Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 25
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 25 FÉLÖGIN innan Kvenfélaga- sambands Gullbringu- og Kjós- arsýslu standa fyrir merkjasölu í vor til styrktar barna- og ung- lingageðdeildinni. Var þetta ákveðið á aðalfundi sambandsins sem haldinn var í félagsheimilinu Stapa í Njarðvík síðastliðinn laug- ardag. Ellefu kvenfélög úr Kjósinni, af höfuðborgarsvæðinu og Suð- urnesjum mynda Kvenfélaga- samband Gullbringu- og Kjós- arsýslu og eru félagskonur um eitt þúsund. Aðalfundir eru haldnir til skiptis hjá aðildarfélögunum, að þessu sinni í boði Kvenfélags Keflavíkur. Auk fundarstarfa var farið í skoðunarferð um svæðið og efnt til skemmtunar um kvöldið. Katrín Eiríksdóttir formaður segir að á fundinum séu fluttar skýrslur um starf sambandsins og félaganna. Hún segir mikilvægt að félagskonur komi saman og kynn- ist og læri hver af annarri ráð til að efla starfsemina. Á síðasta ári færði Kvenfélaga- sambandið Barnaspítala Hringsins vöktunarbúnað í gjörgæslu- herbergi og er verðmæti hans 4,5 milljónir. Til þessa verkefnis var varið ágóða og vöxtum af andvirði merkisins gleym mér ei sem selt var fyrir nokkrum árum. Jafn- framt var ákveðið að standa fyrir merkjasölu í vor og láta afrakstur fjáröflunarinnar renna til barna- og unglingageðdeildarinnar. Von- ast Katrín til að svipaður árangur verði af fjáröfluninni. Kvenfélagasamband Gullbringu- og Kjósarsýslu er 75 ára á þessu ári og verður efnt til afmælishófs af því tilefni. Kartrín segir mis- jafnt hvernig félögunum reiðir af í þeirri miklu samkeppni sem er um athygli fólks. Sum eflist með fjölg- un félaga. „Við viljum hafa kven- félögin skemmtileg þannig að kon- ur gangi til liðs við þau og starfsemin eflist. Við konur erum bjartsýnar á framtíðina,“ segir Katrín. Ákveðið að selja gleym mér ei í vor Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Fundarhlé: Þrír fulltrúar úr Kvenfélaginu Seltjörn á Seltjarnarnesi, Kristín Kristinsdóttir, Rannveig Ívarsdóttir og Sigurbjörg Sigurðardóttir, notuðu tímann í matarhléinu í Stapanum til að búa til skraut úr munnþurrkum. Innri-Njarðvík | Fræðsluráð Reykjanesbæjar leggur til að nýr grunnskóli sem verið er að byggja í Innri-Njarðvík verði kallaður Ak- urskóli. Jafnframt að upplýsinga- og bókastofa í skólanum heiti Thorkelli- stofa. Talsverðar umræður hafa farið fram um nafn á nýja skólann sem í upphafi fékk vinnuheitið Thorkill- iskóli, eftir Jóni Þorkelssyni Thorchillius Skálholtsrektor sem fæddur er í Innri-Njarðvík. Í skoðanakönnunum sem gerðar voru meðal íbúa Innri-Njarðvíkur og á Netinu fékk heitið Tjarnaskóli bestar undirtektir, eða frá 33% og upp í 47% stuðning. Vísar nafnið til tjarnanna sem eru einkennandi fyrir svæðið og Tjarnahverfis þar sem hann verður. Í greinargerð sem Ei- ríkur Hermannsson tók saman um möguleikana varaði hann við að nota þetta nafn vegna hættu á ruglingi við þekktan skóla í Reykjavík, Tjarn- arskóla. Nöfnin Seyluskóli og Thor- killiskóli fengu einnig nokkurn stuðning svo og Akurskóli og fékk síðastnefnda nafnið góðan stuðning í skoðanakönnuninni í Innri-Njarðvík. Fyrsti skólinn sem reistur var í Innri-Njarðvík hét Akurskóli en hann var byggður 1891 og starfaði fram yfir aldamótin 1900. „Nafnið hefur því sterka sögulega skírskotun og kallar fram hughrif um grósku og vöxt. Nafnið er þjált og fellur vel að íslensku málkerfi, samsetningum, framburði