Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.plusferdir.is Benidorm - 15. apríl 30.830 kr. N E T ( 54.200 kr. / 2 = 27.100 kr. + 3.730 kr. flugvallarsskattar) = 30.830 kr. á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið er flug, gisting í 10 nætur á Halley, ferðir til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar. NETplus er einungis bókanlegur á www.plusferdir.is 2 fyrir 1 stjórnun og ráðgjöf við rekstur og uppbyggingu flugvallarins hvað varðar flugumferðarstjórn, leiðsögu- mál og annan nauðsynlegan búnað. Á hádegi í gær fór fram athöfn á flugvellinum í Pristina, þar sem Ís- lenska friðargæslan-utanríkisráðu- neytið, fyrir hönd Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) afhenti UNMIK flugvöllinn. Þar með lýkur hlutverki Íslensku friðargæslunnar á flugvell- inum en um leið hefst nýr kafli í störfum Íslendinga í Kosovo með gildistöku samningsins sem undirrit- aður var í morgun. Samgönguráðherra átti fundi með Holger Kammeroff yfirhershöfð- ingja, sem fer fyrir alþjóðaherliðinu í Kosovo, Barjan Rexhepi forsætis- ráðherra Kosovo og að lokum með Ibraham Rugova forseta Kosovo. Sturla segir að á fundum sínum með forsætisráðherranum og forsetanum hafi komið fram mikið þakklæti fyrir störf Íslendinga í Kosovo og mikið traust á því fólki sem Íslendingar hafa sent þangað til starfa. Að sögn Sturlu kom fram vilji hjá forsætis- ráðherranum og forsetanum til enn frekara samstarfs við Íslendinga. STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra og Harri Holkeri, sérstak- ur sendifulltrúi Kofi Annans fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, skrifuðu í gærmorgun undir samn- ing bráðabirgðarstjórnar Samein- uðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK) um stjórnun og faglega ráðgjöf Flug- málastjórnar Íslands við uppbygg- ingu flugvallarins í Pristina. Breytist völlurinn þannig úr því að vera hern- aðarflugvöllur í borgaralegan flug- völl. Holkeri sagði við það tækifæri að undirskriftin sýndi að smærri þjóðir sem hefðu yfir að ráða sérfræði- kunnáttu gætu komið að góðu liði við uppbyggingu sem þessa. Samningurinn gildir til ársloka 2005 og kostar á bilinu fimm til sex hundruð milljónir króna. Um 15 stöðugildi verða til fyrir starfsfólk Flugmálastjórnar í Kosovo til árs- loka 2005. Hlutverki íslensku friðargæslunnar lokið Flugmálastjórn er framkvæmdar- aðili samgönguráðuneytisins við samninginn og mun sjá um faglega Flugmálatjórn hefur tekið við stjórn Pristina-flugvallar í Kosovo Smærri þjóðir koma að góðu liði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra átti fund með Holger Kammeroff yfirhershöfðingja, sem fer fyrir alþjóðaherliðinu í Kosovo. LÁGGJALDAFLUGFÉLAGIÐ Iceland Express hóf í gær að fljúga tvisvar á dag til Kaupmannahafnar og London, en fram til þessa hefur fé- lagið flogið til Kaupmannhafnar snemma morguns og síðdegis til London. Eftir breytinguna verður flogið til beggja áfangastaða félags- ins fyrir klukkan átta á morgnana og aftur eftir hádegi. Í kjölfarið eiga farþegar í morg- unflugi t.d. til London kost á að ná 125 daglegum brottförum annarra lággjaldaflugfélaga í Evrópu. Iceland Express hóf nýlega mark- aðssamstarf með nokkrum lággjalda- flugélögum í Evrópu og með fjölgun ferða til Íslands aukast möguleikar félagsins á að sinna samstarfinu, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Vilja fleiri erlenda ferðamenn Flugliðum hjá félaginu hefur fjölg- að úr 19 í 24 vegna breytinganna og eru starfsmenn félagsins nú um 70 talsins. Fjöldi farþega á hvern starfs- mann er um 4.500. Iceland Express ætlar á árinu að verja 110 milljónum króna í markaðs- starf erlendis. Við þá upphæð bætast 23 milljónir frá Ferðamálaráði sem varið verður til markaðssamstarfs. Ætlunin er að þau sæti sem bætast við vegna fjölgunar ferða verði helst fyllt af erlendum ferðamönnum. „Fólk hefur þurft að hugsa sig tvisvar um að koma hingað til lands eða fara utan vegna kostnaðar. Lækkun fargjalda skiptir máli. Það á ekki að þurfa að raska fjárhag heillar fjölskyldu að hoppa til útlanda einu sinni á ári,“ segir Sigurður I. Hall- dórsson stjórnarformaður. