Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR 42 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ E in mesta klisja okkar tíma er hugtakið hnattvæðing, skil- greint sem frjálst flæði vöru, þjón- ustu, vinnuafls og fjármagns um heiminn. Við heyrum því stund- um fleygt að á okkar hnattvæddu tímum hafi heimurinn líkt og skroppið saman og fjarlægðir heimshluta á milli séu að engu orðnar, meðal annars með til- komu Netsins og ódýru milli- landaflugi. Og kannski er nokkuð til í þessu. Við getum slakað á í heita pottinum í Vesturbæj- arlauginni einn daginn og flat- magað á sólarströnd á Balí ör- skömmu síðar. Ef við veltum hlut- unum hins vegar aðeins fyrir okkur blasir hins vegar sú staðreynd, að hnattvæð- ingin er ekkert annað en lúx- usréttur sem aðeins fáir útvaldir, aðallega Vesturlandabúar, geta leyft sér að smjatta á. Sameinuðu þjóðirnar meta það svo að á ári hverju gangi allt að 4 milljónir manna í heiminum kaupum og sölum og hagnaður- inn nemi allt að sjö milljörðum bandaríkjadala. Á Íslandi hefur þetta athæfi verið nefnt mansal, en fórnarlamba þess bíða óblíð örlög. Þetta fólk, sem oftast eru konur og börn frá fátækum ríkj- um, er hneppt í hryllilegan þræl- dóm í kynlífsiðnaðinum, verk- smiðjum eða á heimilum vel stæðra Vesturlandabúa. Þræla- hald hefur verið bannað í heim- inum í yfir 200 ár en þrátt fyrir það blasir við okkur sú staðreynd að þrælasala á sér stað, nú á 21. öldinni. Hvað er til ráða? Á Vest- urlöndum hafa menn vaknað til vitundar um vandamálið og lausnir hafa verið settar fram. Meðal þeirra má nefna aukið landamæraeftirlit í því skyni að stöðva þá sem flytja hugsanleg fórnarlömb mansals milli landa og dóma yfir þeim sem stunda mansal. Þá hefur verið rætt um aukinn stuðning og hugsanlega dvalarleyfi til handa fórn- arlömbum mansals í því landi sem þau gefa sig fram í. Er markmiðið með þessu meðal ann- ars það, að auka líkur á því að fórnarlömb leysi frá skjóðunni og uppræta megi þau alþjóðlegu glæpasamtök, sem að mansali standa. Allt saman lofsvert, en snertir vart við rótum vandans. Við vörum konur í Eystrasalts- ríkjunum, þar sem lífskjör eru bág og efnahagsástand lélegt, við því að leggja land undir fót og taka vafasömum atvinnutilboðum á Vesturlöndum. Gott dæmi um konu, eða raunar barn, í þessum sporum, er Lilja, söguhetja sænska leikstjórans Lukasar Moodyssons í mynd hans Lilja að eilífu. Lilja, umkomulaus tánings- stúlka úr ónafngreindu fyrrum Sovétlýðveldi, er einmitt ginnt til Svíþjóðar með fyrirheiti um vinnu við grænmetisrækt. Við komuna þangað er hún hins veg- ar svipt frelsi sínu, lokuð inni og neydd til að stunda vændi. Átak- anlegri örlög er vart hægt að ímynda sér og taka ber fram að söguþráður Moodyssons er ekki uppspunninn, heldur byggður á raunverulegum atburði í Svíþjóð. Örlög Lilju hans Moodyssons voru átakanleg. En átti hún sér framtíð í heimalandi sínu? Nei. Enda var það yfirlýst markmið Moodyssons með myndinni að sýna hvernig Vesturlandabúar misnota, misþyrma og deyða fá- tækt fólk. Lilja var í raun eins og dýr í búri, dæmd til grimmilegra örlaga, ef ekki í Svíþjóð, þá í öm- urlega, niðurnídda hverfinu ein- hversstaðar í fyrrum Sovétríkj- unum, þar sem lífskjör þorra fólks hafa hrunið frá því að kommúnisminn leið undir lok (og öllu frelsispostulunum stendur hjartanlega á sama). Á tímum kommúnismans var ferðafrelsi Sovétmanna til annarra landa skert af stjórnvöldum í Kreml, en nú á dögum „frelsisins“ sjá Vest- urlönd um að takmarka þetta frelsi íbúanna, með því að banna þeim að flytjast til Vesturlanda. Bág lífsskilyrði í fátækari ríkj- um heims valda því að þar er fjöl- margt fólk, sem á sér svo öm- urlega tilvist í heimalandi sínu að það er tilbúið að taka áhættuna sem í því felst að taka „vafasöm- um“ atvinnutilboðum á Vest- urlöndum og jafnvel