Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 42

Morgunblaðið - 25.03.2004, Page 42
MINNINGAR 42 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Guðbjörg Mar-grét Friðriks- dóttir bankaritari fæddist í Sólgötu 8 á Ísafirði 18. desember 1945. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 18. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Friðrik Lúðvík Guðmunds- son, f. 26.7. 1917, d. 24.11. 1998 og Ólöf Júlíana Guðbjörg Ólafsdóttir, f. 20. 11. 1920, d. 3.10. 1956. Vegna veikinda móður sinnar ólst hún upp hjá ömmusystur sinni Friðgerði Friðriksdóttur, f. 29.4. 1893, d. 16.11. 1966 og eiginmanni hennar, Sigurði Kristóbert Sig- urðssyni, f. 5.4. 1888, d. 18.4. 1970. Föðuramma Guðbjargar og nafna, 27.3. 1992. Börn Guðbjargar og Ei- ríks eru Ólöf, ritari hjá aðalræð- isskrifstofu Íslands í New York, f. 30.5. 1975, gift Atla Helgasyni vél- smið, f. 3.4. 1975, sonur þeirra er Arnþór, f. 24.3. 2003, og Þóroddur matreiðslunemi, f. 30.6. 1978, sam- býliskona hans er Linda Björk Jó- hannsdóttir, nemi í snyrtifræði, f. 8.5. 1980, sonur þeirra er Erik Maron, f. 27.9. 2003. Guðbjörg lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar 1962, fékk þá vinnu í Fálkanum og fór svo til Bretlands að læra ensku og í ritaraskóla. Í Bandaríkjunum dvaldi Guðbjörg árin 1965–1967 sem aupair og síðan á skrifstofu Loftleiða en árið 1970 hóf hún flugfreyjustörf hjá félaginu. Vegna starfa Eiríks eiginmanns hennar hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, bjuggu þau hjónin ásamt börnum sínum um árabil er- lendis, m.a. á Bahrain, í Kenýa og í Bangladesh. Hinn 1. mars 1990 hóf Guðbjörg störf hjá VÍB sem síðar sameinaðist Íslandsbanka og starf- aði hún þar til dauðadags. Útför Guðbjargar fer fram frá Neskirkju við Hagatorg í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir, og Friðgerður voru frá Dvergasteini í Álfta- firði við Ísafjarðar- djúp. Á þrettánda ári flutti Guðbjörg suður til Reykjavíkur til föð- ur síns og seinni konu hans, Sigríðar Sigurð- ardóttur, f. 15.2. 1923, d. 17.6. 1995, og ólst upp hjá þeim ásamt Gylfa Þresti, f. 10.11. 1944, bróður sínum og uppeldisbróður, Þór- arni Baldvinssyni, f. 15.9. 1944, syni Sigríðar. Guðbjörg giftist 21.4. 1972 Ei- ríki Þóroddssyni vélfræðingi, f. 11.9. 1941. Foreldrar hans voru hjónin Þóroddur Guðmundsson, f. 21.7. 1903, d. 3.10. 1970 og Hall- dóra Eiríksdóttir, f. 26.8. 1913, d. Ástkær frænka mín Guðbjörg Margrét Friðriksdóttir lést á Land- spítalanum að kvöldi 18. mars eftir erfiða sjúkdómslegu síðan í febrúar sl. Krabbameinið hafði tekið nýja stefnu og þurfti hún að gangast undir geislameðferð. Hún fór ekki heim af sjúkrahúsinu eftir það. Hennar er nú sárt saknað af fjöl- skyldu og vinum. Ættingjar nær og fjær finna að nú er skarð fyrir skildi og erfitt er að kveðja slíka frænku. Vinátta hennar og artar- semi gerðu hana að mikilvægum hlekk í ættartengslum og samskipt- um stórfjölskyldunnar. Svo margoft hefur Gugga frænka hringt til að kveðja því hún var svo oft á faraldsfæti og mundi alltaf eftir að kveðja áður en hún fór af landi brott. Við kveðjum hana nú á annan hátt í hinsta sinn. Oft hringdi hún og sagði „ég er bara að kveðja því við förum út á morgun“. Segja má að tilvera hennar hafi verið undarlegt ferðalag. Aðeins þriggja vikna fór hún í fóstur til Söllu frænku og svo til Fríðu frænku. 