og stafsetningu. Þetta nafn er ekki til á skóla hérlendis,“ sagði í umsögn fræðslustjóra um nöfnin. Fræðsluráð ákvað að leggja til að skólinn fengi nafnið Akurskóli og verður tillagan lögð fyrir bæjarráð og bæjarstjórn. Þá var ákveðið að sérstök upplýsinga- og bókastofa í hjarta skólans heiti Thorkellistofa, til heiðurs Jóni Þorkelssyni og bóka- gjöf hans til barna í Njarðvíkursókn. Nýi grunnskólinn í Tjarnahverfi fær nafnið Akurskóli Reykjanesbær | Nýr hugbúnaður fyrir sveitarfélög, SAMskjár, hefur verið tekinn í notkun hjá Reykja- nesbæ og er það fyrsta sveitarfé- lagið sem það gerir. Bærinn og Samband íslenskra sveitarfélaga aðstoðuðu hugbúnaðarhúsið cTarg- et á Íslandi ehf. við þróun hans. SAMskjárinn var kynntur á blaðamannafundi á bæjarskrifstof- um Reykjanesbæjar í vikunni um leið og Árni Sigfússon bæjarstjóri spreytti sig á notkun hans. SAMskjár er í senn upplýsinga- veita og samskiptaþjónn. Helstu nýjungarnar felast í því að sveit- arstjórnarmenn geta nú unnið sam- hliða í þessu upplýsingakerfi á vefnum, þótt þeir séu á mismunandi stað. Jafnframt geta þeir séð hvorir aðra á skjánum og rætt saman. Allt það sem annar gerir sér hinn á skjánum hjá sér. Þrjár aðskildar hugbúnaðarlausn- ir eru í SAMskjánum sem þó geta allar unnið saman. Það eru SAM Alþingi sem einfaldar vafrið um vefsvæði stjórnarráðsins, SAM sveitarfélög sem inniheldur heima- síður allra sveitarfélaga í landinu og flokkar þær og SAM heima- byggð sem er sérsniðin lausn fyrir hvert sveitarfélag fyrir sig. Fram kemur í fréttatilkynningu frá SAM ehf., sem hefur tekið við áframhald- andi þróun hugbúnaðarins og sölu hans, einfaldar SAMskjárinn mjög leit að upplýsingum á vefjum sveit- arfélaganna og samanburð upplýs- inga. SAMskjár í notkun hjá Reykjanesbæ Samvinna: Lárus Rúnar Ástvaldsson, framkvæmdastjóri SAM ehf., og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, kynna SAMskjáinn á fundi. Auðveldar notkun vefja sveitarfélaga 800 7000 - siminn.is Frábær þráðlaus ISDN sími. 1.980 Léttkaupsútborgun Swissvoice Eurit 525 og 1.000 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 13.980 kr. 980 Léttkaupsútborgun Panasonic 410 og 750 kr. á mán. í 12 mán. Verð aðeins: 9.980 kr. • Drægni 50 til 300 metrar. • Rafhlaða: Allt að 8 klst. í tali/ 80 klst. í bið. • Allt að 5 notendur á einum síma (MSN). • Númerabirting, endurval og símaskrá. • Styður alla helstu ISDN sérþjónustu. • Tengja má allt að 5 aukahandtæki við hverja móðurstöð. • Hægt að hringja innanhús á milli handtækja. ÞRÁÐLAUSIR SÍMAR á frábæru verði 50% afsláttur af stofngjöldum og fleiri fríðindi •50% afsláttur af stofngjaldi heimasíma; aðeins 1.950 kr. í stað 3.900 kr. • 50% afsláttur af stofngjaldi ISDN heimasíma; aðeins 3.450 kr. í stað 6.900 kr. • Frítt að breyta úr venjulegum heimasíma í ISDN; 0 kr. í stað 3.900 kr. •Allir viðskiptavinir Símans fá Þína hringingu og aukanúmer frítt í 6 mánuði. Tilboðin gilda til 31. mars. 50% AFSLÁTTUR af stofngjaldi heimasíma • Rafhlaða: Allt að 10 klst. í tali/160 klst. í bið. • Númerabirting, endurval, símaskrá og skammval. • Skrá má allt að 6 handtæki við hverja móðurstöð. • Innanhússímtal milli handtækja mögulegt. • 20 mismunandi hringitónar. • Stilla má hljóðstyrkinn í hlust á þrenna vegu. • Stilla má styrk hringingar í handtækinu í 6 vegu. • Fjórar mögulegar stillingar á hringistyrk móðurstöðvar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.