Morgunblaðið - 25.03.2004, Qupperneq 54
DAGBÓK
54 FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 9
vinnustofa, bað og
jóga, kl. 10 boccia, kl.
13 myndlist. Á morgun
kl.14. er góugleði.
Bingó, Gerðubergskór-
inn syngur
börn koma í heimsókn
og leika á hljóðfæri,
Vinabandið leikur fyrir
dansi.
Árskógar 4. Kl. 9–12
handavinna, kl. 9–12.30
bókband, kl. 9.30
boccia, kl. 10.30–10.55
helgistund, kl. 11 leik-
fimi, kl. 13–16.30 smíð-
ar og handavinna, kl.
13.30 myndlist.
Bólstaðarhlíð 43. Kl.
8.30–14.30 bað, kl. 9–
9.45 leikfimi, kl. 9–12
myndlist, kl. 9–16
handavinna, kl. 13–16
bókband.
Félagsstarfið Dalbraut
27. Kl. 8–16 handa-
vinnustofan opin.
Félagsstarfið Dalbraut
18–20. Kl. 9 bað, postu-
lín, kl. 13 handavinna.
Félagsstarfið, Hæð-
argarði 31. Aðstoð við
böðun og glerskurður
kl. 9–16.30, leikfimi kl.
10–11, sönghópurinn
kl. 13.30, dans kl. 15.15.
Félagsstarfið, Löngu-
hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13
föndur og handavinna.
Félagsstarf eldri borg-
ara Mosfellsbæ, Hlað-
hömrum, kl: 13–16
föndur og spil, kl.
12.30–15.30 tréskurð-
ur, kl. 13.30–14.30 les-
klúbbur, kór eldri
borgara, æfingar kl.
17–19.
Félagsstarf aldraðra
Garðabæ. Glerbræðsla
kl. 9.45, tai chi kl. 12,
karlaleikfimi kl. 13.10,
málun og bútasaumur
kl. 13. Vorfagnaður
Oddfellow verður hald-
inn í Kirkjuhvoli kl. 20.
Félag eldri borgara
Kópavogi. Bingó í Gull-
smára 13 á morgun
föstudag kl. 14.
Félag eldri borgara,
Hafnarfirði, Hraunseli.
Opnað kl. 9, vídeókrók-
urinn opinn, pútt í
Hraunseli kl. 10–11.30,
leikfimi í Bjarkarhúsi
kl. 11.20, tangódans kl.
11, glerskurður kl. 13,
Kvöldvaka í boði
Lionsklúbbs Hafna-
fjarðar kl. 20. Cabrí
Tríó leikur fyrir dansi.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði.
Brids kl. 13, félagsvist
kl. 20.
Gerðuberg, fé-
lagsstarf. Kl. 10.30
helgistund, frá hádegi
vinnustofur opnar, m.a.
almenn handavinna, kl.
13.15 félagsvist.
Gjábakki, Fannborg 8.
Kl. 9–15 handavinna,
kl. 9.05 og 9.55 leikfimi,
kl. 9.30 glerlist og ker-
amik, kl. 10.50 róleg
leikfimi, kl. 13 gler- og
postulín, kl. 20 gömlu
dansarnir, kl. 21 línu-
dans.
Gullsmári, Gullsmára
13. Kl. 9.15 postulíns-
málun, kl. 9.05 og kl.
9.55 leikfimi, kl. 9
myndlistahópur, kl. 10
ganga, kl. 13 brids, kl.
13–16 handa-
vinnustofan opin.
Hraunbær 105. Kl. 9
handavinna, perlu-
saumur, kortagerð og
hjúkrunarfræðingur,
kl. 10 boccia, kl. 11 leik-
fimi, kl. 14 félagsvist.
Hvassaleiti 56–58. Kl.
9–13 bútasaumur, kl.
10–11 boccia, kl. 13–16
hannyrðir, kl.13.30–16
félagsvist.
Korpúlfar Grafarvogi.
Á morgun sundleikfimi
í Grafarvogslaug kl.
9.30.
Norðurbrún 1. Kl. 9–
16.45 opin vinnustofa,
kl. 10–11 sam-
verustund og leir.
Vesturgata. Kl. 9.15–
12 bað, kl. 9.15–15.30,
handavinna, kl. 9–10
boccia, kl. 10.15–11.45
enska, kl. 13–14 leik-
fimi, kl.13–16 kóræf-
ing.
