Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 50

Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 50
MINNINGAR 50 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Bjarni Pálmars-son fæddist í Reykjavík 11. febr- úar 1930. Hann lést á líknardeild Landa- kotsspítala 24. mars síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Andrea Helgadóttir, f. 22.11. 1905, og Pálmar Ís- ólfsson, f. 28.7. 1900. Bræður Bjarna eru Helgi Pálmarsson, f. 20.1. 1934, og Ísólfur Þór Pálmarsson, f. 14.11. 1942. Hálfsyst- ur Bjarna samfeðra eru Lydía Pálmarsdóttir, f. 1918, Bára Pálmarsdóttir, f. 1941, Þur- íður Fjóla Pálmarsdóttir, f. 1945, og Margrét Pálmarsdóttir, f. 1948. Bjarni kvæntist Ingunni Ingv- arsdóttur. Þau slitu samvistum. Þeirra sonur er Ingvar Þór Bjarnason, f. 1951, búsettur í Bret- landi og á hann þrjá syni. Hann á líka dótturina Hrefnu Birgittu Bjarnadóttur, f. 1954, sem búsett er í Noregi og á hún fjögur börn. Bjarni kvæntist árið 1956 Guð- björgu Ágústu Björnsdóttur, f. 25.11. 1935, þeirra börn eru Salbjörg Ágústa Bjarnadóttir, f. 1956, hún á þrjú börn, og Björn Andr- és Bjarnason, f. 1957, hann á fjögur börn. Bjarni lærði hljóð- færasmíði hjá föður sínum Pálmari Ís- ólfssyni og vann á verkstæði með hon- um meðan Pálmar lifði. Bjarni fór til Bretlands og lagði stund á orgel- smíði og sá hann um viðhald á mörgum orgelum í kirkjum lands- ins. Bjarni vann einnig sem bíl- stjóri og ók rútum, m.a. hjá Ólafi Ketilssyni, og var einn af þeim fyrstu sem fóru í skipulagðar óbyggðaferðir. Hann keyrði leigu- bíl í yfir fjörutíu ár og stofnaði Limósínþjónustu 1975. Útför Bjarna verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var tvennt sem olli mér mikl- um vonbrigðum í æsku, annars veg- ar þegar ég komst að því að jóla- sveinarnir væru ekki til og hins vegar þegar mér var tjáð það að hann afi minn gæti ekki borðað heil- an hest í morgunmat eins og hann hafði sjálfur sagt mér. Afi minn var bæði mikill sagna- meistari með góðan húmor og gríð- arlegur sælkeri. Í æsku minni gat ég setið löngum stundum með föður mínum og afa og horft á þá stilla pí- anó, afi sagði mér þá gjarnan sögur af öllu því sem hent hafði hann á lífs- leiðinni, sögur frá því þegar hann vann uppi á Keflavíkurflugvelli og hafði leyfi til að keyra hertrukka og skriðdreka en einnig frá ýmsum stórmerkilegum sögum frá þeim tíma er hann var knattspyrnudóm- ari, t.a.m. þegar hann dæmdi hendi á einhentan mann sem „sló“ boltann með „stubbnum“, en afi lét sér það ekki nægja heldur rak manninn útaf. Slíkar sögur auk þess að keyra um á glæsivögnum og birtast í blöðunum gerði hann að sannkallaðri æsku- hetju minni. Stundum fórum við nafnarnir í bíltúr og hvar sem við stoppuðum virtist fólk alltaf þekkja hann, ég hélt reyndar um tíma að hann hlyti að þekkja alla í heiminum. Seinna meir þegar ég tók að þrosk- ast fóru sögurnar að snúast um spjall hans við frægt fólk sem hann hafði keyrt á lífsleiðinni og var samfara áhuga mínum á sögu og stjórnmál- um. Þess á milli gátum við setið tím- unum saman ásamt ömmu og rætt um fréttir vikunnar, stjórnmál og líf- ið. Þrátt fyrir að vera þrælduglegur maður og hafa tekið að sér ýmis störf um ævina þá held ég að sunnudagar hafi verið hans dagar. Þá kom fólk í heimsókn niður í Nóatún og þá fékk hann að njóta sín og ávallt bar amma fram glæsilegar kræsingar og það leiddist honum ekki. En afi minn var enginn heilagur dýrlingur frekar en við flest og t.d. var hann