Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 10
FRÉTTIR
10 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
RÁÐNINGARSAMNINGAR þar
sem krafist er heimildar frá launþeg-
um um að atvinnurekendur megi
framkvæma læknisskoðun og sýna-
töku á launþegum hvenær sem er á
vinnutíma eru að ryðja sér til rúms
hér á landi, að sögn Ágústs Ólafs
Ágústssonar, þingmanns Samfylk-
ingarinnar. Ágúst var málshefjandi
utandagskrárumræðu um þetta mál
á Alþingi í gær. Hann sagði að þessi
heimild atvinnurekenda bryti gróf-
lega á persónurétti þegna þessa
lands og byði heim hættunni á mis-
notkun. Fyrirtæki gætu ekki skýlt
sér á bakvið upplýst samþykki starfs-
manns sem ætti engra kosta völ.
Sagði hann mikilvægt að sporna við
þessari þróun í tæka tíð, þ.e. meðan
hún væri viðráðanleg.
Ágúst sagði að ráðningarsamning-
ar starfsmanna álversins í Straums-
vík væru dæmi um þessa þróun. Í
þeim væri kveðið á um að allir starfs-
menn þyrftu að gangast undir lækn-
isskoðun þar sem m.a. yrði leitað að
ólöglegum efnum. Auk þess áskildi
fyrirtækið sér rétt til að kalla starfs-
menn í rannsókn hvenær sem væri á
vinnutíma. „Aðaltrúnaðarmaður
starfsmanna álversins,“ sagði Ágúst,
„hefur sagt að þessi heimild fyrirtæk-
isins til að taka lífsýni úr starfsmönn-
um hvenær sem er, sé í algerri and-
stöðu við starfsmennina og vilja þeir
fá þetta út.“ Ágúst sagði að í raun
væru mál af þessu tagi spurning um
það hvert við vildum stefna. „Þetta er
spurning um hugmyndafræði og póli-
tík. Það er einfaldlega ekki fyrir-
tækja að biðja um slíkt afsal á per-
sónuréttindum sinna launþega og
hæpið er að markmið um vímulausan
vinnustað, eins göfugt og það er, rétt-
læti svona heimild til atvinnurek-
enda.“
Getur verið réttlætanlegt
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra, sem var til andsvara, sagði að
læknisrannsókn starfsmanna til að
kanna ástand þeirra, með tilliti til
fíkniefnaneyslu, gæti verið réttlætan-
leg í einhverjum tilvikum. „Á þetta
sérstaklega við um störf þar sem
áhætta er mjög mikil og aðgæsluleysi
getur valdið mjög alvarlegum vinnu-
slysum; þar sem lífi og heilsu hlut-
aðeigandi starfsmanns er ekki ein-
ungis stefnt í hættu heldur einnig lífi
og heilsu samstarfsmanna hans.“
Ráðherra sagði jafnframt að hann
vildi ekki setja lög í þessum efnum
gegn vilja atvinnurekenda. „Enda
varðar þetta fyrst og fremst sam-
skipti vinnuveitenda og starfsmanna
ásamt því að tengjast sjónarmiðum
er lúta að vinnuvernd og persónu-
vernd.“ Ráðherra kvaðst þó myndu
beita sér fyrir því að stjórn Vinnueft-
irlits ríkisins fjallaði um þetta mál á
næstu mánuðum.
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sagði að
Ágúst hefði þarna hreyft við mjög
mikilvægu máli. „Við erum að glíma
hér við mál sem hefur ríka skírskotun
til siðferðislegra sjónarmiða þar sem
persónuvernd einstaklingsins vegur
þungt,“ sagði hann. Ögmundur Jón-
asson, þingmaður Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs, tók í sama
streng og sagði að mannréttindi væru
í húfi. „Spurningin snýst um það
hvaða vald eigi að færa atvinnurek-
andanum til að ryðjast inn í einkalíf
fólks. Atvinnurekandinn á að hafa
rétt til að ganga úr skugga um það
hvort starfsmaður ræki þær skyldur
sem starfið krefst af honum en hann á
ekki að hafa rétt til þess að kanna
hvað býr þar að baki ef um heilsufar
einstaklingsins er að ræða. Það á að
vera mál einstaklingsins og heilbrigð-
iskerfisins en ekki atvinnurekand-
ans.“
Þarf að huga að öryggi fólks
Þingmenn stjórnarliðsins voru
ekki á sama máli. Guðlaugur Þór
Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins, kvaðst reyndar viðurkenna
að hann ætti nokkuð erfitt með að
átta sig á því hvaða ástæður væru
fyrir því að menn færu út í „viðkom-
andi utandagskrárumræður,“ eins og
hann orðaði það. „Mér finnst sjálf-
sagt að ræða flesta hluti og taka þá
upp en ég vil, virðulegi forseti, að
þingheimur hugleiði að við þurfum að
huga að öryggi fólksins, bæði starfs-
manna og almennings. Það er vá fyrir
dyrum, ólögleg vímuefni, og ég er al-
veg hreint sannfærður eftir að hafa
starfað í þinginu að ef sú staða kæmi
upp að slys yrði af þeim völdum væru
menn hér í löngum röðum að koma
upp og kalla eftir ábyrgð vinnuveit-
enda.“
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, kvaðst
ekki hlynntur því að lífsýnataka úr
starfsfólki yrði gerð að meginreglu á
vinnumarkaði. En það gætu þó verið
rök til þess að grípa til slíkra aðgerða.
