Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
12 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● ALÞJÓÐLEGA uppgjörsfyrirtækið
Clearstream hefur tilkynnt að ís-
lensk skuldabréf verði hæf til upp-
gjörs og vörslu hjá Clearstream
Banking frá nk. mánudegi.
Í Morgunkorni Íslandsbanka segir
að tilkynningarinnar hafi verið beðið
lengi enda muni þetta gera erlendum
fjárfestum hægara um vik að fjár-
festa í íslenskum skuldabréfum.
Áhrifa hafi gætt strax í kjölfar tilkynn-
ingarinnar, með styrkingu krónunnar,
lækkun ávöxtunarkröfu skuldabréfa
og aukinni veltu.
Íslensk skuldabréf
hjá Clearstream frá
mánudegi
● LANDSBANKI Íslands lækkaði í
gær vexti skuldabréfa, víxla og af-
urðalána um allt að 0,75 prósentu-
stig. Vextir af verðtryggðum skulda-
bréfum bankans eru nú 5,4%,
óverðtryggðir skuldabréfavextir eru
7,75%, víxilvextir 7,85% og vextir af
afurðalánum 7,75%. Jafnframt hefur
vaxtaálögum í kjörvaxtakerfum bank-
ans verið breytt og álagsflokkum
fjölgað.
Einnig lækkuðu vextir á ákveðnum
innlánsreikningum um 0,2 til 0,4
prósentustig. Vextir af verðtryggðri
Lífeyrisbók og Framtíðargrunni eru
óbreyttir, eða 6%.
Vextir af óverðtryggri Lífeyrisbók
eru nú 7,7%, vextir af Vaxtareikn-
ingum 4,15 til 4,65% og Kjörbók-
arvextir eru 2,5 til 3,1%.
Landsbankinn
lækkar vexti
Aðalfundur Sláturfélags Suður-
lands verður haldinn í félagsheim-
ilinu að Þingborg, Hraungerð-
ishreppi, í dag kl. 14.
Aðalfundur Hampiðjunnar verður
haldinn í dag kl. 16 í fundarsal fé-
lagsins á Bíldshöfða 9.
Í DAG
HAGNAÐUR af rekstri Útgerðarfélags Akur-
eyringa, ÚA, nam 91,4 milljónum á árinu 2003.
Árið áður var hagnaður-
inn hins vegar rúmlega
1.361 milljón króna. Í til-
kynningu frá félaginu
segir að stjórnendur fé-
lagsins og nýir eigendur
telji afkomuna ekki við-
unandi. Nú sé unnið að
endurskipulagningu í
rekstri félagsins og leit-
að leiða til hagræðingar.
Guðmundur Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri
Tjalds, sem keypti ÚA í
janúar á þessu ári, segir í
samtali við Morgunblað-
ið að ef rekstrareiningar gangi ekki upp þurfi að
endurskoða þær.
Rekstrartekjur félagsins námu tæpum 6,5 millj-
örðum króna og minnkuðu um 5% milli ára.
Rekstrargjöld námu röskum 5,7 milljörðum og
jukust um rúm 6%. Hagnaður fyrir afskriftir og
fjármagnsliði var 749 milljónir, samanborið við
1.440 milljónir árið áður, eða 12% af veltu sam-
anborið við 21% árið áður.
Fjármagnsliðir voru liðlega einum milljarði lak-
ari en árið áður, námu 54 milljónum, mest fyrir
áhrif af minni gengismun auk þess sem mikill sölu-
hagnaður féll til á árinu 2002.
Veltufé frá rekstri nam 661 milljón króna sam-
anborið við 1.264 milljónir árið áður. Hlutfall
veltufjár af rekstrartekjum var 10,2% en árið áður
var það 18,5%.
Guðmundur Kristjánsson segir að afkoma ÚA
hafi verið heldur lakari en búist hafi verið við, sem
sýni stöðu sjávarútvegsins í dag. Hann sé í erf-
iðleikum og þurfi að vinna sig út úr þeim. Spurður
að því hvort rekstur félagsins verði endurskoðaður
í ljósi afkomunnar segir hann að stöðugt sé unnið
að endurskoðun rekstrarins og nú sé einnig verið
að vinna að því að ná fram framlegðaráhrifum milli
Tjalds og ÚA. Fyrirtækið muni því taka breyting-
um.
