Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 49 ✝ Eyþór Bjarna-son fæddist á Grímsstöðum í Lýt- ingsstaðahreppi 27. maí 1926. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi fimmtu- daginn 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Sigríður Sveinsdótt- ir húsfreyja, f. 13. janúar 1885, d. 13. janúar 1965 og Bjarni Kristmunds- son bóndi, f. 2. maí 1889, d. 24. júní 1954. Þau eignuðust 15 börn og var Eyþór næst yngstur. Látin eru Gíslína, Páll, Ingibjörg, Sig- ríður, Guðmundur, Sveinn, Emil, Pétur og Aðalsteinn. Systkini Eyþórs, sem eru á lífi eru Elín Baldvina húsmóðir í Reykjavík, f. 20. júní 1915, Baldvin, f. 29. ágúst 1916, búsettur á Húsavík, Kristmundur fræðimaður á Sjávarborg í Skagafirði, f. 10. janúar 1919, Sólborg Indíana húsmóðir á Sauðárkróki, f. 28. nóvember 1923 og Sólveig Stef- anía húsmóðir á Akureyri, f. 30. mars 1925. Eiginkona Eyþórs var Guðrún Sveinsdóttir verslunarkona, f. 28. október 1927, d. 8. júní 1992. Þau skildu. Þau eignuðust þrjá syni, þeir eru: 1) Sveinn Ágúst afgreiðslustjóri, f. 21. desember 1952, kona hans er Hafdís Egg- ertsdóttir sjúkraliði og eiga þau tvö börn, 2) Birgir Rún- ar deildarstjóri, f. 17. júní 1955, kona hans er Birna Ríkey Stefánsdóttir starfsstúlka og eiga þau þrjú börn og 3) Gunnar Þór Ey- þórsson sjómaður, f. 24. febrúar 1960 og hann á fjórar dætur. Langafa- börn Eyþórs eru 6. Seinni kona Ey- þórs er Helga Pét- ursdóttir sjúkraliði, f. 7. október 1932. Fyrri maður hennar var Bjarni Sigurður Jóhannsson vörubílstjóri, f. 26. mars 1920, d. 10. október 1974. Þau eignuðust fimm börn. Eyþór fór frá Grímsstöðum 1944 til Reykjavíkur. Fyrsta ár- ið sitt hér syðra vann hann á Kleppsspítalabúinu í Syðra- Langholti við Langholtsveg. Hann vann ýmis störf á sínum starfsferli, hjá Mjólkursamsöl- unni, í Vélsmiðju, var sendibíl- stjóri, baðvörður í Sundhöll Reykjavíkur. Árið 1987 tók Ey- þór við húsvarðarstarfi í Lang- holtsskóla og var þar til vorsins 1995, og lauk þar sínum starfs- ferli 69 ára. Eyþór verður jarðsunginn frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku afi. Það er ótrúlegt að þú skulir vera farinn frá okkur, en það sem eftir situr eru góðar minningar um þig sem við geymum í hjörtum okkar. Minningarnar úr barnæsku þegar þú og Helga bjugguð í Langholts- skóla, þá vissum við frændsystkinin fátt skemmtilegra en að koma til ykkar í heimsókn og fara í kaðlana í leikfimissalnum, jólaföndrið og að ógleymdum eftirlitsferðum að kvöld- lagi um skólann sem var toppurinn á tilverunni. Alltaf fannst þér jafn gaman að fá barnabörnin og langafabörnin til þín og það var alltaf soldið skondið að þú varst farinn að plana næstu heim- sókn okkar til þín áður en við löbb- uðum útúr dyrunum til að fullvissa þig um að við kæmum alveg örugg- lega fljótt aftur. Við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna og getur fylgst með okk- ur öllum. Okkur langar að kveðja þig með nokkrum orðum og þökkum fyrir allar góðu samverustundirnar og minningarnar í gegnum tíðina. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með frjóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði af skorið verður fljótt lit og blöð niður lagði líf mannlegt endar skjótt. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ eg dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt, í Kristí krafti’ eg segi. Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Helga, guð veri með þér og veiti þér styrk í þessari erfiðu sorg. Guðrún Huld, Hildur og Hafdís. Elsku afi. Ég vil þakka þér fyrir allar sam- verustundirnar sem við áttum, mér þykir það leitt að hafa ekki náð að kveðja þig. Nú, á svona stundum, reikar hugurinn til baka. Minningar skjóta upp kollinum. Það er gott að eiga þær. Þó að minningar frá þeim tíma sem við bjuggum saman í Skip- holtinu séu ekki í fersku minni tel ég þær samverustundir vera það sem tengdi okkur saman. Það var alltaf eitthvert spes samband á milli okk- ar. Þú dekraðir við mig. Heimsóknir mínar til ykkar Helgu á yngri árum voru svo notalegar. Mér leið svo vel hjá ykkur. Föndur og spæjaraleikir í Langholtsskóla eru góðar minning- ar sem ég á. Það var svo sérstakt að eiga afa sem átti Langholtsskóla, bjó þar og vann sitt starf þar. Að vera krakki og fá að fara með afa sínum í eftirlitsferðir um dularfulla skóla- ganga var algjört ævintýri. Svo er það annað sem mér finnst svo gott að minnast. Þú minntir mig á það í hvert sinn sem við hittumst að ég kæmi allt of sjaldan í heimsókn, en ég sá líka alltaf glottið sem fylgdi þessum athugasemdum þínum. En það að þú skyldir alltaf minna á þig veitti mér staðfestingu á því að ég og mín fjölskylda værum alltaf jafn vel- komin til ykkar í Skipholtið. Það er erfitt að útskýra fyrir Kristófer Daða