Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 28

Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í MARSLOK kemur út hjá PP- forlagi í Danmörku bókin Hólmanespistlar eftir Stefán Sigurkarlsson í danskri þýð- ingu Björns Sigurbjörns- sonar. Í bókinni eru 10 samtengdar sögur úr ís- lensku sjáv- arþorpi og spanna þær tímabilið frá því snemma á 19. öld fram til nútímans. Dönsk áhrif á líf þorpsbúa eru umtalsverð, einkum framan af, og í nokkrum sagnanna eru Danir aðalpersónur. Hólma- nespistlar komu fyrst út hjá Máli og menningu 1995 og hlutu á sínum tíma mikið lof gagnrýnenda. Hólmanes- pistlar koma út í Danmörku Stefán Sigurkarlsson Hér eru endurútgefnarfræðigreinar BjörnsSigfússonar (1905–1991) um sögu og forn- íslenzkar bókmenntir auk nokkurs úrvals tækifærisgreina eftir hann um margvísleg efni, íslenzkt mál, stjórnmál, menn og málefni líðandi stundar o.s. frv. Að lokum er langur kafli um ævi höfundarins og ættir,“ segir Ólafur Grímur Björnsson sem hafði aðalumsjón með verkinu. Ritaskrá Björns er prentuð og er hátt á sjötta hundrað greina. Nafna- skrár með skýringum fylgja báðum þessum bindum og viðamikil heim- ildaskrá ásamt ítarefni. Ritið er vel myndskreytt en rúmlega 800 mynd- ir eru í ritinu, og alls eru bindin tvö rúmlega 1.600 bls. Erfingjar Björns kosta ritið, en það naut einnig styrks úr Menningarsjóði. Þetta mun vera stærsta ritverk, sem Háskólaútgáfan hef- ur gefið út, en fyrir nokkrum árum kom út á vegum útgáfunnar heiðursrit Davíðs Davíðssonar prófess- ors, sem var tæplega 1.300 bls. Hlaut hæstu ágætiseinkunn „Björn Sigfússon tengdist Háskóla Íslands á einn eða annan hátt áratugum saman. Árið 1929 innritaðist hann í heimspekideild Háskólans og lauk þaðan magistersprófi í norrænum fræðum vorið 1934 með hæstu ágætiseinkunn, og var hann sá fyrsti, sem hlaut svo lofsamlegan vitnisburð á því prófi. Næstu árin vann Björn ásamt öðrum störfum að fornritarannsóknum undir leiðsögn prófessors Sigurðar Nordal, aðalkennara síns úr norræn- unáminu, og birtust rannsóknir hans í X. bindi Fornritaútgáfunnar 1940. Árið 1944 varði Björn doktorsrit sitt við Háskóla Íslands (um Íslend- ingabók Ara Þorgilssonar), og árið eftir gerðist hann háskólabókavörður og var það í 29 ár, eftir það í eitt ár almennur bókavörður. „Orðinn sjötug- ur innritaðist hann í hagræna landafræði og lauk BA-prófi í þeirri grein ásamt sænsku 1978. Fræði- störf iðkaði hann síðan til æviloka og hafði þá ótak- markaðan aðgang að Háskólabókasafninu, sínum gamla vinnustað. Björn hafði lykil að safninu og 24 klst. aðgengi að því allt árið um kring eins og það er orðað, en enginn nýtur núna. Gamall bókavörður eins og Björn vissi vel, að gott aðgengi að bókasafni var rannsóknarmönnum nauðsynlegt,“ segir Ólafur Grímur. „Björn bjó lögbókina Járnsíðu til prentunar og samdi langan fræðilegan inngang að verkinu, gaf út ljóð föð- ursystur sinnar í Vesturheimi, Jak- obínu Björnsdóttur Fáfnis, og ritverk séra Björns Halldórssonar í Sauð- lauksdal ásamt Gísla Kristjánssyni rit- stjóra, sem var aðalmaður í þeirri út- gáfu, ritgerðir birti hann í heiðursritum kollega sinna og í tímarit- um og blöðum.