12 ára flutti hún frá Ísa- firði til pabba síns og Dollu í Reykjavík. Ung fór hún í ensku- og ritaraskóla í Bretlandi og eftir það til Bandaríkjanna sem au-pair. Þar var hún hjá Stefáni og Soffíu Wathne. Dvöl hennar hjá þeim hjónum sagði hún að hefði verið sér mikill skóli og mat hún vináttu þeirra mikils. Í veikindum Guggu var elsta dóttir Wathne-hjónanna, Þórunn, henni mikil stoð og stytta og áttu þær margar bænastundir saman. Í mörg ár starfaði Guðbjörg sem flugfreyja og eftir að hún stofnaði heimili með Eiríki bjuggu þau langdvölum erlendis. Hún hef- ur verið víðförul en þegar við kveðjum hana nú finnst mér eins og hún sé loksins komin heim. Afmælisdagur og Gugga hringir. Alltaf var hægt að treysta því að Gugga frænka myndi eftir afmæl- isdeginum og þannig sýndi hún manni þessa einstöku umhyggju sem einkennir þá sem láta sig ann- að fólk varða. Af sjúkrahúsinu sár- þjáð í erfiðri meðferð hringdi hún í nöfnu sína í Keflavík til að óska henni til hamingju með daginn 11. febrúar sl. Hún fylgdist með okkur frænkunum í Keflavík, gleði okkar og sorgum og tók virkan þátt í stórviðburðum í okkar lífi. Hún lét sig ekki vanta í afmælið mitt í nóv- ember sl. þó sárþjáð væri enda var Gugga einstaklega ósérhlífin og gekk til sinna verka meðan stætt var. Hún beit á jaxlinn og sagði að það þýddi ekkert annað en vera sterk. Barlómur og volæði var ekki til í hennar orðaforða enda komin af verstfirskum kvenskörungum langt aftur í ættir. Hún var ein- staklega samviskusöm og stóð sína pligt hvar sem var og skilaði sínu verki vel. Hún var með sérlega gott minni og alveg ómissandi að fá hana til að lesa yfir ættartölur og ýmsar tölulegar staðreyndir því hún var svo töluglögg og minnug á merkisdaga. Hún fylgdist vel með skyldmennum og vakti athygli okk- ar á bæði litlum og stórum sigrum þeirra. Á frænkukvöldum var hún miðdepillinn og tengdi okkur hinar yngri við formæður okkar. Hún sagði okkur frá verklagi og fasi Fríðu ömmusystur okkar þar sem við fundum strenginn sem gefur okkur þann kvenlega samhljóm sem við finnum innra með okkur. Undirtóninn í lífi okkar sem erum dætur, systur, eiginkonur, mæður og ömmur af sama meiði. Þar höf- um við arfleifð sem mótar líf okkar og líðan í dag. Minningar um elskulega frænku koma í sífellu upp í huga minn. Mér fannst ég ekki eiga neina aðra frænku og það var nú ekki ónýtt fyrir Verslóstúlku að eiga slíka konu að. Ég man fína veskið og rauðu stígvélin sem hún keypti fyr- ir mig á Twiggý tímabilinu með háum sóla og hæl, allt samkvæmt nýjustu tísku. Alltaf var hún reiðubúin að liðsinna og hjálpa á allan hátt og gjafir hennar á merk- um tímamótum í lífinu eru hrein- ustu gersemar sem valdar höfðu verið af mikilli aðlúð enda verða þær vandlega geymdar um aldur og ævi. Á það jafnt við um gjafir til hvítvoðunga eða aldursforsetanna í ættinni. Gugga var mikil smekkmann- eskja og fagurkeri. Heimilið hennar í Efstahjallanum bar því vitni þar sem snyrtimennskan var í fyrir- rúmi, hver hlutur á sínum stað og margir fallegir munir frá fjarlæg- um löndum sem höfðu sína sögu. Oft voru rósir í vasa og samband þeirra Eiríks einkenndist af ástúð, samheldni og einlægum vinskap. Gugga var afar stolt af börnum sín- um Ólöfu og Þóroddi og ömmu- drengirnir tveir, Arnþór og Erik Maron, voru augasteinar ömmu sinnar. Með glampa í augum leit hún á mynd af þeim á náttborðinu á sjúkrahúsinu og bað þeim Guðs blessunar. Missir þeirra er mikill og erfitt að sætta sig við að þeir skuli ekki fá notið ömmu sinnar lengur því hún var einstaklega barngóð og hafði næmt auga fyrir persónuleika barna jafnt sem