Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 02.04.2004, Qupperneq 61
Grikklandsfélagið Hellas heldur árshátíð í Kaffileikhúsinu, Hlað- varpanum, í dag, föstudaginn 2. apríl. Á dagskrá verður m.a. atriði úr leikritinu Plútos eftir Arist- ófanes í þýðingu Karls Guðmunds- sonar leikara og í flutningi hans sjálfs, Ragnheiðar Steindórsdóttur o.fl. Aðgangseyrir fyrir matargesti er kr. 4.000 á mann. Þátttaka tilkynn- ist til Kristjáns Árnasonar eða Þórs Jakobssonar. Frásögn frá Palestínu Í dag, föstudaginn 2. apríl, verður fundur á vegum sósíalíska fréttablaðsins Militant, undir yfirskriftinni „Bar- átta Palestínumanna fyrir sjálfs- ákvörðunarrétti í dag – frásögn frá Vesturbakkanum og Ísrael“. Ög- mundur Jónsson, félagi í Ungum sósíalistum, segir frá leiðangri til Palestínu í byrjun mars sl., m.a. var farið í flóttamannabúðir við Jenín og Ramallah o.fl. Einnig verða sýndar myndir. Fundurinn verður í Pathfinder-bóksölunni, Skólavörðustíg 6b og hefst kl. 19.30. Málþing um ólík sjónarhorn á velferðarþjónustu. Ís-Forsa, sam- tök áhugafólks um rannsóknir og þróunarstarf á sviði félagsráð- gjafar, halda málþing, í dag, föstu- daginn 2. apríl n.k. undir yfirskrift- inni „Fræðastörf í fyrirrúmi. Tengsl fræða og fags í fé- lagsráðgjöf “ Málþingið verður haldið á Grand Hóteli Reykjavík. Á málþinginu verður fjallað um niðurstöður rannsókna frá sjón- arhóli ólíkra aðila sem koma að vel- ferðar- og heilbrigðisþjónustu á sviði félagsráðgjafar. Markmiðið er að skoða hvað sameinar og skilur að þegar stjórnendur, sjúklingar, aðstandendur og notendur fá orðið á þessum vettvangi. Frummæl- endur eru: Guðrún Kristinsdóttir prófessor, Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, Björg Karlsdóttir, félagsráðgjafi, Guðrún Reykdal, verkefnastjóri, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor. Málþingið verður haldið á Grand Hóteli í Reykjavík, föstu- daginn 2. apríl kl. 13.00 – 16.00. Málþingið er öllum opið, inngangs- eyrir er kr. 3.500. Í DAG FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 61 OD DI H ÖN N UN K 86 71 Í YFIRLÝSINGU frá Persónu- vernd segir að samtökunum sé ekki kunnugt um ágreining við lög- reglu um vörslu gagna um net- notkun. Í yfirlýsingunni segir: „Í tilefni af ummælum Guðmundar Hall- varðssonar, formanns samgöngu- nefndar Alþingis, í fréttum Stöðv- ar 2 í gær þess efnis að Persónuvernd hefði verið á annarri skoðun en ríkislögreglustjóri, sem í umsögn sinni um framvarp til laga um fjarskipti varaði við laga- ákvæði um vörslu gagna um net- notkun, skal það tekið fram að í umsögn Persónuverndar um sama frumvarp, dags. 26. febrúar 2003, var ekki vikið að þessu ákvæði. Persónuvernd er ekki kunnugt um ágreining á milli hennar og lög- reglu varðandi vörslu slíkra gagna. Persónuvernd telur mikilvægt að leiðrétta þann misskilning að ákvæðið banni með öllu varðveislu gagna um netnotkun. Þar er hins vegar að finna reglu um að gögn um fjarskiptaumferð séu ekki varðveitt lengur en þörf krefur vegna fjarskiptasendinga og reikn- ingsgerðar. Persónuvernd hefur ekki tekið afstöðu til frekari varð- veislu, s.s. vegna löggæsluhags- muna.“ Ekki kunnugt um ágreining við lögreglu Persónuvernd VG fundar um Evrópusam- bandið Vinstri – grænir í Reykja- vík halda fund á morgun, laug- ardaginn 3. apríl kl. 13, í húsnæði VG að Hafnarstræti. Fundarefni er: Evrópusambandið og íslenskt félagshyggjufólk. Frummælendur eru: Drífa Snædal, ritari VG, og Helgi Hjörvar alþingismaður. Ganga á vegum SJÁ Sjálf- boðaliðasamtök um náttúruvernd efna til síðustu göngu vetrar á morgun, laugardaginn 3. apríl kl. 11, frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Rölt verður innan bæjar í um 3 klukkustundir. Páskaeggjaleit Félags sjálf- stæðismanna í Nes- og Mela- hverfi verður haldin við grá- sleppuskúrana á Ægisíðu á morgun, laugardag 3. apríl, kl. 14. Börnin koma með körfur og setja í þær harðsoðin hænuegg sem falin eru á svæðinu. Þau fá síðan súkkulaðiegg frá Nóa-Siríusi að launum. Á svæðinu verða ýmis leiktæki og keppt verður í húla- hoppi. Í verðlaun verða páskaegg. Einnig verður boðið upp á andlits- málun. Á MORGUN Fyrirtækið Saga Heilsa & Spa hefur fengið viðurkenningu Vinnueftirlits- ins til að starfa sem ráðgjafafyrirtæki heilbrigðis- og öryggisþátta á vinnu- stað. Í fréttatilkynningu sem birtist sl miðvikudag, var því ranglega farið með að einungis eitt fyrirtæki hefði hlotið slíka viðurkenningu. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Opin æfing á röngum stað Ekki var greint frá réttri staðsetn- ingu opinnar æfingar kvennakórsins Vox Feminae í blaðinu í gær. Rétt er að kórinn var með opna æfingu í Þjóð- menningarhúsinu. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Margrét Guðbrandsdóttir Rangt var farið með föðurnafn Margrétar Guðbrandsdóttur í frétt blaðsins í gær af banaslysinu í Akra- neshöfn á þriðjudag. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. LEIÐRÉTT STÆRÐFRÆÐIKEPPNI grunn- skólanema í Breiðholti var haldin í sjöunda sinn á sæludögum FB 9. mars sl. Metþátttaka var, en 241 keppandi mætti til leiks. Flestir komu úr Ölduselsskóla, en þaðan komu 105 nemendur. Að lokinni keppni fengu allir keppendu gosdrykki og pitsu- sneiðar. Verðlaun voru afhent 18. mars sl. á kennarastofu FB. Peninga- verðlaun frá Íslandsbanka hf. voru í verðlaun fyrir efstu þrjá í hverjum aldursflokki. Sigurvegari í hverjum aldursflokki fékk grafíska Casio reiknivél frá Heimilistækjum hf. og þeir sem voru í 2.–5. sæti fengu Casio reiknivél. Allir þátttakendur fengu verðlaunaskjal. Fræðsluráð styrkti framkvæmd keppninnar auk FB. Um keppnina sáu stærðfræðikennarar í FB. Metþátttaka í stærð- fræðikeppni Verðlaunahafar í 9. bekk. Sólveig Bergs tekur við verðlaunum fyrir Viktor Orra, Kristín Arnalds, skólameistari FB, Vignir Már Lýðsson, Hrund Er- lingsdóttir og Halldór Smári Ólafsson. Sigurvegarinn í 9. bekk, Helgi Durhuus, gat því miður ekki veitt verðlaunum sínum móttöku. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.