mjög
erfitt, það kom mjög slæm rúm
vika í marsbyrjun, sem skemmdi
þessa vertíð mjög mikið. Loðnan
var þá á mjög viðkvæmum stað
uppi í landi og farið að styttast í
hrygningu. Þetta gerði mönnum
mjög erfitt fyrir.“
Fyrirhugað er að halda fund
með hagsmunaaðilum í greininni
innan tíðar. „Menn verða að stinga
saman nefjum og reyna að finna
lausnir á því hvernig best er að
nýta þetta. Þá líkar mér afar illa
að menn skuli vera farnir að
krafsa hver í annan. Maður hefur
séð hverja greinina á fætur ann-
arri í Fiskifréttum að þessir
„glæpamenn“ sem stunda þennan
veiðiskap séu að drepa steinbít og
þorsk frá öðrum. Þetta kann ekki
góðri lukku að stýra, við erum all-
ir að stefna að því, þ.e. að nýta
auðlindir hafsins sem allra best.
Ég hef heldur ekki orðið var við
þessa þorskgengd í kringum
loðnutorfurnar þessi rúmu 30 ár
sem ég hef verið við þetta. Ég hef
aldrei fengið þorsk í nótina mína
þótt ég sé búinn að kasta fleiri
hundruð köst á þessum tuttugu
sumarvertíðum.“
Súlan EA kom til heimahafnar á
Akureyri í fyrrakvöld en aflinn á
loðnuvertíðinni er um 18.500 tonn.
Súlan, sem ber um 950 tonn, átti
eftir um 1.400 tonn af kvótanum
þegar vertíðinni lauk. Bjarni tók
þátt í sinni fyrstu loðnuvertíð árið
1969 og var ljúka sinni 35. vertíð á
Súlunni en þar af hefur hann verið
skipstjóri í um 25 ár. Súlan er að
verða með minnstu skipunum sem
stunda loðnuveiðar hérlendis en
með umfangsmiklum breytingum
er skipið er þó orðið helmingi
stærra en það var í upphafi.
Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, var að ljúka sinni 35. loðnuvertíð
Morgunblaðið/Kristján
Loðnuvertíðinni lokið: Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súlunni, t.v., Jón Zoph-
aníasson háseti og Sverrir Leósson útgerðarmaður á Torfunefsbryggju.
Bjarni var að ljúka sinni 35. loðnuvertíð á Súlunni og Jón sinni 29. vertíð.
Gera þarf
breytingar á
stjórnun veiðanna
KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar-
stjóri á Akureyri, sagði að það
væri bull og vitleysa að hann hefði
talað um byggðaáætlun fyrir Eyja-
fjörð með þeim hætti sem Val-
gerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, talar um í pistli
á heimasíðu sinni. „Nú berast þær
fréttir að bæjarstjórinn á Akureyri
hafi sagt á opnum fundi nú í vik-
unni að þessi byggðaáætlun sé
hvorki fugl né fiskur og bæti því
við að Akureyringar verði bara að
standa saman,“ sagði Valgerður
m.a. í pistli sínum.
Kristján Þór sagði að þetta væri
allt einn allsherjar miskilningur.
„Valgerður sat ekki þennan fund
en hefði betur gert það. Byggða-
áætlun fyrir Eyjafjarðarsvæðið
hefur ekki litið dagsins ljós ennþá,
þannig að það er of snemmt að
vera tjá sig um plagg sem ekki er
tilbúið til umræðu. Enda ber
mönnum, sem voru á þessum fundi
og hafa haft samband við mig,
saman um það að frásögn Val-
gerðar beri þess merki að hún hafi
ekki verið á fundinum. Það kann-
ast einfaldlega enginn við um-
ræðuna á þessum nótum,“ sagði
Kristján Þór.
Valgerður sagðist einnig í pistli
sínum taka undir með bæjarstjór-
anum að það væri mikilvægt að
Akureyringar standi saman um öll
góð mál. „Ég upplifi bæjarstjórann
á Akureyri hins vegar þannig að
hann hafi ekki mikinn áhuga á að
vinna með stjórnvöldum, hann vilji
frekar kalla til þeirra úr fjarska.
Hann hefur t.d. efasemdir í sam-
bandi við samstarf við iðnaðar-
ráðuneytið í stóriðjumálum.