full- orðinna. Alveg fram á það síðasta, fárveik á sjúkrahúsinu, kom hún með at- hugasemdir um það sem henni þótti fallegt. „Mikið er þetta lek- kert“ eða „en hvað þú ert í fallegri peysu“ og stundum rauk hún upp og hélt að hún væri kannski að gleyma afmælisdegi einhvers. Hug- ulsemi hennar og umhyggja fyrir öðrum voru áberandi í öllum henn- ar samskiptum. Hún vissi t.d. að Alla Stefáns, vinkona hennar á Siglufirði, var að safna pennum og þá mátti Gugga til með að taka þátt í því. Alla var góð vinkona hennar og ræddu þær stöllur oft ýmsar lækningar bæði hefðbundnar og óhefðbundnar og sameiginlega reynslu sína. Ómetanlegt var fyrir Guggu að hafa Öllu með sér í sinni síðustu ferð til Kanaríeyja í janúar sl. Trú og andleg málefni urðu áberandi hjá frænku minni eftir að hún veiktist og hún lærði að treysta Guði. Aftur og aftur fórum við sam- an með 23. Davíðssálm og hún vildi hafa hann alveg rétt eftir. Stórt skarð hefur verið höggvið í Sólgötufjölskylduna eða Hallesen- ættina eins og við kölluðum sameig- inlegan ættlegg okkar frá Ísafirði. Falleg rós drúpir höfði en minn- ingar um yndislega manneskju lifa í hjörtum okkar sem þekktum hana. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Helga Margrét Guðmundsdóttir. Þegar ég frétti af láti bróðurdótt- ur minnar var mér hugsað vestur á Ísafjörð, þar sem árið 1945 fæddist lítil, falleg stúlka, sem hlaut nafnið Guðbjörg Margrét. Hún var þriðja barn foreldra sinna, en fyrir var Gylfi Þröstur, en elsta systkinið lést skömmu eftir fæðingu. Um svipað leyti og Guðbjörg fæddist höfðum við systkinin ásamt foreldr- um okkar byggt húsið að Sólgötu 8, Ísafirði. Foreldrar Guðbjargar, þau Friðrik bróðir minn og Lóa eig- inkona hans, voru þau fyrstu sem fluttu í húsið. Það var því mikil gleði í fjölskyldunni. Friðrik bróðir hafði um þetta leyti keypt sér vöru- bifreið til að skapa sér atvinnu og allt virtist leika í lyndi hjá fjöl- skyldunni. En þá dró skyndilega ský fyrir sólu því Lóa greindist með berkla og þurfti skömmu eftir fæðingu Guðbjargar að fara á Víf- ilsstaði. Nú fóru erfðir tímar í hönd hjá fjölskyldunni. Friðrik bróðir fór með Lóu suður og þurfti að koma börnum þeirra fyrir á Ísafirði til þess að hann gæti verið nær konu sinni í veikindum hennar og þurfti síðan að leita sér að atvinnu í Reykjavík, þar sem hann vann sem leigubílstjóri um áratugaskeið. Guðbjörg var í fyrstu hjá Salóme föðursystur sinni og síðar í fóstri hjá móðursystur minni Friðgerði og Sigurði manni hennar. Hún var þar umvafin ástúð þeirra hjóna alla tíð og minntist þeirra ávallt með hlýhug og virðingu. Gylfi fór til móðurömmu sinnar Sigríðar og Ólafs manns hennar. Lóa móðir Guðbjargar lést af berklum á berklahæli í Danmörku þegar Guð- björg var tæplega 11 ára gömul. Þegar Guðbjörg var 12 ára gömul flutti hún suður til pabba síns, en þá hafði Friðrik kvænst Sigríði Sig- urðardóttur (Dollu), en þau létust bæði fyrir nokkrum árum. Meðan Guðbjörg var á Ísafirði hjá Friðgerði og Sigurði var ætíð mikill samgangur milli minnar fjöl- skyldu og þeirra. Guðbjörg var táp- mikil og dugleg stúlka, en hún var tveimur árum eldri en Gunnar Helgi, elsti sonur okkar Dúddu, en þau Guðbjörg léku sér mikið saman á þessum árum. Sérstaklega var gaman að heyra þau syngja saman upp úr Vísnabókinni með Dúddu og afa sínum, Guðmundi Halldórssyni. Guðbjörg minntist oft á þetta við okkur og fyrir stuttu sagði hún mér að hún hefði keypt nýja Vísnabók að gjöf handa dóttursyni sínum og sagðist hafa haft