Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. UM 1500 manns voru viðstaddir minningarathöfn í dómkirkju Madríd-borgar í gær um fólkið sem lét lífið í hryðjuverki í þrem járnbrautarlestum 11. mars. Um 500 aðstandendur fórnarlambanna, sem nú er talið að hafi verið 190, voru meðal kirkjugesta en þar voru einnig konungsfjölskyldan, helstu stjórnmálaleiðtogar landsins og fjöldi erlendra gesta. Framan við kirkjuna hafði verið komið upp 800 sætum fyrir gesti sem ekki var rúm fyrir í sjálfri kirkjunni og gátu þeir fylgst með athöfninni á tveim geysistórum skjám. Miklar öryggisráðstafanir voru við kirkjuna og var engum hleypt inn á svæðið án skilríkja. Jóhann Karl konungur, Soffía drottning og Filippus ríkisarfi voru svartklædd og komu á staðinn um hádegisbilið. Bæði José María Aznar, starfandi forsætisráðherra, og José Luis Rodríguez Zapatero, væntanlegur forsætisráðherra, voru meðal gest- anna og áttu síðar viðræður við nokkra af fulltrúum öflugustu að- ildarríkja Evrópusambandsins og Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem var fulltrúi þjóðar sinnar. Fulltrúar Breta voru Karl ríkisarfi og Tony Blair forsætisráðherra. Fulltrúi stjórnvalda í Marokkó var krónprins landsins en flestir sem handteknir hafa verið, grun- aðir um tilræðið, eru frá Marokkó. Eru þeir einnig taldir tengjast mannskæðu tilræði í Casablanca fyrir skömmu. Sorg og blýgrár himinn Margir gestanna virtust komast við er konungur heilsaði þeim en fátt var sagt, skuggi sorgarinnar hvíldi yfir öllum. Rignt hafði um nóttina og skýjaður himinninn yfir borginni var blýgrár. Athöfninni stýrðu Antonio Maria Rouco Var- ela, kardínáli og erkibiskup í Madríd, og starfsbræður hans frá Barcelona og Sevilla, þeir Carles Gordo og Carlos Amigo Vallejo. Um fjórðungur fórnarlamba árásanna í Madríd var erlendur, meðal annars voru nokkrir músl- ímar. Gagnrýndu leiðtogar músl- íma og gyðinga á Spáni að efnt væri til kaþólskrar athafnar til að minnast fólksins og sögðu að rétt- ara hefði verið að velja hlutlausari stað. Undir þá gagnrýni tóku fulltrúar mótmælendasafnaða og aðventista. Sumir aðstandenda sögðu einnig að þeir hefðu kosið látlausari athöfn með færri gest- um. Móðir eins fórnarlambsins, tví- tugs karlmanns, andmælti því í gær í útvarpsviðtali að þurfa að syrgja við athöfn þar sem Aznar, Blair og Powell væru ei staddir. Konan, sem hei Paz Manjon, segir að ste ara manna í Íraksmálunum sök á dauða sonarins, Dan „Sonur minn varð fyrstu til að setja mótmælaspja stríðinu í gluggann hjá sé minn var jafn saklaus og sprengjurnar bönuðu í Íra Paz Manjon. Nokkrir af erlendu gestunum við athöfnina í Almudena-dómkirk Madríd. Meðal þeirra eru Tony Blair, forsætisráðherra Bretland Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og ofarlega til hægri ofan Tony Blair) er Geir H. Haarde fjármálaráðherra, fulltrúi Ísl Fórnarlamb minnst í Ma Filippus, krónprins Spánar, heilsar ættingja eins af þeim sem dó tilræðunum í lestunum þrem. Áður var talið að fórnarlömbin hef 201 en rannsókn á líkamsleifum hefur sýnt að þau voru 190. Einn aðstand- enda sagðist ekki vilja að Aznar, Blair og Powell væru viðstaddir Madríd. AFP, AP. Soffía drottning og Jóhann Karl Spánarkonungur við minningarathöfnina í Almudena-dómkirkjunni í Ma ríkisarfi og heitmey hans, Leticia Ortiz, þá nokkrir spænskir aðalsmenn. Talið er að 190 manns hafi látið STYRKUR FJÖLMENNINGAR Á málstofu Alþjóðahúss ogprests innflytjenda ummenntun barna og fjöl- menningarlíf innflytjenda kom þarft innlegg í umræðuna um mik- ilvægt málefni. Aðlögun innflytj- enda að nýja samfélaginu er mörg- um og flóknum þáttum háð og þar skiptir máli bæði afstaða innflytj- andans og þjóðfélagsins, sem á móti honum tekur. Amal Tamimi, stjórnarkona í samtökum kvenna af erlendum uppruna, sagði frá því hvernig hún hefði tekist á við uppeldi barna sinna hér á landi. Hún fluttist hing- að 1995 með fimm börn á aldrinum 14 til 16 ára. Erfitt hefði reynst að halda í hefðirnar frá Palestínu: „Palestínska og íslenska samfélag- ið eru svo ólík. Heima í Palestínu drekka börn hvorki áfengi né fara út á kvöldin. Nágrannar þekkjast og eldra fólk skammar börn fyrir að reykja eða gera eitthvað annað af sér óháð því hvort viðkomandi þekkir til barnanna eða ekki.