Vísir - 08.05.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. maí 1981
’ n »
VÍSIR
13
Þeyr 09 vorbrumið
Þeyr
Life Transmission / Heima er
best
45 snúninga 7”
Fálkinn / Eskvimo EF 1
1981
Hljóinsveitin Þeyr hélt
sumardaginn fyrsta hátiðlegan
á bifreiðaverkstæði nokkru i
Kópavogi með blaðamanna-
fundi þar sem kynnt var nýja
tveggja laga plata hljóm-
sveitarinnar. Vegna smávægi-
legra vinnsluörðugleika kom
platan hinsvegar ekki i verslan-
ir fyrr en 5. mai.
A þessari plötu er tvö frum-
samin lög. Hið fyrra heitir Live
Transmission og er það eftir
bassaleikarann Hilmar örn
Agnarsson við texta Hilmars
Arnars Hilmarssonar. Lag
þetta er tileinkað Ian Curtis, en
hann var söngvari Joy Division
og framdi hann sjálfsmorð sl.
sumar. Hljóðfæraleikurinn er
mjög pottþéttur og still hljóm-
sveitarinnar er orðinn mjög
„einkennandi.” ^
Samspil Guðlaugs óttarsson-
ar og Þorsteins Magnússonar á
gitarana er mjög gott. Þeir eru
ólikir gitarleikarar um margt
en vinna áberandi vel saman.
Bassaleikur Hilmars Arnars
Hilmarssonar er lipur og þéttur
og trommuleikur Sigtryggs
Baldurssonar er afbragð. Sem
heild vinna þessir fjórir vel
Jónatan
Garðarsson
skrifar.
saman. Magnús Guðmundsson
söngvari er með sérstæðari
söngvurum okkar i dag og ber
mjög merki þeirra stilbrigða
sem eru i metum höfð i Banda-
rikjunum og Bretlandi um þess-
ar mundir. Söngurinn minnir oft
á David Byrne (Talking Heads)
og fleiri áþekka söngvara, en
Magnús á eflaust eftir að þróa
sinn stil betur á næstu mánuð-
um. Þeyr eru undir mjög greini-
legum áhrifum fré erlendum
nýbylgju- hljómsveitum og
ekkert nema gott um það að
segja, þvi ekki er til sá tón-
listarmaður sem er ekki undir
einhverjum áhrifum. Tónlist sú
sem Þeyr flytur er ekki neitt sér
fyrirbæri i heimi poppsins, en
þetta er ný braut i islensku tón-
listarlifi og ber að virða hljóm-
sveitina fyrir að feta hana.
Ahrifin eru greinilegust i lagi
Magnúsar „Heima er best” sem
er á AA hlið plötunnar. Lagið er
byggt upp á nokkrum frösum en
Magnús syngur ekki eiginleg-
ann texta. Hann tónar öllu held-
ur og gefur frá sér ýmis hljóð
sem siðan eru „döbbuð” einsog
gjarnanergerti „reaggae-dub”
lögum. Þetta er algeng vinnslu-
aðferð meðal poppreggae
hljómsveita og framsækinna
hljómsveita i dag. Það er þvi
ánægjulegt til þess að vita að
slikar tilraunir eigi sér einnig
stað hér á landi. Þeyr tekur
stórt skref framávið með þess-
ari plötu, sé miðað við „Þagað i
hel” og sýnir að það er ýmislegt
i hljómsveitina spunnið. Von-
andi verður ekki löng bið eftir
stórri plötu frá hljómsveitinni.
-jg
ftolskir sQndolor
nýkomnir
Stærðif: 06—42
reg: 717 Teg: 757
Litir: hvitt, blátt, vinrautt ljós- ljósbeige, vinrauti* blátt,
beige. rautt, hvitt.
Verö kr. 169.- Verð kr: 169.-
Teg: 824 Teg: 706
Litir: hvitt, ljósbeige, vinrautt, Litir: hvitt, ijósbeige, blátt.
blátt, rautt. Verft kr: 169.-
Verft kr: 169.-
Póstsendum
Veljið annan
lit til
vara.
Laugavegi 89 Simi 22453 Austurstræti 6 Simi 22450.
í Portoroz gefst bridgespilurum tækifæri til aft skreppa á ströndina
milli slaga og slappa af ^
AlDlóðlegt Dridge-
mót I Portoroz
Bridgesamband íslands
gengst fyrir hópferð til Portoroz
i Júgóslaviu dagana 20-31. mai
n.k. Þátttakendum gefst kostur
á að taka þátt i alþjóðlegu
bridgemóti, sem fer fram dag-
ana 21-24. mai.
Dagskrá verður sem hér segir:
Fimmtudagur 21. mai kl. 17
sveitakeppni
Föstudagur 22. mai kl. 14 úrslit
sveitakeppni ,
Laugardagur 23. mai kl. 16 tvi-
menningur 1. umf.
Sunnudagur 24. mai kl. 14 tvi-
menningur úrslit
Sunnudagur 24. mai kl. 20 Loka-
hóf
Peningaverðlaun fyrir þrjátiu
efstu sætin i tvimenningnum eru
kr. 23.000. Þar af kr. 5.000 i
fyrstu verðlaun. Dvalið verður á
Hótel Grand Palace, sem er
fyrsta flokks hótel. Innifalið i
verði, sem er kr. 4.500 er flug-
far, gisting og hálft fæði. Þátt-
tökugjald i sveitakeppni er kr.
250 pr. sveit og i tvimenning kr.
150 pr. par.
Hér er um tilvalið tækifæri að
ræða fyrir bridge-áhugafólk og
fjöldskyldur þeirra til að sam-
eina áhugamálið skemmtilegri
sólarlandaferð. Nánari upplýs-
ingar veita Björn Eysteinsson i
sima 53335 og Þorgeir Eyjólfs-
sonisima 76356utan vinnutima.
AUGLYSINGARIVORBLAÐI
TÍZKUBLAÐSIN S LÍF
ÞURFA AÐ BERAST FYRIR13.5.
(Útgáfudagur 1. júní n. k.)
Þeir auglýsendur sem þegar hafa
pantað auglýsingar í vorblað
Tízkublaðsins Líf eru beðnir að senda
auglýsingarnar sem f yrst
Getum ennfremur bætt við
nokkrum litsíðum og
svart/hvítum
auglýsingum m. a. um:
- fatnað og snyrtivörur
- mat og drykkjarföng
- húsgögn,húsbúnað
og heimilstæki
- frístundavörur
og ferðalög
Tízkublaðið Líf er
einn hagkvæmasti
auglýsingakostur-
inn í dag. Þar eru
birtar vandaðar og
áhugaverðar
augýsingar sem
koma neytendum
góða og auka sölu
auglýsenda.
Tízkublaðið Líf
Augýsingasími 82332
(bein lína)
82300 - 82302