það aá orði við dóttur sína að hún ætti að syngja og lesa mikið fyrir son sinn. Eftir að Guðbjörg flutti suður til pabba síns fór hún í gagnfræða- skóla, en eftir gagnfræðapróf hóf hún vinnu í Fálkanum og vann síð- ar sem flugfreyja um tíma. Síðast vann hún í verðbréfadeild Íslands- banka, þar sem hún var í starfi til dauðadags. Fyrir um fjórum árum greindist Guðbjörg með krabbamein sem síð- an leiddi hana til dauða. Hún barð- ist hetjulegri baráttu við sjúkdóm- inn og stundaði sína vinnu af miklum dugnaði meðan stætt var. Eiríkur eiginmaður hennar stóð all- an tímann sem klettur við hlið hennar sem og fjölskyldan öll. Ég og fjölskylda mín viljum nota tækifærið til að senda Eiríki og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu Guðbjargar frænku minnar. Guðmundur L. Þ. Guðmundsson. Hún Gugga mágkona er látin. Ég var búsett erlendis þegar þau Ei- ríkur bróðir minn gengu í það heil- aga en ár leið áður en ég hitti mág- konu mína í fyrsta skipti. Þau kynni voru mjög ánægjuleg og með okkur tókst innileg vinátta, sem varað hefur æ síðan. Það þurfti ekki löng kynni til að skynja þann ofurkraft og dugnað, sem einkenndi framgöngu hennar í flestu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var ákveðin og fylgin sér og hugrökk, sem berlega kom í ljós í þeim erf- iðu veikindum, sem hún þurfti að ganga í gegnum. Með þeirri fram- komu sinni var hún svo sannarlega fyrirmynd þeim, sem heyja þurfa slíka þrautargöngu. En þrátt fyrir allt lifði Gugga mjög litríku og skemmtilegu lífi, enda kunni hún að njóta lífsins þegar svo bar undir. Í síldarklúbbnum okkar þar sem saman var komið til að borða síld og ráða fram úr lífsins vandamálum naut Gugga sín til fulls enda lífs- reyndur ferðalangur, sem víða hafði komið og orðið að bregðast við ýmsum uppákomum við framandi aðstæður. En nú er löngu og erfiðu stríði lokið, stríði, sem staðið hefir á fjórða ár. Við, sem næst henni stóð- um höfum fylgst með baráttu henn- ar við þann sjúkdóm, sem engu eir- ir. Í þessari erfiðu baráttu vöknuðu öðru hvoru upp vonir um að hún kæmist til heilsu á ný og mundi auðnast að fylgjast með uppvexti langþráðra barnabarna, sem fædd- ust á síðasta ári. Því er ekki að heilsa, en ljúft er að minnast hversu vel hún naut sín um síðustu jól með börnin sér við hlið og ánægðari ömmu hef ég ekki séð. Nú er þungur harmur kveðinn að Eiríki bróður mínum og fjölskyldu. Elsku Eiríkur minn, Ólöf, Doddi, Atli og Linda, ég kann engin hugg- unarorð, sem geta gert ykkur sorg- ina bærilegri en styrkur er í minn- ingunni um hugrekki Guggu. Við Sverrir sendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Margrét Þóroddsdóttir. Kæra Gugga. Mig langar að senda þér nokkrar línur sem, eðli málsins samkvæmt, koma of seint. Þannig er að þrátt fyrir góðan kunningskap, vináttu, og ekki síst skemmtileg skoðanaskipti í gegnum tíðina, þá er nú eitt og annað sem við komum ekki inn á eða ég aldrei fékk sagt en hef löngun til að gera nú. Þú komstu inn í líf mitt með eft- irtektarverðum hætti, þegar þú komst norður á Siglufjörð í fyrsta skipti, sem kærasta Gauka bróður. Og enginn hafði séð eða heyrt um þig þar fyrir norðan. Margir biðu spenntir, og svo komstu, há og grönn, með stuttklippt hár, ljósar strípur og ofan í kaupið flugfreyja. Ég skoraði mörg stig hjá félögun- um, enda var þetta – flott innkoma – eins og Magga Áka myndi segja. En mér þótti ekki minna um vert að þér þætti meira en sjálfsagt að taka litla bróðurinn með í Húsafell þessa