“ Amal sagði að hún hefði áttað sig á því að hún gæti ekki algjörlega fylgt arabískum hefðum og hefði byrjað á að finna leið til að halda í það besta frá palestínsku og ís- lensku samfélagi. Erlendir for- eldrar yrðu að gera sér grein fyrir því að þeir gætu ekki stuðst við sömu reglurnar í uppeldi barna sinna og foreldrar þeirra hefðu stuðst við í þeirra eigin uppeldi í öðru landi. Það væri ávísun á að foreldrar misstu tengslin við börn sín. „Við megum ekki slíta okkur og börnin okkar út úr samfélaginu,“ sagði Amal. „Þá verða þau eins og oft kemur fram í mannfræðinni „hvorki né“. Það er mjög erfitt fyr- ir börn að finna að þau eru hvorki Íslendingar né Arabar. Við verðum að láta þau finna að þau séu bæði Íslendingar og Arabar „bæði og“ ekki „hvorki né“. En þetta er ekki bara verkefni erlendra foreldra. Íslendingar eiga stóran þátt í að hjálpa börnunum að ná þessu tak- marki með því að bjóða þau vel- komin í samfélagið. Aðlögun verð- ur alltaf að vera á báða bóga. Ef útlendingar leita eftir því að aðlag- ast og Íslendingar að taka á móti framlagi útlendinganna stuðlum við að sterkara samfélagi.“ Þessi orð Amal Tamimi eru mælt af mikilli skynsemi. Það er aldrei auðvelt að fara milli ólíkra menn- ingarheima og hægara sagt en gert að aðlagast nýjum og framandi heimkynnum án þess að komi til árekstra, hvort sem það er innan fjölskyldunnar eða við umhverfið. Það er hins vegar engum blöðum um það að fletta að mikill styrkur býr í hinu fjölmenningarlega sam- félagi og til þess að virkja hann þurfa „útlendingar að leita eftir því að aðlagast og Íslendingar að taka á móti framlagi útlendinganna“. EÐLILEG SKATTALAGABREYTING Alþingi hefur samþykkt ný lögum almennan 5% erfðafjár- skatt sem tekur gildi um næstu mánaðamót. Samkvæmt lögunum verður fyrsta milljónin í skattstofni dánarbús skattfrjáls en að öðru leyti greiðist 5% skattur af eignum búsins. Hér er um að ræða umtals- verða lækkun á erfðafjárskatti sem verður að teljast réttlátt og sann- gjarnt. En jafnframt gerði þingið þá breytingu á frumvarpi fjármálaráð- herra að við útreikning erfðafjár- skatts skuli hlutabréf reiknuð á markaðsvirði en ekki nafnverði. Pétur Blöndal, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að það sé mikið réttlætismál, að erfingjar greiði sama hlutfall af þeim eignum, sem þeir erfa hvort sem um er að ræða fasteignir eða hlutabréf. Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þingmanninum. Það eru engin rök fyrir því að skattleggja hlutabréf í þessu sambandi miðað við nafn- verð. Hitt er svo annað mál að röksemd Péturs Blöndals varðandi álagn- ingu erfðafjárskatts vekur upp aðr- ar spurningar. Með sama hætti og eðlilegt er að erfingjar greiði sama skatthlutfall af þeim eignum sem þeir erfa, hvort sem um er að ræða fasteignir eða hlutabréf, má spyrja hvort einhver rök séu fyrir því að tekjuskattsprósenta sé mismun- andi eftir því hvort fólk hefur tekjur af vinnu sinni eða fjármagns- eign. Það er mun meira um það en áður að fólk lifi af fjármagns- tekjum. Eru einhver sérstök rök fyrir því að þeir sem það gera borgi margfalt lægri skatt af tekjum sín- um en þeir sem afla tekna með vinnu sinni? Nú er fyrirsjáanlegt að þessi munur mun minnka mikið á næstu árum vegna áforma ríkisstjórnar- innar um verulega lækkun tekju- skatts. En spyrja má hvort það sé yfirleitt hægt að færa rök fyrir því að þarna eigi að vera nokkur munur á. Það er mikilvægt að almenningur upplifi skattakerfið á þann hátt að það sé réttlátt og sanngjarnt. Þá munu skattar skila sér í ríkara mæli og þá verður líka meiri innbyrðis sátt í samfélaginu. Hvert skref sem stigið er í skattamálum í þá átt að draga úr misræmi eins og því sem tíðkazt hefur varðandi skattlagn- ingu hlutabréfa í dánarbúum eða mismuni á skattaprósentu eftir því hvort fólk hefur tekjur af vinnu sinni eða fjármagnseign er skref stigið í rétta átt.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.