bæði skemmtilega fordómafullur (sem hann reyndi þó að leyna) og að auki sjálfstæðismaður (þó að hann tæki það ávallt fram að hann hefði ekki kosið þann flokk frá því að Albert stofnaði Borgaraflokkinn). Seinni hluta ævi sinnar vann hann aðallega við leigubílaakstur og keyrði þá al- þýðuna, merkilegt fólk sem og ómerkilegt fólk leiðar sinnar. Ef Guð er til og ef það er eitthvert réttlæti í þessum heimi og þeim næsta þá sendir hann gullvagninn að sækja gamla manninn. Fyrir hönd systkina minna vil ég þakka þér fyrir alla hjálpina og allar góðu stundirnar gegnum árin og kveð þig í hinsta sinn með hinu ódauðlega erindi Hávamála: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Bjarni Þór Pétursson. „Nú er skarð fyrir skildi,“ kvað séra Jón á Bægisá forðum og á það sannarlega við þegar ég kveð frænda minn og vin Bjarna Pálmarsson. Með skömmu millibili hafa þeir látist sagnabrunnar slóða feðra minna á Stokkseyri og í Flóanum en annar frændi minn, Helgi Sæmundsson, lést fyrir skömmu. Ég leitaði gjarna til þeirra ef ég þurfti á fróðleik að halda um Stokkseyri eða Flóann en þó með ólíkum hætti. Báðir voru þeir meistarar sagnalistarinnar. Helgi vissi næsta allt um hvað sem var og blandaði fróðleikinn gamanmáli enda einstakur húmoristi. Bjarni kunni öðrum betur að bragðbæta frásögnina og held ég því fram að hann hafi verið einn af okkar síðustu meisturum í orðsins skreytilist. Frá- sagnir þeirra frænda voru með þeim hætti að þær greyptust í huga manns og hverfa ekki þaðan. Þótt töluverður aldursmunur væri á okkur Bjarna fann ég það aldrei því hugur og hönd hans voru sem hjá ungum manni alla tíð. Bjarni var einn af föstu punktunum í tilveru minni frá því ég fyrst man eftir mér. Heimili þeirra bræðra, Pálmars og Sigurðar, feðra okkar, voru skammt hvort frá öðru og var Pálmar um langa hríð með hljóðfæraverkstæði í næstu götu þar sem Bjarni vann tíð- um. Samgangur var mikill á milli og kom ég oft á hljóðfæraverkstæðið. Bjarni var þannig gerður að hann þurfti að hafa mörg járn í eldinum. Þótt hann lærði hljóðfærasmíðar og væri einn af okkar færustu stillur- um, enda tónheyrn hans við brugðið, var það starf alltof einhæft og bind- andi til þess að hann eirði við það eitt og sér. Því hóf hann snemma akstur leigubíla og hópferðabíla samhliða hljóðfæraviðgerðunum enda naut hann sín best í iðu mannlífsins þar sem hann gat beitt sinni mögnuðu frásagnarlist en við hljóðfærin var lítið að tala og faðir hans ekki mál- gefinn við störf sín. Um langt skeið rak Bjarni glæsibílaþjónustu og var þá oft á ferð með erlenda fyrirmenn. Þar naut hann sín vel enda afburða- góður enskumaður eftir nám í Bret- landi. Einnig dæmdi hann fótbolta- leiki um tíma og fór oft mikinn. Við Bjarni urðum bestu vinir og styrktist vináttan með árunum og sakna ég nú vinar í stað og töluvert verður tilveran fáskrúðugri eftir frá- fall hans. Einhvern tímann þegar tal barst að föður mínum, Sigurði Ísólfs- syni, sem Bjarni mat mikils, hafði Bjarni þau orð um hann að hann hefði verið í „sér umslagi“. Á sinn hátt var Bjarni einnig í „sér umslagi“ svo ólíkur var hann öðrum um margt og einstakur persónuleiki. Hann var engum líkur. Á skilnaðarstundu er mér ofarlega í huga þakklæti til Bjarna, ekki síst fyrir kryddið í tilveruna, en hann bragðbætti, ef svo má segja, hverja stund sem maður átti með honum, svo ekki sé minnst á mannfagnaði innan fjölskyldunnar. Efst er mér þó í huga söknuður Gauju, barnanna og annarra niðja Bjarna og votta ég þeim mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu vinar míns og frænda. Ingimar Sigurðsson. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér sinn síðsta blund. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, Guð þerri tregatárin stríð Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Steinar Jónsson, Ragnheiður Hilmarsdóttir. BJARNI PÁLMARSSON Góður vinur í áratugi, öðlingur- inn, bjargvætturinn og reddarinn Bjarni, er farinn í ferðina löngu. Ferðina sem við öll förum jú í en okkur finnst hann fara allt of snemma. Okkur langar að þakka honum alla greiðviknina, skemmtilegu frásagnirnar og trausta vináttu og óska honum góðrar ferðar. Fjölskyldu hans allri sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Bjarna verður víða saknað. Svala og Helga Sigríður. HINSTA KVEÐJA MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina Vor ævi stuttrar stundar er stefnt til drottins fundar. (E. Ben.) Mig langar að minnast kærrar vin- konu minnar og velgerðarmanns frá fornu fari. Það gerðist einn góðan veðurdag einhvern tíma á árum síðari heims- styrjaldar, að drossía, eins og fólks- bílar voru þá gjarnan kallaðir, renndi í hlað á heimili foreldra minna að Reyni í Mýrdal. Út úr bifreiðinni stigu fimm manneskjur, hjónin Þórður Bjarnason og Valgerður Jóhannesdóttir úr Hafn- arfirði ásamt þremur af fjórum börn- um þeirra þá, þeim Hrafnhildi, Bjarna og Jóhannesi, en elsta barnið Viðar var ekki með í för. Fimmta barnið, Þóra Vala, var þá enn ekki fætt og bættist ekki í hópinn fyrr en nokkrum árum síðar. Valgerður var fyrsta konan, sem ég sá aka bíl, en þá tíðkaðist ekki að kon- ur stunduðu slíka iðju.Faðir minn og Þórður höfðu verið skólabræður í Flensborg í Hafnarfirði einmitt á ár- um fyrri heimsstyrjaldarinnar. Nú voru aftur válegir tímar, landið her- numið og setuliðið mjög fjölmennt og áberandi, ekki sízt í Reykjavík og ná- lægum byggðum, og foreldrum þótti það ekki mjög fýsilegur kostur að börn þeirra hrærðust of mikið innan um hermannaliðið. Auk þess var sá mögu- leiki vitanlega fyrir hendi að gerðar yrðu loftárásir á stöðvar hernámsliðs- ins og að barizt yrði í lofti eða jafnvel á landi. Var sú hætta án efa mest í VALGERÐUR JÓHANNESDÓTTIR ✝ Valgerður Jó-hannesdóttir fæddist á Miðfelli í Þingvallasveit 24. september 1909. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 29. des- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarð- arkirkju 7. janúar. Reykjavík og nágrenni hennar. Hvort einmitt þessar ástæður lágu að baki áðurnefndri heim- sókn skal ósagt látið, en það var svo ánægjulegt að útkoman varð sú, að umrædd börn dvöldu um lengri eða skemmri tíma á heimili foreldra minna yfir sumartímann og Jóhannes þó lengst. Ég geymi í fórum mínum mynd frá heim- sókninni, sem getið er um í upphafi þessa máls. Það er eins og að bregða sjónauka aft- ur til fortíðar að virða hana fyrir sér. Á henni eru nítján manneskjur, gestir og heimafólk í önn dagsins og hefur tekið sér stundarhlé frá heyskapnum. En svona er orsök til allra hluta. Endurnýjuð kynni við þetta góða fólk urðu til þess að þau hjónin tóku við mér eins og einni af fjölskyldunni þeg- ar ég fór að heiman í skóla í fyrsta skipti. Það er ekki að orðlengja, að þarna bjó ég við hið bezta atlæti og vináttan styrktist við dótturina á heimilinu og jafnöldru mína, Hrafn- hildi, sem nú er látin langt um aldur fram. Það var ekki ónýtt fyrir okkur unga fólkið og reyndar ómetanlegt