Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Þorsteinn Jó-hannsson fædd- ist í Brennu á Eyr- arbakka 3. október 1916. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, þar sem hann dvaldi síðustu árin, 23. mars síðastlið- inn. Þorsteinn bjó áður á Kárastíg 5 í Reykjavík. Hann bjó hjá foreldrum sínum á Eyrar- bakka, en fluttist til Reykjavíkur árið 1926, á Laugaveg 49A. Foreldr- ar hans voru hjónin Jóhann Ingi- bergur Jóhannsson, vélstjóri, f. steinn Jónsson, f. 2.6. 1833, d. 27.2. 1912, frá Álfhólum í V- Landeyjum í Rangárvallasýslu og kona hans Jóhanna Pálsdótt- ir, f. 16.10. 1844 í V-Landeyjum, d. 1.10. 1921. Systir Þorsteins, var Margrét, f. 29.12. 1918, d. 10.4. 1996. Maður hennar var Halldór Einarsson frá Kárastöð- um í Þingvallasveit, f. 6.12. 1913, d. 15.12. 1981. Börn þeirra: Ein- ar f. 17.6. 1942, Guðfinna, f. 17.12. 1947, og Jóhann, f. 23.2. 1952. Þorsteinn var ókvæntur og eignaðist engin börn. Hann starfaði m.a. hjá breska hernum á hernámsárunum og vann einn- ig við lagnavinnu hjá Hitaveitu Reykjavíkur í nokkur ár, en vann mestan part starfsævi sinn- ar, eða á fjórða tug ára, hjá verksmiðjunni Ísaga hf. Útför Þorsteins verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 26.8. 1885 í Garðbæ á Eyrarbakka, d. 13.12. 1954, og Guð- finna Þorsteinsdótt- ir, f. 17.2. 1885, d. 10.3. 1971, f. í V- Landeyjum í Rangár- vallarsýslu. Föður- foreldrar Þorsteins voru Jóhann Gísla- son, formaður og verslunarmaður á Skúmsstöðum á Eyr- arbakka, síðar fisk- matsmaður í Reykja- vík, f. 25.7. 1862, d. 29.1. 1946, og kona hans Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, f. 23.4. 1865, d. 22.5. 1946. Móð- urforeldrar Þorsteins voru Þor- Ég set hér niður nokkur minn- ingarorð um öðlinginn Þorstein Jóhannsson, sem nú hefur kvatt þessa jarðvist. Ég kynntist Steina, eins og hann var kallaður, fyrir um fjörutíu árum, þegar ég og systurdóttir hans bundumst heitböndum. Fjölskyldan hans bjó þá á Kárastíg 5, hafði keypt og flutt í húsið árið 1929 og bjó Steini þar alla tíð eftir það, eða þar til hann fékk heilablóðfall árið 1999 og varð að fara á spítala og eftir það á hjúkrunar- og umönn- unardeild. Við Steini urðum vinir og sú vinátta hélst þar til yfir lauk. Hann sýndi strax þá í verki hvernig lund hans var, bauð okk- ur unga fólkinu að leigja íbúð sem hann átti og það fyrir lítilræði. Hann varð heimilisvinur upp frá því og urðu ófáar heimsóknirnar til okkar og heimboðin gegnum öll þessi ár. Hann var barngóður með afbrigðum og börn okkar höfðu mjög gaman af því að fá hann í heimsókn. Steini var einstaklega hógvær og kurteis maður, hann giftist aldrei og eignaðist engin börn. Hann átti eina systur, Margréti, tengdarmóður mína og voru þau mjög náin. Hann átti marga góða vini og vinnufélaga, einn af þeim var Ásgeir Magnússon og áttu þeir viðburðaríka vináttu allt frá yngri árum og hafði Steini sagt mér margt frá bralli þeirra. Ás- geir og eiginkona hans, Sigur- björg, studdu vel við bak Steina eftir áfall hans og heimsóttu hann reglulega á Skjól síðustu árin. Steini vann lengst af starfsævinni, hjá Ísaga hf, sem var þá staðsett á Rauðarárstíg og þar eignaðist Steini traustan vin, Tómas Rögn- valdsson, sem reyndist Steina vel í veikindum hans og þá sérstak- lega í því sem hann hafði sem hornstein tilbreytinga síðustu ár- in, en það voru vikulegar laug- ardagsheimsóknir í Kolaportið. Þangað höfðu þeir félagarnir farið saman í mörg ár og þessar heim- sóknir féllu ekki niður, þrátt fyrir að Steini væri bundinn hjólastóln- um. Þessar ferðir voru sem end- urhleðsla á líkamsbatteríið