Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 1
Gaman í Gettu betur Fulltrúar skólanna sem keppa til úrslita í léttu kaffispjalli | Fólk Mamma fót- boltabræðra „Kannski hafa þeir fengið hæfi- leikana frá mér“ | Íþróttir Fólkið í dag SPÆNSK yfirvöld segja að 35 ára Túnismaður, Sarhane Ben Abdelma- jid Fakhet að nafni, hafi stýrt hópn- um sem framdi hermdarverkið í Madríd 11. mars og hafi hann þegar í fyrra hvatt til heilags stríðs, jihad, í landinu. Ekki er alveg ljóst hvort Fakhet skipulagði sjálfur árásina sem kostaði 191 lífið. Gefin hefur verið út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Fahket og fimm öðrum mönnum sem allir eru frá Marokkó. Auk þeirra eru 19 þegar í haldi. Ódæðin í Madríd voru að hluta til fjármögnuð með fíkniefnasölu. Um 20 kíló af hassi og kókaíni fundust við leit í íbúð eins hinna eftirlýstu, Marokkómannsins Hamid Ahmid- ans. Munu fíkniefnin hafa verið látin í skiptum fyrir sprengiefni. Ráðist gegn tyrkneskum hóp Lögregla í fimm Evrópulöndum handtók í gær alls 54 menn í sam- ræmdum aðgerðum gegn útlægri, tyrkneskri marxistahreyfingu sem sögð er hafa staðið fyrir morðárás- um í Tyrklandi síðustu áratugi. 37 mannanna voru handteknir í Istan- búl en hinir í Belgíu, Þýskalandi, á Ítalíu og í Hollandi. Hreyfingin, Byltingarsinnaða al- þýðufrelsisfylkingin, DHKP-C, var af hálfu Evrópusambandsins sett á lista yfir hryðjuverkasamtök árið 2002. Túnismaður eftirlýstur Madríd, Ankara. AP, AFP. STOFNAÐ 1913 92. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lífið í Laos og Helsinki  Man einhver eftir?  Líkamnaðar tilfinningar  Græjurnar  Kvikmyndir  Útgáfan BOÐAÐ hefur verið til fundar í kjaradeilu Starfsgreinasam- bandsins og ríkisvaldsins hjá rík- issáttasemjara klukkan ellefu í dag, en rúm vika er síðan slitnaði upp úr viðræðum og hafa engir formlegir fundir verið síðan og verkalýðsfélögin undirbúið verk- fall sem hefjast á 16. apríl takist ekki samningar fyrir þann tíma. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju á Akureyri, sagði að það væri samkomulag um að hittast til að fara yfir málið. Að- spurður hvort eitthvað hefði breyst frá því slitnaði upp úr sagði Björn að þrýstingurinn hefði auðvitað aukist, því fólk hefði verið mjög ákveðið á þeim vinnustaðafundum sem haldnir hefðu verið undanfarið. „Það er greinilega mikill hugur í fólki. Auðvitað hefur það áhrif, en það kemur bara í ljós,“ sagði Björn ennfremur. „Mér heyrist að það sé mikil samstaða um það að við verðum að knýja á um samning með að- gerðum,“ sagði Þórunn Svein- björnsdóttir, varaformaður Efl- ingar, eftir að hún kom af fundi með félagsmönnum Eflingar sem starfa á Landspítala. Atkvæðagreiðsla stendur nú yf- ir á vinnustöðunum og verða at- kvæði talin á miðvikudaginn kem- ur. Samtals nær hugsanlegt verkfall til um 1.000 manns. Fundað á ný eftir meira en vikuhlé Félagar í Eflingu sem vinna á Landspítala greiddu atkvæði í lok vinnustaðafundar í gær um boðun verkfalls. Samstaða og hug- ur í fólki, segja forystumenn SGS DAVÍÐ Oddsson forsætis- ráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp til laga þar sem lagt er til að hið friðhelga land á Þingvöllum verði stækkað. „Helgistaðurinn á Þing- völlum er elsti en