Vitatorg. Kl. 8.45
smíði, kl. 9.30 gler-
skurður, perlusaumur
og morgunstund, kl. 10
boccia, kl. 13 hand-
mennt og bridge.
Þjónustumiðstöðin
Sléttuvegi 11. Opið kl.
9–14. Kl. 9.15 leikfimi,
kl. 10–12 verslunin.
Þórðarsveigur 1–5
Grafarholti. Kl. 13.30
opið hús.
Gullsmárabrids.
Brids í félagsheimilinu
í Gullsmára 13 Skrán-
ing kl. 12.45. Spil hefst
kl. 13.
Félag áhugamanna
um íþróttir aldraðra.
Leikfimi í Bláa salnum
kl. 11.
ÍAK, Íþróttafélag aldr-
aðra í Kópavogi. Leik-
fimi kl. 11.20 í Digra-
neskirkju.
Kiwanisklúbburinn
Geysir, Mosfellsbæ.
Spilakvöld í Kiw-
anishúsinu kvöld kl.
20.30
Sjálfsbjörg. Kl. 20
kosning á þing Sjálfs-
bjargar LSF
Kristniboðsfélag
kvenna, Fundur kl. 17.
Sr. Frank M. Hall-
dórsson verður með
Biblíulestur.
Cranio félag höf-
uðbeina- og spjald-
hryggsjafnara. Félags-
og fræðslufundur verð-
ur í sal Tannlækna-
félagsins, Síðumúla 35,
í dag kl. 19.30. Gestur
fundarins er Finnbogi
Gunnlaugsson kennari
og höfuðbeina- og
spjaldhryggsjafnari.
Í dag er fimmtudagur 25. mars,
85. dagur ársins 2004,
Boðunardagur Maríu,
Maríumessa á föstu.
Orð dagsins: Þetta býð ég yður,
að þér elskið hver annan.
(Jh. 15, 17.)
Hjörleifur Pálssonskrifar á frelsi.is um
meintan rétt stúdenta til
þess að aðrir greiði námið
fyrir þá.
Hjörleifur segir: „Rétt-
ur fólks til að gera hluti á
kostnað skattgreiðenda
er alþekkt fyrirbæri. Nú
síðast tók dálítill hópur
stúdenta sig til, púaði
rektor niður og heimtaði
jafnrétti til náms, þ.e.
heimtaði rétt sinn til að
stunda nám sitt að sem
allra mestu leyti á kostn-
að skattgreiðenda.
Það er nú gott og bless-að að nokkrir nem-
endur ræði við rektor um
þetta mál, en fjarvera ým-
issa annarra hags-
munaaðila var samt sem
áður áberandi. Hvað
skyldu nú hinir fjölmörgu
skattgreiðendur sem allt
málið stendur og fellur
með, hafa hugsað þegar
þeir sáu fréttir af spjall-
fundi nemendahópsins og
rektors?
Sumir þeirra pældu ef-laust ekki mikið í mál-
inu, aðrir hafa haft samúð
með málstað stúdenta og
enn aðrir hafa velt því
fyrir sér af hverju það
væri ekki bara eðlilegt að
stúdentar tækju meiri
þátt í að borga eigið nám,
sem er til þess fallið að
þeir fái betri störf og
hærri laun eftir nám en
ella. Undirritaður var í
þessum síðastnefnda
hópi. En hvaða skoðanir
svo sem skattgreiðendur
kunna að hafa, þá datt
engum af stúdentunum
einu sinni í hug að íhuga
hvort greyið skattgreið-
endurnir hefðu nokkuð
um málið að segja. Nei,
það er réttur námsmanna
að skattgreiðendur borgi
fyrir námið. Það er réttur
forstjórans að skattar
verkamannsins í fyr-
irtækinu hans séu notaðir
til að borga MBA-námið
hans, og það er réttur
lögfræðingsins að skattar
skúringakonunnar á lög-
fræðistofunni séu notaðir
til að borga lög-
fræðinámið hans.
En af hverju er rétturskattgreiðenda ekki
tekinn með í reikninginn?
