Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 28
LANDIÐ
28 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hvammstangi | Söngvarakeppni Húna-
þings vestra var haldin í Félagsheimili
Hvammstanga, laugardaginn 27. mars.
Komin er hefð fyrir þessari keppni, en
skipulag og undirbúningur er að frumkvæði
tveggja einstaklinga, Helgu Hinriksdóttur
og Páls S. Björnssonar, í samstarfi við hún-
vetnsku hljómsveitina Kasmír og Þinghús-
bar.
Er ljóst að keppni þessi er orðin einn af
stærri viðburðum í héraðinu og var húsfyllir
á skemmtuninni. Nú var þemað tíundi ára-
tugurinn.
Alls tóku þátt um þrjátíu keppendur og
fluttu þeir sautján lög. Sigurvegari var
Hjalti Júlíusson með lagið „White Wedd-
ing“. Sviðsframkoma hans þótti framúr-
skarandi og söngur mjög góður, auk þess
sem fataval Hjalta þótti henta mjög vel
bæði áratug og lagavali.
Viðurkenningu fyrir sviðsframkomu
hlaut kvennasveitin Prjónó, en hópur sá
lagði mikið í bæði búninga og æfingar.
Fluttu þær lagið „Fame“. Sigurður Grétar
Sigurðsson, sem vann keppnina í fyrra, var
gestasöngvari, og flutti eitt lag sem titilhafi.
Að lokinni söngvarakeppninni var dansað
fram eftir nóttu við tónlist hljómsveitarinn-
ar Kasmír.
Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson
Sigurvegarinn Hjalti Júlíusson.
Menningar-
leg söngv-
arakeppni
Höfn | Nú er verið að leggja lokahönd á fjár-
mögnun kvikmyndar sem til stendur að taka
að stórum hluta í Austur-Skaftafellssýslu á
þessu ári. Myndin byggir á Bjólfskviðu, sem er
mjög þekkt saga í hinum enskumælandi heimi,
ekkert ósvipað Njálu hér á landi. Bjólfskviða
er ævintýri um konunga, hetjur, forynjur og
tröll og er því sannkallað ævintýri.
Ævintýramyndir eiga mjög upp á pallborðið
hjá kvikmyndahúsagestum um þessar mundir.
Myndirnar um Hringadróttinssögu hafa fyllt
bíósali um allan heim og Harry Potter er vin-
sæll hjá öllum aldurshópum. Það má því segja
að ævintýramynd, tekin upp á Íslandi, sé á
hárréttum tíma.
Handritið hefur þegar verið skrifað og leik-
stjóri myndarinnar verður Sturla Gunnarsson
en hann er Íslendingur, búsettur í Kanada.
Sturla er þekktur leikstjóri vestra og hefur
m.a. gert mynd sem tilnefnd hefur verið til
Óskarsverðlauna.
Góður fjárfestingarkostur
Myndin kostar um 800 milljónir króna og
þegar er búið að tryggja langstærsta hluta
fjárins eða 750 milljónir króna og er nú unnið
að því að útvega það sem upp á vantar eða 50
milljónir. Margir hafa áhuga á að af þessu geti
orðið, bæði opinberir aðilar og aðrir. Jafn-
framt hafa aðilar á Hornafirði sýnt áhuga á að
leggja málinu lið og er Ari Þorsteinsson fram-
kvæmdastjóri Frumkvöðlaseturs Austurlands
að vinna að því að fá heimamenn til að leggja
til fjármagn í þetta verkefni í formi hlutafjár.
Hann segir ljóst að um mikla hagsmuni sé
að ræða fyrir héraðið og mikilvægt að af verk-
efninu verði. Það er sú staðreynd að þriðj-
ungur kostnaðar eða um 260 milljónir króna
verða eftir hér á landi sem heillar. Einnig er
arðsemi fjárfestingarinnar sögð góð því eins
og fyrr segir eru myndir á borð við þessa vin-
sælar um þessar mundir.
