Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 24
SUÐURNES
24 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Reykjanesbær | Á aðalfundi Samfylking-
arinnar í Reykjanesbæ var samþykkt
álykun þar sem skorað er á ráðherra heil-
brigðismála að efna til umræðna um
framtíðarþróun heilbrigðis- og öldr-
unarmála á Suðurnesjum í þeim tilgangi
að skapa sátt um þann mikilvæga mála-
flokk.
Eysteinn Eyjólfsson var kjörinn for-
maður Samfylkingarinnar í Reykanesbæ
á aðalfundinum sem haldinn var 31. mars.
Með honum í stjórn eru Vilhjálmur
Skarphéðinsson, Stefán Ólafsson, Sigríður
Lára Geirdal og Eðvarð Þór Eðvarðsson.
Að loknum aðalfundarstörfum tóku við
fjörugar umræður um bæjarmál og heil-
brigðismál á Suðurnesjum og samþykkt
álykun um heilbrigðismál. Þar er lýst
áhyggjum yfir því ástandi sem skapast
hefur í málefnum aldraðra sjúkra á Suð-
urnesjum og vísað til þess að þeir hafi
verið fluttir nauðungarflutningum í annað
sveitarfélag.
„Frá upphafi umræðna um D-álmuna
var gert ráð fyrir því að hún vistaði aldr-
aða sjúka. Samkvæmt síðustu upplýs-
ingum má gera ráð fyrir sjötíu öldruðum
á biðlistum fyrir vistun á dvalar- eða
hjúkrunarstofnun, á sama tíma er D-
álman ekki notuð í það sem hún var
byggð fyrir.
Eftir að stjórnir heilbrigðisstofnana
voru lagðar niður með lagabreytingu hafa
heimamenn enga aðkomu að ákvarð-
anatöku um þá þjónustu sem veitt er.
Forstjóri og þeir sérfræðingar sem með
honum vinna hafa sitt umboð beint frá
ráðuneyti heilbrigðismála. Enn alvarlegra
er ástandið eftir að flestir starfsmenn í
stjórnunarstöðum sem hér búa hafa látið
af störfum og fólk sem ekki þekkir til að-
stæðna heldur eitt um stjórnartaumana,“
segir meðal annars í ályktuninni.
Lýsa áhyggjum af stöðu
sjúkra aldraðra
Reykjanesbær | Bæjarráð
Reykjanesbæjar telur að frekari
sameining sveitarfélaga á svæðinu
geti orðið íbúum til framdráttar,
einkum þó íbúum minni sveitarfé-
laga.
Samtök sveitarfélaga á Suð-
urnesjum óskuðu eftir hug-
myndum sveitarfélaganna um
framtíðarskipan sveitarfélaga á
svæðinu. Bæjarráð afgreiddi er-
indið samhljóða með þessum
hætti.
Áður hafði bæjarstjórnin í Garði
samþykkt samhljóða bókun þar
sem fram kemur það álit að nú-
verandi fyrirkomulag með fimm
sveitarfélögum hafi reynst vel.
Samþykkir
sameiningu
Svartsengi | Erla Magna Alexandersdóttir
sýnir málverk um páskana og frameftir apríl
í Hótel North Ligth Inn við Bláa lónið.
Þetta eru verk frá sólarupprás til sól-
arlags eða dimmum rigningardögum við haf-
ið, eldur, ís og norðurljós, segir í frétta-
tilkynningu frá listakonunni.
Erla hefur verið í Myndlistaskóla Reykja-
víkur um árabil og fengið leiðsögn hjá færum
listamönnum hér heima. Auk þess hefur hún
sótt tíma hjá Roberto Giobani í Flórens.
Sýningin er öllum opin og eru verkin til
sölu.
Málverkasýning
haldin um páskana
Keflavíkurflugvöllur | Flugþjón-
ustan (IGS), dótturfyrirtæki
Flugleiða á Keflavíkurflugvelli,
hefur með samningi við Svæð-
isvinnumiðlun Suðurnesja tekið
að sér starfsþjálfun átta ein-
staklinga sem nú eru á atvinnu-
leysiskrá. Þjónusta við farþega
sem þurfa sérstaka aðstoð, svo
sem fatlaðir, börn og aldraðir,
verður aukin í flugstöðinni og
viðkomandi starfsmenn þjálfaðir
sérstaklega til þeirra starfa.
„Þetta er verkþáttur sem við
höfum lengi ætlað okkur að end-
urskoða og bæta, meðal annars
með því að setja þjónustuna í
sérstaka deild,“ segir Kjartan
Már Kjartansson, starfsmanna-
og gæðastjóri IGS. Starfsmenn í
farþegaþjónustu fyrirtækisins
sinna þessum störfum en með
samstarfsverkefninu á meðal
annars að kanna hvort betri ár-
angur náist með því að sérstakir
starfsmenn sinni þessu eingöngu
og hvað þurfi mikinn starfskraft
í verkið.
Verkefnið nær yfir sex mán-
uði.