Aðalhvatinn fyrir fólk til
að sækja sér framhalds-
menntun er hærri laun að
námi loknu. Þetta er fyrst
og fremst fjárfesting sem
námsmaðurinn sjálfur
græðir á. Og það er sama
hversu hátt fólk hrópar
að nám eigi að vera óháð
efnahag, nám getur ein-
faldlega aldrei orðið óháð
efnahag. Því óháðara
efnahag nemandans sem
það verður, því háðara
verður það efnahag skatt-
greiðenda.
Einhver verður aðborga brúsann, og
spurningin er einfaldlega
hvernig sanngjarnast er
að skipta kostnaðinum.
Er þá ekki eðlilegt að sá
sem mestan ávinning hef-
ur af fjárfestingunni,
nefnilega nemandinn
sjálfur, taki þátt í því að
borga í fjárfestingunni?
Er það ekki einmitt
RÉTTUR skattgreið-
enda?“
STAKSTEINAR
Réttur?
Víkverji skrifar...
Strandið á Meðallands-fjörum fyrir skemmstu
og hinar umfangsmiklu
björgunaraðgerðir sem
fylgdu í kjölfarið settu sann-
arlega mikinn svip á hið
daglega líf í Vík í Mýrdal og
nágrenni þá viku sem björg-
unin stóð yfir. Flestallir fjöl-
miðlar fylgdust líka með
framvindu málsins og að
lokum rataði það inn í þátt
Spaugstofumanna um síð-
ustu helgi. Í þættinum voru
heimamenn í Vestur-Skaftafells-
sýslu látnir vera heldur ónáægðir
með strandið, aðallega vegna þess
hversu lítið það gaf af sér. Tóm vín-
flaska veltist þarna um í fjöruborð-
inu, lítt kræsileg.
Þannig var það nú hér áður fyrr,
samkvæmt fyrri frásögnum, að
strandgóss var eftirsótt hjá land-
anum og ekki var fúlsað við timbri,
koníaki og öðru dóti sem iðulega var
boðið upp af sýslumönnum eftir
skipsströnd.
Í þessu sambandi hefur Víkverji
heyrt talað um „góð“ strönd og
sömuleiðis „vond“ ef strandgóss var
lítið.
En var strandið ekki bara býsna„gott“ eftir allt saman? Það má
segja að góssið hafi verið af nútíma-
legum toga sem ekki dreifðist um
allar fjörur, heldur rann í formi ým-
issa verðmæta til heimamanna. Hót-
el- og veitingakostnaður, vegagerð
og ýmis þjónusta sem þurfti að
kaupa vegna björgunarinnar. En
mikilvægustu verðmætin sem sköp-
uðust þessa viku fólust auðvitað í
þeirri vináttu fólks úr ólíkum lands-
fjórðungum sem varð til þessa viku
sem menn og konur stóðu vaktina
niðri í fjöru. Einhver líkti strandinu
og umstanginu í kringum það við
ígildi heillar virkjunar á svæðinu
miðað við þá þörf sem skap-
aðist fyrir vinnuafl, en það
er kannski fulllangt gengið.
x x x
Spaugstofumenn skil-greindu strand Baldvins
Þorsteinssonar sem „vont“
strand; heimamenn sáu lítil
sem engin verðmæti dreifð
um fjörurnar. Og það er svo
sem rétt.
x x x
Einnig má segja að strand-ið hafi verið „gott“ að
því leyti að hvorki meiddist neinn í
óhappinu sjálfu né við björgunar-
aðgerðirnar. Síðast en ekki síst náð-
ist skipið á flot eins og allir vita, lítið
skemmt. Gárungarnir tóku eftir því
þegar eiginkonur norðanmanna
komu á sjöunda degi suður yfir heið-
ar og dvöldu með mönnum sínum á
Hótel Vík. Einhver hafði á orði að sú
heimsókn og innilegir endurfund-
irnir hefðu ef til vill vakið jarð-
skjálftafræðinga af værum blundi
með því að órói væri kominn fram á
skjálftamælum í næsta nágrenni við
sjálfa Kötlu.
Fjölveiðiskipið Baldvin Þorsteinsson EA 10 í Með-
allandsfjörum. Var þetta gott eða vont strand?
