Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 32

Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 32
vtsni Veöurspá dagsins Yfir Norðaustur-Grænlandi og Islandi er 1030 mb hæð, en 994 mb lægð skammt norður af Nyfundnalandi á hreyfingu norðaustur. Kalt verður áfram. Suðurland: Norðan stinnings- kaldi, víða léttskýjað. Faxaflói til Vestfjarða: Norð- austan og siðan austan kaldi. Léttskyjað. Strandirog Norðurland eystra og vestra: Norðaustan lialdi, viða skyjað og sumstaðar smáél á annesjum. Austurland að Glettingi og Austfirðir: Norðan stinnings- kaldi, viða él. Suðausturland: Norðan og noröaustan kaldi eöa stinn- ingskaldi, skyjað en Urkomu- laust. VeöPiö hér og har Klukkan sex: Akureyri skýjað 5, Bergen skýjað9, Helsinkiheiðskirt 11, Kaupmannahöfn skýjað 10, Osló skýjað 5, Reykjavik al- skýjað 4-2, Stokkhólmur heiðskirt 9, Þórshöfn rigning 6. Klukkan átján i gær: Aþenaalskyjað 17, Berlinlétt- skýjað 16, Chicago skýjað 13, Feneyjarskýjað 18, Frankfurt skýjað 16, Nuuk slydda 0, London skúr 16, Luxemburg léttskýjað 20, Las Palmas hálfskýjað 21, Mallorka al- skýjað 18, Montreal hálfskýj- að 12, New York heiðskirt 15, Parisskýjaö 21, Róm léttskýj- að 17, Malaga skýjað 19, Vin heiöskirt 15, Winnipeg al- skýjað 19. Loki segir Sá fyrsti, sem ekki vill sætta sig við verðlagshöftin, cr for- maður Verðlagsráðs, Björg- vin Guðmundsson. Sem stjórnarformaður BÚR ncitar hann að afgreiða saltfisk nema verðið hækki! Föstudagur 8. maí 1981 síminnerðóóll HARLÚS aftur a FERÐ f KEFLAVÍK - Vitað um tvö tiifelli í barnaskóianum - allir nemendur sendir Iteim með aðvörunarmiða til foreldra sinna „JU, það er rétt, að það komu upp tvö tilfelli, þar sem nem- endur í skólanum voru sannan- lega með hárlUs. Hér var um systkini að ræða og það sem við gerðum var einungis að senda alla nemendur skólans heim með miða, þar sem leiöbeint er hvernig megi varast þetta”, sagði Vilhjálmur Ketilsson, skólastjóri barnaskólans við Sólvallagötu i Keflavik, i sam- tali við Visi i morgun. „Þetta mun hafa komið upp i fyrstu vikunni eftir páskaleyfi krakkanna, og foreldrar þeirra létu okkur vita, hvernig komiö væri og höfðu einnig haft sam- band við lækni. Þetta er ekki nema i einu hUsi hér i bænum, i fjölbýlishUsi við Hringbraut og við höfum enga ástæðu til þess að ætla.að um önnur tilfelli sé að ræða”. — Vilhjálmur sagði að á skólaárinu 1979-1980 hef ði komið upp svipað tilfelli i Keflavik, en hanp sagðist ekki vilja gera mikið Ur þessu máli. Börnin hefðu fengið miða með sér heim til foreldra sinna, þar sem fólki væri bent á aö halda vöku sinni i þessu efni, en að sjálfsögðu væru uppi getgátur meðal fólks um það hvaðan þessi ófögnuður væri kominn. Væru þeir staðir, þar sem börnin kæmu saman og afklæddust helst nefndir i þvi sambandi, sundstaðir og leik- fimistaðir. gk-. HöFÐABAKKABRÚIN — A þessari Vísis-Ioftljósmynd GVA frá í gær sést hin umdeilda Höfðabakkabrú i smiðum, rétt neðan við Elliðaárstifluna. Brúin á að tengja framhald Höfðabakka í Breiðholti við Arbæ- inn, rétt austan Arbæjarsafns. „Hjörleifur hefur ekki áhuga á Blönduvirkjun” - segir Hiimar Kristjánsson á Blðnduösi sem situr í samninganefnd um Blöndu „Það verður að átelja þennan hægagang harðlega,” sagði Hilmar Kristjánsson, oddviti á Blönduósi og situr i samninga- nefnd þegar fréttamaður spurði hann tiðinda af samningamálum um Blöndusvæðið. „Þaö er alveg með ólikindum, hvernig er haldið á þessu máli.” RARIK, viðsemjandi heima- manna um þetta mál, sendi skeyti norður og frestaði samninga- fundi, sem þar átti að halda i sið- ustu viku, „þangað til séð verður, hvaða afgreiðslu virkjunarmál fá á yfirstandandi Alþingi.” „Það er fyrirsjáanlegt að þetta vantsfall verður virkjað,” sagði Hilmar, „og þaö þarf aö leysa þennan ágreining, sem fyrir er. Það er ekki eftir neinu að biða með það. Ég óttast, að þarna séu aðilar, sem aldrei hafa verið hlynntir málinu, að afla sér tima til að komaþvi endanlega fyrir kattar- nef.” Þegar Hilmar var spurður, hverjir þeir aðilar væru, svaraöi hann: „Það þarf ekki að fara i neinar grafgötur um, að iönaðar- ráðherra hefur ekki mikinn á- huga á þessu máli. Hugur hans stefnir til Fljótsdalsvirkjunar. Eigi að siður þarf aö drifa þessar samningaviðræður áfram og það er mikil óánægja hér heima með hvernig er haldið á þessum mál- um,” sagði Hilmar. SV Englnn saltfiskur á markaöinn: veröið var oi lágll „JU, það er rétt, að Bæjarút- gerð Reykjavikur hefur ekki verið með saltfisk i neytendaum- búðum á markaði að undanförnu vegna þess að verðið hefur verið of lágt, og það hefur dregist að af- greiða hækkunarbeiðni fyrirtæk- isins i Verðlagsráði” sagði Björg- vin Guðmundsson, stjórnarfor- maður BæjarUtgerðar Reykja- vikur, og formaður Verðlagsráðs, i samtali við Visi i morgun. „NU er hinsvegar bUið að af- greiða þessa hækkunarbeiðni, en ég get ekki sagt neitt meira um málið fyrr en rikisstjórnin hefur fjallað um þá afgreiðslu”, sagði Björgvin. — Björgvin sagði, að mjög litil hækkun hefði fengist á verði salt- fisks i neytendaumbúðum á sl. ári, en samkvæmt heimildum Visis nemur hækkun sU, sem Verðlagsráð hefur nú samþykkt, 18%. ek-. Likur á bata aukast nU dag frá degi hjá Ragnhildi Guömunds- dóttur, sem læknar græddu á höndina aftur eftir vinnuslys i fiskverkunarstöð. Liðan hennar er nú góð eftir at- vikum og er hUn jafnvel farin aö geta hreyft fingurna. Ragnhildur var i gær flutt af gjörgæslu yfir á skurðlækningadeild. Ekki er enn hægt að segja endanlega til um,hvort ágræðslan hefur heppnast, en fram til þessa hefur ekkert komiö fram. sem bendir til annars. £ródýrara Sanitas gosdrykkir kynntir í JL-húsinu i dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.