Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 38
38 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
V
ið látum ekki bugast,“
sagði Kristinn Árna-
son, oddviti Hríseyjar-
hrepps, en í fyrradag
var öllu starfsfólki Ís-
lensks sjávarfangs sagt upp störf-
um. Nota á næstu vikur til að end-
urskipuleggja reksturinn og leita
leiða til að tryggja framtíð félags-
ins.
Íbúar sem og forsvarsmenn fyr-
irtækisins virðast nokkuð bjartsýn-
ir á að það takist og segjast ekki sjá
annað nú en að það ætti að geta
gengið eftir.
Síðustu ár hafa verið Hríseying-
um erfið. Umfangsmikil útgerð og
fiskvinnsla var í eynni í eina tíð á
vegum Kaupfélags Eyfirðinga og
síðar Snæfells, dótturfélags KEA
og þaðan voru m.a. um tíma gerðir
út togararnir Snæfell og Sólfell sem
sáu frystihúsi staðarins fyrir hrá-
efni sem og síðar Súlnafell. Hag-
ræðing í sjávarútvegi á níunda ára-
tug liðinnar aldar varð til þess að
skipin voru seld og smám saman
færðist útgerðin og kvótinn yfir til
Dalvíkur.
Fiskvinnslan fékk þaðan hráefni
sem unnið var í eynni, en árið 1997
var fiskvinnslu hætt í Hrísey og þar
byggð pökkunarstöð. Fiskbitar
voru framleiddir í frystihúsinu á
Dalvík og flutttir til Hríseyjar þar
sem þeim var pakkað í neytenda-
umbúðir. Sá háttur var hafður á þar
til stjórnendur Snæfells tilkynntu
haustið 1999 að pökkunarstöðinni í
Hrísey yrði lokað og hún færð yfir
til Dalvíkur og kom sú ákvörðun til
framkvæmda um áramótin 1999/
2000. Þetta varð gríðarlegt áfall
fyrir sveitarfélagið.
Í kjölfarið var farið að leita nýrra
leiða til atvinnuuppbyggingar. Ein
þeirra var starfsemi á vegum Ís-
lenskrar miðlunar en um tíma voru
vonir bundnar við að hægt yrði að
koma á fót fjarvinnslustöð í eynni
sem skapaði allt að 12 manns vinnu.
Þær áætlanir gengu ekki eftir. Þá
var reynt að koma upp starfsemi
fyrir fatlaða í Hlein, húsi í eigu
sveitarfélagsins. Áhugi var fyrir að
setja þar upp skammtímadvöl og
gert ráð fyrir að ráðnir yrðu nokkr-
ir starfsmenn. Ekkert varð af þess-
um áformum, m.a. vegna neikvæðr-
ar umræðu sem varð þegar
hugmyndin var kynnt. Íslenskt
sjávarfang var stofnað í febrúar
2000 og var það að meirihluta í eigu
Snæfells, sem síðar var sameinað
Samherja.
Velta hefur aukist
um 60% milli ára
Kristján Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Íslensks sjávarfangs,
sagði að vel gengi að selja afurðir
fyrirtækisins og verkefnastaða þess
væri betri en áður. Þá væru í burð-
arliðnum samningar við útlenda
kaupendur, sem myndu tvö- til þre-
falda veltu félagsins. Meirihluti
hráefnisins kemur af skipum Sam-
herja. Kristján benti á að húsnæði
félagsins væru of stórt fyrir rekst-
urinn og kostnaður því mikill, en til
stæði að selja hluta þess og þá von-
andi innan tíðar. Það myndi létta á
rekstrinum.
„Síðustu tvö ár hafa verið erfið,
einkum árið 2002, en við vonum að
bjartara sé framundan. Við
stefnum að því að fá fleiri aðila inn
í reksturinn með okkur og ég geri
ráð fyrir að það komi í ljós fljót-
lega eftir páska hvernig það geng-
ur,“ sagði Kristján. Velta félagins
hefur aukist umtalsvert, eða um
60% frá sama tíma í fyrra. „Við er-
um auðvitað sáttir við það og erum
bjartsýn á að framhaldið verði
gott, en vissulega erum við í þess-
um aðgerðum nú vegna þess að við
erum í vandræðum.“
Fólk hefur trú á að
þetta takist
Kristinn Árnason sagði að hljóð-
ið í Hríseyingum væri alls ekki svo
slæmt, menn væru frekar bjart-
sýnir á að tækist að snúa vörn í
sókn og að betri tíð væri framund-
an hjá fyrirtækinu. „Fólk virðist
bara rólegt, það er greinilegt að
menn ætla að reyna til þrautar að
endurskipuleggja fyrirtækið og
treysta rekstur þess. Fólk hefur
greinilega trú á að það takist,“
sagði Kristinn. Hann sagði hrepp-
inn enga burði hafa til að taka þátt
í uppbyggingu félagsins, en hann
vonaði að slíkur aðili fyndist.