að kaupa sér fölsuð vegabréf í þeirri von að verða ekki stöðvað á landamær- um og sent aftur heim í fátækt- ina. Nokkur mál hafa komið upp á Íslandi að undanförnu sem gætu verið mansalsmál, í það minnsta hafa menn hafa verið stöðvaðir í Keflavík við að flytja fólk með fölsuð persónuskilríki vestur um haf. Nýlega las ég í Morg- unblaðinu, að öll fórnarlömb í málunum, hefðu verið send til síns heima, að eigin ósk. Hverjir skyldu valkostirnir hafa verið? Buðu íslensk stjórnvöld fólkinu að setjast að hér á landi? Það þykir mér harla ólíklegt. Og hvar skyldu þau vera núna? Ham- ingjusöm heima í Kína að vinna í skóverksmiðjum Nike eða X18, eða jafnvel hneppt í kynlífs- þrældóm í eigin landi? Það er gott og gilt að vara fólk í fátækum löndum við því að alls óvíst sé að gull og grænir skógar bíði þeirra á Vesturlöndum. Það er ómaksins virði að reyna að uppræta glæpahringi og refsa þeim sem verða uppvísir að því að kaupa og selja manneskjur. Og það er svo sannarlega réttlæt- anlegt að refsa þeim sem nýta sér neyð annarra, með því að kaupa líkama þeirra. Það er hins vegar ljóst að svo lengi sem vörur, þjónusta og fjár- magn flæða frjáls um heiminn, en fólk aðeins svo fremi sem það er af „réttu“ þjóðerni, mun vandinn áfram verða til staðar. Svo lengi sem Vesturlandabúar sitja sem fastast á flestum heimsins gæð- um mun áfram verða til fátækt fólk frá bágstöddum ríkjum, sem verður fórnarlömb harðsvíraðra glæpamanna. Þræla- flutningar Bág lífsskilyrði í fátækari ríkjum heims valda því að þar er fjölmargt fólk, sem á sér svo ömurlega tilvist í heimalandi sínu að það er tilbúið að taka áhættuna sem í því felst að taka „vafasömum“ at- vinnutilboðum á Vesturlöndum. VIÐHORF Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ✝ Einar Hannes-son fæddist í Keflavík 20. ágúst 1923. Hann andaðist á Heilbrigðisstofn- un Suðurnesja 26. mars síðastliðinn. Foreldrar Einars voru Arnbjörg Sig- urðardóttir frá Bergþórsbúð í Hellnasókn á Snæ- fellsnesi, f. 29. sept. 1887, og Hannes Einarsson, frá Úlfs- stöðum í Skagafirði, f. 7. febrúar 1878. Hannes og Arnbjörg eignuðust 13 börn. Af þeim komust til full- orðinsára, auk Einars, Guðmund- ur Sigurvin, f. 1906, d. 1989, Guðrún Fanney, f. 1907, d. 2000, Sigrún, f. 1911, d. 2001, Svava Sigurrós, f. 1914, Ellert Þórar- inn, f. 1917, d. 1963, Margrét, f. 1921, Lára Kristjana, f. 1926, og Bjarnheiður, f. 1930. Sonur Hannesar var Ingvi, f. 1912, d. 1978. Einar kvæntist 4. desember 1956, maki Jón Pétursson, f. 18. maí 1951. Börn þeirra eru María, f. 1978, Pétur, f. 1981, og Heið- rún, f. 1991. 4) Jón Benjamín, f. 19. júní 1965, maki Gerður Pét- ursdóttir, f. 11. desember 1969. Börn þeirra María Ben, f. 1993, og Skapti Benjamín, f. 1995. Einar fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann byrjaði barn- ungur að taka til hendinni eins og oft vildi verða í stórum syst- kinahópi. Hann stundaði sjó- mennsku nær óslitið frá því á unglingsárunum og allt fram til ársins 1989 er hann kom í land. Lengst af var hann skipstjóri á hinum ýmsu fiskibátum og ber þar helst að nefna Ver KE 45, Ólaf KE 49 og Sæborgu KE 77. Einar hlaut heiðursmerki sjó- mannadagsins í Keflavík árið 1992 og var gerður að heiðurs- félaga í Skipstjóra- og stýri- mannafélaginu Vísi 1996. Eftir að Einar hætti til sjós starfaði hann sem vaktmaður hjá Olíu- stöðinni í Helguvík í nokkur ár. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og skipaði sér snemma í sveit jafnaðarmanna, var mikill stuðningsmaður Al- þýðuflokksins og krati alla tíð. Útför Einars verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1948 Maríu Jónsdótt- ur frá Vík í Norð- firði, f. 8. apríl 1924. Foreldrar Maríu voru Margrét Jóhanna Sveinbjörnsdóttir og Jón Benjamínsson. Börn Einars og Mar- íu eru: 1) Hannes, f. 20. júlí 1948, maki Laufey Steingríms- dóttir, f. 3. júní 1948. Börn þeirra: a) Ína Björk, f. 1972, maki Kristín Þórhalla Þór- isdóttir, dóttir Ínu er Laufey Ebba. b) Ein- ar, f. 1974, maki Rebekka Ólafs- dóttir, börn þeirra eru Hannes, Elvar Óli, Jóhann og Emma Sig- ríður. c) Brynja Huld, f. 1978, maki Ingiberg Þór Kristjánsson, þeirra börn eru Kristján Þórar- inn og Brynjar Þór. Ellert, f. 1980. 