“ Að Birni látnum var greinasafn hans, Klofinstefja, gefið út (1992), og í handriti liggja eftir hann athuganir á kirkjusögu miðalda. Sérkennilegur gáfumaður „Háskóli Íslands var áttræður árið, þegar Björn Sigfússon lézt, og að framansögðu sést, að þá hafði Björn verið tengdur þessari stofnun í yfir 60 ár. Alla tíð þar var hann samferðamönnum sínum eft- irminnilegur. Björn var harðduglegur og iðjusamur í starfi, stakur bindindismaður á vín og tóbak og önnur vímuefni, sem hafa orðið mönnum að falli; líkamlega og andlega var hann manna hraustastur, svo að forföll í starfi voru fátíð, og ósýnt var honum um að taka að sér aukastörf óviðkomandi sínu að- alstarfi. Í allri sinni stjórnsýslu og fjársýslu sem yf- irmaður bókasafns var hann hinn samvizkusamasti. Í námi hafði hann verið afburðamaður, og oftar en einu sinni var hann talinn hæfastur umsækjenda um kennarastöðu við Háskólann. Það var ekki auð- velt að koma á Björn höggi sakir ávirðinga í starfi. En maðurinn var sérkennilegur og af honum voru óspart sagðar sögur, sumar ýktar og mikið hlegið. Hann þótti lítt gæta virðingar sinnar og hjólaði um götur bæjarins, þegar orðið var broslegt, að aðrir væru á hjóli en unglingar og börn. Hann hljóp með stóra póstpoka í eftirdragi um ganga Háskólans í stað þess að láta menn koma með þetta til sín og stökk uppá ruslatunnurnar í kjallarakróknum og hossaði sér þar til þess að troða ruslinu niður, þeg- ar tunnurnar voru orðnar yfirfullar, og þetta gerði hann að nemendum og starfsfólki ásjáandi... já, hann kunni sig ekki maðurinn, að hlaupa svona og hoppa svona. En þetta plægði jarðveginn fyrir áróðri gegn honum á bak við tjöldin og kom berlega fram 1961– 1964, þegar Björn sóttist eftir kennarastöðu í bók- menntum og svo embætti landsbókavarðar, en þá beitti heldra fólk í bænum sér gegn honum. Nú heitir þetta víst ein tegund af einelti, siðfáguð heimska gegn hæfileikafólki sem sker sig úr, og þar er oft byggt á smæstu atvikum daglegs lífs, sagði Ólafur Grímur Björnsson. Sérkennilegur afburðamaður Björn Sigfússon (1905–1991). Björn Sigfússon og Jökull Jakobsson tóku þátt í fornleifagreftri í Skálholti sumarið 1954. Á þessari mynd höfðu þeir tekið sér helgarfrí og voru á leið í Kerlingarfjöll. Nýlega kom út tveggja binda ritsafn sem heitir Úr ritverkum Björns Sigfússonar háskólabókavarðar. Útgefandi er Háskóla- útgáfan en aðalumsjón með verkinu hafði Ólafur Grímur Björnsson. V erk þeirra Sjostakovits, Tsjajkovskíjs og Strav- inskíjs hljóma á tón- leikum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30. Arvo Volmer stjórn- ar flutningnum á Hátíðarforleik eft- ir Sjostakovitsj, Petrúsku eftir Stravinskíj og Píanókonsert nr. 1 eftir Tsjaíkovskíj, en einleikari í honum er Denis Matsuev. Fyrsti pí- anókonsert Tsjaíkovskíjs er eitt vin- sælasta tónverk allra tíma, og kveðst Matsuev muna það vel ennþá þegar hann heyrði verkið fyrst á tónleikum, aðeins fimm ára gamall; – og ást hans á því kviknaði. Það liðu ekki nema sjö ár, þar til hann lék konsertinn sjálfur í fyrsta sinn á tónleikum. „Ójá, ég man sko vel eftir því þegar ég heyrði konsertinn fyrst, – ég varð alveg gagntekinn. Og alla tíð síðan hefur hann verið minn uppáhaldskonsert. Ég var tólf ára þegar ég spilaði hann svo sjálfur á sinfóníutónleikum í heimaborg minni Irkútsk í Síberíu, nálægt Baikalvatninu. Ég spilaði hann líka þegar ég sigraði í Tsjaíkovskíj- keppninni, og hef örugglega spilað hann meir en þúsund sinnum síð- an.