jafnframt minnsti þjóðgarður Íslend- inga, eða 40 ferkílómetrar að stærð. Ef frumvarp þetta verður að lögum mun hið friðhelga land verða 237 ferkílómetrar að stærð,“ segir í athuga- semdum frumvarpsins. Þar segir ennfremur að með stækkuninni verði stigið mikilvægt skref til að tryggja vernd hinnar sérstöku náttúru á svæðinu. „En jafnframt væri með samþykkt frumvarpsins lagður grunnur að mikilfenglegu útivistarsvæði fyrir lands- menn í næsta nágrenni við stærstu þéttbýlissvæði lands- ins.“ Gildandi lög um friðun Þingvalla eru síðan 1928. „Frá því lögin voru sett hafa öll við- horf til náttúruverndar gjör- breyst auk þess sem umferð um þjóðgarðinn og næsta ná- grenni hans er miklu meiri en áður,“ segir í athugasemdum. „Jafnframt hafa kröfur um verndun Þingvallavatns auk- ist en um það verður flutt sér- stakt frumvarp af hálfu um- hverfisráðherra. Þingvellir hafa ómetanlegt gildi fyrir Ís- lendinga frá menningarlegum sjónarhóli og með tilliti til náttúrufars.“ Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að þjóð- garðurinn á Þingvöllum verði áfram undir stjórn Þingvallanefndar. Lagt er til í frumvarp- inu að Þingvallanefnd verði heimilt, eftir því sem fjárveitingar í fjárlögum leyfa, að kaupa einstakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi sem eru innan þjóðgarðsins og ekki eru í eigu ís- lenska ríkisins. Öðlist gildi 1. júní Þá er Þingvallanefnd heimilt, að fengnu sam- þykki forsætisráðherra, að taka eignarnámi ein- stakar fasteignir, mannvirki og nytjaréttindi innan þjóðgarðsins til þess að framkvæma frið- un sem frumvarpið mælir fyrir um. „Um mat á bótum fer eftir lögum um framkvæmd eignar- náms,“ segir í frumvarpinu. „Hver sá er fyrir tjóni verður vegna friðunar samkvæmt lögum þessum á rétt til skaðabóta úr ríkissjóði. Ef samkomulag næst ekki um bætur skulu þær ákveðnar í samræmi við ákvæði laga um fram- kvæmd eignarnáms.“ Lagt er til að lagafrumvarpið, verði það sam- þykkt, öðlist gildi 1. júní 2004. Hið friðhelga land Þing- valla verði stækkað                                               HRÍSEYINGAR eru bjartsýnir þrátt fyrir að enn séu blikur á lofti í atvinnumálum eyj- arskeggja, en síðustu ár hafa verið þeim erf- ið. Í fyrradag var öllu starfsfólki Íslensks sjávarfangs sagt upp störfum en nota á næstu vikur til að endurskipuleggja rekst- urinn. Kristján Kristjánsson framkvæmda- stjóri sagði að vel gengi að selja afurðir fyr- irtækisins og verkefnastaða þess væri betri en áður. Morgunblaðið/Kristján Marglitir gúmmíhanskarnir voru til vitnis um að lítið var um að vera hjá Íslensku sjávarfangi í Hrísey í gær. Bjartsýnir þrátt fyrir blikur á lofti  Látum ekki bugast/38 FLUGLEIÐIR hafa selt allan eignarhlut sinn í Burðarási og er hagnaður af sölunni um 450 milljónir króna. Flugleiðir fjárfest- ingafélag keypti í febrúar sl. 10% hlutafjár í Burðarási, sem þá var Eimskipafélag Ís- lands. Gengi bréfanna hefur á þeim tíma hækkað um ríflega 10% en frá áramótum hefur gengi hlutabréfa í Burðarási hækkað um nær 48%. Markaðsvirði félagsins var í lok dags í gær 46,6 milljarðar. Flugleiðir selja hlutabréf sín í Burðarási Söluhagnaður 450 milljónir  Flugleiðir út/12 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.