Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 13

Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 13 SKYLDI einhverjum finnast hann sjá svip með hundi og eiganda hans þá er sá hinn sami á réttri leið. Sprenglærðir vísindamenn við Kaliforníuháskóla í San Diego hafa kom- ist að þeirri niðurstöðu, eftir miklar rann- sóknir, að fólk velji sér einmitt hund sem því finnst líkjast því sjálfu, jafnt í útliti sem inn- ræti. Þetta á þó aðeins við um hreinræktaða hunda, ekki bastarðana. Rannsóknin fór þannig fram, að 28 sálfræðinemum voru sýndar myndir af 45 hundum, 25 hreinrækt- uðum og 20 blönduðum, en þær höfðu verið teknar af handahófi í þremur görðum í San Diego. Síðan voru þeim sýndar myndir af eigendunum og beðnir að giska á hver ætti hvaða hund. Niðurstaðan var sú, að í hrein- ræktuðu hundunum giskuðu þeir rétt 16 sinnum en rangt níu sinnum. Í blönduðu hundunum höfðu þeir aðeins sjö sinnum rétt fyrir sér. Brjóstin í banni MIKIÐ uppnám varð í Bandaríkjunum fyrir skömmu er söngkonan Janet Jackson ber- aði annað brjóstið á tónleikum og var hún í fyrstu víða útilokuð frá því að koma fram auk þess sem þessi alvarlegi atburður var sérstaklega ræddur á Bandaríkjaþingi. Það fer sem sagt ekkert á milli mála að konu- brjóst er grafalvarlegur hlutur í Vest- urheimi og eigendur veitingastaðarins The Sutler í Nashville í Tennessee hafa verið minntir á það. Í langan tíma hafa þeir skreytt matseðilinn með nöktum konum, myndum af gömlum listaverkum, en nú hafa yfirvöld varað þá alvarlega við að vera með svona grófar myndir á stað, sem selur áfengi. Hafa eigendurnir brugðist við með því að setja svartan blett yfir brjóstin á gömlu listaverkunum og á aðra viðkvæma staði og bíða þess nú að sjá hvort þeir kom- ist upp með það eitt. 3ja kynslóðin óþörf TÆKNIGLAÐIR Svíar trúðu ekki sínum eigin augum í gærmorgun, 1. apríl, þegar sú frétt birtist í stærsta dagblaðinu, Dagens Nyheter, að farið hefði verið með þúsundir milljarða króna að nauðsynjalausu í þriðju kynslóð farsímanna. Það væri nefnilega komið í ljós, að unnt væri að sjá kvikmyndir á skjánum í gömlu símunum ef þeim væri beint að sjónvarpstækinu. Í viðtali blaðsins við Hubert Hochsztapler hjá KTH, helsta tækniskólanum í Svíþjóð, segir hann, að þetta hefði komið í ljós fyrir algera tilviljun. „Ég var að stilla upptökuna á myndbands- tækinu mínu eitt kvöldið og tók þá upp far- símann í staðinn fyrir fjarstýringuna. Þegar ég ýtti á rétta takkann, sem ég hélt vera, sá ég mér til mikillar furðu, að myndin birtist á gamla farsímaskjánum,“ sagði Hochsztapler. Með fréttinni birtist mynd eða teikning, sem sýndi hvernig hægt væri að breyta ann- arrar kynslóðar farsíma í nýja tækniundrið með því einu að hrista hann duglega. Alvarleg yfirsjón MAÐUR nokkur, sem varð fyrir því óhappi að falla í stiga er hann var að fara út úr flugvél í Miami á Florida, hefur nú höfðað mál gegn flugfélaginu US Airways. Í stefn- unni segir, að félagið hafi sýnt vítavert skeytingarleysi með því að vara manninn og aðra farþega ekki við afleiðingum þess að hvolfa í sig áfengi um borð í vélinni. Krefst hann rúmlega einnar milljónar króna í bætur frá flugfélaginu. Vildi tals- maður þess