verslunarmannahelgi. Nú, síðan skildi leiðir og við höfð- um svo sem ekki mikið samband næstu árin, enda nokkur aldurs- munur og þjóðfélagslegur skoðana- munur hjá okkur. Það sem ég man helst frá þessu tímabili var að mér fannst þú vera frekar striks í pen- ingamálum og sagði við Boggu, hún er tæplega í lagi hún Gugga, hún hugsar varla um annað en peninga! En vegna andlegrar fátæktar sá ég ekki hvað að baki lá. Ég fékk það svo mörgum sinnum staðfest síðar, að þetta hafði ekkert með peninga að gera, heldur bara þá einföldu staðreynd að í þínum huga skal rétt vera rétt – og best að allir hlutir séu á hreinu. Og væri betur ef fleiri hefðu sama grunn að byggja líf sitt á. En skrifandi um – að vera ekki í lagi, þá notaðir þú þessa setningu oftar en einu sinni um mig, eftir að okkar kynni urðu nánari. Að vísu með svo yndislegum raddblæ að ég hafði alltaf gaman af að heyra þig segja – þú ert ekki í lagi, drengur! Eftir að ég og fjölskyldan flutt- um til Danmerkur varð samband okkar nánara, með heimsóknum, sameiginlegum ferðalögum og þar af leiðandi mörgum samverustund- um. Þessi tími er mér minnisstæð- astur – þetta var okkar tími – ekki síst vegna þess, hvað þú lagðir af mörkum til að gera hann ánægju- legan og vandamálalausan, og eins við Bogga höfum svo oft sagt hvort við annað, einsog Guggu einni er lagið. En svo kom að hinu óumflýj- anlega. Ég hringdi í dætur mínar (sveppasystur, sem þú fannst upp á að kalla þær) til að spyrja hvort þær vildu segja nokkur orð við þig. Og þær, sem aldrei eru sammála um nokkurn skapaðan hlut sögðu hvor í sínu lagi: Ég minnist Guggu þannig að það var æðislegt að fá þau í heimsókn og þau tóku ofsa- lega vel á móti mér þegar ég kom í heimsókn til þeirra á Íslandi – og ég sakna hennar mikið. Svona var svarið, næstum orðrétt frá báðum – rétt notkun á lýsingarorðum – og kom mér reyndar ekki á óvart. Magga brast í grát í símanum frá Chicago, en ég notaði þína sam- skiptatækni og sagði sem svo að þú gætir varla farið sáttari, með tvö yndisleg börn og tvö barnabörn. Og ég veit að það sem tekið hef- ur hug þinn allan síðustu mánuði er hvað verður nú um Gauka, Ólöfu og Dodda. En innst inni vissir þú að þau hafa allt til að bera til að kom- ast heil yfir áfallið þó að stórt sé. Síðast en ekki síst fylgir hér kveðja frá Boggu, sem óneitanlega saknar þín mest, ef hægt er að setja söknuð í mælistokk, en ég veit að þú veist hvað ég meina. Elsku Gugga, ég sé nú að þessar línur eru svo fátæklegar og segja svo lítið að mér er skapi næst að þurrka þær út – en ég geri það ekki – ég lofa þér hins vegar, að ég skal vera til staðar fyrir Gauka, Ólöfu og Dodda, hvar sem er og hvenær sem er. Þér fylgi inn í eilífðina kveðja þinna vina. Steinþór Þóroddsson. Við þessi sorglegu tímamót kem- ur það skýrar í ljós að fjölskylda og ætt eru ekki sjálfgefin hugtök. Ættartréð lifir ekki sem skyldi ef ekki koma til einstaklingar sem rækta samskipti og tengsl á lifandi og virkan hátt. Hún Gugga frænka, eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili, var einmitt slík manneskja sem með óþrjótandi ræktarsemi hélt við tengslum innan stórfjöl- skyldunnar. Hvað mig varðar var hún aldrei langt undan. Minningabrotin eru óteljandi. Mínar fyrstu minningar eru frá ferð okkar til ljósmynd- arans á Ísafirði þar sem hún reyndi sitt besta til að sannfæra mig af öll- um mætti um að sitja kyrr fyrir framan myndavélina. Og reyndar GUÐBJÖRG MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.