2) Sigurlaug, f. 14. október 1951, maki Bjarni Ásgeirsson, f. 3. júlí 1955. Börn þeirra, Helga Huld, f. 1981, unnusti Bjarni Már Hauksson, og Ásgeir, f. 1985. 3) Margrét Lilja, f. 22. september „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Þetta kvæði lýsir föður okkar afar vel og með því viljum við kveðja og þakka fyrir alla þá ást og umhyggju sem hann gaf okkur. Hannes, Sigurlaug, Margrét Lilja og Jón Ben. Fyrir tæpum tuttugu árum eign- aðist ég, þá á táningsaldri, einstaka „tilvonandi“ tengdaforeldra. Í dag langar mig að minnast tengdaföður míns Einars Hannessonar með nokkrum orðum. Fyrsta minning mín um hann er í raun einkennandi fyrir hann alla tíð. Afi Einar liggj- andi á gólfinu með Ásgeiri, þá sínu yngsta barnabarni, að knúsa og leika. Þegar ég fletti fyrir nokkrum dögum í gegnum myndaalbúm fjöl- skyldunnar er Einar á flestum myndunum umkringdur barnabörn- um sínum. Áberandi var að í fæstum tilvikum náði ljósmyndarinn að fanga athygli hans. Svo heillaður var hann af ungviðinu að í stað þess að horfa í linsu ljósmyndarans þá má sjá hann kjá og brosa við litlu börn- unum. Auk þess að vera einstakur afi þá var Einar einn hjartahlýjasti maður sem ég hef kynnst. Hjálpsemin og umhyggjan fyrir náunganum var honum í blóð borin. Ég minnist þess þegar ég var ung móðir að jafna mig eftir fæðingu frumburðarins að tengdapabbi kom í heimsókn sem oftar. Fyrr en varði var hann búinn að bretta upp ermar og tekinn til við uppvaskið. Einnig minnist ég heim- sókna Einars og Maju til okkar í Danmörku, dagurinn hófst oft á morgungöngu Einars með Skapta, yngsta barnabarninu. Sá stutti tæpra tveggja ára leiðir afa sinn um hverfið, ánægjan og gleðin lýsir af þeim langar leiðir. Áður en dvölinni lýkur er gamli seigur búinn að ryk- suga stofuna margoft, pússa grillið og þvo áklæðið á borðstofustólunum. Einari leið best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og með lítil börn í kringum sig. Hann lagði ásamt Mar- íu, eftirlifandi konu sinni, grunninn að því sem nú í dag myndar heil- steypta fjölskyldu sem þjappar sér saman á sorgarstundu. Það er sárt að sjá á eftir kraftakarlinum óslítandi yfir móðuna miklu. En eftir stendur arfleifð hans, fólk sem er meðvitað og umhugað um samferða- menn sína. Einar ólst upp í stórum systkinahópi og mátti greina vænt- umþykju hans í garð systkina sinna alla tíð. Einstakt var að upplifa náið samband hans og Möggu systur sem þau ræktuðu allt til enda. Einar var mikill gleðimaður og húmornum hélt hann til æviloka. Þegar við Jón Ben. sonur hans færðum honum nokkru fyrir andlátið teikningu frá dóttur okkar með orðunum „Afi, ég elska þig“ sagði hann nokkuð sem nú situr í minni okkar sökum þess hve sannt og lýsandi það var fyrir hann. „Allir elska afa og afi elskar alla.“ Megi góður guð vera með öllum þeim sem nú syrgja og sakna Einars sem í mínum huga var einstakur afi og tengdafaðir. Gerður Pétursdóttir. Eftir stutta en snarpa baráttu er komið að leiðarlokum í lífi tengda- föðurs míns. Við fyrstu kynni varð mér ljóst að þar fór maður sem lét sér annt jafnt um fjölskyldu sína sem aðra, barnelskur og mikill mannvin- ur. Hann var umhyggjusamur, ein- staklega vinnusamur og verklaginn maður. Enda kom það fljótlega í ljós í okkar kynnum að oft fannst honum að tengdasonurinn mætti gefa sér meiri tíma í að hlúa að ýmsum verk- legum þáttum er lúta að heimilinu. Hann var natinn við að segja mér frá því þegar mætti nú fara