Spurður um hugsanlegar uppsagnir segir Guð-
mundur að engar fjöldauppsagnir séu framundan.
ÚA sé hins vegar ekkert öðruvísi en önnur fyr-
irtæki sem þurfi að ganga í gegnum skipulags-
breytingar. Hann segir að ÚA sé með margar
rekstrareiningar, bæði skip og landvinnslur víða
um land.
Verið sé að skoða þetta í heild, en ef rekstrarein-
ingar gangi ekki upp þurfi að endurskoða þær.
Hann segir niðurstöðu um hvað gert verði ekki
liggja fyrir.
Óviðunandi afkoma ÚA
Fyrirtækið mun taka
breytingum
! " #$%
&$$
&'#
($
● STRAUMUR Fjárfestingarbanki
hefur keypt 5,9% eignarhlut í Kald-
baki af Lífeyrissjóði Norðurlands.
Samkvæmt upplýsingum um við-
skipti í Kauphöll voru hlutabréfin
keypt á genginu 6,35 en um var að
ræða 103,5 milljón hluti. Kaup-
verðið hefur því numið 657 millj-
ónum króna.
Þórður Már Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Straums, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær að hlut-
urinn væri keyptur í eigin bók
bankans, ekki væri um milligöngu að
ræða. Að öðru leyti vildi hann ekkert
tjá sig um fjárfestinguna.
Straumur eignast
5,9% í Kaldbaki
Afkoma HB versnaði
um milljarð
● TAP af rekstri Haraldar Böðv-
arssonar nam röskum 107 millj-
ónum árið 2003 og er það rúmlega
einum milljarði lakari afkoma en árið
áður.
Rekstrartekjur félagsins námu 4,6
milljörðum króna og lækkuðu um
13% frá fyrra ári. Rekstrargjöld námu
3,9 milljörðum króna og lækkuðu um
7%. Hagnaður fyrir afskriftir nam 759
milljónum samanborið við 1.166
milljónir árið 2002. Sérstakar nið-
urfærslur eignarhluta í félögum og
varanlegra rekstrarfjármuna námu
204 milljónum. Þá voru fjármunaliðir
neikvæðir um 109 milljónir og versn-
uðu um nærri 570 milljónir á milli
ára.
HB verður sameinað Granda hf. á
næstunni og mun sameiningin gilda
frá sl. áramótum.
SÍMINN hefur ákveðið að lækka
verð um allt að 50% á háhraðagagna-
flutningi. Eftir breytinguna verður
eitt verð á þeim 40 stöðum, þar sem
fyrirtækið býður upp á ADSL-þjón-
ustu, en viðskiptavinir á þessum stöð-
um hafa aðgang að 2 Mb/s tengingum
og minni. Í tilkynningu fyrirtækisins
segir að verðbreytingin sé mismikil
eftir gagnahraða, en t.d. lækki 2 Mb/s
tengingar á landsbyggðinni um 50%.
Markmiðið er sagt vera að koma til
móts við fyrirtæki með dreifða starf-
semi á landinu, þannig að þau fái
gagnaflutninga á sama verði og höf-
uðborgarsvæðið hefur átt kost á.
Eva Magnúsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Símans, segir að breytingin
sé að hluta af samkeppnisástæðum
og að hluta viðleitni til að jafna verð
úti um land og einfalda vörufram-
setningu og verðskrá Símans í
gagnaflutningi. Hún neitar því að
pólitískur þrýstingur hafi ráðið
ákvörðuninni, en verðskrá Símans í
gagnaflutningum á landsbyggðinni
hefur löngum verið gagnrýnd.
Í tilkynningu Símans segir að
verðbreytingin hafi mikil áhrif á fyr-
irtæki með dreifða starfsemi á lands-
byggðinni og á stórfyrirtæki, sem séu
með útibú á stöðum, sem hafi aðgang
að gagnaflutningsþjónustu Símans.
