Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 51

Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 51
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 51 VI KÆRA Steinunn Valdís Ósk- arsdóttir, formaður skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkur. Í aðdraganda síð- ustu borgarstjórn- arkosninga mátti heyra af orðum sam- verkamanna þinna í Reykjavíkurlistanum að yfirdrifið nóg fram- boð væri af lóðum í Reykjavík og aldrei hefði verið úthlutað meira en í ykkar stjórnartíð. Mikið var rætt um úrvalslóðir í sunnanverðu Úlfarsfelli sem hafa látið á sér standa. Svo skrýtið sem það nú hljómar voru svörin hjá Borgarskipulagi á sama tíma að einu lóðirnar sem væru lausar til umsóknar væru á Kjal- arnesi. (Þrátt fyrir að Kjalarnesið hafi stjórnsýslulega verið sameinað Reykjavík er varla hægt að telja lóð- ir þar með þeim lóðum sem í boði eru innan Reykjavíkur.) Framboð í Reykjavík Eftir borgarstjórnarkosningar hefur eftirfarandi verið í boði af einbýlis- húsalóðum hjá Reykjavíkurborg. Dags. Fjöldi Staðsetning útboðs lóða Júní 22 Norðlingaholt Júní 10 Grafarholt Tilboð í lóðir í Norðlingaholti voru frá 4,3 til 5,5 milljónir en líflegur eft- irmarkaður er í gangi þar sem verð er 1,5 milljónum hærra en boðið var. Fyrir utan ofangreindar lóðir var ein lóð boðin út 8. ágúst á Barðastöð- um, Staðahverfi í Grafarvogi, og var hæsta boð 12,3 milljónir. Samtals 33 lóðir. Ef hringt er í Borgarskipulag í dag og spurt um hvar hægt sé að fá lóðir innan Reykjavíkur er sagt að annar hluti Norðlingaholts verði boðinn út í apríl en það eru breytt svör frá fyrra ári, en þá stóð til að út- hluta þeim um áramótin 2003/2004. Í Norðlingaholti eru nú innan við 20 einbýlishúsalóðir eftir og að sögn eru það lóðir til næstu þriggja ára. Af þessu má sjá að framboð af einbýlis- húsalóðum í Reykjavík er af mjög skornum skammti, sama hvað stjórnmálamenn halda fram í fjölmiðlum. Framboð í Kópavogi Á sama tíma hefur framboðið í Kópavogi verið eftirfarandi: Lóðir á Hörðuvöllum Dags Fjöldi Fjöldi útboðs lóða umsækjenda 30. okt. 28 Á fjórða hundrað 20. nóv. 54 Á fjórða hundrað 10. febr. 5 Á annað hundrað Samtals 87 lóðir. Af þessum tölum um umsóknir úr Kópavogi er ljóst að gífurleg eft- irspurn er eftir lóðum í Reykjavík og nágrenni. Til að markmið Reykjavíkurlist- ans í skipulagsmálum séu uppi á borðinu hef ég áhuga á að frá svör við eftirfarandi spurningum: 1. Hvar er skipulag f. suðurhlíðar Úlfarsfells statt og hvenær verð- ur lóðum þar úthlutað eins og lof- að var í síðustu kosningabaráttu? Þá var að skilja á fullyrðingum frambjóðenda Reykjavíkurlistans að úthlutun væri rétt handan við hornið. 2. Er markmið Reykjavíkurlistans, sem nú stjórnar Reykjavík- urborg, að takmarka framboð einbýlishúsalóða til að takmarka fjölda íbúa innan Reykjavíkur? 3. Er markmið Reykjavíkurlistans að takmarka framboð á einbýlis- húsalóðum, þar til allar lóðir í Norðlingaholti hafa verið boðnar upp, til að hámarka hagnað einka- fyrirtækisins sem á lóðirnar? 4. Finnst þér eðlilegt að engar lóðir séu til úthlutunar á meðan lóðir í Norðlingaholti eru boðnar upp hæstbjóðanda og Reykjavík- urborg sé þannig varðhundur einkafyrirtækja en ekki þjónustu- fyrirtæki borgarbúa sem greiða útsvar? 