Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ FORDÆMDI DRÁP L. Paul Bremer, æðsti fulltrúi Bandaríkjamanna í Írak, fordæmdi í gær dráp á fjórum Bandaríkjamönn- um í borginni Fallujah á miðviku- dag. Mennirnir voru starfsmenn ör- yggisþjónustu. Sagði Bremer árásina fyrirlitlega og hét því að hin- um seku yrði refsað. Lýsa eftir Túnismanni Yfirvöld á Spáni hafa gefið út al- þjóðlega handtökutilskipun á hend- ur sex mönnum, þar af einum frá Túnis, vegna hryðjuverksins í Madr- íd 11. mars. Er Túnismaðurinn tal- inn hafa verið leiðtogi hópsins. Ódæðið mun að hluta til hafa verið fjármagnað með sölu fíkniefna. Kýpurdeila í þjóðaratkvæði Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, ætlar að láta fara fram þjóð- aratkvæðagreiðslu á Kýpur um framtíð eyjarinnar. Annan sat á fundum með fulltrúum þjóðarbrot- anna, Grikkja og Tyrkja, fram á að- faranótt fimmtudags til að reyna að finna málamiðlun en það mistókst. Flugleiðir selja í Burðarási Flugleiðir hafa selt hlutabréf sín í Burðarási og er söluhagnaður bréf- anna 450 milljónir króna. Gengi bréfanna hefur hækkað um ríflega 10% frá því í febrúar. Spornað við lyfjaútgjöldum Heilbrigðisráðherra hefur kynnt aðgerðir sem ætlað er að sporna við útgjaldaaukningu vegna lyfjakostn- aðar. Verður tekið upp viðmiðun- arverð lyfja með sambærileg áhrif í þremur kostnaðarsömustu flokk- unum. 450 mkr. sparast vegna þessa. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 42/50 Úr verinu 11 Umræðan 51/56 Viðskipti 12 Staksteinar 54 Erlent 13/14 Brids 59 Minn staður 18 Myndasögur 60 Höfuðborgin 20 Bréf 60 Akureyri 22 Dagbók 62/63 Suðurnes 24 Staksteinar 62 Austurland 26/27 Kirkjustarf 63 Landið 28/29 Íþróttir 64/67 Daglegt líf 30/31 Leikhús 68 Listir 32/37 Fólk 68/73 Forystugrein 34 Bíó 70/73 Þjónusta 41 Ljósvakamiðlar 74 Viðhorf 42 Veður 75 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir „Miðborgin“, blað Þróun- arfélags miðborgarinnar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Listir Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport- @mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Fólk í fréttum Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Andrea Guðmundsdóttir, andrea@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is  Guðrún Pétursdóttir  Spákonur og spádómar  Hljómsveitin Tenderfoot  Afrekskylfingurinn Heiðar Davíð Bragason  Réttu fötin á golfvöllinn  Dekur á góðum degi  Uppskriftir að páskamat  Súkkulaðisæla um páskana  Allt í gulu Á SUNNUDAGINN Sunnudagur 04.04.04 AFREKSKYLFINGURINN HEIÐAR DAVÍÐ BRAGASON FRÁ BLÖNDUÓSI OPNAR GOLFPOKANN SINN OG SÝNIR VERKFÆRIN TILFINNING FYRIR HEIMINUM GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR Meira en augað sér: Spákonur eru vinsælar á Íslandi hvort sem það er vegna trúgirni eða bara leið til að lifa af LEYFI til veitinga áfengis í Egilshöll í Grafarvogi var vísað aftur til borgarráðs á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í gær, að til- lögu forseta borgarstjórnar, Árna Þórs Sigurðssonar. Tillagan var samþykkt með 14 samhljóða atkvæðum en Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi F-lista sat hjá. Leyfisveitingin hafði áður verið samþykkt í borgarráði, þvert á pólitískar línur, með fjórum atkvæðum gegn þremur. Margir kvöddu sér hljóðs í umræðunni og var tillögu borgarstjóra, sem einnig var samþykkt á borgarráðsfundi fyrr í vikunni, almennt fagn- að, en hún felur í sér að fela íþrótta- og tómstundaráði og félagsmálaráði að meta í samráði við íþróttahreyf- inguna, hvort endurskoða þurfi málsmeðferðarreglur borgarráðs með tilliti til áfengisveitinga í og við