Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 29
Þ
að er óhætt að segja að
fastráðning Stefáns
Höskuldssonar flautu-
leikara við Metropolit-
anóperuna í New York
nýverið hafi vakið mikla athygli.
Fyrir ráðninguna starfaði Stefán í
lausamennsku við hljóðfæraleik, og
hafði ekkert fast lifibrauð. Metro-
politanóperan er staðsett í lista-
miðstöðinni Lincoln Center sem
hýsir, auk Metropolitanóperunnar,
Fílharmóníusveit New York borg-
ar, New York ballettinn, New
York City óperuna, og fleiri menn-
ingarstofnanir. Lincoln Center er
aðsetur fremstu listamanna heims í
tónlist og dansi, og tónleikar og
sýningar eru á hverju kvöldi og
allar helgar allt árið um kring.
Metropolitanóperan, eða Met, eins
og hún er kölluð í tónlistarheim-
inum, þykir ein sú allra besta, ef
ekki sú albesta í heiminum í dag,
og hefur haldið þeim virðingarsessi
lengi. Það þótti tíðindum sæta þeg-
ar María Markan var ráðin þangað
sem söngkona á fyrri hluta síðustu
aldar, en á síðari árum hafa bæði
Kristinn Sigmundsson og Kristján
Jóhannsson verið þar gestasöngv-
arar.
Tveggja mánaða æfingar
fyrir prufuspilið
Starf í þessu virta óperuhúsi er
því nokkuð sem margir sækjast
eftir. Um 300 manns sóttu um
stöðuna sem Stefán fékk – stöðu
annars flautuleikara, en „aðeins“
80 fengu að þreyta áheyrnarpróf.
„Þetta er eftirsótt starf, því er
ekki að neita,“ sagði Stefán í sam-
tali við Morgunblaðið. „Allir vilja
vera í New York, þetta er frábær
borg og Metropolitanóperan er
meiri háttar vinnustaður. Um-
hverfið er líka mjög spennandi og
margt að gerast. Ég var búinn að
fara í prufuspil á ýmsum stöðum á
síðasta ári, til dæmis fyrir New
York City óperuna, þar sem ég
komst í lokaumferð, og fyrir New
York City ballettinn, þar sem ég
spilaði núna eftir áramót og fékk
stöðuna, en þá kom þetta upp á.
Starf í hljómsveit Metropolit-
anóperunnar er eitt það eftirsótt-
asta fyrir tónlistarmenn í Banda-
ríkjunum. Ég sótti í rauninni bara
um, og fékk í hendur það sem ég
þurfti að æfa fyrir prufuspilið, og
hafði tvo mánuði til þess. Þetta
voru bútar úr alls konar óperum,
Britten, Donizetti, Puccini, Richard
Strauss og fleira. Ég lærði þetta
bara vel og fór svo í prófið.“
Stefán segir að það geti verið
með höppum og glöppum hvernig
fólki takist til í áheyrnarprófum af
þessu tagi. Allt þarf að ganga upp
ef viðkomandi á að eiga möguleika
– bæði hæfileikar og heppni. „Mað-
ur þarf líka að reyna að átta sig á
því hverju dómnefndin er að leita
að. Ég fór í tíma hjá flautuleikara
hér í borginni sem hefur unnið
með dómnefndinni og hann gat
gefið mér innsýn í það sem sóst er
eftir. Dómnefndin er fyrst og
fremst að spá í það hvers konar
tónlistarmaður maður sé, og hvað
maður geti spilað. Maður þarf auð-
vitað að vera músíkalskur, en líka
að spila tandurhreint. Það er ekki
nóg að spila allar nótur ef maður
spilar ekki hreint. Það hefur rosa-
lega mikið að segja. Það er sér-
stakt við þessa hljómsveit að hún
stillir sig eftir tóninum A-440, en
ekki A-442 eins og venjulega er
gert. Þetta er gömul hefð hér.
Þetta er eitthvað sem maður þarf
að venjast, og það var erfitt fyrir
prufuspilið að æfa þannig. En ég
keypti mér bara „tuner“ til að æfa
mig með. En auðvitað var dóm-
nefndin bara að leita eftir góðum
tónlistarmönnum. Það er ekkert
flóknara en það. Prufuspilið fer til
dæmis allt fram þannig að maður
spilar bak við skerm, og dóm-
nefndin sér ekki hver það er sem
spilar. Þeir eru mjög strangir á því
hér að þeirri reglu sé fylgt og að
valið sé óhlutdrægt og fagmann-
legt.“
Mikil vinna en launin góð
Stefán segir að þegar búið hafi
verið að sigta fjóra úr fimmtán
manna undanúrslitahópi, hafi hann
verið farinn að stressast svolítið –
enda var það þá orðinn raunhæfur
möguleiki að hann fengi starfið.
„Það var ein vika sem fór í þetta
og síðasti spretturinn var talsvert
taugastríð. Þá reyndi á. Það hjálp-
aði mér bara að vera jákvæður í
gegnum þetta allt. Þótt maður vildi
fá starfið, mátti maður ekki láta
það eftir sér að vilja það of ákaft.
Þetta gat farið hvernig sem var.
Ég gerði mitt besta og það dugði.“
Stefán byrjaði að vinna
strax 2. mars, í vikunni
eftir að niðurstöður lágu
fyrir. „Við erum að æfa
allan Niflungahringinn
núna og fyrsta verkefnið
var Sigurður Fáfnisbani
með James Levine, sem er
listrænn stjórnandi Metro-
politanóperunnar og aðal-
hljómsveitarstjóri. Fyrsti
aðstoðarstjórnandi er svo
Rússinn Valery Gergiev.
