Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 8
Föstudagur 8. maí 1981 8 vísm Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guð- mundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon, Frfða Astvaldsdóttir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, KristTn Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Páll Magnússon, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri- Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur Ó. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrés- útgefandi: Reykjaprent h.f. son. útlitsteiknun: Gylfi Kristjánsson, Magnús Olafsson. Safnvörður: Ritstjóri: Ellert B. Schram. Eirikur Jónsson. VlSIR Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjdrn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur Auglýsingarog skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sfmi 86611. Áskriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð f lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Sfðumúla 14. Ráðherrann og álfélagið Fyrr í vetur varpaði iðnaðarráðherra mikilli sprengju. þegar hann efndi til blaðamannafundar og upplýsti þjóðina um að svissneska ál- félagið hefði hlunnfarið Islendinga um milljarða króna. Þetta voru engar smáyfirlýs- ingar og margur furðaði sig á því, hversu mjög ráðherranum lá á að koma þessum fullyrðingum á framfæri. Alþingi hafði ekki verið gert aðvart og reyndar var endanleg niðurstaða athugana ráðuneytisins ekki fyrir hendi. Þetta voru dylgjur um ávirðingar, svo alvarlegar að annað tveggja virtist blasa við: annarsvegar að forstöðumenn svissneska álfélagsins væru ótíndir þjófar, sem hefðu með svikum og prettum haft af íslenska ríkinu hærri upphæðir en áður hafði heyrst um, hinsvegar að ráðherrann gerði sig sekan um svohrikaleg ósannindi, að honum væri nauðugur einn kostur að segja af sér. Ekki dró þó til annarra tíðinda en að Alusuisse var gefið tæki- færi til að koma sínum sjónar- miðum á framfæri, og ráðherrann gaf þá skýringu á fréttum sínum, að íslenska þjóðin gerði kröf u til þess, að mál af þessu tagi væri rætt fyrir opn- um tjöidum. Skipuð var nefnd og umræða um meint svik hins erlenda auðhrings f jaraði smám saman út. Iðnaðarráðherra lét eins og ekkert hefði í skorist og islenskir fjölmiðlar létu sér það vel IFka að sitja uppi með þá óráðnu gátu, hvort fullyrðingar ábyrgs ráðherra um þessi gífur- legu fjársvik ættu við rök að styðjast eða ekki. Um miðjan febrúar bárust þær fregnir að svissneska álfélagið hefði sent iðnaðarráðuneytinu greinargerð sína. Vísir hefur gert margitrekaðar tilraunir til að fá upplýst hvað í henni standi og hvert sé álit ráðuneytisins á svari Alusuisse. Þeim fyrirspurnum hefur jafnharðan verið vísað frá, á þeirri forsendu, að hér sé um trúnaðarmál að ræða. Gögnin séu i athugun. Nú, í byrjun maí, tveimur og hálfum mánuði eft r að greinar- gerð Alusuisse barst og nær hálfu ári eftir að ráðherrann taldi að þjóðin þyrfti að vita að milljarðarnir hefðu ,,horfið í haf i", hef ur ekkert heyrst frekar frá íslenskum aðilum. Hins vegar berast þær fréttir frá aðalfundi svissneska álfélagsins, að forstöðumenn þess fólags hafi ekki aldeilis gleymt þessu upphlaupi íslenska iðnaðarráðherrans. Þar er full- yrt að skýrslur sýni að ekkert hafi verið athugavert við verð- lagningu á súráli og í hvívetna farið eftir gildandi reglum og viðskiptavenjum. Fulltrúar álfélagsins draga þá ályktun að „árásir iðnaðarráðherra" sé vonandi einangrað fyrirbrigði, en velta því engu að síður fyrir sér hvort rétt sé og skynsamlegt að eiga viðskipti við stjórnvöld, sem slikum vinnubrögðum beita. Hér verður ekki lagður dómur á sekt eða sakleysi málsaðila. Hinsvegar má ekki á milli sjá, hvor sökin er verri, fjársvik álfélagsins, ef rétt reynast, eða