„Í þessari umræðu mega menn ekki
gleyma því að ein meginskylda vinnu-
veitanda er að tryggja öryggi starfs-
manna sinna en jafnframt ber vinnu-
veitendum skylda til þess að tryggja
að þeir sem leita eftir þjónustu við-
komandi fyrirtækis megi ekki eiga
það á hættu að ástand starfsmanna
þess kunni að leiða til tjóns fyrir við-
komandi. Slík varúðarskylda og að-
gerðir til þess að takmarka tjón eða
koma í veg fyrir að tjón getur rétt-
lætt að vinnuveitendur áskilji sér rétt
til þess að kanna ástand starfsmanna
sinna.“
Hjálmar Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins, sagði að lok-
um að það væru mannréttindi að hafa
vinnustaði án fíkniefna. „Ég fagna
þess vegna því átaki fyrirtækja ef
þau með slíkum aðferðum, með upp-
lýstu samþykki starfsfólks og viður-
kenndu eftirliti, vilja þá ganga til liðs
við allan þann fjölda sem vill berjast
gegn fíkniefnum í þessu landi.“
Þingmenn lýsa ólíkum skoðunum á heimild atvinnurekenda til lífsýnatöku
Heimild til að taka
lífsýni úr starfsfólki
ryður sér til rúms
Morgunblaðið/Ásdís
Miklar umræður urðu utan dagskrár á Alþingi í gær um heimild atvinnu-
rekenda til að framkvæma læknisskoðun og sýnatöku á launþegum.
HALLDÓR Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, hefur lagt fram á
Alþingi tillögu til þingsályktunar um
vegagerð um Stórasand. Í tillögunni
segir: „Alþingi ályktar að fela sam-
gönguráðherra að undirbúa og hrinda
í framkvæmd nauðsynlegum rann-
sóknum og mælingum til þess að
hægt sé að setja veg frá Norðurárdal í
Skagafirði um Stórasand til Borgar-
fjarðar í mat á umhverfisáhrifum svo
fljótt sem kostur er. Vegurinn skal
vera í flokki C1, sem er 7,5 metra
breiður, malbikaður vegur. Hafa skal
í huga að þessi framkvæmd sé unnin
sem einkaframkvæmd og að kostnað-
ur við hana greiðist með veggjöldum
eftir því sem eðlilegt er.“ Meðflutn-
ingsmenn koma úr Sjálfstæðisflokki,
Framsóknarflokki og Samfylkingu.
Kostnaður 4,4 milljarðar
Í greinargerð tillögunnar er vegur-
inn sem um ræðir úr Skagafirði í
Borgarfjörð kallaður Norðurvegur.
Skýrt er frá því að hann myndi stytta
leiðina milli Akureyrar og Reykjavík-
ur um 42 kílómetra eða um sömu
vegalengd og Hvalfjarðargöng. „Eftir
lagningu Norðurvegar er ekki sama
nauðsyn á vegi yfir Kjöl og áður, en á
hinn bóginn mun vegur um Kaldadal
enn stytta leiðina milli Akureyrar og
Reykjavíkur um 40 kílómetra eða
samtals um 82 kílómetra.“ Því er þó
bætt við að vegur um Kaldadal falli
utan þessarar tillögu.
Um fyrsta hluta leiðarinnar segir
m.a.: „Gert er ráð fyrir því að hefja
vegagerð um Norðurárdal á þessu ári
og tekur kannski fjögur ár að ljúka
henni. Í beinu framhaldi er síðan eðli-
legt að halda áfram þvert yfir Skaga-
fjörð sunnan við Mælifell að Kjalvegi
sunnan Blöndulóns, sem eru 57 km.