Jákvæð áhrif á ferðamennskuna
„Friðrik Þór Friðriksson, einn framleiðenda
myndarinnar, hefur bent á að túrisminn í
Skotlandi hafi aukist um 700% í kjölfar sýn-
ingar á kvikmynd Mel Gibsons, Braveheart,
sem gerð var fyrir um áratug. Það geta því
verið mikil og margvísleg langtímaáhrif af
verkefni sem þessu. Menn í svipuðum störfum
og ég á Norðurlöndum hafa orð á því við mig
að það sé einsdæmi í heiminum hversu mikið
af verkefnum á sviði kvikmynda- og auglýs-
ingagerðar hafi verið unnin hér við rætur
Vatnajökuls undanfarin ár. Með því að taka
þátt í þessu verkefni nú eru menn að taka
beinan þátt í að byggja um þessa atvinnu-
starfsemi og bæta þjónustu við þá aðila sem
hugsanlega eiga eftir að koma hingað með
hliðstæð verkefni,“ segir Ari.
Reisa víkingaþorp í Lóni
Það er svæðið í mynni Endalausadals í Lóni
sem helst þykir koma til greina sem töku-
staður fyrir myndina. Gert er ráð fyrir að
hefja smíði leikmyndar í byrjun júní og verður
reist heilt víkingaþorp. Áætlað er að tökur
hefjist í endaðan júlí og standi yfir í 10 vikur.
Þetta er því umfangsmeira verkefni en þeg-
ar James Bond spókaði sig fyrir framan töku-
vélarnar á Jökulsárlóni veturinn 2001. Fyr-
irhugað er að einn af framleiðendum
myndarinnar kynni verkefnið fyrir heima-
mönnum um helgina.
Ævintýramynd líklega
tekin í Endalausadal í Lóni
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Vinsæll vettvangur: Mikið hefur verið um kvikmynda- og auglýsingaverkefni í Austur-Skafta-
fellssýslu síðustu ár. Myndin er tekin er verið var að taka atriði í kvikmyndina Virus au Paradis.
Fjármögnun að ljúka
vegna kvikmyndar sem
byggist á Bjólfskviðu
Bolungarvík | Yfir 80 manns tóku þátt í nám-
skeiði í stafgöngu sem fram fór í Bolungarvík
um sl. helgi þátttakendur í námskeiðinu voru
frá Bolungarvík og nágrannabyggðarlögum.
Heilsubæjarnefndin í Bolungarvík stóð fyrir
námskeiðinu og kom þessi mikla þátttaka
nefndarmönnum þægilega á óvart.
Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ásdís Sig-
urðardóttir íþróttakennari sem hefur réttindi
til að þjálfa almenning og kenna á leiðbeinenda-
námskeiðum fyrir þjálfara í stafgöngu. Ásdís
hefur að undanförnu verið á faraldsfæti til að
kynna þessa tegund heilsuræktar á vegum ÍSÍ.
Stafganga á rætur sínar að rekja til Finn-
lands þar sem þjálfarar gönguskíðamanna létu
kappana arka um með stafina sumarlangt eftir
að snjór hvarf, til að halda efri hluta líkamans í
þjálfun. Rannsóknir hafa leitt í ljós að brennsl-
an er 20% meiri í stafgöngu en í venjulegri
göngu og stafgangan styrkir líkamann 40%
meira en venjuleg ganga.
Þessi tegund hreyfingar er nú stunduð af
milljónum manna og kvenna um allan heim og
hentar jafnt ungum sem öldnum, hjartasjúk-
lingum og keppnisfólki. Sigrún Gerða Gísla-
dóttir, hjúkrunarfræðingur og forsvarsmaður
heilsubæjarverkefnisins í Bolungarvík, segir að
þessi mikla þátttaka á námskeiðinu gefi tilefni
til að huga að öðru námskeiði þar sem ekki hafi
allir sem vildu komist að auk þess veki þessi
tegund hreyfingar mikla athygli.
Þátttakendur voru sammála um að það hefði
komið þeim skemmtilega á óvart hversu vel
þessi hreyfing verkar á allan líkamann og
hversu auðvelt er að stunda hana þegar menn
hafa lært undirstöðuatriðin.
Morgunblaðið/Gunnar Hallsson
Stafganga: Áhugasamir þátttakendur í námskeiðinu fá fræðslu áður en lagt er upp í gönguna.
Stafgangan sló í gegn