dylgjur ráðherrans, ef rangar eru. Það hlýtur að vera skýlaus krafa, að ráðuneytið birti álit sitt á gögnum, niðurstöðum og réttmæti þeirra ásakana sem fram hafa verið settar. Þegar til lengri tíma er litið er sömuleiðis I jóst, að erlendir aðilar munu hugsa sigtvisvar um áður en þeir ganga til samstarfs við Islendinga um orkukaup og uppbyggingu stóriðju hér á landi. Það eru ekki margir, sem hafa áhuga á að kalla yfir sig dylgjur af þessu tagi. Ábyrg stjórnvöid hafa engan siðferðislegan eða lagalegan rétt til að varpa sprengjum, eins og iðnaðar- ráðherra gerði, nema vera viss í sinni sök. Nema þá til þess að sá frækornum rógs og tortryggni, til þess að spilla fyrir. Þá hefur tilganginum veriðnáð. r ■ ■ Undarlegar eru þær hvatir, sem knýja suma menn til aö hallmæla bæjarstjórn Seltjarn- arness fyrir aö stilla í hóf skatt- heimtu á ibúa bæjarins. Ef grannt er skoöaB þá er þetta ef til vill ekki svo undarlegt. Illt þykir aö nágrannar geti boriö sig saman og séö muninn ann- arsvegar á stefnu vinstri flokk- anna, sem er háskatta- og eyöslustefna, og hinsvegar á stefnu Sjálfstæðismanna, sem er aöhaldsstefna og miöar aö þvi aö auka ráöstöfunartekjur ibúanna. Aö þeir sem afli tekn- anna séu færastir um aö ráö- stafa þeim á sem skynsamleg- astan hátt. 1 kosningum eru þaö Ibúarnir, kjósendur, sem ákveöa hvaöa stefnur skulu ráöa á alþingi og i sveitar- stjórnum. Kynlegur pistill birtist I VIsi mánudaginn 4. mai s.l. eftir Al- freð Þorsteinsson, fyrrum borg- arfulltrúa Framsóknarflokksins i Reykjavik. Þar var fullyrt, aö Reykvikingar greiddu niöur út- svörin fyrir Seltirninga. AlfreB tiltekur nokkur dæmi um viö- skipti Reykjavikurborgar og Seltjarnarneskaupstaöar, sem hann telur sanna þessa fullyrð- ingu sina. Litum nú nánar á málin. Þjónusta S.V.R. Alfreö bendir réttilega á, aö Strætisvagnar Reykjavikur sjá um almenningsvagnaþjónustu fyrir Seltjarnarnes. Þetta dæmi er gert þannig upp, aö S.V.R. reiknar út hve mikiö hver ekinn kilómetri allra vagnanna kostar fyrirtækiö og eru þá afskriftir (stofnkostnaöur) væntanlega teknar meö inn i dæmiö. Slöan er reiknaö út hversu langa leið vagnarnir aka innan bæjar- marka Seltjarnarness og reikn- ingur geröur samkvæmt þvi. Seltirningar greiöa þvl aö fullu fyrir þann aukakrók, sem vagn- arnir bæta viö sig tii aö fara um Nesiö. Reykvíkingar grelða ekkl nlður útsvör Seltlrninga Slökkviliðið. A siöasta ári voru Seltirn- ingar svo lánsamir, aö aöeins var um eitt brunaútkall hingaö aö ræöa, og sem betur fer smá- vægilegt. Eftir þvi sem Alfreö upplýsir greiddu Seltirningar 17 milljónir króna fyrir þetta eina útkall. Kostnaöi vegna Slökkvi- liös Reykjavikur er skipt eftir Ibúafjölda á svæöinu, þ.e. Reykjavikur, Kópavogs, Sel- tjarnarness og Mosfellssveitar og greiðir hver I samræmi viö þaö. Þetta eru hagkvæm viöskipti fyrir ALLA. Aftur á móti bendir Alfreö á leiö, sem er dæmigerö sem óhagkvæm viöskipti þegar hann hvetur meirihuta borgar- stjórnar Reykjavikur til aö segja þessum samningum upp. Auövitaö gætu Seltirningar sjálfir séö um sinar brunavarn- ir, eins og ibúar kaupstaöa úti á landi veröa aö gera, meö slökkviliöi bæjarstarfsmanna og sjálfboöaliða. Slikt fyrir- komulag væri aö sjálfsögöu mikil afturför og myndi skapa mikiö óöryggi fyrir Ibúa bæjar- ins. A hinn bóginn leyfi ég mér aö spyrja Alfreö, hvort hann telji aö rekstrarkostnaöur Slökkviliös Reykjavlkur myndi lækka, hvort liöið myndi fækka viö sig starfsmönnum og slökkvibllum? Ég held ekki. Hvaö væri þá unnið? Ekkert, út- gjöld allra, þar meö Reykvik- inga, ykjust. Sundstaðir. Alfreö sér miklum ofsjónum yfir þvl, aö Seltirningar sækja I Sundlaug Vesturbæjar. Þeir greiöa aö sjálfsögöu þann aö- Guömar Magnússon, bæjar- fulltrúi á Seltjarnarnesi, svarar grein Alfreös