Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 27
Steingrímur Árnason rýnir í lista- verk, en hann er ekki ókunnur myndlistinni og hafði orð á því að þetta væri dásamlegt sýning. Húsavík | Fyrir skemmstu héldu Húsvíkingar Listahátíð yngri barna þar sem þátttakendur komu úr 1.–4. bekk Borgarhólsskóla, Tón- listarskóla Húsavíkur og leikskól- unum í Bjarnahúsi og á Bestabæ. Það var margt forvitnilegt að sjá og heyra á hátíðinni, m.a. var sýning á mynd- og hugverkum barnanna í sal Safnahússins og á Bókasafninu. Þema þeirrar sýningar var um- hverfið okkar. Á sal Borgarhóls- skóla réð tónlistin ríkjum og þar komu fram margir efnilegir tón- listamenn úr skólanum og leikskól- unum. Í skólanum voru einnig at- hyglisverðar sýningar, t.d. myndbandasýning þar sem 1. bekk- ingar lásu ljóð, sögur og fóru með þulur. Þá var áhugaverð sýning sem nemendur 2. bekkjar gerðu um landnám Húsavíkur svo eitthvað sé nefnt. Erla Sigurðardóttir er fræðslu- fulltrúi Húsavíkurbæjar og hún var spurð hvernig henni hafi fundist takast til með þessa hátíð. „Ég er mjög ánægð með hvernig til tókst. Sérstaklega fannst mér frammistaða og framkoma barnanna frábær í alla staði og á hátíðinni allri hinn mesti menning- arbragur. Aðsóknin var mjög mikil, báða sýningardagan var stöðugur straumur fólks á sýningarnar og tónleikarnir haldnir fyrir fullum sal áheyrenda. Sem sagt, frábært í alla staði,“ sagði fræðslufulltrúi. Erla segir það þó skemmtilegast að þarna var verið að sýna afrakst- ur af því starfi sem unnið hefur ver- ið í skólunum í vetur. Það hafi verið lagt upp með þessa hátíð sem uppskeruhátíð og hún átti ekki að stjórna starfinu heldur stjórnast af því, þ.e. þarna var verið að sýna það sem almennt er verið að vinna hvort sem stendur til hátíð eða ekki. „Við getum verið stolt af skól- unum okkar og því mikla menning- arstarfi sem þar er unnið alla daga og það er sérstaklega ánægjulegt að geta veitt bæjarbúum hlutdeild í því,“ sagði Erla Sigurðardóttir að lokum. Listahátíð yngri barna á Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Gítarsnillingar: Á tónleikunum í Borgarhólsskóla spiluðu þeir Salómon Gunnar Erlendsson, Sigvaldi Þór Ein- arsson og Sigurður Unnar Hauksson á gítar ásamt kennara sínum Leifi Vilhelm Baldurssyni. LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 27 Laugarvatn | Ráðgerð er gagnger endurbygging gamla gufubaðsins á Laugarvatni á komandi árum. Far- ið hefur fram frumhönnun á lóð gufubaðsins og stefnt að því að bjóða verkið út í haust. Hollvina- samtök Gufubaðs og smíðahúss á Laugarvatni héldu aðalfund sinn sl. laugardag. Gengið hefur verið frá sam- komulagi við menntamálaráðu- neytið um yfirtöku Hollvina- samtakanna á 8.798 fermetra lóð, þar af 3.436 fermetra í vatninu framan við gufubaðið. Helsta markmið félagsins er að bjarga menningarverðmætum sem liggja í sögu húsanna við vatnið og að bæta aðstöðu fólks til að njóta baða og slökunar í heilsusamlegu umhverfi og hreinni náttúru stað- arins. Á fundinum var kynnt ný vefsíða félagsins www.gufa.is sem opnuð verður nú í vikunni. Oddviti Blá- skógabyggðar, Sveinn Sæland, sagði frá áformum sveitarfélagsins um að leggja þrjár milljónir á næstu þremur árum til uppbygg- ingar Íþróttamiðstöðvar Íslands sem rekið hefur gufuna und- anfarin ár. Hann sagði sveitarfé- lagið einnig muni koma að hreins- un og uppbyggingu strandarinnar og næsta nágrennis lóðar gufu- baðsins. Hollvinasamtökin stefna að stofnun eignarhaldsfélags um framkvæmdirnar við gufuna og smíðahúsið. Oddur Hermannsson landslags- arkitekt og fyrirtæki hans Land- form á Selfossi sjá um hönnun og teikningar gufubaðsins og lóð- arinnar ásamt strandlengjunni framan við gufuna þar sem gert er ráð fyrir bátabryggju, vaðlaugum og heitum pottum. Heildarkostn- aður við þessi áform er um 100 milljónir króna. Búist er við að gestum fjölgi tí- falt víð endurbæturnar, fari úr fjögur þúsund í fjörutíu þúsund gesti á ári. Ýmsar endurbætur hafa þegar verið gerðar til að halda starfsem- inni gangandi þar til framkvæmdir við nýbygginguna geta hafist. Má þar nefna annan