Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 29

Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 29 Sauðárkrókur | Nemendur 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki gerðu sér lítið fyrir og gáfu út geisla- disk með lögunum sem þau sungu úr söngleiknum Jesus Christ Super- star. Söngleikurinn var frumsýndur fyrir fullu húsi í félagsheimilinu Bif- röst á miðvikudagskvöld, í tengslum við árshátíð unglingastigsins. Tvær sýningar voru í gær og tvær verða í Bifröst í kvöld, kl. 17 og 20. Auk söngleiksins eru 8. og 9. bekkur með leikþætti og söng á árshátíðinni, sem er með þeim umfangsmestu í sögu skólans. Allur ágóði af miðasölu á árshátíð- ina og sölu geisladisksins rennur í ferðasjóð 10. bekkjar, sem fer í vor til Köge í Danmörku. Er það sjötta árið í röð sem 10. bekkur Árskóla heimsækir jafnaldra sína og fjöl- skyldur þeirra í hinum danska vina- bæ Sauðárkróks. Leikstjóri söngleiksins um Jesú Krist er Guðbrandur Ægir Ás- björnsson, sem einnig samdi dansa ásamt Loga Vígþórssyni. Marian Sorenil Lasarz, öðru nafni Sorin, sá um tónlistina í verkinu og aðstoðaði ásamt fleirum við útgáfu geisladisksins. Nemendur í 10. bekk eru alls 50 og sjá þeir sjálfir um bún- inga, sviðsmynd, lýsingu og hljóð í uppfærslunni um frelsarann. Söngleikur í Árskóla á geisladisk Ljósmynd/Sveinbjörn J. Ásgrímsson Kristur á Króknum: Nemendur í Árskóla flytja atriði úr söngleiknum. SMS tónar og tákn ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. tryggvagata 16 sími 551 1808 www.mamimo.is fallegar fe rminga rg ja f i r HVERFISGÖTU 6 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2862 Mazda3er vel búinn og kraftmikill bíll sem flú ver›ur a› sko›a. Opi› frá kl. 12-16 laugardaga Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskei› á afturhlera B ÍL L ÁR SIN S Í EVRÓPU 200 4 H im in n o g h a f Mazda3 T 1,6 l kostar a›eins1.795.000 kr. Bíll ársins í Danmörku, Finnlandi og Tékklandi. Anna› sæti› í vali á bíl ársins í Evrópu ásamt V W Golf. Máta›u ver›launasæti›!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.