hjá Steina, þarna hitti hann ýmsa vini og kunningja og fylgdist af mikl- um áhuga með mannlífinu. Hann var mjög áhugasamur um alla ferðamennsku og hafði ferðast víða um Ísland með Úti- vist og fleiri ferðafélögum í skipu- lögðum gönguferðum. Hann naut útiveru, gekk mikið, vissi um vel flestar gönguleiðir í nágrenni höf- uðborgarinnar og víðar um landið og hann miðlaði þekkingu sinni og reynslu í þessum efnum óspart til mín og annarra fjölskyldumeð- lima. Steini var einnig „sigldur“ eins og sagt er. Hann hafði m.a. farið til Norðurlanda, víða um Evrópu og einnig oft til Kanaríeyja. Þar sem Steini var búinn einstaklega skemmtilegri frásagnargáfu, þá var mjög gaman að hlusta á hann segja frá þessum ferðum sínum. Hann hafði lúmskan húmor og bros hans og gamansemi voru mjög smitandi. Hann hafði mikinn áhuga á umheiminum, stjörnu- fræði og yfirskilvitlegum fyrir- bærum. Hann var hafsjór af fróð- leik um þessi efni og var ekki alveg frá því, að um annað líf væri að ræða. Eflaust var Steina hvíld- in velkomin eftir fimm ára erfitt líf vegna áfallsins og lömunar í kjölfar þess. Hann varð háður því að vera í hjólastól og hefti það að sjálfsögðu allt venjubundið lífs- munstur, sem hann hafði tileinkað sér. Áfalli þessu tók hann samt með stóískri ró, hann bjó að þeim einstöku hæfileikum að eiga næga þolinmæði og hafa mikið jafnaðar- geð. Sérstakar þakkir eru hér færðar starfsfólki fimmtu hæðar á hjúkrunarheimilinu Skjóli, þar sem mjög vel var um hann hugs- að. Steini er nú lagður af stað í nýtt ferðalag og er ekki að efa, að slíkum sómamanni verður vel tek- ið efra. Við kveðjum hann nú, ég og mín fjölskylda, með söknuði, en munum ætíð minnast hans og að góðu einu. Farðu í friði, góði vinur. Hilmir Elísson. ÞORSTEINN JÓHANNSSON ✝ Áslaug Aradóttirfæddist í Ólafs- vík 6. ágúst 1924. Hún lést á St. Franc- iskusspítalanum í Stykkishólmi 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ari Bergmann Einarsson, f. í Klettakoti í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi 4. mars 1891, d. 9. ágúst 1978, og Friðdóra Friðriks- dóttir, f. í Ólafsvík 7. des. 1892, d. 27. okt. 1975. Ari og Friðdóra ólu upp dótturbörn sín Kristþóru Auði og Sigurð Skúla. Systkini Áslaugar eru Guðríður, f. 27. des. 1918, maki Egill Sigurðsson, f. 14. nóv. 1915, d. 31. okt. 1971; Einar Bergmann, f. 28. febrúar 1922, d. 3. ágúst 2002, maki Iðunn Vigfús- dóttir, f. 29. maí 1927. Áslaug giftist 12. febrúar 1944 Bárði Dagóbert Jenssyni, f. í Ólafsvík 16. okt. 1918, d. 20. okt. 1995. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Kristþóra Auður, f. 11. apríl 1942, maki Eyþór Lárents- ínusson, f. 28. febrúar 1943, þeirra börn eru: a) Eydís Berg- mann, f. 18. janúar 1967, maki Ægir Þór Ólafsson, f. 7. október 1965. b) Bárður, f. 10. janúar 1968, maki Alda Pálsdóttir, f. 16. apríl 1974. c) Jón Þór, f. 3. nóv- ember 1977, sambýliskona Snjó- laug Eyrún Guðmundsdóttir, f. 15. des. 1980. 2) Friðrik Berg- mann, f. 25. júlí 1943, d. 5. maí 1981, maki Þórdís Hjálmarsdótt- ir, f. 6. febrúar 1950, þeirra dóttir er a) Friðdóra Bergrós, f. 14. jan- úar 1973, sambýlismaður Stefán B. Sigurðsson, f. 20. maí 1962. Friðrik átti áður fjögur börn: b) Stefán Agnar, f. 7. mars 1965, maki Heid Johannssen, f. 11. maí 1966. c) Eggert Bergmann, f. 30. júní 1965. d) Gísli, f. 27. júlí 1967, sambýliskona Drífa V. Erhardsdóttir, f. 23. mars 1968. e) Helena, f. 12. nóv- ember 1969. f) Ása Dóra Finnbogadótt- ir, f. 18. júní 1972. Friðrik gekk henni í föðurstað. 