„Við höfum orðið fyrir endalaus-
um og stórum áföllum hér í Hrísey
á síðustu árum,“ sagði Kr
„Íbúunum hefur fækkað
tekjur sveitarfélagsins því d
saman og það líður að því að
arfélagið muni ekki geta sin
boðnum skyldum sínum. „Vo
mun sú stund ekki renna
sagði hann og taldi Hríseyin
mennt hlynnta sameiningu v
ureyri. Eitthvað yrði að g
„Við getum þetta ekki end
þá er alveg eins hægt að segj
ur að slökkva ljósin í haust,
þessu bara,“ sagði Kristin
hann taldi að stjórnvöld hefð
gefið vandræðum Hríse
nægan gaum á liðnum árum
Þannig hefði til að mynd
tonnum af byggðakvóta ver
hlutað til eyjarinnar árið 20
49 tonnum í fyrra. Vonir
bundnar við kræklingaræ
eynni en forsvarsmönnum
urskeljar hefði gengið illa
fyrirgreiðslu til að byggja
tækið upp. „Við verðum sa
berjast áfram,“ sagði Kristin
Bíðum bara og sjáum
Hanna Antonsdóttir
starfað við fiskvinnslu í Hrís
langt árabil, byrjaði árið 19
man því tímana tvenna. „Við
svo sem ekkert hvað verðu
um bara og sjáum til, þetta
allt í ljós,“ sagði Hanna. „Við
um bara að vera bjartsýn
Kristinn Árnason. Hanna Antonsdóttir.Kristján Kristjánsson.
Hríseyingar bjartsýnir á að takist að endurreisa
Látum ekki b
Hríseyingar eru bjartsýnir þrátt fyrir
blikur séu á lofti í atvinnumálum
eyjarskeggja. Öllu starfsfólki Íslensk
sjávarfangs var sagt upp störfum í fyr
dag og verða næstu vikur notaðar til
endurskipuleggja reksturinn og leit
leiða til að tryggja framtíð fyrirtækisi
Margrét Þóra Þórsdóttir og Kristjá
Kristjánsson heimsóttu Hrísey í gær
tóku heimamenn tali.
Morgunblaðið/Kr
Ebba Sigurhjartardóttir og Hanna Antonsdóttir voru að skrúbba
vinnslusalinn hátt og lágt, þar sem vinnsla lá niðri.
AÐGREINING
UMFERÐARÆÐA
Áráðstefnu um umferðarmál,sem Vátryggingafélag Ís-lands efndi til í fyrradag
var athyglinni beint ekki sízt að
aðgreiningu umferðaræða. Fram
kom að á milli 80% og 90% allra
banaslysa, sem verða í umferðinni
verða í dreifbýli. Um þessar alvar-
legu tölur sagði Ágúst Mogensen,
framkvæmdastjóri rannsóknar-
nefndar umferðarslysa, í viðtali
við Morgunblaðið í gær: „Umferð
á þjóðvegum úr gagnstæðum átt-
um er víðast óaðgreind. Ef við tök-
um framanákeyrslur og árekstra
sem dæmi, þá erum við með tvo
bíla, sem eru kannski á 90 km
hraða og sameiginlegur árekstrar-
hraði er þá um 180 km hraði. Þessi
staða getur eiginlega ekki komið
upp hérna í þéttbýlinu vegna þess
að umferðin er víða aðgreind.“
Á ráðstefnu VÍS kom fram, að
Svíar hafa náð að draga úr bana-
slysum um 90% með því að að-
greina betur umferð úr gagnstæð-
um áttum.