Fólkið fer í um það bil 70%
starf hjá IGS. Fyrirtækið greiðir
því laun en fær á móti sama
hlutfall þeirra atvinnuleysisbóta
sem viðkomandi hefðu haft að
óbreyttu enda fer fólkið út af at-
vinnuleysisskrá á meðan. Svæð-
isvinnumiðlunin leitar nú að
fólki sem uppfyllir þær kröfur
sem IGS gerir til umsækjenda
um þessi störf. Þær eru meðal
annars góð tungumálakunnátta,
hæfni í mannlegum samskiptum
og gott líkamlegt ástand.
Ketill Jósefsson, forstöðumað-
ur Svæðisvinnumiðlunar Suð-
urnesja, segir að markmiðið með
þessu verkefni sé að koma fólk-
inu aftur út í atvinnulífið en tek-
ur fram að ekki sé hægt að
ábyrgjast áframhaldandi störf.
Kjartan segir að ef vekefnið skili
tilætluðum árangri verði fram-
hald á því. Þá þurfi IGS að ráða
fólk til að sinna þeim áfram og
fólkið sem fengið hafi starfs-
þjálfunina standi þá væntanlega
vel að vígi.
Ketill segir að þótt ekki sé
hægt að tryggja fólkinu að fram-
hald verði á vinnu hjá IGS sé
það strax til bóta fyrir fólkið að
fá vinnu í þennan tíma og þá
þjálfun sem hún feli í sér. Það
gæti til dæmis örvað einhverja
til að fara í nám eða gera eitt-
hvað annað til að styrkja stöðu
sína á vinnumarkaðnum.
„Ég er ánægður með þetta
samstarf við IGS, það er mjög
jákvætt, og spennandi verður að
sjá hvernig það þróast,“ segir
Ketill.
Fram kom í samtali við Kjart-
an Má og Ketil að fyrirtæki á
Suðurnesjum hafi ekki nýtt sér
nógu vel þau vinnumarkaðs-
úrræði sem Svæðisvinnumiðl-
unin býður upp á, en þau felast
meðal annars í sérverkefnum og
starfsþjálfun. Hvetja þeir fyr-
irtæki til að huga betur að þess-
um möguleikum. Ketill segir al-
gengt viðkvæði hjá stjórnendum
lítilla fyrirtækja að þeir geti
ekki bætt á sig meiri skrif-
finnsku. Hann segir þetta mis-
skilning því starfsfólk Svæð-
isvinnumiðlunarinnar annist
pappírsvinnuna sem fylgi því að
framkvæma samstarfsverkefni
af þessu tagi.
IGS þróar aukna þjónustu við farþega sem þurfa aðstoð í flugstöð
Átta atvinnulausir
einstaklingar fá starfsþjálfun
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Samstarf: Kjartan Már Kjartansson frá Flugþjónustunni og Ketill Jós-
efsson frá Svæðisvinnumiðlun Suðurnesja kynna samstarfssamning.
BYGGING húðlækningastöðvar við Bláa lónið hefst fljótlega eftir
páska. Gengið verður til samninga við Keflavíkurverktaka hf. sem
áttu lægsta tilboð í verkið.
Hraunsetrið ehf., sem verður eigandi mannvirkisins, bauð bygg-
ingu hússins og frágang út á dögunum. Níu tilboð bárust, meðal
annars frá öllum helstu verktökum landsins og verktökum á Suð-
urnesjum. Lægsta tilboðið reyndist vera frá Keflavíkurverktök-
um, 318 milljónir kr. Er það rétt undir kostnaðaráætlun verk-
kaupa sem var 320 milljónir. Grindin hf. í Grindavík bauð 319
milljónir rúmar en önnur tilboð voru yfir kostnaðaráætlun, það
hæsta 431 milljón.
Bláa lónið mun reka meðferðarstöð fyrir húðsjúklinga í húsinu.
Það verður rúmlega 2.000 fermetrar að flatarmáli og rís austan við
heilsulindina við Bláa lónið. Við húsið verður sérstakt baðlón fyrir
meðferðargesti. Auk aðstöðu til vísindarannsókna og meðferðar
psoriasissjúklinga verður gistirými fyrir 30 meðferðargesti.
Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, segir að
gengið verði til samninga við Keflavíkurverktaka um framkvæmd-
ina og við það miðað að vinna geti hafist fljótlega eftir páska. Stöð-
in á að verða tilbúin til notkunar 2. apríl 2005. Þá á vinnu við bygg-
inguna að vera lokið, jafnt innan sem utan, ásamt lóð, aðkomu,
bílastæðum og baðlóni.
Bygging húðlækningastöðvar við Bláa lónið hefst fljótlega eftir páska
Keflavíkurverktakar lægstir
með 318 milljóna króna tilboð
Í hrauninum: Sérstakt baðlón fyrir meðferðargesti flæðir inn í húsið, eins og
sést á teikningunni. Lögð er áhersla á að byggingin falli vel að umhverfi sínu.
!"
# $ %&"" ' (# $ $%%& )*+ ), )-)*+ ), )./
!
"#$ %%"&
'
( )
*
++
( )
,)
-
)/ 01 23 0 4 56 7/8
9 :;
<
ATVINNA
mbl.is