Kannski af ótta við að ef árangur
næðist þá gæti það styrkt Fram-
sóknarflokkinn í NA-kjördæmi í
næstu kosningum. Varla hefur
hann ástæðu til að ætla að í iðn-
aðarráðuneytinu skorti áhuga eða
þekkingu á uppbyggingu stóriðju í
landinu,“ sagði Valgerður enn-
fremur.
Kristján Þór sagði það vera al-
veg klárt að Akureyringar þyrftu
að standa saman „og ekki bara Ak-
ureyringar, menn verða að koma
sér saman um það út fyrir Ak-
ureyri hvernig þeir vilja vinna
hlutina.“ Spurður um áhuga rík-
isvaldsins á svæðinu sagði Kristján
Þór að búið væri að samþykkja
þingsályktunartillögu um gerð
byggðaáætlunar fyrir Eyjafjarðar-
svæðið. „Ég er að vonast til að það
komi eitthvað út úr þeirri vinnu,
sem styrki búsetu á Akureyri og
Eyjafjarðarsvæðinu. Ég kýs að líta
svo á að þetta sé viljayfirlýsing af
hálfu ríkisvaldsins, að bjóða upp á
annan valkost til búsetu en höf-
uðborgarsvæðið.“
Kristján Þór sagði aðspurður að
ekki væri um pólitíska kergju að
ræða af sinni hálfu gagnvart Val-
gerði. „Það er miklu frekar að hún
svaraði því, ekki hef ég verið að
ráðast á hana fyrir það sem hún er
að gera. Ég er í sveitarstjórnar-
málum og tel það alveg ærið verk.“
Bæjarstjórinn á Akureyri um gagnrýni iðnaðar- og viðskiptaráðherra
„Valgerður sat ekki fundinn
en hefði betur gert það“
KARLMAÐUR á fertugsaldri við-
urkenndi við yfirheyrslu hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar á Akureyri
ellefu innbrot, þar af þrjú innbrot á
Akranesi. Öll innbrotin framdi mað-
urinn á þessu ári. Hann var handtek-
inn aðfaranótt þriðjudags eftir uppá-
komu í heimahúsi í bænum. Við
yfirheyrslu vegna málsins við-
urkenndi maðurinn innbrotin ellefu,
að sögn Daníels Snorrasonar lög-
reglufulltrúa.
Átta af þessum innbrotum framdi
maðurinn á Akureyri og í fimm til-
fellum var um að ræða innbrot í
grunnskóla bæjarins. Hann við-
urkenndi að hafa haft um hálfa millj-
ón króna í peningum upp úr krafsinu
en einnig stal hann tölvu og stafrænni
myndavél. Maðurinn viðurkenndi
að hafa framið innbrotin til þess að
fjármagna eigin fíkniefnaneyslu.
Viðurkenndi
11 innbrot
SKÍÐASVEIFLA og snjóalög
er yfirskrift hátíðar sem hefst í
kvöld, fimmtudagskvöldið 25.
mars, en að henni standa Gil-
félagið, Jazzklúbbur Akureyrar
og menningardeild Akureyrar,
en markmiðið er að „gera
páskafrí og dvöl á Akureyri að
sannkallaðri gleði milli fjalls og
fjöru“ eins og segir í frétt um
hátíðina.
Hátíðin hefst með fyrirlestri
Ármanns Jakobssonar bók-
menntafræðings á Amtsbóka-
safninu í kvöld kl. 20.30, en þar
mun hann fjalla um Hringa-
dróttinssögu.
Miðnæturdjasstónleikar
verða svo í Ketilhúsinu á laug-
ardagskvöld, 27. mars kl. 23.
Þar leikur hljómsveitin Nanúna
eyrnakonfekt djasstónlistar-
innar, en í henni eru Wolfgang
Sahr á saxófón, Aladar Rácz,
píanó, Stefán Ingólfsson, bassa
og Karl Petersen á trommur.
Skíða-
sveifla og
snjóalög
Góðvinir funda | Góðvinir Háskól-
ans á Akureyri efna til aðalfundar í
dag, fimmtudag, 25. zmars kl. 17 í
stofu L201 á Sólborg. Meðal annars
verður rætt um starfsemi félagsins
og fjallað um hugmyndir að verk-
efnum þess á næstunni.
Vefjagigt | Jón Atli Árnason, sér-
fræðingur í gigtarlækningum, held-
ur erindi um vefjagigt sem hann
nefnir: Er hægt að lækna vefjagigt?
á aðalfundi Gigtarfélags Íslands,
deild Norðurlands eystra, í kvöld,
fimmtudagskvöldið 25. mars kl. 20, á
Hótel KEA.