Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 59

Morgunblaðið - 25.03.2004, Side 59
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARS 2004 59 ANNA Yakova, vinstrihand- arskyttan öfluga í meistaraliði ÍBV í handknattleik, er samkvæmt skeyti sem HSÍ barst í gær frá evr- ópska handknattleikssambandinu gjaldgeng með íslenska landsliðinu miðað við þær upplýsingar sem gefnar hafa verið fram. Hún getur því tekið þátt í leikjum íslenska landsliðsins gegn Tékkum í maí en þeir skera úr um hvor þjóðin kemst í lokakeppni Evrópumótsins. „Miðað við þær upplýsingar sem Yakova og úkraínska handknatt- leikssambandið hafa gefið fram og eins þá staðreynd að Yakova er komin með íslenskt vegabréf þá getur hún leikið með íslenska lands- liðinu. Við þurfum hins vegar að afla okkur nánari upplýsinga um- feril hennar með úkraínska lands- liðinu. Við fengum ekki dagsetn- ingu á hvenær hún spilaði síðast landsleik fyrir Úkraínu og við þurf- um því að kanna þessa hluti til hlít- ar og fá staðfestingu á dagsetning- unni hvenær eða hvort hún spilaði með Úkraínu áður en við gefum grænt ljós á að hún spili með lands- liðinu. Sönnunarbyrðin liggur hjá okkur en ef allt reynist satt og rétt sem við höfum í höndunum þá getur hún spilað fyrir Ísland,“ sagði Ein- ar Þorvarðarson, framkvæmda- stjóri HSÍ, við Morgunblaðið í gær. Anna Yakova öðlaðist íslenskan ríkisborgararétt í desember á síð- asta ári. Anna Yakova lögleg með landsliðinu FÓLK  ÓLAFUR Stefánsson skoraði 4 mörk í gærkvöld, tvö þeirra úr vítaköstum, þegar Ciudad Real sigraði Barakaldo, 29:22, á útivelli í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik. Ciudad var yfir frá byrjun, 15:8 í hálfleik, og hafði leikinn allt- af í hendi sér. Jonas Källman var markahæstur hjá Ciudad með 7 mörk.  BARCELONA tapaði fyrir Vall- adolid, 33:30, og á nú enga mögu- leika á að fylgja Ciudad Real eftir í baráttunni um spænska meistara- titilinn. Ciudad er með 42 stig, Ademar 37 og Barcelona og Port- land 35 stig. Julio Fis skoraði 8 mörk fyrir Valladolid og Dragan Skrbic skoraði 8 mörk fyrir Barce- lona.  RAGNAR Óskarsson skoraði 4 mörk í gærkvöld þegar Dunkerque vann Pontault-Combault á útivelli, 24:20, í frönsku 1. deildinni í hand- knattleik. Með sigrinum komst Dunkerque í þriðja sætið með 45 stig en Montpellier er efst með 55 stig og Créteil er með 49.  EMMA Furuvik keppti í svigi á sænska meistaramótinu og á FIS móti í Svíþjóð um helgina og varð í 15. sæti á 1.37,30 og fékk 42,56 punkta fyrir. Hún féll síðan úr keppni í fyrri ferðinni daginn eftir.  DUNCAN Ferguson, framherj- inn stóri og stæðilegi í liði Ever- ton, var í gær ákærður af aga- nefnd enska knattspyrnusam- bandsins. Ferguson missti stjórn á skapi sínu í leiknum við Leicester um síðustu helgi og það ekki í fyrsta skipti. Honum var vísað af velli og á leið sinni út af tók hann Þjóðverjann Steffen Freund kverkataki.  CRAIG Bellamy, framherji enska úrvalsdeildarliðsins New- castle, missti stjórn á sér á flug- vellinum í Newcastle er liðið var á leið til Mallorca á Spáni til þess að leika gegn samnefndu liði í UEFA- bikarnum í knattspyrnu. Bellamy lenti í orðaskiptum við þjálfara liðsins, John Carver, og þurftu leikmenn liðsins að ganga á milli þeirra til þess að stöðva áflogin.  