3) Garðar Eyland, f. 28. febr- úar 1945, maki Guð- björg Sveinsdóttir, f. 5. nóv. 1944, þeirra börn eru: a) Sveinn Eyland, f. 4. júní 1970, sambýlis- kona Jóna Lárus- dóttir, f. 16. júlí 1962. b) Bára Ey- land, f. 13. desember 1973. c) Dóra Eyland, f. 1. desember 1975, sambýlismaður Jónas Ólafsson, f. 1. maí 1963. 4) Lillý, f. 21. janúar 1947, d. 27. september 1947. 5) Jenetta, f. 12. maí 1949, maki Benóný Ólafsson, f. 25. apríl 1955, þeirra börn eru: a) Áslaug Dagbjört, f. 28. maí 1986. b) Ben- óný Jens, f. 11. október 1988. Fyr- ir átti Jenetta tvær dætur: c) Ás- laugu Arnardóttur, f. 15. mars 1968, d. 7. apríl 1986, og d) Elsu Láru Arnardóttur, f. 31. október 1970, sambýlismaður Magnús H. Steingrímsson, f. 26. júlí 1964. 6) Sigurður Skúli, f. 1. sept. 1950, maki Jóhanna Hauksdóttir, f. 16. sept. 1954, þeirra börn eru: a) Jó- hanna Heiðdal, f. 2. júní 1979, sambýlismaður Axel Óskarsson, f. 1. ágúst 1977. b) Friðrik Ari, f. 2. sept. 1985, fyrir átti Sigurður: c) Steinar Orra, f. 20. febrúar 1974, sambýliskona Ester Elín Bjarnadóttir, f. 28. apríl 1972. 7) Jóhanna, f. 13. júní 1954, maki Sigurður Lárus Hólm, f. 28. maí 1955, þeirra synir eru: a) Jóhann Ari, f. 16. des. 1980, b) Friðrik, f. 28. október 1984. Barnabarna- börn Áslaugar eru 20. Útför Áslaugar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elskuleg móðursystir okkar, Ás- laug Aradóttir, Ása, er látin á átt- ugasta aldursári. Ása frænka bjó nánast alla sína ævi í Ólafsvík, ásamt eiginmanni sínum Bárði Jenssyni, löngum í nábýli við ömmu og afa. Hún fæddist í Sæmundar- hlíð skammt vestan við Klifið, sem svo var kallað. Hún ólst þar upp í sjávarniðnum úr fjörunni og fluttist ung að árum skamman spöl frá for- eldrahúsum til að stofna sitt eigið heimili með eiginmanni sínum. Þegar við systurnar vorum litlar dvöldum við öll sumur í Ólafsvík hjá ömmu og afa. Við áttum ófá sporin til barngóðrar frænku, sem alltaf tók okkur opnum örmum. Alltaf var tími til að sinna okkur þrátt fyrir stórt heimili og langan vinnudag. Þegar við hugsum til baka sjáum við frænku, rétt komna heim úr vinnunni í frystihúsinu, farna að baka og elda fyrir átta manna fjölskyldu, gesti og gang- andi eins og okkur. Oft hlýtur frænka að hafa verið þreytt, en hún bar það ekki á torg. Fyrir okkur systurnar, sem erum bara tvær, var ógleymanlegt að vera hluti af svona stórri og fjörmikilli fjölskyldu. Ekki spillti fyrir þegar Baddi tók upp nikkuna eða fór með gamanmál. Frænka og Baddi eignuðust sjö börn en ævi frænku var ekki alltaf dans á rósum. Hún mátti sjá á eftir tveimur börnum sínum og einu barnabarni, nöfnu sinni, sem lést af slysförum. Það var eins og eitthvað gæfi sig eftir það áfall. Frænka var ekki nema rúmlega sextug þegar hún varð fyrir alvarlegum heilsu- bresti, lamaðist og missti málið. Samt hélt hún alltaf sinni góðu lund og hafði yndi af því að vera vel til höfð. Það var eitthvað sérstakt við það að heimsækja Ásu og Badda og sjá hversu vel hann hugsaði um frænku síðustu árin sem hann lifði. Þegar við horfum yfir farinn veg og veltum upp minningum um þessa brosmildu konu hefur oft hvarflað að okkur hve hin létta lund megnar að lækna sárin þar til ekkert var eftir nema biðin eftir að komast heim og fallast í faðma við horfna ástvini. Síðustu árin dvaldi frænka á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, um- vafin umhyggju hjúkrunarfólks, barna sinna, tengdabarna og barna- barna. Það er stór samheldinn hóp- ur, sem hún Ása skilur eftir í mann- heimum. Við þökkum margar yndislegar samverustundir. Megi guð geyma góða frænku. Kolbrún og Hrafnhildur. ÁSLAUG ARADÓTTIR Mér finnst næstum að það hafi