Morgunblaðið/RAX
GREIN Víkverja fimmtu-
daginn 18. mars sl. var svo
sannarlega orð í tíma töluð,
þar sem Víkverji ber saman
umferðarmenningu Þjóð-
verja og Íslendinga, eins og
t.d. hvað menn eru lengi að
koma sér af stað og virðast
ekki hafa nokkurt vit á því
að horfa í baksýnisspegilinn
og fylgjast með hvað er að
gerast í kringum þá og taka
fram úr hægra megin. Það
er eins og Íslendingar séu
ennþá í vinstri umferð þótt
hún hafi verið aflögð fyrir
rúmum 30 árum. Það hlýtur
að vera eitthvað að öku-
kennslunni. Það er t.d.
áberandi að þegar sír-
enuliðið er á ferðinni (þ.e.
lögregla, slökkvilið og
sjúkraflutningsbílar) víkja
flestir bílar til vinstri og sír-
enuliðið tekur fram úr
hægra megin, sem skapar
auðvitað stórhættu.
Halldór Hilmarsson.
Laugavegurinn
daufur
LAUGAVEGURINN er
daufur á morgnana enda
ekki við öðru að búast því
verslanir eru margar ekki
opnaðar fyrr en kl. 11.
Vegna þess mun ég fram-
vegis beina verslun minni í
stórmarkaði.
Sigrún.
Niðrandi auglýsing
ÞAÐ stakk mig auglýsingin
sem var í Morgunblaðinu á
bls. 61, föstudaginn 20.
mars. Mér finnst þessi aug-
lýsing niðrandi fyrir átrösk-
unarsjúklinga en þar stend-
ur: „Ertu ofæta, búlimía eða
anorexía.“ Fólk glímir við
átröskunarsjúkdóma – en
er ekki sjúkdómurinn.
Hvernig getur einhver ver-
ið búlimía?
7.9.13.
Hvað er að gerast?
HVAÐ er að gerast í ís-
lensku þjóðfélagi? Hvað eft-
ir annað heyrast í fjölmiðl-
um lítilsvirðandi glósur um
forseta Íslands. Þó tók al-
veg steininn úr í Kastljósinu
18. mars sl. þar sem forset-
inn var viðmælandi.
Spyrlarnir voru svo yfir-
máta dónalegir og frekir,
gripu fram í í tíma og ótíma.
Höfðu þeir fyrirmæli um
svona framkomu? Eða er
innræti þeirra á svona lágu
plani? En hafi þeir ætlað að
spilla kosningu Ólafs Ragn-
ars Grímssonar þá fullyrði
ég að þeir skutu yfir mark-
ið.
Kt. 041124-2299
Dýrahald
Kettlingar fást gefins
TVEIR kettlingar, fress og
læða, sem eru orðnir fjög-
urra mánaða gamlir og
þurfa endilega að fara að
komast að heiman, fást gef-
ins. Systkinin voru upphaf-
lega fjögur en þessi tvö eru
enn eftir og mamman orðin
ansi þreytt á þeim. Þau eru
bæði falleg og skemmtileg,
vel húsvön og þrælvön
börnum. Ef einhver telur
sér fært að taka annað eða
bæði í fóstur, endilega hafið
samband sem fyrst við
Fríðu í síma 562 6058.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 Netfang velvakandi@mbl.is
Orð í
tíma töluð
LÁRÉTT
1 dúkku, 4 hermenn, 7
aðgangsharður, 8 barin,
9 hag, 11 kvenmanns-
nafn, 13 karlfugl, 14
kvendýr, 15 til sölu, 17
spil, 20 hár, 22 kvæðið,
23 rotið, 24 þolna,
25 vætan.
LÓÐRÉTT
1 skerpa, 2 regnýran, 3
elska, 4 skeiðahníf, 5
lengdareining, 6 trjá-
gróður, 10 tóg, 12 rödd,
13 ósoðin, 15 kjána, 16
meðvindur, 18 naut, 19
nabbinn, 20 afkvæmis, 21
fiskur.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU
Lárétt: 1 notalegur, 8 lokað, 9 trana, 10 nýr, 11 kanna,
13 asann, 15 hafts, 18 sólin, 21 kák, 22 rorra, 23 urðar,
24 harðánægð.
Lóðrétt: 2 orkan, 3 auðna, 4 eitra, 5 uxana, 6 flak, 7
fann, 12 nýt, 14 sló, 15 hýra, 16 ferma, 17 skarð, 18
skurn, 17 liðug, 20 norn.
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html