Eftir breytinguna verði millisvæða-
gjald vegna tengingar á milli svæða
úr sögunni á 40 stöðum úti á landi.
Síminn telur að fyrirtæki, sem hafi
dreifða starfsemi á landsvísu, þ.e.
starfsstöðvar í bæjarfélögum þar
sem greitt hafi verið millisvæðaverð,
geti átt von á 40% lækkun á gagna-
flutningum. Fyrirtæki með mikið af
10 og 100 Mb/s tengingum á höfuð-
borgarsvæðinu en lítið af öðrum
tengingum megi vænta allt að 17%
lækkunar. Ef gagnaflutningsnet fyr-
irtækja sé sambland af þessu tvennu,
þ.e. stórum tengingum á höfuðborg-
arsvæðinu og öðrum tengingum á
landsbyggðinni, verði lækkunin 17-
40%.
Fyrir þau fyrirtæki, sem eru utan
þeirra staða þar sem ADSL-þjónusta
er í boði, en á stöðum með 150 íbúa
eða fleiri, er áfram í gildi svokölluð
landsbyggðarbrú, sem þýðir að Sím-
inn greiðir fyrir 2 Mb/s stofnlínu inn í
næstu þjónustustöð. Þetta samkomu-
lag var gert við samgönguráðuneytið
fyrir nokkrum árum.
Síminn lækkar verð
á gagnaflutningi
FÉLAG í eigu Bjarna Ákasonar,
fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá
Aco-Tæknivali (ATV), mun opna
sérhæfða Apple-tölvuverslun í
Kaupmannahöfn í júlí nk. sem verð-
ur sambærileg við íslensku Apple-
verslunina sem rekin er í Braut-
arholti 10 í Reykjavík.
Bjarni segist ætla að gefa versl-
uninni í Kaupmannahöfn þriggja
mánaða reynslutíma og ef vel geng-
ur á að opna níu verslanir til við-
bótar um öll Norðurlöndin. „Þetta
er bylgja sem farið hefur af stað á
síðustu tveimur árum. Apple-fyrir-
tækið hefur sjálft verið að opna stór-
ar Apple-búðir í Bandaríkjunum og
það hefur gengið mjög vel. Apple-
búðin hér heima hefur líka gengið
mjög vel og sala á Apple-vörum á Ís-
landi jókst um 70% á síðasta ári.“
Hann segir að alls ætli Apple á
Norðurlöndum að sjá til þess að opn-
aðar verði 26 Apple-verslanir á
Norðurlöndunum á næsta eina og
hálfa árinu. Apple-fyrirtækið sjálft
ætli sér ekki að opna verslanir inni í
borgum í Evrópu, nema í mesta lagi
í stórborgum eins og London og
París. Annars staðar komi aðilar
eins og Bjarni til sögunnar sem sam-
starfsaðilar.
Bjarni segist hafa verið í við-
ræðum við fjárfesta um aðkomu að
félaginu ef farið verður alla leið með
búðirnar tíu. Hann segir að allar at-
huganir sínar og Apple bendi til
þess að rekstrarumhverfið sé gott.
„Ef menn fara alla leið erum við
að tala um fjárfestingu upp á 150
milljónir. Verslunin í Kaupmanna-
höfn einni er fjárfesting upp á 25
milljónir,“ segir Bjarni Ákason.
Opnar 10
Apple-versl-
anir á Norð-
urlöndunum
Morgunblaðið/Ásdís
Útrás Bjarni Ákason áformar að opna 10 Apple-verslanir á Norðurlöndum.
Hægra megin er Oscar Bjers, framkvæmdastjóri Apple á Norðurlöndum.
DÓMARI í Düsseldorf í Þýskalandi
hefur gefið til kynna að þeir sex fyrr-
um stjórnendur þýska fjarskipta-
félagsins Mannesmann, sem Voda-
fone símafyrirtækið yfirtók fyrir
fjórum árum, verði sýknaðir vegna
skorts á sönnungargögnum. Sak-
sóknari brást við yfirlýsingu dóm-
arans með því að segja að von væri á
nýjum sönnunargögnum í næstu
viku. Tíu vikur eru síðan réttarhöldin
hófust.
