Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 47
hrein listaverk, sem jafnan var fylgt úr hlaði með einkar hlýjum orðum. Ég fylgdist líka með garðvinnunni hjá grannkonu minni og hvernig hún nostraði við blómin sín og bjó sér til sitt ævintýraland í garðinum. Í um- gengni hennar við náttúruna birtist sama blíða og kærleikur og skein út úr öllu hennar starfi við börnin sín og annað fólk. Oddrún hafði einstaklega góða nærveru og nærvera hennar veitti manni innri ró. Við fylgdumst hvor með annarri úr fjarlægð. Þegar ljós var hjá Oddrúnu vissi ég að allt var í lagi og Oddrún gætti að ef týruna vantaði mín megin. Nú er slökkt hjá þessari vinkonu minni. Ég kveð góðan granna, sem gekk sinn veg með hógværð, en lét svo margt gott af sér leiða og reynd- ist ætíð nágrönnum sínum vel. Ég þakka samfylgdina og sendi börnun hennar, þeim Ágústi, Sunnu, Sig- rúnu, Páli og Sigga og fjölskyldum innilegar samúðarkveðjur. Sigríður Guðmundsdóttir, Vonarlandi. Haustið 1978 hittist hópur fólks sem átti að vinna saman í dagdeild Breiðagerðisskóla. Sum okkar voru ung, nýskriðin út úr skóla, önnur orð- in aðeins sjóaðri í kennslu. Í hópnum var fullorðin kona sem okkur var sagt að ætti að vera ráðskona og sjá um mat og kaffi fyrir börn og fullorðna. Þessi kona hét Oddrún Pálsdóttir. Fljótlega varð hennar hlutverk í hópnum stærra og meira en að sjá okkur fyrir næringu. Hún hlúði að börnum og fullorðnum þar sem henni þótti þurfa. Hún var af þeirri kynslóð kvenna sem hafði helgað líf sitt heim- ili og börnum. Hún var vel lesin og fróð og sannkallaður listamaður í höndunum. Hún velti ekki fyrir sér hvað væri í hennar verkahring heldur gerði það sem hún taldi þörf á og var það æði margt. Allt þetta kom börnunum í Breiðagerðisskóla til góða. Hún varð þeim sem besta amma, kenndi þeim ýmislegt í höndunum, hlýddi þeim yf- ir námsefni fyrir próf, kenndi börn- um að segja r, þegar talkennarinn veiktist, ræddi við þau um alla heima og geima og gaf þeim gott að borða. Við vitum að mörg barnanna heim- sóttu Oddrúnu löngu eftir að þau voru hætt í skólanum og orðin full- orðið fólk. Gestum sem komu í skól- ann gaf hún kaffi og sínar einstöku heimabökuðu bollur. Oddrún sýndi okkur fullorðna fólk- inu líka mikla umhyggju. Hún fylgd- ist með börnum okkar og gaf okkur góð ráð þegar við þurftum á að halda. Með árunum þróaðist vinskapur sem hélst allt fram á þennan dag. Auðvit- að hittumst við sjaldnar en við hefð- um viljað en alltaf var gaman að koma til Oddrúnar á Sogaveginn. Voru þá gjarnan rifjaðar upp gamlar minningar yfir kaffi og krásum og var Parísarferð okkar vinsælt umræðu- efni. Sú ferð sem við kennarar dag- deildar ásamt Oddrúnu fórum í er okkur öllum ógleymanleg. Oddrún talaði ekki frönsku en hún var ekki í neinum vandræðum með að gera sig skiljanlega. Þjónarnir í París vildu allt gera fyrir þessa brosmildu, eldri konu sem talaði við þá á íslensku. Sýndi þetta hve ótrúlega úrræðagóð Oddrún var í þessu sem öðru. Við værum betur stödd í dag ef þau góðu gildi sem Oddrún starfaði eftir væru í hávegum höfð. Við þökkum henni samfylgdina og vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Oddrúnar Pálsdóttur. Guðrún, Kristín, Guðríður og Guðlaug. Mig langar að minnast vinkonu minnar í fáum orðum. Ég kynntist Oddrúnu fyrst þegar ég var í sérdeild Breiðagerðisskóla sem þá var kallað Athvarfið. Hún var alltaf svo góð við mig og eldaði mat sem mér fannst góður. Ég man sérstaklega eftir ákveðnum málsverði sem mér þótti ákaflega góður og nefndust krebe- nettur eða krebbur og hún var snill- ingur í að elda. Þegar klukkan sló tólf var sest við tvö langborð inni í borð- sal skólans og borðað saman. Við Oddrún héldum sambandi æ síðan og bauð ég henni oft í heimsókn, sér- staklega ef undirritaður