FORSVARSMENN félagsins sendu frá sér tilkynningu þess efn- is að búið væri að gera upp málið í röðum félagsins og því væri lokið. Newcastle vann fyrri leik liðanna, 4:1, í Newcastle.  FRAMARAR heiðruðu í gær- kvöldi fyrirliða handknattleiksliðs síns, Guðlaug Arnarsson, fyrir 200 leiki fyrir félagið og Hafstein Ant- on Ingason fyrir sinn 100. leik í búningi Fram.  ÁRNI Þór Sigtryggsson, örv- henta skyttan í handknattleiksliði Þórs, skoraði hvorki fleiri né færri en 18 mörk þegar norðanmenn sigruðu Breiðablik, 34:29, í 1. deildinni í Smáranum í gærkvöld. AC Milan setti met í Meistaradeild Evrópu þegar liðið mætti Deportivo La Coruna í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum á San Síró í fyrrakvöld – þegar liðið skoraði fjögur mörk á átta mínútna kafla. Fyrra met átti Juventus er það skoraði fjögur mörk á 14. mínútna kafla gegn Olympia- kos frá Grikklandi í viðureign lið- anna í Tórínó í desember á síðasta ári. Þar áður átti Manchester United metið þegar það skoraði fjögur mörk á 21 mínútu kafla í nóvember 1998 gegn Bröndby. AC Milan setti met BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem gekk til liðs við Stoke City frá Nottingham Forest um helgina, hefur skrifað undir samning við Stoke sem gildir út leiktíðina. Upphaflega stóð til að Brynjar Björn yrði hjá Stoke í láni í einn mánuð og fé- lagið gæti síðan átt möguleika á að framlengja dvöl hans en á vef Nottingham Forest í gær var greint frá því að félögin hefðu náð samkomulagi um að Brynjar Björn færi alfarinn til Stoke. Brynjar Björn lék að nýju með Stoke í fyrrakvöld – kom inn á sem varamaður á 58. mín- útu í 2:0 ósigri fyrir Crewe. Brynjar hjá Stoke út leiktíðina Leikur Chelsea og Arsenal vareldfjörugur. Bæði lið léku hratt og gáfu mótherjum sínum engin grið til að athafna sig. Hvor- ugu liðinu gekk vel að skapa sér marktækifæri í fyrri hálfleik og því gengu liðin til búningsherbergja í leikhléi án þess að hafa skorað og í raun ógnað marki mótherjanna. Það breyttist fljótlega í síðari hálf- leiknum því Eiður Smári, sem var í byrjunarliði Chelsea, sótti að Jens Lehmann, markverði Arsenal, sem kom út fyrir vítateig sinn til að spyrna frá markinu. Eiður Smári komst fyrir boltann og náði honum á ný inni í vítateignum vinstra meg- in og þrátt fyrir þröngt færi náði hann að skora. Vel gert hjá honum. Lehmann var að vonum vonsvik- inn enda klaufalegt hjá honum, en hann stóð fyrir sínu skömmu síðar þegar hann varði skot frá Lampart og annað skot frá Eiði Smára, sem náði frákastinu. Heimamenn sóttu án afláts næstu mínútur eftir að Eiður Smári skoraði en tókst ekki að bæta við marki þrátt fyrir mörg færi. Mark Eiðs Smára kom á 53. mín- útu og aðeins sex mínútum síðar hafði Robert Pires jafnað metin með laglegu marki með skalla, fékk glæsilega sendingu frá Ashley Cole af vinstri vængnum og skallaði knöttinn neðst í vinstra hornið. Fleiri urðu mörkin ekki og Pires bjargaði tölfræðinni fyrir Arsenal sem hefur ekki tapað fyrir Chelsea í 17 leikjum, síðast árið 1998. Undir lok leiksins var Marcel Desailly, fyrirliði Chelsea, rekinn af velli. Virkilega klaufalegt hjá hon- um því eftir eina sókn heimamanna