heitan pott sem settur hefur verið upp, lagfæring á sturtum, hreinlætisaðstöðu o.fl. smálegu sem snýr beint að gest- unum. Öll vinna Hollvinasamtak- anna sem og aðila sem fyrir þau vinna hefur verið sjálfboðavinna hingað til. Endurbygging gufubaðs á Laugarvatni Morgunblaðið/Kári Jónsson Stjórn Hollvinasamtaka Gufubaðs og smíðahúss framan við smíðahúsið sem fyrst þjónaði sem íþróttahús Héraðsskólans og Íþróttaskóla Björns Jakobssonar til 1945. F.v. Ólafur Örn Haraldsson, Kristján Einarsson, Tryggvi Guðmundsson, Bjarni Finnsson, Ragnar Sær Ragnarsson, Einar S. Einarsson, Friðrik Guðmundsson formaður og Hafþór B. Guðmundsson. Áform um uppbyggingu á lóð gufubaðsins sem voru kynnt á aðalfundi Hollvinasamtakanna. Höfundur er Oddur Hermannsson landslagsarkitekt. Búist við tíföldun á fjölda gesta Stykkishólmur | Æðarræktarfélag Snæfellinga fundaði í Stykkishólmi á dögunum. Aðalmál fundarins var umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Helst var fjallað um þau ákvæði er varðar friðun arnarins, því við Breiðafjörð eru aðalheimkynni arnarins. Í frumvarpinu eru mjög stífar reglur um umgengni þar sem örn er í varpi. Lagt er til að óheimilt sé frá 15. mars til 15 ágúst að koma nær arnarhreiðrum en 500 m. Þá er óheimilt að hrófla við hreiðrum og hreiðurstæðum arna og svæði sem takmarkast af 100 m hringmáli um- hverfis, hvort sem er á varptíma eða utan hans. Með hreiðurstæðum er átt við alla þá staði sem ernir hafa orpið á svo vitað sé. Fundarmenn höfðu margt við frumvarpið að athuga og margar spurningar komu upp sem þarf að fá svör við. Það kom fram að æðar- bændur eru fylgjandi friðun arnar- ins. En í frumvarpinu eru friðunar- ákvæðin alltof ströng. Með því er verið að takmarka eignarrétt land- eigenda þar sem örn er í varpi. Á Breiðafirði eru ekki allar eyjarnar stórar. Því getur arnarvarp haft miklar afleiðingar fyrir landeigand- ann og takmarkað afnot hans af sinni eyju. Á fundinum komu fram breyting- ar, m.a. að lagt er til að frá 15. mars til 15. maí verði óheimilt að koma nær arnarhreiðrum en 200 m og á tímabilinu 16. maí til 15. júlí er óheimilt að koma nær arnarhreiðr- um en 100 m, nema brýn nauðsyn beri til. Að fá örn í varp þar sem æðarvarp er er mikið ólán. Bændur og landeig- endur hafa hingað til mátt þola tjón af völdum arna bótalaust. Í öðrum löndum tíðkast það að bæta tjón sem friðaðir fuglar eða dýr valda á at- vinnutekjum einstaklinga. Fundar- menn vilja ná sátt um áðurnefnt frumvarp. Til að svo megi verða þarf að vera fullt samráð við hagsmuna- aðila um friðunaraðgerðir og ef slíkt verður gert mun það líka þjóna best hagsmunum arnarstofnsins. Við Breiðafjörð er æðarvarp mest í eyjunum. Meðfram strandlengj- unni hefur æðarvarp minnkað mjög. Þar á minkurinn mesta sök. Það hef- ur tekist að halda minknum frá eyj- unum með minkaveiðum. Félagar í Æðarræktarfélagi Snæfellinga hafa áhyggjur af því að ríkissjóður ætlar að draga úr framlögum til minka- og refaveiða. Nú er svo komið að mörg sveitarfélög hafa ekki bolmagn til að kosta minkaveiðar í sínu landi. Á síð- asta ári var kostnaður sveitarfélaga á Íslandi tæpar 100 milljónir króna og af því endurgreiddi ríkissjóður 18,9 milljónir króna. Af þessum 100 milljónum króna kostnaði greiddu síðan sveitarfélögin 11,4 milljónir króna í formi virðisaukaskatts til rík- issjóðs. Nettó kostnaður ríkissjóðs af refa- og minkaveiðum nam því samtals 7,5 milljónum króna á árinu 2003. Það er því ekki þungur baggi sem ríkissjóður ber og ef framlög þaðan lækka getur stefnt í það að ríkissjóður fái hagnað af veiðunum í formi virðisaukaskatts. Fundarmenn telja að ríkissjóður beri ábyrgð á veru minksins í ís- lenskri náttúru og því beri sama að- ila skylda til að halda stofninum niðri í þeim tilgangi að takmarka eins og hægt er tjón af völdum hans. Fund- urinn skorar á ríkisvaldið að axla sína ábyrgð, en ætla ekki öðrum að gera það. Vilja samráð um friðun Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Ræddu arnarvarp og friðun: Frá fundi Æðarræktarfélags Snæfellinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.