Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 02.04.2004, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 53 HÁMENNTAÐUR listfræðingur, Björn Th. Björnsson, sendir mér al- þingismanninum aðeins með mennt- un úr farmannadeild Stýrimanna- skólans – en góða menntun úr skóla lífs- ins, sérkennilegar kveðjur í Morg- unblaðinu þann 29. mars sl. þar sem hann telur mig merkjafíkil og skemmdarverka- mann. Huglæg sannindi Björns, þ.e. hann tekur meira mið af eigin hug- myndum og kenndum en ytri veruleika, lýsa sér best þar sem hann virðist ekki hafa lesið þingsályktunartillögur 14 alþingismanna um þjóðfána Ís- lendinga í þingsal Alþingis, sem lagt var fram enn og aftur á yfirstand- andi þingi, hvar ég er fyrsti flutn- ingsmaður. Þjóðfáninn skipi veglegan sess í þingsal Þannig var þess sérstaklega getið í þingsályktunartillögunni um stað- setningu fánans. Listfræðingurinn, Björn Th., skrifar svo í fyrrnefndri grein. „Loks tók þó að fullu steininn úr, þegar einn kjörinna þingmanna á Alþingi lagði til að fáninn yrði látinn drúpa yfir ræðustól sjálfs forseta Al- þingis, rétt eins og þingmenn gætu ekki munað í hvaða landi þeir væru staddir.“ Ja, hvílík smán, þjóðfáninn sýni- legur í æðstu stjórnsýslu og bara fyrir alþingismenn til að átta sig á að þeir séu staddir á Íslandi. Að fáninn drúpi yfir forseta Al- þingis er engum nema listfræðingi huglæg sannindi. Í annars ágætum sjónvarpsþáttum listfræðingsins um Íslendinga í Danmörku, hér áður og fyrr, mátti oft sjá danska fánann blakta við hún, það hefur verið list- fræðingnum mikið lán og staðfesta hvar í heiminum hann var staddur. Hjákátlegri sunnudagar Listfræðingurinn var sumarstrákur í sveit og þótti hálfkátlegt að sjá al- múgann klæðast sparifötum á sunnudögum. Karlarnir þá upphafs- menn „merkjafíklanna“ af því þeir báru títuprjónsnælda miða, kringl- ótta eða þríhyrnda, á boðungum svörtu jakkanna. En svo liðu árin og gráklæddir karlar alla daga vikunnar, leiðandi ljós öreiganna og alþýðunnar í Austri með heiðurspeninga framan á sér sem brjóstvörn væri, voru alls ekki kátlegir, ekki einu sinni hálf- kátlegir. Og kröfuganga al- þýðunnar á Íslandi 1. maí var ekki tengd neinum merkjafíklum, nei, þar voru fánar stéttarfélaganna, fátt um þjóðfána Íslend- inga en mest bar þar á Rauðum fánum. Nú vilja þeir sömu merkjafíklar … Í grein listfræðingsins segir: „Svo sem oft ger- ist í huglægri brenglun manna, snýst áráttan gegn sjálfri sér. Slíkt hefur og gerst hér. Nú vilja þeir sömu merkjafíklar ólmir losna við þetta sögulega tákn af frambrún Al- þingishússins (skjöld Kristjáns kon- ungs Íslendinga hins IX og kórónu), rýja það upprunalegri ásýnd sinni og falsa með því þjóðarsöguna.“ Á 117. löggjafarþingi 1993 flutti Stefán Guðmundsson alþingismaður þingsályktunartillögu um uppsetn- ingu skjaldarmerkis lýðveldisins á eða við Alþingishúsið. Í greinargerð með tillögunni segir Stefán m.a. „Með flutningi þessarar tillögu er ekki lagt til að fjarlægja merki Kristjáns níunda af Alþingishúsinu. Hér er gerð tillaga um að hinu form- fagra skjaldarmerki, tákni lýðveld- isins Íslands, verði komið upp á eða við Alþingishúsið og tengt á þann hátt betur en nú þingi og þjóð.“ Ólesinn listfræðingur Það er dapurt þegar hámenntaður listfræðingur, og ætla má vel lesinn, skuli ólesinn um þingsályktun- artillögu um þjóðfána í þingsal Al- þingis en geysast fram á ritvöllinn með staðlausa stafi og vænir mig um ástand „fíkils“. Jafnframt að draga upp 11 ára gamla þingsályktun- artillögu um skjaldarmerkið og tengja þessi tvö mál þeirri hættu að Alþingi og þjóðin þurfi að verjast misindismönnum sem vilji skjöld Kristjáns IX og kórónu af framhlið Alþingishússins og að þjóðfáninn drúpi yfir ræðustól „sjálfs“ forseta Alþingis. Það er alvarleg aðdróttun lærðs manns að leggja til mín í skrif- uðum texta sem fíkils. Ég á aðeins eitt svar við tilskrifum þínum, Björn Th. Björnsson, með tilvísun til þess sem ég hef hér að framan ritað. Ég hlýt að beina þínum orðum til föð- urhúsanna hvar þú segir í grein þinni; „svo sem oft gerist í huglægri brenglun manna, snýst áráttan gegn sjálfri sér“. Huglæg sannindi Björns Th. Björnssonar Guðmundur Hallvarðsson svarar Birni Th. Björnssyni ’Það er alvarleg að-dróttun lærðs manns að leggja til mín í skrif- uðum texta sem fíkils.‘ Guðmundur Hallvarðsson Höfundur er alþingismaður. ATVINNA mbl.is Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is Síur og hreinsiefni í potta og sundlaugar Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is www.lyfja.is Skrefi framar Sokkar, sokkabuxur, undirföt www.sokkar.is Sumarvörurnar komnar OROBLU ráðgjafi verður í dag kl. 14-18 í Lyfju Spönginni og Smáratorgi. Á morgun kl. 13-17 í Lyfju Smáralind. Sokkabuxur fylgja öllum Oroblu vörum sem kaupauki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.