Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 31

Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 31 Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Mikið úrval af DOMINIQUE vörum Ídag er oft talað um hvað hlut-irnir hafa breyst frá því að égog pabbi þinn fæddumst. Í þá daga voru ekki sjálfsagðir hlutir til eins og Pampers-bleiur, þurrkari, pelahitari eða eitthvað álíka. Mæður voru uppteknar allan daginn við að sjóða taubleiur og strauja. Í dag felst stærsta breyt- ingin í fæðing- arorlofinu en nú geta bæði mæður og feð- ur tekið orlof. „Ég fór að vinna þegar þú varst þriggja vikna,“ sagði mamma t.d. eitt sinn við mig og mér krossbrá. Þriggja vikna? Svona var þetta bara þá, eins og mamma bætti við. Pabbi þinn fær þrjá orlofsmánuði og þann þriðja mun hann taka þegar þú verður sex mánaða. Fyrstu tvo mánuðina áttum við því alveg sam- an. Margar vinkonur mínar þekkja þetta sameiginlega frí ekki þó þær eigi tiltölulega ung börn. „Að hugsa sér, pabbar bara með í ungbarna- skoðun?“ sagði ein vinkona mín til dæmis eitt kvöldið þegar við sátum saman fjórar stöllur og kjöftuðum. „Já, já,“ sagði ég, „ég þekki t.d. ekk- ert annað en að við séum bæði hérna heima með barnið og gerum þar af leiðandi allt saman sem þarf að gera í kringum hana. Að vera svona bæði heima er yndislegt og í raun alveg sjálfsögð mannréttindi. Fyrir pabba þinn er þetta líka nýtt, enda var þetta kerfi ekki komið á þegar systk- ini þín fæddust. Ég held þetta geri það að verkum að pabbi þinn hefur strax tengst þér á nánari og annan hátt en ella. Hann er líka strax far- inn að tala um að segja upp á sjónum og fara að vinna hér í landi, vera meira heima eins og hann segir. Ég held að þú eigir stóran þátt í þeirri ákvörðun.  DAGBÓK MÓÐUR Pabbinn vill vera meira heima Meira á þriðjudag. KAFFIMEISTARINN Sonja Grant gaf Daglegu lífi uppskriftir að tveimur kaffidrykkjum, einum heitum og öðrum köldum. Cappuccino segir hún að sé aðalsmerki kaffihúsa Kaffitárs og Eldur Azteka er einnig fáanlegur, en hann er í senn svalandi og þó nokkuð sterkur. Cappuccino Lítið espressóskot (30 ml) G-mjólk Espressóskotið þarf að vera kröft- ugt með þykkri kaffifroðu. Mjólkin á að vera freydd þannig að hún verði silkimjúk. Þegar mjólkinni er hellt út í espressóbollann samlagast mjólk, froða og kaffi þannig að þegar fyrsti sopinn er tekinn er bragðið un- aðslegt af þrenningunni. Borið fram í 150–180 ml bolla og ekki spillir fyrir ef cappuccino-inn er með fallegri mjólkurlist ofan á. Eldur Azteka Lítill espressó (30 ml) 1 tsk hrásykur 1 tsk saxað ferskt engifer 4 dropar tabaskósósa ½ tsk límónubörkur 20 ml óþeyttur rjómi 20 ml nýmjólk ísmolar Kaffi og hrásykur kælt með ísmol- um í hristara og hellt í glas. Í annan hristara er settur afgangurinn af uppskriftinni með klaka og hrist rösklega. Bætt í glasið með klaka og skreytt með límónuberki. Kaffidrykkir Morgunblaðið/Ásdís Eldur Azteka: Svalandi og sterkur. Góður kaffibarþjónn kann ákaffiblönduna sína, veit umuppruna kaffisins, þekkir bragð, er tæknilega fær um að nota kaffiþjöppuna, kann að stilla kvörn- ina og getur búið til hinn fullkomna espressókaffidrykk. Og eftir þrjú ár í starfi á góður kaffibarþjónn að geta orðið heimsmeistari,“ sagði Sonja Grant, framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs. Sonja er nýkomin frá Japan og er á leiðinni til Rússlands til að þjálfa upp dómara og dæma í landskeppnum kaffibarþjóna fyrir árlegt heims- meistaramót, sem að þessu sinni verður haldið í ítölsku borginni Trieste í júní. Sonja er borinn og barnfæddur Akureyringur, en fluttist suður til Reykjavíkur 17 ára gömul til að læra húsasmíði við Iðnskólann í Reykja- vík. Hún lauk náminu og vann við húsasmíðar í fimm ár, en hætti í þeim bransa fyrir rúmum níu árum er kaffibransinn tók yfir eftir að hún hafði ratað inn til Aðalheiðar Héðins- dóttur, eiganda Kaffitárs. „Þá rak Kaffitár aðeins eitt agnarsmátt kaffi- hús í Kringlunni við hliðina á Ríkinu. Annað kaffihús var opnað í Banka- stræti fyrir sex árum og stærra kaffi- hús í Kringlunni fyrir fjórum árum. Þriðja kaffihúsið er svo rekið í nýju kaffibrennslunni á Suðurnesjum og í bígerð er að opna fjórða kaffihúsið í Leifsstöð í sumarbyrjun. Sem fram- kvæmdastjóri kaffihúsanna flakka ég á milli og þjálfa upp kaffibarþjónana okkar. Þeir þurfa að ganga í gegnum nokkuð mikla þjálfun, sem tekur að lágmarki tvo mánuði. Menn byrja í uppvaskinu og tileinka sér kaffi- fræðin. Af nógu er að taka því við framleiðum yfir fjörutíu kaffiteg- undir. Það er hins vegar ekkert far- ið að huga að því að kenna þeim að búa til kaffi fyrr en eftir mánaðartíma eða svo, en segja má að lokahnykk- urinn í þjálfuninni sé sjálfur sopinn. Þá er lærlingum kennt að búa til espressódrykkina, sem heita ýmsum nöfnum.