5. Hve mörgum einbýlishúsalóðum er ætlunin að úthluta á ári næstu þrjú árin? 6. Telur þú eðlilegt að það sé á við að vinna í happdrætti að fá úthlutað lóð hjá Reykjavíkurborg og hægt sé að hagnast um milljónir á að selja lóðir sem fengnar eru í út- hlutun? Í boði eru lóðir á uppsprengdu verði sem hafa verið fengnar í beinni úthlutun og ekki mátt selja fyrr en með fokheldu húsi. Sá markaður grasserar í Reykja- vík sem aldrei fyrr á meðan nú- verandi ástandi er viðhaldið. 7. Er markmið Reykjavíkurlistans að Reykjavík sé eftirbátur ná- grannasveitarfélaganna í út- hlutun einbýlishúsalóða? Þetta má fá út með því að bera saman tölur um magn úthlutaðra lóða í Kópavogi og Reykjavík. Óskað er eftir svörum við þessum spurningum sem fyrst, til að hægt sé að komast að því hvort einhver von sé til að lóðaúthlutunarmál hjá Reykjavíkurborg komist í eðlilegan farveg. Með kveðju. Opið bréf til formanns skipulags- og byggingar- nefndar Reykjavíkur Björgvin Benediktsson skrifar um skipulagsmál ’Í boði eru lóðir á upp-sprengdu verði sem hafa verið fengnar í beinni úthlutun og ekki mátt selja fyrr en með fokheldu húsi.‘ Björgvin Benediktsson Höfundur er verkfræðingur. FLESTIR eru sammála um það að sjálfsagt ætti að þykja að taka tillit til umhverfisins í daglegu lífi. En vaninn er sterkt afl og í amstri hversdagsins gleymum við okkur og vitum kannski ekki hvernig við eigum að snúa okkur til að verða vistvænni. Framtíð barnanna okkar og velferð allr- ar jarðarinnar veltur á því hvernig við hög- um lífi okkar hér og nú. Hvert er ástand jarðarinnar? Álag á umhverfi og auðlindir heimsins er þannig að ef við höld- um áfram uppteknum hætti mun það hafa neikvæð áhrif á lífs- gæði barnanna okkar og komandi kynslóða. Nú þegar eru veð- urbreytingar vegna gróðurhúsa- áhrifa farnar að raska lífsskil- yrðum og taka líf um allan heim, loftmengun veldur heilsutjóni og þannig mætti lengi telja. Á meðan á þessu gengur ná fátækari lönd heimsins ekki að mæta þörfum sínum fyrir mat, heilsugæslu, hí- býli og menntun.  Veitt er í næstum öllum höfum eins og þau þola eða meira en þau þola.  Plöntu- og dýrategundir eru að hverfa, t.d. eru 1.100 af 4.400 tegundum spendýra í útrýming- arhættu. Svipuð hlutföll eiga við um aðrar dýrategundir.  Regnskógar minnka um 140.000 ferkílómetra á ári, svæði sem er næst- um jafnstórt Nepal.  Votlendi hverfur, jarðvegur blæs upp og grunnvatn minnkar. Síðan árið 1950  Losun koldíoxíðs hefur fimmfaldast (aðallega af völdum jarðeldsneytis). Gróðurhúsaáhrif eru orðin greinileg.  Vatnsnotkun hefur þrefaldast.  Timburnotkun hefur þrefaldast, pappírsnotkun hefur sexfaldast.  Loft- og vatnsmengun er orðin margfalt meiri. Við Íslendingar erum hluti af ríkustu 20 prósentum jarðarbúa sem standa fyrir 86% af einkaneyslu. Við notum öll meira en sanngjarnt er af nátt- úruauðlindum og mengum líka meira. Hvers vegna bregðumst við ekki við? Tölur um eyðileggingu umhverf- isins finnst okkur oft óraunveru- legar og erfitt getur verið að sjá hvernig við sjálf erum áhrifavald- ar. Fá okkar komast nokkru sinni í snertingu við eitraðan úrgang, ósjálfbæra námuvinnslu og skóg- arhögg sem heldur uppi neyslu- mynstri okkar. Mikið af hrörnun umhverfisins er ósýnilegt. Að bregðast