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að flugfargjöld, til og frá Ís- landi, hafi lækkað um 50–80% í verði á einu ári, en Iceland Express var stofnað fyrir rúmu ári. Ferðamönn- um á Íslandi hafi fjölgað um 14% á síðasta ári og að stefni í 9% aukningu til viðbótar á þessu ári. Flogið tvisvar á dag til beggja áfangastaða Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Ásinn og Tvisturinn, flugvélar Iceland Express, fóru í loftið með stuttu milli- bili frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í gær, önnur til Kaupmannahafnar og hin til London. Framvegis flýgur félagið tvisvar á dag til hvors áfangastaðar. ÁSINN OG TVISTURINN eru nöfn á flugvélunum tveimur sem Iceland Express notast við. Þorbjörg Lilja Þórsdóttir kennari var dregin úr hópi átta einstaklinga sem sendu inn tillögu með nöfnunum, en félag- ið efndi til nafnasamkeppni fyrir vélarnar í mars sl. Að launum hlaut Þorbjörg Danmerkurferð fyrir sex manns með sumarhúsi og bíl í viku ásamt þúsund krónum dönskum í vasa hvers og eins. Alls bárust 25 þúsund nafna- tillögur frá 12 þúsund þátttak- endum. Þótti dómnefnd nöfnin Ás- inn og Tvisturinn hafa ákveðna skírskotun í almenningssamgöngur eins og t.d. strætó, sem jafnan er merktur með númerum. Eitt þús- und tillögur bárust um að nefna vél- arnar Huginn og Muninn eftir hröfnum Óðins. Hrafnarnir voru aðeins tveir, en dómnefnd þótti bet- ur fara á að notast við nöfn sem marka upphaf og opna fyrir frekari nafngiftir af sama tagi. Flugvélarnar eru báðar af gerð- inni Boeing 737 og eru í eigu breska flugrekstrarfyrirtækisins Astraeus. Vélunum gefin nöfn Ætla að verja 110 milljónum króna í markaðsstarf erlendis í ár ÞRJÁR einshreyfils ferjuflugvélar lentu í ísingu á leiðinni frá Reykjavík til Hornafjarðar um miðjan dag í gær. Tvær héldu áfram til Horna- fjarðar og komust þangað heilu og höldnu, en þriðja vélin og sú síðasta sneri við til Reykjavíkur. Flugmennirnir, sem eru allir út- lendingar, lögðu af stað upp úr há- degi og flugu blindflug. Ráðlagði kollega að snúa við Fyrsta flugvélin hækkaði flugið upp í ellefu þúsund feta hæð og náði að halda hæð þar og gat haldið flugi sínu áfram. Flugmanni vélarinnar þar á eftir þótti tryggast að lækka flugið og freista þess að komast úr ísingunni þannig. Þegar hann var kominn nið- ur í 500 feta hæð úti við Vestmanna- eyjar náði hann að losna við ísingu, sem sest hafði á flugvélina, og hélt áfram flugi sínu meðfram suður- ströndinni til Hornafjarðar. Flugmaður fyrstu vélarinnar ráð- lagði kollega sínum í þriðju vélinni, sem var nokkru á eftir hinum, að snúa við til Reykjavíkur, sem hann og gerði. Vélarnar komu frá Kanada hingað til lands á miðvikudaginn. Gert er ráð fyrir að þær haldi áfram yfir haf- ið til Evrópu í dag. Lentu í vandræð- um vegna ísingar SÝNINGIN Grjótið í Grund- arfirði, safn steinskúlptúra eftir Árna Johnsen, verður opnuð í Vetrargarðinum í Smáralind á laugardag. Um er að ræða nærri 40 verk, þau stærstu 6–7 tonn á þyngd og smæstu nokkur hundruð kíló. Að sögn Árna komu óskir frá aðilum Smára- lindar síðastliðið haust um að setja upp sýninguna í Kópavogi. Einnig hafi aðilar frá Reykja- nesbæ og Reykjavík og víðar lýst yfir áhuga og Árni valið að sýna fyrst í Reykjanesbæ. Á sunnudagskvöld verður kvöldvaka í Vetrargarðinum þar sem Árni mætir með gítarinn og leikur og syngur. 400 manna stúka er í Vetrargarðinum og verður sönghefti í hverju sæti. Árni segir brekkusönginn standa fyrir sínu hvort heldur sé í Vest- mannaeyjum eða Vetrargarð- inum. „En hitt er annað mál að brekkusöngur á þjóðhátíð er engu líkur og einsdæmi í heim- inum. [...] Í Vetrargarðinum er hins vegar fín aðstaða til að taka lagið.“ Grjótið í Grundar- firði flutt í Vetrar- garðinn Árni Johnsen HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann, Marlow Oyod Diaz, í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga konu á heimili hennar 5. janúar 2003. Ákærði var ennfremur dæmdur til að greiða konunni 600 þúsund krón- ur í miskabætur. Ákærði og konan þekktust ekkert og bar mikið í milli í framburðum þeirra. Hún var stöðug í framburði sínum en ákærði, sem neitaði sök, reikull og óstöðugur. Tók Hæstirétt- ur undir með héraðsdómi um að hin alvarlega háttsemi ákærða gagnvart konunni bæri merki um fullkomið virðingarleysi gagnvart henni. Hefði hún ekki gefið honum neitt tilefni til að ætla að hún vildi hafa við hann kynmök og beðið hann að hætta er hann neytti aflsmunar og þröngvaði henni til kynmaka. Hefði verknaður ákærða haft alvarlegar afleiðingar á andlega líðan hennar. Að mati dóm- ara átti ákærði sér engar málsbætur. Var hæfileg refsing talin tveggja ára fangelsi í héraðsdómi og staðfesti Hæstiréttur þann dóm. Málið dæmdu dómararnir Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Braga- son og Pétur Kr. Hafstein. Verjandi ákærða var Ásgeir Jónsson hdl. og sækjandi Sigríður Jósefsdóttir sak- sóknari hjá ríkissaksóknara. Tveggja ára fang- elsi fyrir nauðgun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.