Málið snýst um meint trún-
aðarbrot sem sex fyrrverandi stjórn-
endur Mannesmann, þar á meðal
Josef Ackermann, forstjóri Deutcshe
Bank, stærsta banka Þýskalands,
eiga að hafa framið gagnvart hlut-
höfum Mannesmann. Mennirnir sátu
í ráðgefandi stjórn Mannesmann
þegar samþykkt var 183 milljarða
dala, eða 12.600 milljarða króna, yf-
irtökutilboð breska farsímafyrirtæk-
isins Vodafone í Mannesmann árið
2000. Í kjölfarið samþykkti stjórnin
svo himinháa kaupauka- og starfs-
lokasamninga til handa fimm af þess-
um sömu æðstu stjórnendum Mann-
esmann, en þar var um að ræða
upphæðir sem menn áttu ekki að
venjast í þýsku viðskiptalífi.
Málið, sem talið er vera tímamóta-
mál, hefur vakið áleitnar spurningar
um stjórnarhætti fyrirtækja og hvort
ensk-amerísk fyrirtækjamenning og
kaupaukakerfi sem þar tíðkast eigi
heima í Þýskalandi. Stjórnendurnir
fullyrða að kaupaukinn sé í samræmi
við árangur stjórnendanna og hið
góða yfirtökuverð sem þeir hafi
tryggt í viðskiptunum.
Réttarhöldin héldu áfram í gær en
samkvæmt FT.com er talið er að ein-
ungis eigi eftir að slíta þeim með
formlegum hætti; í raun sé málinu
lokið.
Útlit fyrir
sýknu í
Mannes-
mann málinu
Saksóknari boðar ný
sönnunargögn
Reuters
Gaman Josef Ackermann brosti
eftir að dómarinn gaf til kynna að
málið hefði enga stoð lengur vegna
skorts á sönnunargögnum.
FLUGLEIÐIR fjárfestingafélag
hefur selt allan 10% eignarhlut sinn
í Burðarási, áður Eimskipafélagi Ís-
lands. Hver hlutur var seldur á
10,15 krónur en um var að ræða
444 milljónir hluta. Söluverðið hefur
því numið 4,5 milljörðum króna.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins keyptu lífeyrissjóðir hluta-
bréfin.
Flugleiðir keyptu hlutabréfin í
Burðarási um miðjan febrúar sl. á
genginu 9,2 og nemur hækkunin
miðað við sölugengið röskum 10%.
Áhrif sölunnar á afkomu Flugleiða-
samstæðunnar eru sögð nema 450
milljónum króna á þessu ári en
hagnaður af viðskiptunum færist á
fyrsta ársfjórðungi.
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir að ákveðið hafi ver-
ið að slá til og selja bréfin þegar
ljóst var að mikill áhugi væri fyrir
þeim á markaði. „Okkur fannst
þetta áhugaverður fjárfestingakost-
ur þegar við keyptum bréfin. Svo
sáum við að þau höfðu gefið ágæt-
lega af sér og við gætum selt þau
með góðum hagnaði eftir stuttan
tíma.“ Hann segir að Flugleiðir hafi
undanfarið verið að fjárfesta í öðru
en hlutabréfum. „Við ákváðum þó í
febrúar að prófa að fara inn á
hlutabréfamarkaðinn og fengum
þessa ágætu reynslu af því.“
Sigurður aftekur með öllu að
hafa mætt andstöðu stærstu hlut-
hafa í Burðarási. Hann hafi átt góð
samskipti við þá sem þar stjórna.
Alls voru ríflega 5,5 milljarða
króna viðskipti með hlutabréf í
Burðarási í gær. Lokaverð bréf-
anna var 10,5 krónur sem er 5,53%
hækkun frá deginum áður.
Flugleiðir út úr Burðarási
Söluhagnaður 450
milljónir króna