ekkert um þá kröfu segja. ÞETTA GERÐIST LÍKA Ekki leiðum að líkjast Reuters EKKI er ólíklegt, að gáfnaljósin velji sér þessa tík en hún er „collie“ eða af skosku fjárhundakyni. Hefur það lengi verið rómað fyrir vitsmuni. Besti vinurinn PAUL Bremer, æðsti fulltrúi Bandaríkjastjórnar í Írak, for- dæmdi í gær dráp á fjórum Banda- ríkjamönnum í írösku borginni Fall- ujah í fyrradag, sagði þau „fyrirlitleg og óafsakanleg“ og hét því að refsað yrði fyrir þau. „Þetta fyrirlitlega og óafsakan- lega framferði brýtur í bága við kenningar allra trúarbragða, meðal annars íslam,“ sagði Bremer þegar hann ávarpaði 479 Íraka sem braut- skráðust úr lögregluskóla í Bagdad. „Morðingjunum verður refsað.“ Vopnaðir menn réðust á tvo bíla í Fallujah í fyrradag og drápu fjóra Bandaríkjamenn er störfuðu fyrir fyrirtæki sem veitir öryggisþjón- ustu í Írak. Borgarbúa dreif að og eftir að hafa horft á líkin brenna í bílunum drógu þeir tvö þeirra eftir götunum, misþyrmdu þeim og hengdu upp í nálæga brú þar sem þau voru grýtt. Íbúar Bagdad sögðust hafa fyllst skömm og viðbjóði á þessu athæfi. „Ég skammast mín fyrir þá sem gerðu þetta og veit að þeir iðrast þess þar sem þetta voru menn eins og við, áttu fjölskyldur og börn. Það sem gerðist er í andstöðu við kenn- ingar íslam,“ sagði 33 ára barna- skólakennari í Bagdad. Líkin gerð illsýnileg Stærstu sjónvarpsstöðvarnar í Bandaríkjunum sýndu myndir af árásinni en ekki óhugnanlegustu myndskeiðin. Í kvöldfréttum ABC, CBS og NBC hafði myndunum ver- ið breytt þannig að líkin voru illa sýnileg. „Við þurftum ekki að sýna allt til að koma hryllingnum til skila,“ sagði Steve Capus, upptöku- stjóri kvöldfrétta NBC. Fox sýndi aðeins myndir af brennandi bílum Bandaríkjamann- anna og sigri hrósandi fólki sem hópaðist saman á götunni. CNN sýndi nokkurra sekúndna mynd- skeið þar sem líkin sáust hanga í brú. Embættismenn í bandaríska varnarmálaráðuneytinu og Hvíta húsinu sögðust ekki hafa beðið fjöl- miðlana um að sýna ekki myndirn- ar. Nokkur dagblöð ákváðu að birta myndir af líkunum en önnur ekki. „Við ákváðum að fara milliveginn,“ sagði Howard Schneider, ritstjóri Newsday sem birti tvær myndir þar sem líkin sáust. „Yfirleitt er stefna okkar sú að birta ekki myndir sem sýna ofbeldi á skýran og óhugnan- legan hátt. Á hinn bóginn getur eðli ofbeldisins verið fréttnæmt og við viljum ekki hlífa fólki við því að sjá heiminn eins og hann er.“ Nokkrir fjölmiðlasérfræðingar hafa gagnrýnt bandaríska fjölmiðla fyrir að forðast að sýna afleiðingar stríðsins í Írak og hreinsa fréttirnar af öllu því sem talið er óhugnanlegt. Minnir á atburðina í Sómalíu Atburðurinn í Fallujah minnti á myndir af líki bandarísks hermanns sem dregið var eftir götum Mogad- ishu í Sómalíu árið 1993. Þær mynd- ir vöktu mikinn óhug meðal Banda- ríkjamanna og stuðluðu að því að Bill Clinton, þáverandi forseti, ákvað að kalla bandarísku hersveit- irnar í Sómalíu heim. Nokkrir sérfræðingar sögðu ólík- legt að myndirnar frá Fallujah hefðu svipuð áhrif. „Myndirnar frá Sómalíu komu sem þruma úr heið- skíru lofti og fengu mjög á banda- rískan almenning,“ sagði David Perlmutter, höfundur tveggja bóka um stríðsfréttaljósmyndun. „Við fáum myndir frá Írak á hverjum degi og ég tel því að áfallið verði minna.