Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 18

Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Tvö menningarhús | Uppi eru hug- myndir um að leggja fjármagn í tvö menn- ingarhús í Skaga- firði. Félagsheimilið Miðgarður í Varmahlíð verður gert upp sem tón- listarhús Skag- firðinga og byggt verður hús fyrir alhliða menningar- miðstöð við Faxa- torg á Sauðárkróki, í tengslum við Safna- húsið. Þessar upplýsingar koma fram á heima- svæði Gísla Gunnarssonar, forseta sveit- arstjórnar, á nýjum vef sveitarfélagsins en hann á sæti í nefnd um uppbyggingu menn- ingarhúsa í Skagafirði. Gísli tekur fram að þótt ríkið komi myndarlega að fjármögnun verði þessar framkvæmdir eigi að síður kostnaðarsamar fyrir sveitarfélagið. Vonast Gísli til að framkvæmdir við Mið- garð geti hafist á næsta ári og við Faxatorg ári síðar. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Sumarhús í Sælingsdal | Stefnt er að því að ljúka vinnu við hönnun sum- arhúsabyggðar í Sælingsdals- tungu og á Laugasvæðinu í Sælingsdal í Dalabyggð í vor og hefja úthlutun lóða í sumar. Í fréttabréfi Dalabyggðar segir sveitarstjórinn, Har- aldur L. Haraldsson, að með uppbyggingu svæðisins eigi að skapast mikil vinna fyrir heimamenn bæði við fram- kvæmdir við svæðið sjálft og jafnvel við byggingu sumarbústaða. Til greina komi að selja eða leigja lóðir bæði með og án sum- arbústaða. Þannig gætu heimaverktakar byggt bústaði og selt. Golf í íþróttahúsinu | OLÍS hf. færði Íþróttahúsinu á Skagaströnd og Golf- klúbbnum skólagolftösku að gjöf á dög- unum. Í henni eru fjórtán kylfur og átta grasmottur, auk pútthringja og golfbolta. Að því er fram kemur á vef Höfðahrepps verður á næstunni haldið námskeið fyrir nemendur Höfðaskóla í golfi, til þess að kenna þeim notkun á þessum áhöldum. Í nýjasta hefti tímaritsOECD um skóla-mannvirki er að finna ítarlega grein um und- irbúning hönnunar nýja fjölbrautaskólans í Grund- arfirði. Höfundur grein- arinnar, Susan Stuebing, stýrði síðastliðið sumar vinnuhópum verðandi nemenda og sérfræðinga og foreldra, sem lagði síð- an línurnar fyrir arkitekta hússins, Sigurð Björgúlfs- son og Indro Candi frá VA arkitektum. Sagt er frá hönnun hússins í frétt á vef Grundarfjarðarbæjar. Þar kemur fram að vinnuhóp- arnir, ekki síst fulltrúar nemenda, hafi óskað eftir nútímalegu húsi. Arkitekt- arnir hafi svarað kallinu og lagt fram teikningu að húsi sem á að líkjast litlu þorpi með innanhúss götu eða torgi sem á að stuðla að góðum félagslegum tengslum. Lítið þorp Sandgerði | Mikið hefur verið fjallað um Guðríði Símonardóttur og Hall- grím Pétursson að und- anförnu. Leikurinn hefur meðal annars borist inn í Hvalsneskirkju en Hall- grímur var vígður til prests í Hvalsnesi og þar bjuggu þau Guðríður um tíma. Lokið er fyrirlestraröð sem Steinunn Jóhann- esdóttir hélt í Safn- aðarheimilinu í Sand- gerði. Sagði hún frá Tyrkjaráninu 1627 og lífi Hallgríms og Guðríðar. Þá kom Jón Böðv- arsson fræðimaður með um 100 manna hóp í Hvalsneskirkju. Fólkið er á námskeiði hjá Jóni um Passíusálma Hallgríms. Flutt voru lög við sálma Hallgríms og Jón og Steinunn Jóhannesdóttir sögðu frá sálmaskáldinu. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fræðst um sálmaskáldið Þeir SteingrímurSigfússon og Hall-dór Blöndal háðu rimmu á Alþingi út af Laxármálinu og einhver sagði að Steingrímur væri eins og gömul spá- kona. Hann kallaði fram í fyrir Halldóri ótt og títt að hann hefði talað sig dauðan í málinu. Jón orti: Hafið í dag er hörkuþing, Halldór er hvorki sár né blauður; spjallið er hvasst og spekin slyng, þótt spákonan segi að hann sé dauður. Halldór Blöndal orti um Jón Kristjánsson á nýaf- stöðnu hagyrðingakvöldi á Húsavík: Ég horfi á manninn hæverskan hóglátan og seinlátan; allt er rótt og hægt um hann heilbrigðismálaráðherrann. Halldóri var strítt á því að hann hallaði höfðinu og svaraði með því að yrkja um skegg, halla og skalla: Geng ég upp um hugarhjalla horfi niður á þessa karla hafa bæði skegg og skalla skilning vondan, engan halla. Skegg, halli og skalli pebl@mbl.is Reyðarfjörður | Á dögunum komu til Reyðarfjarðar 24 ung- menni frá Japan. Þau voru á vegum friðarsamtaka sem nefn- ast The Japan Friends of the World Association. Markmið samtakanna er að ungt fólk kynnist menningu, máli og venj- um ólíkra þjóða og þjóðflokka. Kennarar og nemendur Grunnskóla Reyðarfjarðar tóku á móti japönsku gestunum sem gistu í heimahúsum. Dagskrá þeirra var fjölbreytt, meðal ann- ars var komið víða við í Fjarða- byggð. Haldin var skemmtun í íþróttahúsinu þar sem áhorf- endapallarnir voru þéttsetnir. Sýnd voru íslensk og japönsk glímubrögð, sungið, spilað og dansað. Gestirnir fylgdust með kennslu í grunnskólanum, sátu í tímum þar sem nemendur kenndu hverjir öðrum að skrifa á íslensku og japönsku, þæfðu ull og mótuðu í kúlu sem varð að páskaunga hjá 1. bekkingum. Morgunblaðið/Hallfríður Bjarnadóttir Japönsk ungmenni í heimsókn Friður FÉLAGSFUNDUR í Drífanda stéttar- félagi í Vestmannaeyjum samþykkti í fyrrakvöld ályktun þar sem mótmælt er harðlega tilraunum fiskverkenda í Vest- mannaeyjum til að lækka laun fiskverka- fólks frá því sem verið hafði. Félagsmenn felldu sem kunnugt er ný- gerða kjarasamninga Starfsgreinasam- bandsins við Samtök atvinnulífsins. Fund- urinn lýsti yfir fullu trausti við samninganefnd félagsins og hvatti hana til að standa tryggan vörð um þær launaupp- bætur sem fengist hafa með harðri baráttu í gegnum árin. Mótmæla til- raunum til að lækka laun fiskverkafólks Morgunblaðið/Alfons Finnsson FJÖGUR tilboð bárust í byggingu sund- laugarmannvirkja á Laugum í Þingeyjar- sveit. Öll tilboðin voru undir kostnaðar- áætlun en það lægsta var frá Trésmiðjunni Rein ehf. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 100,7 milljónir kr. Rein ehf. býðst til að byggja laugina fyrir rúmar 85 milljónir kr. sem er 84,4% af áætlun. Ráðgert er að ákvörðun um við hvaða verktaka verði samið liggi fyrir um miðjan apríl. Þingeyjarsveit og ríkið standa að byggingu mannvirkjanna sem byggð verða við íþróttahúsið á Laugum. Um er að ræða 25 metra langa keppnissundlaug ásamt tveimur heitum pottum. Verkinu á að ljúka fyrir miðjan júní árið 2005. Tilboð í sundlaug á Laugum undir kostnaðaráætlun ♦♦♦      

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.