átti afmæli. Ég heimsótti hana líka stundum og þá gaf hún mér pönnukökur. Ég mun sakna Oddrúnar vinkonu minnar mikið og vil þakka dýrmæta vináttu sem hún gaf mér. Ég votta aðstandendum hennar mína innilegustu samúð. Í vinsemd og þökk til kærrar vin- konu. Hún hvíli í friði. Þór Ólafsson. Það var í ársbyrjun 1943 sem Hús- mæðraskóli Suðurlands á Laugar- vatni tók til starfa. Við vorum 12 ung- ar stúlkur sem hófum þar nám í fallega rauða húsinu, Lindinni, sem stóð niðri við vatnið. Þetta var hópur ungra stúlkna fullur eftirvæntingar. Í þessum hópi var Oddrún Pálsdóttir sem nú er látin, sú fimmta sem hverf- ur úr hópnum. Ég kynntist Oddrúnu ekkert meira en hinum stúlkunum í skólanum. Það var eftir að ég flutti í Bústaðahverfið og svo skömmu seinna að Oddrún flutti í Smáíbúðahverfið að kynnin endurnýjuðust verulega svo að Odd- rún varð mín besta vinkona. Það voru margar ferðirnar sem ég hljóp á Sogaveginn að heimsækja vinkonu mína. Það var notalegt að setjast í eldhúsið og spjalla saman og drekka með henni kaffisopa og jafnvel ný- bakaðar pönnukökur. Alltaf var hún jafn yfirveguð og róleg og manni leið vel í návist hennar. Hún var listræn og sótti námskeið bæði í tréskurði og silfursmíði. Hún var einn af stofnend- um Kvenfélags Bústaðasóknar og fyrsti gjaldkeri félagsins. Hún lá ekki á liði sínu við að efla hag félagsins. Um tíma vann hún í Breiðagerðis- skóla og eignaðist þar góða vini bæði meðal kennara og nemenda. Eftir að Oddrún missti manninn sinn á besta aldri hafði ég það fyrir sið að heimsækja hana á hverjum að- fangadagsmorgni. Þá var hún búin að leggja á borð fyrir okkur í stofunni og smyrja nýbakaðar flatkökur sem voru engu líkar, svo góðar voru þær með jólahangikjötinu. Eftir rólegt rabb og kaffidrykkju má segja að há- tíðin hafi verið komin. Þetta voru stundir sem gáfu okkur báðum mikið. Nú er þessi tími liðinn sem gott er að minnast. Ég kveð vinkonu mína með miklum söknuði og þakka henni allar góðu stundirnar. Innilegar samúðar- kveðjur sendi ég börnum hennar og allri fjölskyldunni. Blessuð sé minn- ing Oddrúnar vinkonu minnar, hún hvíli í friði. Guðbjörg Einarsdóttir. Ef lífið sorg þér sendi þú sýndir engum harminn. En heitt var inn við hjartað ef horft var inn í barminn. (F. H.) Elsku Oddrún. Þá er stríðinu lokið og þessi illvígi sjúkdómur hefur haft betur eins og oft áður. Þú stóðst þig vel, kvartaðir aldrei þegar þú varst spurð hvernig þér liði, en svaraðir alltaf að þér liði bara vel. Það er mér mikill missir að þú ert farin. Við vorum búnar að vera ná- grannar í meira en 50 ár og höfum haft samband næstum daglega, ann- að hvort í síma eða heimsótt hvor aðra. Oftast fylgdum við svo hvor annarri til baka að Grensásveginum. Þá var margt spjallað og venjulega byrjaðir þú að spyrja hvort ég hefði frétt nokkuð að austan því að þar, á bernsku- og æskuslóðunum, var jafn- an hugurinn. Þú sagðir mér oft frá draumum, þar sem þér fannst þú vera komin heim. Nú er þessari ferð lokið og þú komin heim. Ég veit að sú heimkoma er þér kærkomin því að nú ert þú laus við allar þrautir. Ég votta börnum þínum og öllum ættingjum mína dýpstu samúð og kveð þig að sinni með þessum ljóð- línum Guðrúnar Jóhannsdóttur: Ég kveð þig. Hugann heillar minning blíð. Hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd. Leiðir sjálfur Drottinn þig við hönd. Blessuð sé minning Oddrúnar Ingu Pálsdóttur. Fjóla Pálsdóttir. Kveðja frá Fífum, félagi eiginkvenna flugvirkja Við viljum minnast góðs félaga til margra ára í Fífunum. Oddrún var einn af stofnfélögunum og sat í stjórn og nefndum til margra ára, þar af sem formaður félagsins 1985 til 1986. Hún var ljúf og kraft- mikil kona og ávallt reiðubúin að leggja sitt af mörkum. Við viljum þakka henni óeigin- gjarnt starf og góða