Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 22

Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ein með öllu Spektro www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889, fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum, Árnesapóteki Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. Multivitamín, steinefnablanda ásamt spirulínu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri • Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is HÖNNUNARSAMKEPPNI Menntamálaráðuneytið og Akureyrarbær bjóða til opinnar hönnunarsamkeppni um nýbyggingu fyrir menningarhús á Akureyri. Í menningarhúsinu er ráðgert að verði tónlistarsalur og aðstaða til annarrar fjölþættrar starfsemi, svo sem fyrir ráðstefnuhald, listviðburði, fundi, sýningarhald o.fl. Áætluð stærð hússins er um 3.500 m². Samkeppnin fer fram í samræmi við samkeppnisreglur Arkitektafélags Íslands og er hér um framkvæmdakeppni að ræða, þar sem leitað er eftir tillögu til útfærslu. Heildarverðlaunafé hefur verið ákveðið kr. 8.000.000. Stefnt er að því að veita þrenn verðlaun og að verðlaunafé skiptist þannig: 1. verðlaun kr. 4.000.000. 2. verðlaun kr. 2.500.000. 3. verðlaun kr. 1.500.000. Að auki hefur dómnefnd heimild til innkaupa á keppnistillögum fyrir allt að kr. 1.500.000. Trúnaðarmaður samkeppninar er Guðrún Guðmundsdóttir, arkitekt FAÍ, framkvæmdastjóri AÍ, sími: 551 1474, gsm: 845 9294, bréfsími: 562 0465, netfang gudrun@ai.is, og ber að senda henni allar fyrirspurnir varðandi samkeppnina. Samkeppnisgögn verða afhent endurgjaldslaust frá og með þriðjudeginum 6. apríl 2004 á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík milli kl. 9.00 og 13.00 virka daga. Einnig verður unnt að nálgast keppnislýsinguna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is, og Arkitektafélags Íslands, www.ai.is. Samkeppnistillögum skal skila til trúnaðarmanns á skrifstofu Arkitektafélags Íslands, Engjateigi 9, 2. hæð, 105 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 5. júlí 2004. Samkeppni þessi er auglýst á EES-svæðinu. Tungumál keppninnar er íslenska. STARFSEMI Sparisjóðs Norðlend- inga gekk vel á árinu 2003. Hagnaður af starfseminni nam 58 milljónum króna og var nokkuð lægri en árið á undan, þegar hann var 80 milljónir. Afkoman er engu að síður ágæt og eru stjórnendur sparisjóðsins ánægðir með árangurinn á liðnu ári, að því er segir í frétt frá fyrirtækinu. „Ég er ánægður með árangurinn á liðnu ári,“ segir Jón Björnsson spari- sjóðsstjóri. „Það er áfram mikill vöxtur í starfseminni. Innlán og útlán jukust á milli ára og arðsemi af starf- seminni er 15%. Sparisjóður Norð- lendinga er fyrst og fremst í hefð- bundinni bankastarfsemi og yfirgnæfandi meirihluti viðskipta- manna okkar er einstaklingar og minni fyrirtæki. Við erum ekki í áhætturekstri og til dæmis myndi það ekki hafa nein veruleg áhrif á af- komu sparisjóðsins þótt miklar sveiflur yrðu á hlutabréfamörkuðum heimsins. Við leggjum áherslu á að vera traust, vinaleg og persónuleg bankastofnun þar sem fólki líður vel að eiga sín viðskipti,“ segir Jón enn- fremur. Bókfært eigið fé Sparisjóðs Norð- lendinga í lok árs 2003 nam 468 millj- ónum. Eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt lögum um fjármálafyr- irtæki, er 12,2% en samkvæmt lög- unum má hlutfallið ekki vera lægra en 8%. Skuldir og eigið fé námu sam- tals ríflega 4,6 milljörðum króna í árslok 2003, samanborið við 4,1 millj- arð árið áður. Útlán í árslok 2003 námu rúmum 3,1 milljarði króna og hækkuðu um rúmar 370 milljónir (13,4%) milli ára. Skuldabréfalán eru þar fyrirferð- armest, eða ríflega tveir milljarðar en yfirdráttarlán nema rúmum millj- arði króna. Um 75% af útlánum sparisjóðsins eru til einstaklinga. Innlán námu í árslok tæpum 3,5 milljörðum króna og höfðu hækkað um 719 milljónir (26,3%) milli ára. Vaxtatekjur námu 427 milljónum og vaxtagjöld rúmum 186,5 milljónum. Aðrar rekstrartekjur námu 314 millj- ónum króna og önnur rekstrargjöld 200 milljónum. Framlag í afskrift- areikning útlána var 52,4 milljónir. Stofnfé sparisjóðsins nam í árslok þremur milljónum króna, sem skipt- ist í 100 hluti í eigu 87 stofnfjáreig- enda. Samþykktar voru á aðalfundi félagsins í gærkvöld tillögur stjórnar um að greiddur verði 15% arður til stofnfjáreigenda og hann færður til hækkunar á stofnfé. Auk þess að nýtt verði heimild í lögum um sérstakt endurmat stofnfjár og það hækkað um 5%. Á árinu störfuðu 22 starfs- menn hjá Sparisjóðnum í 21 stöðu- gildi. Mannlíf auðgað og miðbær Akureyrar efldur Í frétt frá Sparisjóði Norðlendinga segir að félagið hafi um árabil stutt dyggilega við ýmiss konar menning- ar- og íþróttastarfsemi á svæðinu, jafnt með styrkjum til félagasamtaka og einstaklinga. „Á liðnu ári námu slíkir styrkir ríflega sjö milljónum króna. Frá 1998 hefur sparisjóðurinn varið 40 milljónum króna í slíka styrki. Markmiðið er að auðga og bæta mannlíf á svæðinu á sem víð- tækastan hátt.