“ Bremer fordæmir „fyrir- litleg“ dráp í Fallujah Bagdad, Washington. AFP, AP, Newsday. Bandarískir fjölmiðlar ákváðu að sýna ekki óhugnanlegustu myndirnar ÍSRAELSKUR landamæra- lögreglumaður sendi Palest- ínumanni ótvíræð skilaboð í þorpinu Kharbata á Vest- urbakkanum í gær, þegar Ísr- aelarnir hófu að rífa þar hús sem ísraelsk stjórnvöld segja að hafi verið reist í leyfisleysi. Pal- estínumennirnir sögðu aftur á móti að ástæða niðurrifsins væri sú, að húsið væri í eigu herskás Hamas-liða. Reuters Skýr skilaboð á Vesturbakkanum LEIÐTOGAR Kýpur-Grikkja og Kýpur-Tyrkja héldu heim frá sviss- nesku Ölpunum í gær, þar sem þeir höfðu setið á rökstólum í meira en viku – ásamt ríkisstjórnaleiðtogum Grikklands og Tyrklands – í þeim tilgangi að freista þess að ná saman um eigin sameiningaráætlun. Það tókst ekki svo að Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, tilkynnti að lokaútgáfa áætl- unar SÞ um sameiningu Kýpur yrði borin undir þjóðaratkvæði á meðal beggja þjóðarbrota hinn 24. apríl. Denktash neikvæður Tyrknesk stjórnvöld eru mjög áfram um að SÞ-áætlunin verði samþykkt, en samkvæmt henni myndi Kýpur ganga sameinuð í Evrópusambandið 1. maí. Ella fær eingöngu gríski hluti eyjarinnar að- ild. Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur- Tyrkja sem ekki var sjálfur við- staddur viðræðurnar í svissneska fjallabænum Bürgenstock, lýsti því yfir í gær að þrátt fyrir að SÞ- áætlunin hefði skánað gæti hann ekki mælt með því að landar sínir samþykktu hana. Aðrir kjörnir fulltrúar Kýpur-Tyrkja voru aftur á móti mun jákvæðari og þykir ekki ósennilegt að meirihluti kjósenda á hinum tyrkneska norðurhluta Kýp- ur muni samþykkja hana, þrátt fyr- ir neikvæðni Denktash. Öðru máli gegnir í gríska hlut- anum. Kýpur-gríski forsetinn, Tassos Papadopoulos, yfirgaf fund- arstaðinn í Sviss án þess að segja aukatekið orð opinberlega um nið- urstöðuna. Costas Karamanlis, for- sætisráðherra Grikklands, dró hins vegar enga dul á vonbrigði sín. „Því miður reyndist ekki unnt að ná samkomulagi. Það er nú undir kjós- endum á Kýpur komið að taka ákvörðun og ég vona að þeir geri það af yfirvegun og framtíðarsýn,“ sagði hann. Sögulegt tækifæri Annans bíður nú það erfiða verk- efni að telja gríska meirihlutann á Kýpur um að greiða SÞ-áætluninni atkvæði sitt. „Höfum eitt á hreinu,“ sagði Annan. „Valið stendur ekki á milli þessarar áætlunar og ein- hverrar óræðrar töfralausnar. Í reynd stendur valið aðeins milli þessa samkomulags og einskis sam- komulags.“ Fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjastjórnar hvöttu Kýp- verja eindregið til að samþykkja sameiningaráætlunina. Hún væri sögulegt tækifæri sem þeir ættu ekki að láta sér úr greipum ganga. Kýpur hefur verið skipt frá því Tyrkir hertóku norðurhlutann árið 1974, í kjölfar skammvinnrar upp- reisnar Kýpur-Grikkja sem vildu sameiningu við Grikkland. Enn er 40.000 manna tyrkneskt setulið á Norður-Kýpur. Tyrkir jákvæðir en Grikkir neikvæðir Óvíst hvort kjósendur verða sáttir við áætlun SÞ um sameiningu Kýpur Fürigen, Nicosiu. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.