Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 27

Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 27
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 27 Fjarðabyggð | Fjarðabyggð hefur óskað eftir hönnuðum til að hanna nýja 25 metra langa útisundlaug á Eskifirði. Um er að ræða útlitshönnun, burðarvirki, lagnir og búnað, raf- lagnir og stýringar. Byggingin á að standa sjálfstæð við núverandi íþróttavöll á Eski- firði, um kílómetra frá vinnsluholu nýrrar hitaveitu sem miðla mun vatni í laugina. Horft er til þess möguleika að húsið, eða þak þess, geti nýst sem áhorfendastúka við knattspyrnuvöllinn. Stefnt er að því að taka laugina á Eskifirði í notkun fyrir árslok 2005. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Eskifjörður : Fjarðabyggð leitar nú að lunknum hönnuði að nýrri úti- sundlaug í bænum. Leita sundlaug- arhönnuðar Myndlist | Á morgun opnar Mynd- listarfélag Fljótsdalshéraðs samsýn- ingu félagsmanna í Flugstöðinni á Egilsstöðum. Fjölmörg verk verða á sýningunni og fjölbreytt að vanda. Sýningin verður opnuð kl. 15. Molinn | Aðalfundur Kaupfélags Héraðsbúa sem haldinn var fyrir skömmu, samþykkti að fela stjórn og kaupfélagsstjóra að hefja aftur viðræður við undirbúningsfélag verslunar- og þjónustumiðstöðv- arinnar Molans á Reyðarfirði. Upp úr viðræðum þessara aðila slitnaði þegar kaupfélagið ákvað að hag- kvæmara væri fyrir félagið að reisa sjálft húsnæði undir matvöruverslun annars staðar í bænum. Leggja á upp með tilboð sem kaupfélagsmenn gerðu undirbúningsfélagi Molans og hljóðaði upp á um 110 milljónir króna. Mun um 25 milljónir hafa borið í milli aðila þegar viðræðum var slitið.       Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.                    ! "  #         ! "     $     $%   # &  "  ' ( $  $)   *  +         *  ,  ( #!                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.