“ Samþykkt var á aðalfundi spari- sjóðsins, sem haldinn var í gær, til- laga þess efnis að stuðla að og taka þátt í eflingu miðbæjarins á Ak- ureyri. Sparisjóðurinn leggur fram eina milljón króna á ári í þrjú ár í sjóð til þess að lífga og efla miðbæinn jafnframt því að hvetja önnur fyr- irtæki og stofnanir á Akureyri til að taka saman höndum og leita allra leiða til að gera miðbæinn þannig að allir geti verið stoltir af. Stjórn og varastjórn Sparisjóðs Norðlendinga voru endurkjörnar samhljóða á aðalfundinum. Í að- alstjórn voru kjörnir Jón Kr. Sólnes formaður, Oddur Gunnarsson vara- formaður, Guðmundur Víkingsson ritari og meðstjórnendur eru Eiður Gunnlaugsson og Klængur Stef- ánsson. Hagnaður Sparisjóðs Norðlendinga 58 milljónir Taka á þátt í að efla miðbæinn á Akureyri og önnur fyrirtæki hvött til hins sama Árshátíð Þórs | Íþróttafélagið Þór á Akureyri heldur árshátíð annað kvöld í félagsheimili sínu, Hamri. Þar koma fram skemmtikraftarnir Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Rögnvaldur gáfaði ásamt Hvann- dalsbræðrum. Veislustjóri er Árni Johnsen. „Forsala aðgöngumiða er í verslun JMJ við Gránufélagsgötu. Aðgangseyrir er aðeins 2.500 krón- ur, matur innifalinn,“ segir í frétt frá félaginu. SMÁMUNASAFN Sverris Her- mannssonar í Sólgarði í Eyjafjarð- arsveit verður opið næstu daga, verður opnað laugardaginn 3. apríl og síðan opið almenningi til sýnis um páskana og fram til 12. apríl næstkomandi frá kl. 13 til 18, alla daga. Smámunasafnið var opnað í fé- lagsheimilinu Sólgarði síðastliðið sumar, en þar er að finna safn ým- iss konar muna sem Sverrir Her- mannsson húsasmíðameistari á Akureyri og eiginkona hans Auður Jónsdóttir höfðu afhent Eyjafjarð- arsveit til eignar og varðveislu. Í safninu er ótrúlegur fjöldi smá- hluta sem Sverrir viðaði að sér á langri starfsævi, en hann er þekkt- astur fyrir endurbyggingu og við- hald gamalla húsa. Verkfæri af ýmsum toga eru fyrirferðarmikil í safni hans, s.s. til trésmíða, járn- smíða, raflagna og eldsmíði. Þá eru íhlutir til húsbygginga einnig í miklu úrvali í safninu og smáhlutir af ólíklegasta uppruna og nota- gildi. Aðsókn að safninu varð langt umfram það sem menn væntu á liðnu sumri og vakti það eftirtekt gesta. Nú hefur verið ákveðið að koma til móts við óskir um að hafa safnið opið nú um páskana, en Sól- garður er við Eyjafjarðarbraut vestri, um 25 km frá Akureyri. Smámunasafn Sverris Hermannssonar í Sólgarði Opið um páskana FRUMSÝNING á leikritinu Eldað með Elvis eftir Lee Hall verður í Samkomuhúsinu á Akureyri í kvöld, föstudags- kvöldið 2. apríl. Verkið hefur verið sýnt fyr- ir fullu húsi í Loftkastalanum frá því um áramót og svo virðist sem Akureyringar og nærsveitamenn séu einnig spenntir fyrir þessu verki því uppselt er á þær fimm sýn- ingar sem settar voru upp. Því hefur verið bætt við auka- sýningu á skírdag, fimmtu- daginn 8. apríl kl. 16. Sala miða á þá sýningu er þegar hafin. Höfundur verksins, Lee Hall, verður viðstaddur sér- staka hátíðarsýningu á verk- inu 7. apríl næstkomandi. Leikfélag Akureyrar hefur að sögn Magnúsar Geirs Þórð- arsonar leikhússtjóra keypt rétt á öðru verki þessa vin- sæla höfundar, „Spoonface Steinberg“ og sagði hann að það yrði að líkindum tekið til sýningar á næsta leikári. Leikarar í Eldað með Elvis eru Steinn Ármann Magnús- son, Friðrik Friðriksson, Halldóra Björnsdóttir og Álf- rún Örnólfsdóttir. Þýðandi er Hallgrímur Helgason og leik- stjóri Magnús Geir Þórðar- son. Leikritið er samstarfs- verkefni Menningarfélagsins Eilífs og Leikfélags Akureyr- ar. Uppselt á Elvis VEÐRIÐ leikur við Akureyringa þessa dagana og er ekki laust við að kominn sé vorhugur í bæjarbúa. Í gær fór hitinn í um og yfir 10 gráður og í dag er áfram spáð suð- lægum áttum. Um helgina er gert ráð fyrir heldur kólnandi veðri. Mennirnir á myndinni voru hins vegar að ganga frá túnþökum við Hjalteyrargötu.Og þeir voru ekki í neinum vafa um hvor hliðin ætti að snúa upp, nefnilega sú græna. Morgunblaðið/Kristján Græna hliðin upp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.