Hér er komið að mjög veiga-
miklum þáttum í umferðinni. Sú
hætta sem athyglinni var beint að
á þessari ráðstefnu blasir við. Eft-
ir að varanlegt slitlag var komið
svo víða á þjóðvegi er augljóst að
aksturshraði hefur aukizt. Þótt ör-
yggi sé að hluta til meira vegna
slitlagsins hefur hættan á alvar-
legum slysum líka aukizt vegna
þess að akreinar eru ekki aðskild-
ar. Í raun er það svo að ökumaður,
sem virðir á allan hátt umferðar-
reglur og ekur ekki hraðar en lög
leyfa, getur átt líf sitt undir þeim,
sem ekur á móti honum og virðir
ekki sömu reglur. Smávægileg
mistök í akstri geta leitt til dauða-
slyss vegna þess að umferðaræðar
eru ekki aðgreindar.
Fjárveitingavaldið hefur horfzt
í augu við þennan veruleika með
fjárveitingum til tvöföldunar
Reykjanesbrautar. Það þarf ekki
að hafa mörg orð um þá hættu,
sem stafar af því að þar hafa ak-
reinar ekki verið aðgreindar. Það
stendur nú til bóta og fram-
kvæmdir komnar vel á veg.
En þetta er ekki nóg. Það er
óhjákvæmilegt að hefjast handa
um frekari framkvæmdir á þessu
sviði og spurning, hvort ekki sé
hægt að grípa til viðaminni að-
gerða en tvöföldunar akbrauta,
sem þó tryggi að hægt verði að
koma við aðgreiningu umferðar-
æða.
Það var tímabært að þessi
grundvallarþáttur í umferðarmál-
um okkar væri tekinn til umfjöll-
unar með jafn afgerandi hætti og
gert var í þessu tilviki.
MEÐ VESTRÆNUM AUGUM
Fréttir sem fólk fær í okkarheimshluta frá fjarlægari
löndum eru ekki endilega „rétt-
ar“ fréttir. Þær lýsa hins vegar
sjónarhorni Vesturlandabúa og
vestrænna fjölmiðla, þegar um er
að ræða erfið mál í fjarlægum
löndum. Þess vegna er oft gagn-
legt að fá gesti í heimsókn frá
þessum sömu svæðum, sem lýsa
sinni sýn á þá sömu atburði.
Fyrir nokkrum dögum var hér
á ferð sendinefnd frá ráðgjafar-
þingi Sádí-Arabíu. Formaður
sendinefndarinnar, Mohammad
Al Sharief, lýsti sínum viðhorfum
til átakanna í Miðausturlöndum í
samtali við Morgunblaðið í gær
og sagði m.a.:
„Þegar Ísraelar eru að
sprengja hús fyrir fólki og kalla
það sjálfsvörn teljum við og Pal-
estínumenn það vera hryðjuverk.
Þannig köllum við sjálfsmorðs-
árásir kannski sjálfsvörn en Ísr-
aelar álíta það hryðjuverk. Í okk-
ar trú er sjálfsvörn almennt
viðtekin. Fólk hefur rétt til að
verja heimili sitt. Það er stærra
mál þegar ríki fremja hryðjuverk.
Allt það sem Bandaríkjamenn
gera er undir yfirskini þess að
þau séu að berjast gegn hryðju-
verkum. Í svona tilvikum er það
stundum versta hryðjuverkið í
augum almennings. Andstaðan
við Bandaríkin eykst til dæmis í
Írak, þar sem ríkir óöryggi og
hræðsla meðal almennings og það
teljum við vera hryðjuverk.“
Mohammad Al Sharief var
spurður hvort Osama bin Laden
nyti fylgis í Sádí-Arabíu. Svar
hans var þetta: „Osama bin Lad-
en nýtur alls ekki fylgis í Sádí-
Arabíu meðal almennings. Það
var stuðningur Bandaríkjamanna
við bin Laden, sem gerði hann að
því, sem hann er. Hann var þjálf-
aður í Afganistan af Bandaríkja-
mönnum, þegar þeir voru að berj-
ast við Sovétríkin.
Bandaríkjamenn vildu nota þessa
menn til að berjast við Sovétríkin
... Þegar þau drógu sig út úr Afg-
anistan voru engin not fyrir
þessa menn lengur.“
Eins og sjá má af þessum til-
vitnunum ríkir töluvert annað
viðhorf í Sádí-Arabíu til þessara
mála en við höfum kynnzt á Vest-
urlöndum. Hver svo sem afstaða
okkar kann að vera er bæði gagn-
legt og nauðsynlegt að kynnast
sjónarmiðum annarra þjóða í
þessum heimshluta og vega og
meta ástandið þar og atburði í
ljósi ólíkra viðhorfa.