Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 14
STJÓRN Sri Lanka sendi í gær þús-
undir hermanna til að aðstoða lög-
regluna við að koma í veg fyrir átök
vegna þingkosninga sem fram fara í
landinu í dag. Búist er við að enginn
flokkur fái meirihluta á þinginu og
gæti það grafið frekar undan friðar-
umleitunum í landinu fyrir milligöngu
Norðmanna.
Embættismenn í varnarmálaráðu-
neyti Sri Lanka sögðu að hermenn-
irnir hefðu verið sendir á staði þar
sem hætta væri á átökum eða árás-
um.
Chandrika Kumaratunga forseti
boðaði til kosninganna í von um að
þær bindu enda á valdabaráttu henn-
ar og Ranils Wickremesinghe for-
sætisráðherra og deilur þeirra um
stefnu hans í friðarviðræðunum fyrir
milligöngu Norðmanna.
Kumaratunga sakar forsætisráð-
herrann um að hafa gefið of mikið eft-
ir í viðræðum við skæruliðasveitir
tamíl-tígra (LTTE) sem berjast fyrir
sjálfstæðu ríki tamíla í norðaustur-
hluta Sri Lanka. Markmiðið er að
binda enda á átök sem hafa kostað yf-
ir 60.000 manns lífið frá 1972.
Tamílar í oddaaðstöðu
Búist er við að bandamenn LTTE í
Þjóðarbandalagi tamíla (TNA) fái 15–
18 þingsæti í kosningunum. Hugsan-
legt er að þeir komist í oddaaðstöðu á
þinginu þar sem sérfræðingar í
stjórnmálum landsins búast við því að
enginn flokkur fái meirihluta. Svo
gæti því farið að minnihlutastjórn
yrði háð stuðningi tamíl-tígranna,
sem mörg ríki hafa skilgreint sem
hryðjuverkamenn, þeirra á meðal
Bandaríkin og Indland.
Wickremesinghe lítur á kosning-
arnar sem þjóðaratkvæðagreiðslu um
friðarviðræður hans við tamíl-tígr-
ana. Myndi flokkur hans, Sameinaði
þjóðarflokkurinn (EJP), næstu stjórn
gæti það orðið til þess deilur forsætis-
ráðherrans og forsetans, sem leiddu
til kosninganna, héldu áfram.
Wickremesinghe kvaðst ekki búast
við valdabaráttu milli hans og forset-
ans eftir kosningarnar. „Kumarat-
unga óskaði eftir umboði þjóðarinnar
og ef við sigrum á hún einskis annars
úrkosti en að vinna með okkur,“ sagði
forsætisráðherrann í kosningabarátt-
unni.
Kumaratunga segist hins vegar
ekki geta unnið með forsætisráð-
herranum.
Forsetinn er í Þjóðarbandalaginu
(BNP) sem hefur myndað bandalag
með marxistaflokknum JVP. Myndi
bandalagið næstu stjórn Sri Lanka
gæti komið til deilna milli BNP og
JVP um friðarviðræðurnar og efna-
hagsmál.
Kumaratunga vill að tamílar fái
sjálfstjórnarréttindi og að Sri Lanka
verði sambandsríki en forystumenn
JVP eru andvígir því. Forsetinn að-
hyllist frjálst markaðshagkerfi en
JVP leggst gegn einkavæðingu og
flokkana greinir einnig á um hvernig
standa eigi að friðarviðræðum við
tamíl-tígrana.
Jafnvel þótt næsta stjórn Sri
Lanka samþykki að hefja friðarvið-
ræður þegar í stað gætu þær farið út
um þúfur vegna alvarlegs klofnings í
röðum tamíl-tígranna. Klofningurinn
og deilur forsetans og forsætisráð-
herrans hafa skyggt á önnur mál, svo
sem mikið atvinnuleysi og verðbólgu.