við ósýnilegum ógnum, sérstaklega langtímaógnum, virð- ist ekki vera mannkynsins sterka hlið. En stærsta hindrunin fyrir því að við komum hlutunum í samt lag er kannski einfaldlega vonleysi. Það er vel mögulegt að vita af öll- um þessum staðreyndum, eitrinu og eyðileggingunni ásamt ósann- girninni, en eiga samt erfitt með að eygja lausn. Staðreyndin er þó að vitneskjan um hvert stefna skal er til og við höfum mikla mögu- leika á tækniþróun til að snúa vörn í sókn. Stundum virðist okk- ur þurfa kraftaverk til. En krafta- verkin gerast, þau líta bara ekki út fyrir að vera kraftaverk eftir á. Lítið t.d. á útrýmingu bólusóttar. Okkar jörð – okkar val Breytingar í átt að sjálfbærari lifnaðarháttum með virðingu fyrir möguleikum komandi kynslóða, er á ábyrgð hvers og eins okkar. Bæði sem einstaklinga og sem þátttakenda í atvinnulífi og fé- lagasamtökum. Umhverfisvanda- mál eru til komin vegna neyslu og það erum við, neytendurnir sem getum snúið þróuninni við. Laga- breytingar og reglugerðir munu aldrei duga til, enda lítt spennandi að búa við boð og bönn á öllum sviðum. Leiðin til vistvænna lífs þarf alls ekki að kosta mikla vinnu, kosta peninga eða skerða lífsgæði. Það er algengur misskilningur að við þurfum að snúa baki við tækni og hverfa aftur til moldarkofanna til að snúa umhverfismálum til betri vegar. Léleg nýting auðlinda og mengun eru ekki nauðsynlegir fylgifiskar tækniframfara. Þvert á móti getur tæknin einmitt unnið með okkur. En við þurfum að taka meðvitaðar ákvarðanir. Vistvænn lífsstíll sparar okkur þegar á heildina er litið talsverða fjármuni og eru því góðar líkur á að lífs- gæði aukist. Vistvernd í daglegu lífi Þegar við heyrum minnst á vist- vænan lífsstíl dettur okkur flest- um í hug flokkun á sorpi og end- urvinnsla. Þetta er vissulega mikilvægur þáttur en við verðum að líta í fleiri áttir. Fyrst og fremst þurfum við að breyta neyslumynstrinu. Það er margt sem við getum keypt og selt sem ekki byggist á mikilli efnisnotkun. Við þurfum að huga að umhverf- ismerkingum á vörum, hreinsiefnanotkun, viðhaldi og rekstri bílsins, aksturslagi, varð- veislu vatns, orkunotkun og þann- ig mætti lengi telja. Mörg hundruð heimili á Íslandi (og þúsundir í öðrum löndum), hafa farið þá leið að taka þátt í Vistvernd í verki, alþjóðlegu um- hverfisverkefni til að koma sér á sporið. Þetta er skemmtileg og ár- angursrík leið í góðum félagsskap. Lausnirnar eru margar og mæl- ingar þátttakenda og viðtöl við þá sýna að flestum kemur á óvart hve margt er hægt að gera með lítilli sem engri fyrirhöfn. Þeim sem vilja leita sér meiri upplýsinga eða finna tengla inn á ýmsar heimasíð- ur um umhverfismál er bent á heimasíðu Landverndar www.landvernd.is/vistvernd Vistvæn nútíð – farsæl framtíð Þóra Bryndís Þórisdóttir skrifar um umhverfismál ’Við notum öll meira ensanngjarnt er af nátt- úruauðlindum og meng- um líka meira.‘ Þóra Bryndís Þórisdóttir Höfundur er með BA-próf í sálfræði og starfar hjá Landvernd.  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Laugavegi 63 (Vitastígsmegin) sími 551 2040 Silkitré og silkiblóm Ný lína í gjafavörum Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. www.thumalina.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.