að bera á pallinn eða þá að það vantaði peru hér og þar. Einar var maður sem alltaf var að, ef ekki fyrir sjálfan sig þá var hann boðinn og búinn að hjálpa öðrum. Það síðasta verkefni sem hann tók að sér að gera fyrir mig var háfur sem örugglega mun koma sér vel við veiðimennsku fram- tíðarinnar og mun verða sem minn- isvarði um verklagni hans en eins og flestir vita var Einar sjómaður í húð og hár og það vafðist ekki fyrir hon- um að hnýta upp netstubb fyrir mig. Einar tengdapabbi var skipstjóri til margra ára og mikill gæfumaður bæði til sjós og lands, veit ég að hann sótti sjóinn stíft hér á árum áður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín og sinna manna, þoldi engan aumingja- skap og lét menn heyra það ef þeir stóðu sig ekki. Hann var sérlega ósérhlífinn og stóð ávallt fremstur í flokki á meðal sinna manna. Einar var einstaklega góður mað- ur, mátti ekkert aumt sjá, mikill afi í sér og umhyggjusamur við alla sína nánustu. Hann var alla tíð aufúsu- gestur á mínu heimili og margar stundir hefur fjölskyldan í Klaust- urhvamminum átt með tengdafor- eldrum mínum á liðnum árum. Mörg matarboð hafa verið haldin enda var eitt það skemmtilegasta sem tengda- sonurinn gerði að elda fyrir tengda- pabba því hann var matmaður mikill og kunni svo sannarlega að njóta alls þess sem var borið á borð fyrir hann. Einn sið hafði hann umfram aðra en það var að vaska upp eftir matinn. Enda kom engum á óvart þegar hann um aldamótin var heiðraður sérstaklega af dætrum sínum með hátíðarskjali „Uppvaskari aldarinn- ar“. Þessu hafði tengdapabbi mikið gaman af og tala myndirnar frá þess- um áramótum sínu máli. Ófáar ferðir áttum við með þeim um landið okkar þar sem komið var saman einhvers staðar í sumarbú- stað og var þá gjarnan tekið í spil og notið góðra stunda með ættingjum og vinum. Það var ósjaldan sem við Sigur- laug þurftum að eiga tengdaforeldr- ana að þegar við hjónin fórum í lengri eða styttri ferðalög, þau hugs- uðu um börnin okkar hvort sem þau fóru til Keflavíkur eða amma og afi komu og dvöldu heima hjá okkur. Það var aldrei komið til baka að tóm- um kofanum, tengdapabbi hafði sannarlega tekið til hendinni, lag- fært, þrifið bílinn og annað sem þurfti að dytta að. Börnin komu heim í hádeginu þessa daga og voru ávallt yfir sig hrifin að fá í hádeginu gam- aldags heimatilbúinn mat sem amma eldaði. Þetta nána samband sem börnin áttu við afa og ömmu í gegn- um árin hefur að mínu mati haft ómetanlegt gildi í uppeldi þeirra. Það væri hægt að segja margt um hann Einar tengdaföður minn en hér skal látið staðar numið og komið að því að þakka fyrir sig, þakka fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu.Þess verður ætíð minnst með miklu þakklæti. Blessuð sé minning hans. Bjarni Ásgeirsson. Nú er elskulegur afi minn dáinn. Á svona stundu koma upp í hugann endalaus minningabrot. Ég er elsta barnabarn ömmu og afa og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í næsta nágrenni við þau í Keflavík. Oft og iðulega lá leiðin til þeirra eftir skóla og svo var sérlega eftirsóknarvert að fá að gista hjá þeim um helgar. Alltaf var maður velkominn til þeirra í Krossholtið og dvaldi ég oft hjá þeim um lengri og skemmri tíma, allt fram á fullorðins- ár. Afi var sérlega blíður og góður við okkur barnabörnin. Hann var stór og sterkur skipstjóri sem gekk í öll verk, hvort sem það voru heimilis- störf, barnaumönnun eða einhver önnur hefðbundnari karlastörf. Þeg- ar við systkinin vorum lítil ætluðum við að verða eins og afi þegar við yrð- um stór, með ístru og allt. Afi var alveg sérstaklega snyrti- legur maður og lagði mikið upp úr því að hafa allt hreint og fínt í kring- um sig, hvort sem það var heimilið, bíllinn eða hann sjálfur. Við barna- EINAR HANNESSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.