samfylgd til fjölda ára og vottum aðstandendum samúð okkar. Fyrir hönd Fífanna, Jórunn. Ég lyfti augum mínum til fjallanna, hvaðan mín hjálp mun koma. Mín hjálp kemur frá Drottni, sem gerði himin og jörð. Hann mun ekki láta þinn fót rasa; hann, þinn verndara syfjar ekki. (Úr 121. Davíðssálmi) Oddrún Inga Pálsdóttir verður jarðsett í sinni fæðingarsveit með sinn fagra fjallahring, eftir langa fjarveru. Einkenni hennar var hæg- læti og ró og kom það best fram síð- ustu mánuðina, sem voru henni þó erfiðir að okkur fannst. Þó sagði hún alltaf, ef að var spurð, ég hef það gott. Og hún vildi vera heima, sem lengst. Hún var mikil húsmóðir, sem helgaði heimilinu alla sína starfskrafta, bæði manni og börnum, enda var heimilið listrænt og barnalán mikið. Henni var margt til lista lagt og margvísleg list mun liggja eftir hana. Tómlegt mun nú vera á Sogaveginum, fugl- arnir bíða eftir korni og volgu vatni og nágrannakisan bíður við dyrnar. Að lokum þökkum við öll árin sem við höfum notið gestrisni hennar og góðvildar, þau eru orðin æðimörg. Al- mættið lýsi henni á nýjum vegum um alla eilífð. Bestu óskir, kær kveðja. Sigríður og Benedikt. Kær vinkona er kvödd í dag. Ekki hittumst við daglega, en ávallt höfð- um við samband, sögðum frá heilsu- fari og heimilishögum, börnunum og barnabörnum. Oddrún var trygg og góð kona að sitja og rabba um mynd- listina, postulínsmálun, um bækurn- ar sem við vorum að lesa og um blóm- in því hún var mikil blómakona og ávallt fór maður heim með afleggjara í lítilli krús. Stundirnar hjá Oddrúnu þar sem friður og kærleikur ríktu gerðu mann að betri manneskju. Ég kveð hana að sinni og veit að ljósið himneska umvefur hana ætíð. Börn- um hennar og fjölskyldu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Magnea Ólöf Finnbogadóttir. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 47 Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA STEFÁNSDÓTTIR, Þykkvabæ III, Landbroti, lést á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum laug- ardaginn 27. mars. Jarðarförin fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, láti Velunnarasjóð Klausturhóla njóta þess. Hilmar Jónsson, Skúli Jónsson, Stefán Jónsson, Ragnar Jónsson, Elín Jónsdóttir, Ásta Jónsdóttir og fjölskyldur. Lokað í dag, föstudaginn 2. apríl, vegna jarðarfarar GESTS SIGURÐSSONAR. Lína Lokkafína, hárgreiðslustofa, Bæjarhrauni 8. Elskulegur sonur minn og bróðir, PÉTUR JAKOB SKÚLASON frá Tjörn í Aðaldal, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudaginn 29. mars. Útför hans verður gerð frá Neskirkju í Aðaldal laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á Krabbameinsfélagið. Úrsúla Pétursdóttir, Sigurður Ketill Skúlason. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNLAUGS GUÐLAUGSSONAR netagerðarmeistara, Mosabarði 14, Hafnarfirði. Svava Gunnlaugsdóttir, Kristinn Garðarsson, Jakobína Gunnlaugsdóttir, Rúnar Þorvaldsson, Guðlaugur Gunnlaugsson, Susan Björnsdóttir, Hörður Gunnlaugsson, Jónína Hilmarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR HALLDÓRSSON, Breiðvangi 63, Hafnarfirði, lést á Hrafnistu þriðjudaginn 30. mars. Jarðarförin auglýst síðar. Björg Ólafsdóttir, Sigurður Arnþórsson, Halldór M. Ólafsson, Eygló Hjaltadóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur mágur og frændi okkar, EINAR GUNNAR ÞÓRHALLSSON, Vogum I, Mývatnssveit, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga þriðju- daginn 30. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Anna V. Skarphéðinsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Gunnhildur Stefánsdóttir, Ólöf Þ. Hallgrímsdóttir Jón Reynir Sigurjónsson, Dagný Hallgrímsdóttir, Þuríður Anna Hallgrímsdóttir, Þórhallur Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.