Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 22
22
Föstudagur 8. maí 1981
vtsnt
Söfaborö samkvæmt hugmyndum kvenhatarans.
Verstur allra
karlrembusvlna
Sennilega er Englendingurinn
Arthur Newell einhver viöur-
styggilegasta „pungrotta” sem
skriöur um á þessari jörð, að
minnsta kosti ef mar.ka má hand-
brögð hans við hönnun húsgagna.
Newell hefur reyndar sjálfur
viðurkennt, að húsgögnin séu list-
form sem hann noti til að tjá til-
finningar sinar og i þessu tilfelli
lýsir hann skoðunum sinum á
hlutverki kvenna i þjóðfélaginu,
það er að þjóna og vera karl-
manninum undirgefin.
Hætt er við að kvenfólk sé litt
hrifið af framleiðslu Newells og
reyndar liklegt að meiri hluti
karlmanna láti sér fátt um finn-
ast þótt til séu menn sem um-
gangast konursinar eins og eittaf
húsgögnunum.
Hægindastóll i stfl við sófaborðið...
... og hér sýnir hönnuðurinn
hvernig menn geta látið fara vel
um sig i stóinum.
Veggspjaldið sýnir bandariska hermenn reka fánastöng upp I aftur-
endann á erkiklerknum.
Ameriski
draumurinn
Iranir eru ekki manna vin-
sælastir i Bandarikjunum um
þessar mundir og er það skiljan-
legt i ljósi „Gisladeilunnar” svo-
kölluðu enda þótti Amerikumönn-
um virðingu sinni stórlega mis-
boðið. Andúð Bandarikjamanna á
Irönum kemur fram i ýmsu formi
og meðal annars hefur verið gefið
út veggspjald sem á að sýna
æðsta draum manna i Vestur-
heimi, en hann er sá að reka fána-
stöng með bandariska fánanum
upp i afturendann á Khomeini
erkiklerk.
Myndin er gerð af hinum
þekkta skopteiknara Andy
Donatoog er i litum, 20 sinnum 28
sentimetrar að stærð. Hefur
veggspjaldið fallið i góðan jarð-
veg vestra og rennur út eins og
heitar lummur og dæmi eru um,
að menn hafi rammað myndina
inn og hengt hana upp i stássstof-
um sinum.
Guliver i Putalandi
Gamlar glæður
Leikarinn George Burns sem er 85 ára gamalh er rétt einu
sinni oröinn yfir sig ástfanginn/ í þetta sinn af þrftugri stúlku
frá Texas, Catherine Nichols. Burns hefur sést vfða að undan-
förnu, skjögrandi um á skemmtistöðum með ungfrú Nichols.
— „Hún starfar ekki í skemmtiiðnaðinum og raunar i
k starfar hún alls ekki neitt annaö en að elska A
mig", — sagði sá gamli hröðugurer Jm
nýju vinkonu hans bar á góma
^ nú nýverið... j a
Meöfylgjandi mynd minnir okkur vissulega á
söguna af Guliver í Putalandi en svo er þó ekki enda
var sagan aðeins hugarburður höfundarins. Myndin
er hins vegar frá sýningu í Washington D.C. og á
henni getur að lita listaverkið „Vakningu" eftir
myndhoggvarann J. Seward Johnson.