þakkar- efni að Valgerður skyldi vera heima- vinnandi húsmóðir. Hún rækti heimili sitt af myndarskap og dugnaði og var alltaf til taks að seðja og gleðja með sinni léttu lund og að halda utan um hópinn. Hún var ákaflega hlý mann- eskja og hressileg og stráði gleði í kringum sig þó svo að lífið hafi ekki alltaf farið um hana mjúkum höndum. Alltaf síðan ég dvaldi á heimili þeirra Þórðar og Valgerðar tók hún mér opnum örmum með þeirri hlýju og innileik sem var svo ríkur þáttur í fari hennar. Mér verður það æ í minni. Blessuð sé minning Valgerðar Jó- hannesdóttur. Sigríður E. Sveinsdóttir. Fyrrverandi mágur minn, Hjörtur Bjarna- son, lést 16. feb. sl. Hjörtur og Ingibjörg systir mín giftu sig 29. maí árið 1957. Var það mikil tilhlökkun hjá mér, ung- um drengnum, sem var í uppáhaldi hjá Ingu systur, en hún er elst okkar systkina en ég yngstur. Það kom fyrir að ég fór með Ingu á stefnumót við Hjört, og þannig mynduðust ákveðin tengsl í byrjun á milli okkar Hjartar. Hjörtur var sonur merkra hjóna, þeirra Elísabetar Hjartardóttur og Bjarna Ingimarssonar, þess mikla togaraskipstjóra hjá útgerðarfélaginu Júpiter og Mars. Oft kom ég á heimili þeirra og kynntist fjölskyldunni nokk- uð náið, eins var mikil og góð tengsl milli foreldra okkar Hjartar. Bjarni Ingimarsson var landsfrægur skip- stjóri, og það þótti sjálfsagt á þessum árum að synir fetuðu í fótspor feðra sinna. Og það gerði Hjörtur og fór í Stýrimannaskólann eftir nám í Versl- unarskóla Íslands. Hjörtur stundaði sjóinn í nokkur ár, þó með hléum, en kom svo alfarið í land og reyndi fyrir sér á öðrum sviðum. Hjörtur og Inga eignuðust þrjú börn, Ólafíu Sigríði, Bjarna og Margréti Elísabetu. Ég man hvað ég var spenntur þeg- ar kom að því að Ólafía (Lóa) kæmi í heiminn, en hún var fyrsta barna- barnið og þar sem ég var uppáhalds- HJÖRTUR BJARNASON ✝ Hjörtur Bjarna-son fæddist í Reykjavík 26. sept- ember 1936. Hann lést á líknardeild Lsp. í Kópavogi 16. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Grafarvogs- kirkju 26. febrúar, í kyrrþey að hans ósk. bróðir Ingu fannst mér að ég ætti nú eitthvað í henni líka, enda fæddist hún þremur dögum eftir minn afmælisdag. Hjörtur og Inga bjuggu fyrstu hjúskap- arárin sín í kjallaraíbúð foreldra minna og kom það í minn hlut að passa Lóu þegar á þurfti að halda. Hjörtur naut þess að borða og var mikill mat- maður. Ég man að uppáhaldsmaturinn hans voru lambakótilettur og stríddi ég honum oft með því hvað margar kótilettur hann hefði borðað í þetta og hitt skiptið. Hjörtur tók þessu alltaf vel enda hafði hann góða kímnigáfu og sá broslegu hliðarnar á flestum mál- um. Hjörtur var mikill stærðfræðingur, sem nýttist mér vel á mínum skóla- árum og hann var mikill og góður bridge-spilari og hafði gaman af að sitja við spilaborðið. Hjörtur lék knattspyrnu á sínum yngri árum, var í marki hjá Fram og áttum við þar sameiginlegt áhugamál, nema að ég var Valsari. Hjörtur og Inga skildu fyrir all- mörgum árum, en þó samgangur á milli okkar Hjartar hafi ekki verið mikill eftir það, hittumst við þó stöku sinnum og sá ég m.a. um veisluna þeg- ar hann varð sextugur. Síðast hitti ég Hjört við jarðarför föðursystur minn- ar á sl. ári, en þá var hann orðinn mjög veikur. Sýndi hann með því þann góða hug sem hann bar alltaf til fjölskyldu minnar í gegnum árin. Ég kveð Hjört Bjarnason með virð- ingu, og votta fjölskyldu hans samúð mína. Lárus Loftsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.