Mikil spenna á Sri
Lanka vegna kosninga
Búist er við að enginn flokkur muni
ná að tryggja sér meirihluta á þingi
AP
Lögreglumaður fylgir starfsmanni kjörstaðar í Colombo á Sri Lanka þegar kjörkassar voru fluttir þangað í gær.
.23 452 6787
!!"#
$
% &'(
)(
'*(
+,-
./
0
2&'(3
$ 0
2 )(3
'4*
4
(2'*(3
$ 0
15
+2+,-3
.
2 ./3
+,-
!
"
2+) 5
Colombo. AFP.
ERLENT
14 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
BRESKIR vísindamenn íhuguðu
þann möguleika að koma fyrir lif-
andi hænuungum í kjarnorku-
sprengju til að koma í veg fyrir að
vélbúnaður hennar frysi. Þetta kom
fram í gær, er opnuð var sýningin
„Leyniríkið“ í breska ríkisskjala-
safninu í London. Talsmaður safns-
ins fullyrti að ekki væri um apr-
ílgabb að ræða, þótt fjölmargir
teldu svo vera.
Á sýningunni í ríkisskjalasafninu
er m.a. birt leynileg skýrsla frá
varnarmálaráðuneytinu frá árinu
1957 þar sem fram kemur að vís-
indamenn hafi talið koma til greina
að setja lifandi hænuunga í plút-
óníumhlaðna jarðsprengju. Lík-
amshitinn frá kjúklingunum var
talinn geta komið í veg fyrir að vél-
búnaður í sprengjunni myndi
frjósa.
Í skýrslunni eru nefndar ýmsar
mögulegar aðferðir til að lengja líf-
tíma sprengjunnar, m.a. að „koma
fyrir í henni einhvers konar hitara
sem hefur sjálfstæðan orkugjafa ...
Hænuungar ... koma til greina“.
Sprengjan, sem kölluð var Blái pá-
fuglinn, var sjö tonn og var útbúin
fjarstýringu eða tímastillingu og
hugmyndin var að hún yrði
sprengd úr fjarlægð ef flýja þyrfti
undan sovésku innrásarliði.
Andy Oppenheimer, einn rit-
stjóra Jane’s World Armies, kvaðst
eiga bágt með að trúa því að hug-
myndin um hænuungana hafi verið
íhuguð í alvöru. „Þetta hlýtur að
vera aprílgabb,“ sagði Oppen-
heimer. „Hugmyndin hlýtur að
hafa verið að setja trefjagler utan
um [vélbúnaðinn].“
Sum bresk dagblöð voru einnig
efins. „Er þetta rétti dagurinn til að
segja frá kjúklingakjarnorku-
sprengjunni?“ spurði The Times of
London og skírskotaði þar til dag-
setningarinnar, 1. apríl. Engu að
síður greindi blaðið frá málinu á
forsíðu. „Þetta hljómar eins og apr-
ílgabb, en er það svo sannarlega
ekki,“ hafði blaðið eftir Tom
O’Leary, yfirmanni mennt-
unardeildar safnsins. Rík-
isskjalasafnið staðfesti í tölvuskeyti
til AP-fréttastofunnar að kjúk-
lingakjarnorkusprengjan væri ekki
gabb.
Þróun Bláa páfuglsins hófst 1954
og var markmiðið að beita kjarn-
orkugeislun til að menga landsvæði
svo að óvinurinn gæti ekki lagt það
undir sig. Hönnunin byggðist á ann-
arri breskri sprengju, sem gerð var
til að varpa úr flugvél, en í þeirri
sprengju var plútóníumkjarni um-
lukinn sprengiefni og kveikjum á
yfirborðinu.
Yfirmenn breska hersins ákváðu
árið 1957 að láta smíða tíu páfugla-
jarðsprengjur sem breskar her-
deildir, staðsettar við Rín í Þýska-
landi, myndu fá. En ári síðar ákvað
varnarmálaráðuneytið að hætta
smíði páfuglasprengjunnar, vegna
þess að áhyggjur höfðu vaknað af
því hvaða afleiðingar beiting henn-
ar kynni að hafa.