“ Matsuev segir að það geti vissu- lega verið erfitt að spila verk sem allir þekkja og allir hafa skoðun á hvernig á að vera leikið. „Það er mjög erfitt að spila konsertinn tæknilega séð, en það er líka erfitt að spila hann vegna þess hve vel þekktur hann er. Þegar ég sest nið- ur og spila hann reyni ég að hugsa mér að ég hafi aldrei spilað hann áð- ur, og reyni að láta stemmninguna og tilfinninguna hverju sinni fanga mig, þótt auðvitað byggist allt á því að ég kunni verkið fullkomlega. Ég er búinn að spila konsertinn ótal sinnum í Bandaríkjunum, Japan, Evrópu og í Rússlandi, og áheyr- endur eru misjafnir hvað sem hver segir. En þessi konsert virðist höfða til allra, alls staðar. Hann er al- gjörlega sígildur, og þess vegna er hann meðal fimm vinsælustu tón- verka allra tíma. Þegar ég geng inn á sviðið er ég fyrst og fremst að hugsa um verkið, og áheyrendurna. En það er líka mikilvægt fyrir mig að ég geti skilað til áheyrenda þeirri stemmningu og þeim tilfinningum sem bærast með mér við túlkun verksins hverju sinni.“ Á síðustu misserum hefur Mats- uev æ oftar leikið annan og þriðja píanókonsert Tsjaíkovskíjs, sem hafa á margan hátt fallið í skuggann af risanum, númer eitt. „Ég hef líka gert það nokkuð oft að undanförnu að spila alla þrjá konsertana á einu kvöldi, og það er erfitt. En áhugi minn beinist að því að þeir sem elska fyrsta konsertinn læri líka að meta hina tvo, því þeir eru báðir meistarverk, þótt þeir hafi ekki orð- ið jafn vinsælir.“ Þegar Matsuev er spurður að því hver galdurinn að baki vinsældum stóru rússnesku konsertanna sé fer hann að hlæja. „Þetta er hræðilega erfið spurning, og það er erfitt mig sem Rússa að svara henni. Það sem ég finn í þeim er einfaldlega hjarta Rússlands; tilfinningarnar, kraft- urinn og rússneska sálin. Ég get ekki útskýrt það öðru vísi; – þeir eru mjög sterkir og áhrifamiklir.“ Fyrir þremur árum lék Matsuev hér síðast með Sinfóníuhljómsveit- inni; – þá Píanókonsert Rakhman- inovs númer þrjú, undir stjórn Ricc- os Saccanis. „Þegar ég var á leiðinni hingað í fyrradag með flugi frá Kaupmannahöfn gerðist svo nokkuð mjög merkilegt. Ég var að hlusta á tónlistina í flugvélinni, – og heyri þá allt í einu sjálfan mig að spila Rakhmaninov með Sinfón- íuhljómsveitinni undir stjórn Sacc- anis. Það kom mér skemmtilega á óvart. En mikið er nú gott að vera kominn aftur. Sinfóníuhljómsveitin ykkar er alveg frábær; – hún er í besta flokki og mjög gaman að spila með henni. En svo eru það íslensku áheyrendurnir. Þeir eru mjög sér- stakir, – þekkja verkin vel og ég finn sterkt fyrir kraftinum og til- finningunum sem streyma frá þeim, – og mér líkar það vel.“ Denis Matsuev leikur fyrsta píanókonsert Tsjaíkovskíjs með Sinfóníuhljómsveit Íslands Skemmti sjálfum sér í flugvélinni Morgunblaðið/Ásdís Rússneski píanóleikarinn Denis Matsuev segir píanókonserta Tsjaíkovskíjs mjög sterka og áhrifamikla. Norræna húsið kl. 13–17 Fata- og textílmenntun frá grunnskóla til háskóla er yf- irskrift málþings sem haldið verður á morgun. Markmið og umfjöllunarefnið er markviss tenging og uppbygg- ing fata- og textílmenntunar á öllum skólastigum, staða og framtíðarsýn. Erindi verða flutt af fulltrúum frá Félagi text- ílmenntakennara í grunn- skólum, FATEX – Félagi fata- og textílkennara í framhalds- skólum, Kennaraháskólanum (textíldeild), Listaháskólanum (fata- og textílhönnun) og menntamálaráðuneytinu. Þátttökugjald er 500 kr. Allir velkomnir. Á MORGUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.