Þorsteinssonar, sem birtist hér f blaöinu s.l. mánudag. Guömar vlsar á bug öllum fuliyröingum Alfreös um, aö Reykvikingar greiöi niöur út- svör Seltirninga og rekur nokk- ur dæmi þvi til sönnunar. gangseyri, sem upp er settur eins og aörir og lækka þar meö rekstrarhalIann.Nú er bæöi rétt og skylt aö geta þess aö bygg- ingu sundlaugar á Seltjarnar- nesi miöar vel og veröur von- andi hægt aö taka laugina I notkun á næsta ári. Mér er ljúft aö bjóöa Alfreö og öörum Reykvlkingum aö sækja sund- laug Seltjarnarness, þegar þar aö kemur. Þá veröur fróölegt aö fá tölur hjá Alfreö um það, hvort hagur Sundlaugar Vest- urbæjar muni batna til muna, þegar þessum ágangi Seltirn- inga lýkur! Slysavarðstofa. Næst tekur Alfreö fyrir Slysa- varöstofu Borgarspitala. Kostn- aöi vegna slysavaröstofunar er skipt milli bæjarfélaga eftir ibúatölu og greiöir Seltjarnar- nes sitt. Eftir því sem mér hefur veriö sagt, hefur veriö gerö úttekt á skiptingu slasaöra á svæöinu. Viröist svo sem tlöni slysatilfella sé I svo nánu samræmi viö ibúaskiptinguna, aö ekki veröi hægt aö segja annað meö réttu en aö hver greiöifyrir sin.a. 1 framhaldi af þessu get ég ekki látið hjá liða aö geta þess, aö nú er risin heilsugæslustöö á Seltjarnarnesi. Þess er vænst aö útboö innréttinga fari fram ein- hvern næstu daga og hluti stöövarinnar taki til starfa innan fárra mánaöa. Tekist hefur góö samvinna milli Borgarstjórnar Reykjavlkur og bæjarstjórnar Seltjarnarness um rekstur stöövarinnar, þannig aö ráögert er, aö heilsu- gæslustöö Seltjarnarness þjóni stórum hluta af Vesturbæ Reykjavlkur. Ég á ekki von á þvl aö þykir raunar afar ólík- legt, aö nokkurn tlma veröi dylgjaö um aö i blöðum, aö Sel- tirningar séu farnir aö greiöa niöur útsvör Reykvikinga. Lista- og leikhúslif. Hér skil ég ekki Alfreö, hvað á hann viö? Er Alfreö aö afþakka aögang utanbæjarmanna aö sýningum Leikfélags Reykja- víkur? A hann við Þjóöleik- húsiö? Þaö hefur hingaö til veriö eign landsmanna allra. Varöandi leikhúslif er rétt aö framkomiaöFélagsheimiliSel- ■ tjarnarness hefur i samvinnu ■ viö Menntamálaráöuneytiö ■ tekið aö sér aö sjá um sýningar ' fyrir leikflokka utan af lands- II byggðinni. Þetta hefur nánast ■ veriöþeirra eini möguleiki til aö I setja upp sýningar hér á höfuö- J borgarsvæöinu. Fjölmargir I Reykvlkingar hafa sótt þessar ■ sýningar og er þaö vel. Lokaorð. Fyrir kosningar birta fram- I bjóöendur gjarnan stefnumál ■ sin. I kosningabaráttunni 1978 I lögöu Sjálfstæöismenn á Sel- ■ tjarnarnesi höfuöáherslu á aö • þeir myndu stilla skatthemtu svo I hóf sem mögulegt væri. Viö ■ þetta loforö telja bæjarfulltrúar I Sjálfstæöisflokksins sér skylt aö * standa. Til þess aö þaö mætti I verða hefur oröiö aö gæta mikils 1 aöhalds I fjármálum bæjarins I og jafnvel veriö nauösynlegt aö : skera niöur fjárhags- og fram- | kvæmdaáætlanir. Bæjarstjórnin hefur ekki farið | út i lántökur til aö brúa biliö, _ sem myndast hefur og þar meö g skapa sér átundarvinsældir. í skrifum sinum má Alfreö | ekki gleyma þvi, aö erfiöleikar i S.V.R. og sundstaöa borgarinn- | ar, svo aö eitthvaö sé nefnt, ■ stafa fyrst og fremst af þvi, aö I Borgarstjórn Reykiavikur ■ hefur ekki fengiö leyfi verö- ■ lagsyfirvalda til nauösynlegra ■ gjaldskrárhækkana. Þaö mál er I ekki á valdi Seltirninga. Ég ■ bendi á, aö Kópavogur hefur I samstarf viö Reykjavikurborg ■ um þjónustu á sama grundvelli ' og Seltjarnarnes. Engu aö slöur I eru útsvör og aðrir skattar lagö- ■ ir á meö fullu álagi I Kópavogi. I Seltirningar óska eftir góöum 1 samskiptum viö nágranna sina I og hafa leitaö eftir viöskiptum, sem væru hagkvæm báöum aðilum. Alfreö Þorsteinsson . hefur greinilega aldrei skilið, | hvaö eru hagkvæm viöskipti. H

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.