Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 37

Morgunblaðið - 02.04.2004, Síða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 37 FYRSTA einkasýning Gjörningaklúbbsins stend- ur nú yfir í New York, í galleríinu Jack the Pelic- an Presents í Williamsburg í Brooklyn. Opnun sýningarinnar sl. föstudagskvöld var mjög vel sótt auk þess sem á annað hundrað manns sóttu gjörn- ing sem fluttur var á sunnudeginum. Þær Sigrún Hrólfsdóttir, Jóní Jónsdóttir og Eirún Sigurðardóttir skáluðu í kampavíni undir stóru eikartré í almenningsgarði í Williamsburg við sólsetur. Skömmu síðar reyndu þær með sér í kampavínsglasaþeytingi sem með vilja minnti á misheppnað fjölleikahússtriði. Áður hafði Gjörn- ingaklúbburinn leitað aftur á mið einna sinna fyrstu gjörninga. Íklæddar hvítum kabarettglan- skjólum með álfavængi á bakinu skiptust þær á kossum og hófust svo handa við að klippa vængina hver af annarri. Á meðan blóðlitaður vökvi rann í taumum niður eftir bökum þeirra feldu þær tár, í senn sorgar og gleði, yfir umskiptunum sem voru að eiga sér stað. Frelsistákn Bandaríkjanna, örninn, svífur yfir sýningarsal gallerísins. Var hann útbúinn sér- staklega fyrir sýninguna en efniviðurinn er næl- onsokkar. Nýtt ljósmyndaverk lýsir óvissuferð pelsklæddra frúa út í náttúruna þar sem þær sitja m.a. sönglandi með kassagítar við varðeld. Virðast þær þó ekki hafa hætt sér lengra en að stíflunni uppi við Elliðaár. Annað ljósmyndaverk er heim- ild um gjörning þar sem kampavín, kavíar og andaglas koma við sögu. Þá er myndbands- upptaka af gjörningnum Takk, óði til fiskvinnslu- kvenna, leikið í innri sal gallerísins. Sýningu Gjörningaklúbbsins lýkur 25. apríl nk. Ein ljósmyndanna úr nýlegu verki Gjörningaklúbbsins. Innsetning á fyrstu einkasýningu Gjörningaklúbbsins í New York. Gjörningaklúbburinn í New York New York. Morgunblaðið. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 HEIMASTJÓRN 1904 Sýningin er unnin í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. www.thjodmenning.is Heimastjórn 1904 - sýning í Þjóðmenningarhúsinu. Opið alla daga frá kl. 11-17 Bíldshöfða 8, sími 562 1055 Afsakið! Þetta var aprílgabb Erum samt fluttir Kíkið á slóðina www.guffi.is og leitið að bíl

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.