“ Tvisvar silfurverðlaun Sonja segir að mikið vatn hafi runnið til sjávar í kaffimenningu Ís- lendinga á undanförnum fimm árum og svo virðist sem ný starfsstétt kaffi- barþjóna sé að verða til á Íslandi. Þá hefur að sama skapi tekist að blása nýju lífi í stétt kaffibarþjóna um víða veröld með heimsmeistarakeppni kaffibarþjóna, World Barista Cham- pionship, sem fyrst var efnt til í Monte Carlo árið 2000. Í þeim fjórum heimsmeistarakeppnum, sem að baki eru, hafa Íslendingar tvívegis fengið silfurverðlaun, í Monte Carlo árið 2000 og í Boston árið 2003. Alla ís- lensku fulltrúana, sem þátt hafa tekið á heimsmeistaramótum, hefur Sonja séð um að þjálfa og hafa þeir allir starfað hjá Kaffitári. Stefnt er að því að íslenska landskeppnin fari fram í Smáralind 15.–17. apríl. Keppendur verða að líkindum rúmlega tuttugu talsins, en hvert kaffihús má senda tvo fulltrúa í keppnina. Þótt aðeins einn verði krýndur sigurvegari kom- ast sex kaffibarþjónar í úrslit og mynda landslið Íslands í heimsmeist- arakeppninni. „Einn Íslandsmeistari getur ekkert á heimsmeistaramóti nema hafa sveit á bak við sig því stuðningurinn skiptir gífurlegu máli.“ Bjó til leikreglur Þar sem Norðurlöndin þykja standa nokkuð framarlega í kaffi- menningunni hefur Sonja ásamt starfsfélögum á Norð- urlöndum dregist inn í skipu- lagningu heimsmeistaramóts- ins auk fulltrúa frá Bandaríkjunum og Ástr- alíu. „Persónulega hafði ég sérstakan áhuga á dómarahlutnum, en ég hafði allnokkra innsýn í alþjóðleg dómarastörf í gegnum pabba minn, Ein- ar Örn Grant, sem ferðast um heiminn og dæmir um frammistöðu íslenska hestsins á mótum hér og þar. Ég fór að leika mér við að búa til alls konar leik- reglur, sem nýst gætu við dómstörf í alþjóðlegum kaffibarþjónakeppnum, notaði fyrirmyndir úr hestaíþrótt- unum og bætti svo við aðferðum við að þjálfa upp dómara. Eitt hefur leitt af öðru og á heimsmeistaramótinu í fyrra var í fyrsta skipti sett upp al- vöru löggildingarnámskeið fyrir 24 dómara hvaðanæva úr heiminum. “Sonja hefur nýlega skrifað undir samning við Specialty Coffee Association of Europe um að sjá um þjálfun dómara fyrir næsta heims- meistaramót, en enginn dómari getur fengið löggildingu nema í eitt ár í senn þar sem keppnin tekur sífelld- um breytingum. Hjarta kaffibarþjónsins Þegar Sonja er spurð hvaða þátta kaffidómarinn horfi til þegar hann situr í dómarasætinu svarar hún að horft sé til ástríðu kaffibarþjóna ekki síður en tækninnar. „Við erum að- allega í því að dæma störf kaffibar- þjóna, sem vinna við svokallaðar espressóvélar. Kaffiþjappan er hjarta kaffibarþjónsins og hana þarf að nota rétt. Þjappa þarf jafnt í greipina en ekki skakkt, því þá færðu ekki út úr kaffinu það sem til er ætlast. Grunn- urinn að góðum espressókaffidrykk er fyrst og fremst góður espressó með þykkri og góðri kaffifroðu, en það er einmitt froðan sem heldur kaffinu saman. Um leið og dreypt er á sopanum á bæði ilmurinn, bragðið og öll einkenni kaffisins að vera undir froðunni. Góður espressó fær mig til að fá fiðring í magann.“  KAFFIBARÞJÓNN| Ástríða og tækni lykilatriði við blöndunina Fær fiðring af góðum espressó Morgunblaðið/Ásdís Kaffidómarinn: Sonja segir góðan kaffibarþjón kunna vel á þjöppuna sína. Hjarta kaffibarþjónsins: „Hvort sem maður fer út á land eða út í heim, þarf þarfaþingið þjappan ávallt að fylgja. Ég geymi mína í snyrtiveskinu því hana skil ég aldr- ei við mig,“ segir Sonja. join@mbl.is Húsasmiðurinn og kaffibarþjónninn Sonja Grant er orðin alþjóðlegur kaffidómari. Sonja, sem er framkvæmdastjóri kaffihúsa Kaffitárs, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að hún hefði í vaxandi mæli tekið að sér dóm- arastörf í kaffibarkeppnum víða um heim. Cappuccino: Drykkurinn er aðalsmerki Kaffitárs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.