náði Lehmann knettinum og ætlaði að henda honum langt fram en Desailly greip í knöttinn og fékk gult spjald að launum. Nokkrum mínútum síðar var hann of seinn og braut á Patrick Vieira og fékk þá sitt annað gula spjald og rautt í kjölfarið. Í kjölfarið var Eiði Smára skipt af velli og Mario Melchiot settur inn á til að styrkja varn- arleikinn. „Það var gaman að skora og ég held ég hafi gert vel með að ná þessum bolta,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég er nokkuð sáttur með leikinn, en það hefði verið mjög gott að vinna 1:0, en sú varð því miður ekki raunin. Nú er bara hálfleikur og þó svo Arsenal sé með heldur betri stöðu en við eftir fyrri hálfleikinn verðum við að fara á Highbury og skora. Þetta er alls ekki búið,“ sagði Eiður Smári. Real hrökk í gang eftir hlé Nífaldir Evrópumeistarar Real Madrid voru lengi í gang þegar þeir tóku á móti Mónakó í Madríd í gærkvöldi. Gestirnir skoruðu eina mark fyrri hálfleiks og þar var Seb- astien Squillaci á ferðinni á 43. mín- útu. við lítinn fögnuð meginþorra áhorfenda. „Við vorum kaldir í fyrri hálfleik, rétt eins og veðrið,“ sagði Luis Figo, portúgalski leikmaðurinn hjá Real eftir leikinn. Leikmenn hafa trúlega fengið sér eitthvað heitt að drekka í leikhléi því fljótlega hafði Ivan Helguera jafnað metin og Zin- edine Zidane kom heimamönnum yfir þegar 20 mínútur voru eftir af leiknum. Þá var röðin komin að Figo, sem lét verja frá sér víta- spyrnu en náði frákastinu og skor- aði. Ronaldo, sem lék nú í fyrsta sinn með liðinu síðan í byrjun mán- aðarins en þá tognaði hann lítillega, gerði fjórða mark meistaranna. Gestirnir áttu síðasta orðið í gær- kvöldi og löguðu stöðuna og strák- arnir hans Didiers Deschamps geta hugsanlega komist áfram, en til þess verða þeir að vinna í það minnsta 2:0 eftir tvær vikur en þá mætast liðin á ný og þá í Frakk- landi. Roberto Carlos, leikmaður Real, var fjarri góðu gamni vegna leik- banns og á síðustu sekúndum leiks- ins í gær fékk David Beckham gult spjald sem þýðir að hann verður í banni þegar liðin mætast öðru sinni. Það hefur allt gengið á afturfót- unum hjá Real að undanförnu og sigurinn í gær var fyrsti sigur liðs- ins í síðustu fjórum leikjum, það tapaði meðal annars í úrslitum bik- arkeppninnar á Spáni. „Við náðum okkur vel á strik í síðari hálfleikn- um og stöndum vel að vígi fyrir síð- ari leikinn. Þetta er búin að vera erfið vika hjá okkur enda höfum við verið með hugann við þennan leik. Ég held að eftir þessi úrslit sé ljóst að við eigum að komast í undan- úrslitin,“ sagði Figo eftir leikinn. Reynist það rétt hjá honum er ljóst að Real Madrid mætir ensku liði því sigurvegarinn úr þessu ein- vígi mætir annaðhvort Chelsea eða Arsenal. Reuters Eiður Smári fagnar marki sínu gegn Arsenal ásamt félaga sínum, Damien Duff. Aftur skorar Eiður Smári gegn Arsenal MARK Eiðs Smára Guðjohnsens gegn Arsenal í Meistaradeildinni í gæfkvöldi dugði Chelsea ekki til sigurs á heimavelli því gestirnir jöfnuðu skömmu síðar og má því segja að Arsenal hafi nokkurt for- skot fyrir síðari leikinn – mark á útivelli. Real Madrid stendur hins vegar vel eftir 4:2 sigur á heimavelli gegn Mónakó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.