íþróttamannvirki. Vill breyta nafni Egilshallar Í umræðunum kom fram að allir umsagnaraðilar mæltu með því við borgarráð að leyfið yrði veitt. Stefán Jóhann Stefánsson, R- lista, sagði að veiting áfengisleyfis gæti ekki með nokkru móti sam- rýmst íþróttastarfsemi fyrir börn og ungmenni. Hann sagði að rekstrarlegir hagsmunir mættu ekki ráða ferðinni og sagðist vilja að nafni Egilshallarinnar, sem heit- ir svo þar sem Ölgerð Egils Skalla- grímssonar studdi byggingu og rekstur hallarinnar, yrði breytt þar sem nafnið væri „ekkert annað en lymskuleg auglýsing á drykkjum sem við viljum halda frá börnum og unglingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks, sagði þetta stór orð til þessa fyrirtækis sem styrkti Egilshöllina og fengi í stað- inn nafn sitt. Kjartan Magn- ússon, sem einnig situr í borgarstjórn fyrir Sjálfstæð- isflokk, sagðist telja nafnið gott, það skírskotaði til forn- hetjunnar Egils Skallagríms- sonar. Nefndi hann til sam- anburðar að sú hugmynd hefði verið uppi að kalla mannvirkið „Pepsi-höllina“. Ólafur F. Magnússon borg- arfulltrúi lét bóka að yfir- gnæfandi rök mæltu gegn því að áfengisveitingar færu fram í Egilshöll en svo virtist sem einhverjir borgarráðs- fulltrúar hefðu talið að stuðn- ingur íþrótta- og tómstunda- ráðs og formanns tiltekins íþróttafélags í Grafarvogi væri ekki þvert á afstöðu íþróttahreyfingarinnar í þessu máli en annað hefði komið í ljós. Borgastjórn væri ekkert að vanbúnaði að sam- þykkja málsmeðferð um endur- skoðun málsmeðferðarreglna borg- arráðs um áfengisveitingar í og við íþróttamannvirki en fella samþykkt borgarráðs um áfengisveitingaleyfi úr gildi. Áfengisleyfi í Egilshöll vísað aftur í borgarráð Morgunblaðið/Ásdís Borgarstjórn ræddi í gær vínveitingar í Egilshöll.  Gengur/20 Umsagnaraðilar mæltu með leyfisveitingu við borgarráð ÞORSTEINN Víglundsson, for- stjóri BM-Vallár, telur að verði frumvarp fjármálaráðherra um olíu- gjald og kílómetragjald að lögum muni kostnaður við léttari vörubif- reiðar aukast meira en við þær þyngri. Þá boði fjármálaráðherra auknar álögur á atvinnulífið með frumvarpinu. „Kostnaðaraukning á hefðbundn- um vörubíl, 19 tonna bíl, verður 60- 70%. Ef við tökum hins vegar hefð- bundinn steypubíl, 26-32 tonn, þá er kostnaðaraukningin á bilinu 40- 60%. Þetta kemur ofan á verulega hækkun á þungaskatti um áramót,“ segir Þorsteinn. Hann kveðst ekki skilja að það samræmist samkeppnislögum að mismuna tækjum eftir stærð. „Það hefur verið röksemdafærsla í þess- ari umræðu allri að slit þyngri tækja sé hlutfallslega meira heldur en þyngdin ein segir til um. Þarna er gjaldtökunni akkúrat öfugt farið, þ.e. bílarnir sem eru mest eknir og þyngstir koma hvað best út úr breytingunni hlutfallslega. Bílarnir sem eru léttari og minna á götunni taka á sig stórkostlega kostnaðar- hækkun. Það sem gerir þessa hugmynd ennþá ósanngjarnari er að með ol- íugjaldinu, sem á að vera vegaskatt- ur, er verið að leggja meira á tæki sem er mest notað í kyrrstöðu en veldur litlu vegsliti,“ segir Þor- steinn. „Í þessu frumvarpi felst stóraukin skattheimta. Það eru gríðarlega miklar álögur lagðar til viðbótar á atvinnulífið í gegnum þetta kerfi,“ segir Þorsteinn. Mest hækk- un á léttar bifreiðar Forstjóri BM-Vallár gagnrýnir lagafrumvarp um olíugjald                         !""# $!%&'( $)#&*( $'+&+( $,"&!( $-#&-( .  /    #' )" )' '" '' +" +' ," -" 0  *" " *%  $*-&+( $!-&*( $#,&,( $),&#( $'+&-( $++&)( !+  $**&*( $*-&%( $!+&,( $#)&+( $)!&)( $'"&!( $'-&*( #!  1)&!( $*&'( $,&#( $*#&*( $*-&%( ))  1)&)( $"&,( $'&-( $*"&%( $!*&*( )% 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.