Var kjúklinga-
kjarnorkusprengj-
an aprílgabb?
Reuters
London. AP.
’Þetta hljómar eins og aprílgabb,
en er það svo
sannarlega ekki.‘
Alþjóðadómstóllinn
Bandaríkin
virtu ekki
rétt 51
Mexíkóa
Haag. AP.
ALÞJÓÐADÓMSTÓLLINN í Haag
kvað í fyrradag upp þann úrskurð að
bandarísk dómsmálayfirvöld hafi
brotið réttindi 51 Mexíkóa sem situr
á dauðadeildum í bandarískum fang-
elsum, og skuli mál Mexíkóanna tek-
in upp aftur.
Mexíkósk yfirvöld fóru með mál 52
Mexíkóa, sem dæmdir hafa verið til
dauða í Bandaríkjunum, fyrir Al-
þjóðadómstólinn, á þeim forsendum
að Mexíkóarnir hafi ekki fengið að
leita aðstoðar mexíkóskra yfirvalda,
svo sem væri réttur þeirra.
Sjaldgæft er að niðurstöður Al-
þjóðadómstólsins séu virtar að vett-
ugi, en telji ríki, sem höfðar þar mál,
að hinn málsaðilinn hafi ekki farið að
úrskurði dómstólsins er hægt að
taka málið upp fyrir öryggisráði
Sameinuðu þjóðanna.
Forsenda málshöfðunar Mexíkós
gegn Bandaríkjunum er Vínarsátt-
málinn frá 1963, þar sem kveðið er á
um að þeir sem sakaðir eru um alvar-
lega glæpi þegar þeir eru staddir er-
lendis eigi rétt á að leita aðstoðar
stjórnvalda í heimalandi sínu, og
skuli þau lögregluyfirvöld sem hand-
taka viðkomandi gera honum grein
fyrir þessum rétti.
Sendiherra Bandaríkjanna í Hol-
landi, Clifford Sobel, kvaðst ánægð-
ur með suma þætti úrskurðar Al-
þjóðadómstólsins. Án efa komi til
greina að bandarísk alríkisyfirvöld
fyrirskipi yfirvöldum í þeim ríkjum
Bandaríkjanna sem um ræðir að
taka mál Mexíkóanna upp aftur.
STEFNA Bandaríkjastjórnar
í þjóðaröryggismálum áður en
hryðjuverkin 11. september
2001 voru unnin miðaðist
fyrst og
fremst við
hættu á árás-
um með lang-
drægum eld-
flaugum, en
ekki hættuna
á hryðjuverk-
um, að því er
dagblaðið The
Washington Post greindi frá í
gær.
Þjóðaröryggisráðgjafi
Georges W. Bush Bandaríkja-
forseta, Condoleezza Rice,
hugðist halda ræðu daginn
sem hryðjuverkin voru fram-
in, og leggja þar áherslu á að
ný stefna í þjóðaröryggismál-
um yrði byggð á vörnum gegn
eldflaugaárásum, hafði blaðið
eftir fyrrverandi bandarískum
embættismönnum sem hafa
lesið ræðuna.
Hvíta húsið neitar að birta
ræðuna, sem aldrei var flutt,
en blaðið segir að í ræðunni
komi fram gagnrýni á stjórn
Bills Clintons, fyrrverandi
forseta, fyrir að bregðast ekki
nægilega hart við eldflauga-
ógninni. Í ræðu Rice sé
minnst á hryðjuverkaógn, en
einungis frá ríkjum á borð við
Írak, ekki frá öfgahópum.
Nú stendur yfir rannsókn
óháðrar nefndar á stefnu
stjórnar Bush í hryðjuverka-
vörnum fyrir og eftir 11. sept-
ember 2001. Er Rice meðal
þeirra sem eiga eftir að bera
vitni fyrir nefndinni.
Áherslan
var á eld-
flaugar
Washington. AFP.
Rice