Við erum búin að vera að
spila með honum Salóme
eftir Richard Strauss.
Þessir frægu hljómsveit-
arstjórar eru mjög þægi-
legir menn og góðir að
vinna með. Þeir eru mjög
klárir og miklir snillingar,
en eru ekkert mikið að
tala við okkur. Ég er þó
búinn að heilsa þeim.“
Starfið í hljómsveit
Metropolitanóperunni er
mjög krefjandi. Æfingar
eru nánast daglega frá kl. 11 á
morgnana til 14.30, og svo eru sýn-
ingar á kvöldin. Á laugardögum
eru oft beinar útsendingar frá sýn-
ingum kl. 14, en þær hafa meðal
annars borist hingað til Rík-
isútvarpsins, enda sendar um allan
heim á vegum Evrópusambands
útvarpsstöðva og fleiri fjölmiðla-
sambanda. „Live from the Met“,
eins og dagskráin heitir á sér
langa sögu og er vel þekkt og virt
um allan heim. Með beinu útsend-
ingunni er vinnudeginum ekki lok-
ið, því á laugardögum eru líka
kvöldsýningar. Vinnuskyldan eru
fjórar sýningar á viku til viðbótar
við æfingatímann. Við þetta bætast
alls konar viðburðir, aukatónleikar
og tónleikaraðir, þar sem þátttöku
hljómsveitarinnar er krafist. Stef-
án var byrjaður að vinna þegar
Luciano Pavarotti kvaddi Metro-
politanóperuna um daginn í sér-
stakri kveðjusýningu á Toscu, en
var ekki með, þar sem löngu var
búið að fullæfa verkið.
Tildrög þess að staða annars
flautuleikara losnaði var sú, að
kona sem gegnt hafði því í 25 ár
ákvað að hætta og fara á eftirlaun.
„Eftirlaunapakkinn hér er mjög
góður,“ segir Stefán, og segir að-
spurður að launakjör séu mjög
góð. „Þetta er vel borgað, ég get
sagt það.“
Þótt vinnan sé mikil í hljóm-
sveitinni gefst hljóðfæraleik-
urunum þó kostur á að sinna öðr-
um hljóðfæraleik. „Hljómsveitin
starfrækir kammermúsíkhóp, Met
Chamber Ensamble, þar sem flutt
eru smærri kammerverk. Við eig-
um svo frí í júlí á sumrin, og þá
getur maður gert eitthvað annað
og spilað eitthvað fyrir sjálfan sig.“
Stefán hikar ekki þegar hann er
spurður að því hvernig honum líki
svo nýja starfið. „Þetta er alveg
æðislegt – í einu orði sagt æð-
islegt!“
Í einu orði
sagt, æðislegt!
Stefán Höskuldsson flautuleikari.
begga@mbl.is
Stefán Höskuldsson flautuleikari var nýver-
ið ráðinn til hinnar nafnkunnu Metropolit-
anóperu í New York. Hann sagði Bergþóru
Jónsdóttur frá þessu eftirsótta starfi.
KÓR Bústaðakirkju heldur tónleika
í Bústaðakirkju kl. 20 í kvöld. Flutt
verða verk sem hæfa föstutíma
kirkjuársins. Fyrst til að nefna eru
tvö íslensk passíusálmalög í útsetn-
ingum Smára Ólasonar. Næst verð-
ur flutt verk eftir Felix Mendels-
sohn, Hear my prayer. Textinn
byggist að hluta á fjórða Davíðs-
sálmi og verður nú fluttur í ís-
lenskri þýðingu sr. Kristjáns Vals
Ingólfssonar. Einsöngvari er
Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran.
Síðasta verkið er sálumessa eftir
Gabriel Fauré. Einsöngvarar eru
Alda Ingibergsdóttir og Ásgeir Páll
Ágústsson. Tónskáldið lauk við
gerð verksins árið 1888 og þá var
það frumflutt. Voru þá fimm kaflar
í verkinu, þ.e. Kyrie, Sanctus, Pie
Jesu, Agnus Dei og In Paradisum.
Síðar bættust við tveir aðrir kaflar,
Offertory og Libera me, báðir
skrifaðir fyrir kór og barítonein-
söngvara. Kórinn flytur upp-
runalegu kaflana fimm, auk Libera
me.
Píanóleikari á tónleikunum er
Bjarni Þór Jónatansson og stjórn-
andi er Guðmundur Sigurðsson.
Morgunblaðið/Jim SmartKór Bústaðakirkju á æfingu fyrir tónleikana sem haldnir verða í kvöld.
Kór Bústaðakirkju flytur
Sálumessu eftir Fauré
Laugavegi 32 sími 561 0075
Heiti Potturinn
Trompmiði er auðkenndur með bókstafnum B en einfaldir miðar með E, F, G
og H. Gangi vinningar ekki út bætast þeir við Heita pott næsta mánaðar.
Birt með fyrirvara um prentvillur.
3. flokkur, 24. mars 2004
54354 B kr.12.825.000,-
54354 E kr. 2.565.000,-
54354 F kr. 2.565.000,-
54354 G kr. 2.565.000,-
54354 H kr. 2.565.000,-
Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla
fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum.
Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl
á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu
hótelum í
hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir
1. apríl og tryggðu þér bestu
kjörin.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð kr. 23.995
Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára,
m.v. 20. maí. Netverð. Sjá bækling
Heimsferða.
Verð kr. 59.990
Vikuferð, flug og gisting með
morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi,
Atlantis, 3. júní. Netverð.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
· Flug
· Flug og bíll
· Flug og hótel
Vikulegt flug – alla fimmtudaga í sumar
Barcelona
í sumar
frá kr. 23.995