Morgunblaðið - 25.03.2004, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 47
Ársalir- fasteignamiðlun Ársalir- fasteignamiðlun
Nýttu þér áratuga reynslu
okkar og traust í
fasteignaviðskiptum
Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali.
Ársalir
FASTEIGNAMIÐLUN
Engjateigi 5 105 Rvk
533 4200
og áður sagði umdeilanlegt nýmæli.
Það felur í sér að Íslendingar gefa
eftir 1% af leyfilegum heildarafla
eða sem nemur 7.100 lestum. Þeir
fá í staðinn aukinn aðgang til veiða
í efnahagslögsögu Noregs norðan
62° N. Þetta er ekki heppileg
niðurstaða. Það þjónar augljóslega
ekki íslenskum samningahags-
munum að auka veiðar íslenskra
skipa í norskri lögsögu. Staða
Norðmanna styrkist eftir því sem
Íslendingar verða háðari heim-
ildum til veiða innan norskrar
efnahagslögsögu. Íslenskir
hagsmunir liggja miklu fremur í
því að veiða sem mest af okkar hlut
innan íslensku efnahagslögsög-
unnar.
Hvati til veiða
innan lögsögunnar
Síðustu árin hefur stofninn gengið í
takmörkuðum mæli inn fyrir mörk
lögsögunnar, og flest íslensku
síldveiðiskipanna hafa þá gjarnan
verið að veiðum annars staðar. Þau
hafa því einungis í takmörkuðum
mæli getað veitt síldina meðan hún
er innan lögsögu Íslands. Sam-
fylkingin leggur því ríka áherslu á
að Hafrannsóknastofnun verði
tryggt fjármagn til að vakta sér-
staklega göngur og dreifingu
norsk-íslensku síldarinnar inn fyrir
íslensku efnahagslögsöguna og
auðvelda þannig íslenskum skipum
að ná sem mestum afla innan
hennar. Samfylkingin telur jafn-
framt koma til greina að ívilna
íslenskum skipum með auknum
síldarkvóta í hlutfalli við það magn
sem þau veiða innan íslensku
lögsögunnar. Samfylkingin mun á
næstu dögum leggja fram þingmál
sem fjallar einmitt um það. Slíkt
fyrirkomulag myndi hvetja til auk-
inna veiða meðan síldin er á
íslensku hafsvæði og þannig
styrkja kröfur Íslendinga um
aukna hlutdeild úr norsk-íslenska
stofninum.
Höfundur er formaður
Samfylkingarinnar.
FORMAÐUR ný-
stofnaðra Samtaka
áhugafólks um spila-
fíkn skrifar grein í
Morgunblaðið 17.
mars þar sem hann
sakar framkvæmda-
stjóra Rauða kross
Íslands um vankunn-
áttu og skilnings-
leysi.
Af því tilefni er
rétt að fram komi að
framkvæmdastjóri
Rauða kross Íslands
er hvorki vankunn-
andi né skilningssljó,
enda alþekkt bæði
hérlendis og erlendis
fyrir færni í störfum
sínum. Sem fram-
kvæmdastjóri talar
hún auk þess máli
fjölmennustu mann-
úðarsamtaka heims,
hreyfingar sem
stendur með afger-
andi hætti vörð um
líf, heilsu og virðingu fólks, og
starfað hefur samfellt í 80 ár á Ís-
landi.
Jafnframt er rétt að ítreka að
einn helsti tekjustofn frjálsra fé-
lagasamtaka, sem sinna sam-
félagslegri þjónustu, er hér, sem
víða erlendis, happdrætti af ýms-
um toga. Íslandsspil aflar, á þenn-
an hátt, fjár til reksturs SÁÁ,
Slysavarnafélagsins Landsbjargar
og Rauða kross Íslands með starf-
rækslu söfnunarkassa. Verði um-
svif fyrirtækisins skert mjög veru-
lega mun það kippa stoðum undan
starfsemi þessara félaga og þann-
ig veikja þá mikilvægu þjónustu
sem þau veita nauð-
stöddu fólki bæði hér-
lendis og erlendis.
Eigendum og for-
vígismönnum Íslands-
spils er mikið í mun
að rekstur Íslands-
spils sé ábyrgur. Til
þess hafa verið gerðar
margar ráðstafanir á
undanförnum árum.
Þar má nefna viða-
mikla könnun um
spilavenjur Íslendinga
sem gerð var til þess
að færa umræðuna á
fastari grunn. Íslands-
spil heldur einnig úti
vef þar sem meðal
annars er hægt er að
fræðast um spilafíkn
og þreyta sjálfspróf.
Ég óska Samtökum
áhugafólks um spila-
fíkn velfarnaðar.
Rauði kross Íslands
telur bæði nauðsyn-
legt og eðlilegt að
fram fari stöðug og vönduð um-
ræða um spilakassa og spilafíkn
eins og margt annað mannanna
bölið. Sú umræða þarf þó að
byggjast á rökum og rannsóknum
og fara fram með skynsemi og
háttvísi. Órökstuddar fullyrðingar
um vammlausa einstaklinga eiga
þar hins vegar ekkert erindi.
Byggjum
á rökum og
rannsóknum
Úlfar Hauksson svarar
formanni Samtaka áhugafólks
um spilafíkn
Úlfar Hauksson
’Eigendum ogforvígismönnum
Íslandsspils er
mikið í mun að
rekstur Íslands-
spils sé ábyrg-
ur.‘
Höfundur er formaður
Rauða kross Íslands.