Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 26
Vopnfirskir
framtíðarleikarar
Vopnafjörður | Árshátíð Grunnskóla
Vopnafjarðar var haldin á dög-
unum og margir efnilegir nem-
endur stigu á svið og komu fram
með leik og söng.
Það er gaman að sjá hversu
margir nemendur eru hæfi-
leikaríkir og geta tjáð sig svo fag-
mannlega. Fyrstubekkingar sungu
og dönsuðu en krakkar í 9. og 10.
bekk voru með sameiginlegt atriði.
Þau settu söngleikinn Grease á svið
og var það alveg magnað atriði.
Þau Theodóra Baldursdóttir og
Steingrímur Páll Þórðarson fóru
með aðalhlutverkin og ekki annað
að sjá en þarna væru framtíðarleik-
arar á ferð.
Morgunblaðið/Jón Sigurðarson
Fyrstubekkingar í Vopnafjarðarskóla sungu og dönsuðu línudans á árshá-
tíð skólans: Þessir litlu kúrekar heita María Ósk og Þorbjörg.
AUSTURLAND
26 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Egilsstaðir | Opna á sérstakt menn-
ingarhús á Egilsstöðum fyrir ungt
fólk. Undirritaður hefur verið
samningur milli sveitarfélagsins
Austur-Héraðs og Héraðs- og Borg-
arfjarðardeildar Rauða kross Ís-
lands um rekstur hússins til tveggja
ára. Leggur hvor aðili um sig fram
þrjár milljónir króna árlega, en að
auki er gert ráð fyrir allt að 12
milljóna króna stofnkostnaði. RKÍ
deildin mun annast nauðsynlegar
endurbætur á húsnæðinu, kaup á
innréttingum og tækjum, en Aust-
ur-Hérað annast starfsmannahald
og rekstur hússin. Leita á að fleiri
aðilum til að koma fjárhagslega að
rekstri menningarhússins.
Menningarhúsið verður að
Lyngási 5 á Egilsstöðum og er
áætlað að unga fólkið sem nota
mun húsið sjái um að skipuleggja
aðstöðuna innan dyra. Þarna á
fólk á milli 16 og 25 ára að geta
unnið að margskonar hugð-
arefnum og upplýsingagjöf um
hvaðeina verður í öndvegi.
Gert er ráð fyrir að húsið verði
opið fjóra til fimm daga í viku
hverri og verður það ávana- og
fíkniefnalaust með öllu. Auglýsa á
eftir forstöðumanni og er stefnt að
opnun hússins fljótlega.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Undirrituðu samning um ungmennahús: Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, og Júlía Siglaugs-
dóttir, formaður Héraðs- og Borgarfjarðardeildar Rauða krossins, ásamt fulltrúum frá RÍ og Austur-Héraði.
Menningarhús fyrir unga fólkið
Kárahnjúkavirkjun | Gangagerð í
Kárahnjúkavirkjun gengur nokkurn
veginn samkvæmt áætlun. Aðkomu-
göng í Fljótsdal eru að ná kílómetra í
lengd og er að ljúka. Segir á vef
virkjunarinnar að komið hafi verið
að svokölluðum gangamótum fyrir
helgina og hafi þá stefnan verið tekin
á þann stað í fjallinu þar sem byrjað
verður að sprengja hellahvelfingu
fyrir stöðvarhús og annan búnað
virkjunarinnar. Framvinda í borun
strengjaganga í Fljótsdalnum hefur
verið í hægara lagi þar sem mikið
hefur þurft að styrkja bergið.
Bryður bergið
eftir páska
Gangaborvélin stóra í aðgöngum
þrjú í Glúmsstaðadal er komin alveg
inn að gangastafninum og er nú unn-
ið að því að tengja við borinn ein-
ingar sem fylgja honum eftir, svo
sem verkstæði, kaffistofu, grjót-
mulningsfæribönd o.fl. Verið er að
flytja aðra gangaborvélina af þrem-
ur frá höfninni á Reyðarfirði og upp
að aðgöngum 2 við Axará, þar sem
hún verður sett saman í skemmu og
gerð klár til borunar á næstu mán-
uðum. Þriðja og síðasta gangabor-
vélin er væntanleg til landsins um
miðjan mánuðinn. Byrjað verður að
bora aðveitugöngin frá aðkomu-
göngum 3 eftir páska.
Ekkert hefur verið unnið undan-
farna daga við stíflufyllingar í Hafra-
hvammagljúfrinu en tæplega 29 þús-
und rúmmetrar af efni hafa bæst við
stífluna á vesturbakkanum.
Stefnan sett á
hellahvelfinguna
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Gangaborvél gerð klár í göngin: Virkjunarmenn unnu allan sólarhringinn
við að koma bornum inn að stafni á Adit 3 og byrja að bora eftir páska.
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opi›: Mán. - föst. 9-18,
laugardaga 10-14
www.i-t.is
Skúffuforstykki kr. 300,-
Skápahur›ir kr. 700,-
Háar skápahur›ir kr. 1.500,-
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
@
2
00
4
R‡mingarsala
vegna flutninga