verið í gær sem þú hringdir í mig til að segja mér frá öllum plönunum hjá ykkur Kristjáni fyrir næsta sumar, sum- arið árið 2000. Frábærar og gleði- legar fréttir, áttuð von á barni og voruð líka byrjuð að skipuleggja brúðkaupið ykkar. Því miður áttu þessi fallegu fyrirheit um bjarta og fallega framtíð eftir að breytast í einu vetfangi. Það liðu ekki nema nokkrar vikur þar til þú veiktist af krabbameini og fótunum var ger- samlega kippt undan ykkur. Sem ÁSTA SYLVÍA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Ásta SylvíaBjörnsdóttir fæddist á Sauðár- króki 7. janúar 1971. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Sauð- árkróki miðvikudag- inn 3. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Sauðárkróks- kirkju 20. mars. betur fer óraði engan fyrir hversu erfið veikindin voru sem þú áttir eftir að ganga í gegnum. Þú stóðst þig alltaf eins og hetja, sama á hverju gekk, og tókst á við veik- indin af æðruleysi og þrautseigju. Þú sýnd- ir okkur öllum svo sannarlega að trúin og vonin flytja fjöll. Það var aðdáunarvert að þrátt fyrir erfið veikindi og undir það síðasta endalausa ósigra hafðir þú samt alltaf nóg að gefa okkur hinum. Með sólskins- bros í hjarta reyndirðu eftir fremsta megni að njóta lífsins, alltaf létt, skemmtileg og hrókur alls fagnaðar. Þú hafðir alveg ein- stakt lag á því að geta séð það góða og jákvæða í lífinu. Tókst þessu öllu með jafnaðargeði og ræddir um veikindin af einlægni og hreinskilni. Ég hugsa að það hafi líka verið þín leið til þess að hjálpa okkur hinum að ganga í gegnum þessa erfiðleika með þér, því þér var mjög umhugað um að ástvinirnir hefðu ekki of miklar áhyggjur af þér. Eftir að þú veiktist var eins og vinátta okkar yrði enn meiri og sterkari. Þegar við hittumst gátum við gersamlega gleymt okkur í skemmtilegu spjalli um alla heima og geima þar sem við deildum gleði og sorg, sigrum og ósigrum og hreinlega öllu milli himins og jarðar. Það var margt spjallað og þú ræddir mikið um hvað það væri mikils virði að eiga svona góða fjölskyldu sem stóð með þér í gegnum allt eins og klettur í út- hafinu. Þær voru góðar stundirnar sem við áttum saman á kaffihús- um, tónleikum og bara heima á góðu spjalli yfir kakó- eða kaffi- bolla eða í góðra vina hópi og sakna ég þeirra sárlega. Söknuð- urinn er sár en það er gott að vita að nú liður þér betur, laus við allar þjáningar og áhyggjur. Elsku Ásta þú munt alltaf eiga þinn stað í hjarta mér og það var mér einstaklega mikil gæfa að eiga þig að góðri og traustri vinkonu í öll þessi ár. Fáir hafa kennt mér jafnmikið um það hvað það virki- lega er sem skiptir máli í þessu lífi. Við sem eftir sitjum yljum okkur við þann fjársjóð sem við eigum af góðum minningum um þig. Meira að segja þegar ég hitti þig í síðasta skipti fárveika þá var slegið á létta strengi. Það er svo skrítið hvað fer í gegnum hugann á svona augnablikum en ég hugs- aði mikið rosalega er hún Ásta alltaf falleg þrátt fyrir að veik- indin séu búin að taka sinn toll. Ég hugsa að það hafi líka verið þessi innri fegurð sem þú áttir svo mikið af, alltaf með sól og bros í hjarta og áttir alltaf nóg að gefa öðrum, alveg sama á hverju gekk. Elsku Kristján, Oddný, Björn, Emma, Alma, Iain, Þóra og fjöl- skylda, megi guð vera með ykkur í sorginni. Védís. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR, Melhaga 9, Reykjavík, lést sunnudaginn 28. mars sl. Útför hennar fer fram frá Neskirkju þriðju- daginn 6. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjartavernd. Aðstandendur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.