hvert þú hafir farið, en ég reyni eftir bestu getu að út- skýra það fyrir honum. Elsku afi minn, ég kveð þig nú og þakka fyrir þann tíma sem við höfð- um saman. Kæra Helga, þér vil ég þakka fyr- ir að hugsa svona vel um hann afa minn, Guð gefi þér styrk til að tak- ast á við sorgina. Pabba mínum og öðrum ástvinum sendi ég samúðar- kveðjur. Sjáumst síðar, afi minn. Þín Ásta. Föðurbróðir minn Eyþór Bjarna- son lést 25. marz síðastliðinn. Eyþór var fæddur á Grímsstöðum í Svart- árdal, Skagafirði, 27. maí 1926 og ólst þar upp, hann var yngstur af 13 systkinum sem upp komust. Það má segja að faðir minn og Ey- þór hafi notið nokkurra forréttinda í systkinahópnum, að alast upp hjá foreldrum sínum því mörg systkin- anna þurftu að fara til vandalausra. En vafalaust hefur vinnudagurinn hjá þeim sem heima voru ekki síður verið bæði langur og strangur. Þeir bræður voru samrýmdir og brölluðu margt saman, t.d. fóru þeir á sínum fyrstu árum í Reykjavík að æfa box en þar þótti Eyþór mjög efnilegur þótt lágvaxinn væri, bæði eldsnögg- ur og harðskeyttur. Ég man fyrst eftir Eyþóri sem ungur drengur, þegar hann og fyrri kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, komu með strákana sína í heimsókn í sveitina og voru með fótbolta með- ferðis en svoleiðis leikfang hafði ég nú aldrei áður séð. Við strákarnir fórum í boltaleik á hlaðinu með mikl- um tilburðum, en þeir bræður Ey- þór og Sveinn stóðu álengdar og horfðu á og barst boltinn til þeirra. Eyþór tók þá boltann og spyrnti honum í himinhæðir, langt yfir íbúð- arhúsið og gat ég ekki ímyndað mér að nokkur annar maður gæti fram- kvæmt slíka spyrnu og kann það að vera rétt. Þegar faðir minn átti í sínum veik- indum var það honum mikils virði að eiga þau að, Eyþór og hans góðu konu Helgu Pétursdóttur, enda var honum ekki í kot vísað hjá þeim. Ég minnist með þakklæti okkar kynna og hlýrra móttakna sem fjöl- skylda mín fékk ævinlega í Skipholt- inu. Ég veit að skarð það sem Eyþór skilur eftir sig verður ekki fyllt, en minningin lifir. Votta ég fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Hvíl þú í friði frændi. Kári Sveinsson. Eyþór móðurbróðir minn er látinn 77 ára að aldri. Hann var næstyngst- ur 15 systkina þeirra hjóna Krist- inar Sveinsdóttur og Bjarna Krist- mundssonar, sem bjuggu í Skagafirði á bæjunum Reykjum, Grímsstöðum og Hafragili á árunum 1914 til 1952. Eyþór ólst því upp í stórum systkinahópi en flutti síðan til Reykjavíkur. Í mínum uppvexti var mikill samgangur milli heimila móður minnar, Sigríðar systur hennar og Eyþórs. Eyþór var mikið fyrir börn og þótti honum gaman að fylgjast með litlu systrabörnunum sínum og það var Eyþór frændi sem gaf mér fyrsta hjólið mitt. Seinna þegar ég varð eldri og mig vantaði sumarvinnu, þá hafði hann alltaf ein- hver úrræði. Eyþór var lágvaxinn maður, hress, skapstór og sagði skoðanir sínar umbúðalaust á mönnum og málefnum. Það hjálpaði honum í lífs- baráttunni sem oft var hörð en hann gat samt glaðst yfir velgengni ann- arra og var alltaf reiðubúinn að hjálpa ef hann gat komið því við. Ey- þór var sívinnandi og í mörg ár var hann suðumaður hjá Stálvík. Hann þótti mjög laghentur og byggði að mestu leyti íbúð sína í Skipholtinu sjálfur og þegar komið var að mér að byggja þá hafði hann mikinn áhuga á að allt gengi sem best. Árið 1981 greindist Eyþór með kransæðaþrengsli. Það var ljóst að hann þyrfi að fara í aðgerð. Á þeim tíma var ekki byrjað að framkvæma kransæðaaðgerðir á Íslandi. Það var því ákveðið að fara til Bandaríkj- anna og varð Cleveland Clinic fyrir valinu. Tveir aðrir Íslengingar bætt- ust í hópinn og gengu aðgerðirnar vel hjá þeim öllum. Eyþór hélt áfram að vinna eftir aðgerðina en fékk sér léttari vinnu og var síðast húsvörður í Langholtsskóla. Að leiðarlokum langar mig til að þakka fyrir samfylgdina og alla hug- ulsemina gegnum árin. Ég votta allri fjölskyldunni samúð mína. Blessuð sé minning Eyþórs Bjarnasonar. Kristinn Jóhannsson EYÞÓR BJARNASON AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HOLGERS P. GÍSLASONAR rafvirkjameistara. Gísli Holgersson, Ida Christiansen, Sæmundur Holgersson, Guðbjörg Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR lést á kabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut fimmtudaginn 1. apríl. Ingvar Ágústsson, Sigurður Ingvarsson, Kristinn Ingvarsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BJARNI ÁRSÆLSSON bóndi í Bakkakoti á Rangárvöllum, verður jarðsunginn frá Akureyjarkirkju, Vestur- Landeyjum, laugardaginn 3. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ólafsdóttir. HERDÍS ERLENDSDÓTTIR frá Kálfatjörn, er látin. Ólafur Erlendsson, Linda Rós Michaelsdóttir, Friðrik H. Ólafsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.