Gróf kostnaðaráætlun ásamt brú er 2
milljarðar kr. Á þessari leið fer veg-
urinn yfir 700 metra hæð á stuttum
kafla.“
Um annan hluta segir m.a.: „Frá
Blöndulóni liggur leiðin um Stóra-
sand að Réttarvatni og síðan um Hall-
mundarhraun í Borgarfjörð. Það eru
72 km og kosta 2,4 milljarða kr. Veg-
urinn um Stórasand mun liggja um
hásléttu, sem fer á 10 km kafla yfir
700 metra hæð og mest upp undir 800
metra hæð.“
Ný sjónarmið í vegagerð
Í greinargerð segir síðan um þriðja
hlutann: „Norðurvegur tengist hinu
almenna vegakerfi um Hvítársíðu, en
nauðsynlegar lagfæringar ásamt
brúm á veginum niður Hvítársíðu á 11
km kafla kostar um 400 milljónir kr.
Þessi vegaframkvæmd er innan sam-
gönguáætlunar, svo ekki er eðlilegt
að greitt sé veggjald af henni fremur
en af tengivegum við Hvalfjarðar-
göng.“
Vegagerðin hefur lagt fram tillögur
um styttingu hringvegarins milli Ak-
ureyrar og Reykjavíkur. Síðan segir:
„Annars vegar eru uppi hugmyndir
um nýja brú yfir Héraðsvötn í Skaga-
firði til að sneiða framhjá Varmahlíð,
sem kostaði 540 milljónir kr. En stytti
þó ekki leiðina nema um 3,5 km. Hins
vegar er talað um að leggja veg yfir
Blöndu í Langadal hjá Móbergi til
þess að þurfa ekki að taka krókinn
niður á Blönduós og stytti það leiðina
um 14 km, en kostaði 960 milljónir kr.
Þessum fjármunum, 1,5 milljarði kr.,
yrði betur varið í fyrsta áfanga Norð-
urvegar eða úr Norðurárdal yfir Hér-
aðsvötn að Blöndulóni, sem auðvitað
hefði þann kost einnig að hringveg-
urinn lægi áfram um Blönduós.“
Fram kemur að ný sjónarmið í
vegagerð hafi verið að breytast á síð-
ustu árum, enda verði búið að tengja
alla þéttbýlisstaði við hringveginn
innan fárra ára. „Nú láta menn sér
ekki lengur nægja að komast á leið-
arenda, heldur vilja þeir fara stystu
leiðina. Það dregur úr mengun, það
sparar tíma og það sparar peninga. Í
sumum dæmum getur flutnings-
kostnaður ráðið úrslitum um það
hvort hægt sé að reka iðnfyrirtæki á
Akureyri eða ekki eins og við höfum
dæmin um.“ Þá er ítrekað að eftir að
vegagerð um Norðurárdal í Skaga-
firði ljúki sé eðlilegt að leggja í fram-
kvæmdir við Norðurveg. „En til þess
að það megi takast verður að hefjast
handa við undirbúning þegar í stað.
Flutningsmenn telja að reikna verði
með fimm árum til þess að hanna veg-
inn og ljúka mati á umhverfisáhrifum.
Framkvæmdir gætu tekið tvö til þrjú
ár, ef ekki stæði á peningum.“
Tillaga Halldórs Blöndal og meðflutningsmanna úr 3 flokkum
Vilja hrinda í
framkvæmd
vegagerð um
Stórasand
!" ##
$
%
ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna
hefur samþykkt frumvarp félags-
málaráðherra, Árna Magnússonar,
um breytingar á lögum um fæðing-
ar- og foreldraorlof. Að sögn Einars
K. Guðfinnssonar, formanns þing-
flokks sjálfstæðismanna, gerðu ein-
stakir þingmenn þó fyrirvara við ein-
stök atriði frumvarpsins.
Gert er ráð fyrir því að sett verði
þak á greiðslur úr Fæðingarorlofs-
sjóði, þannig að ekki verði greiddar
meira en 480 þúsund krónur á mán-
uði. Reiknað er með að félagsmála-
ráðherra mæli fyrir frumvarpinu í
næstu viku.
Sjálfstæðis-
menn sam-
þykkja frum-
varp ráðherra
TVEIR þingmenn Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs hafa lagt
fram á Alþingi frumvarp þess efnis
að horfið verði frá hugmyndum um
sölu Landsíma Íslands – að minnsta
kosti til ársloka 2007. „Með því gefst
ráðrúm til að skoða málin, meta
reynslu annarra þjóða af einkavæð-
ingu fjarskipta og síðast en ekki síst
nota tímann vel til að bæta fjar-
skiptakerfið,“ segir í greinargerð
frumvarpsins.
Fyrsti flutningsmaður er Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður VG,
en meðflutningsmaður er Jón
Bjarnason. Í greinargerð segir m.a.
að þingflokkur Vinstri grænna telji
engin haldbær rök fyrir einkavæð-
ingu Símans og fyrirtækinu verði
best komið sem öflugt almannaþjón-
ustufyrirtæki í opinberri eigu.
Þingmenn Vinstri
grænna
Horfið verði
frá sölu
Símans
♦♦♦