Morgunblaðið - 02.04.2004, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 63
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert einlæg/ur og heið-
arleg/ur og tilbúin/n að
leggja hart að þér til að ná
markmiðum þínum. Þú þarft
að taka mikilvægar ákvarð-
anir á þessu ári. Veldu vel.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert að velta því fyrir þér
hvað skipti þig raunverulegu
máli í lífinu. Þú vilt veðja á
réttan hest þannig að þú
þurfir ekki að líta til baka
með eftirsjá.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þig langar til að fara í ferða-
lag. Þú ert óvenju forvitin/n
og það er eins og hugur þinn
hlaupi úr einu í annað.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú munt að öllum líkindum
verða í óvenjugóðum
tengslum við innsæi þitt á
næstu vikum. Það hentar þér
vel að vinna í einrúmi á með-
an þetta varir.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ættir að endurskoða af-
stöðu þína í ákveðnu máli.
Ræddu þau vandamál sem
upp koma við vini þína.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þig langar til að ráðast í ný
verkefni sem munu auka
þekkingu þína og koma þér
vel í starfi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Sjóndeildarhringur þinn mun
víkka á næstu vikum. Þig
langar til að kynnast fram-
andi slóðum og menningu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Hversdagslegar samræður,
sem láta lítið yfir sér, munu
hafa mikil áhrif á þig á næstu
vikum. Þú ert alltaf að sjá
hlutina í nýju og nýju ljósi.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú tekur hlutina ekki eins al-
varlega og þú ert vön/vanur
að gera og því er þetta góður
tími til að jafna deilur við
maka þinn og vini.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú hefur meiri áhuga á smá-
atriðunum en venjulega. Þú
vilt hafa allt í röð og reglu í
kringum þig. Þetta er því
góður tími til að gera áætl-
anir í vinnunni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ekki reyna að réttlæta gerðir
þínar á næstu mánuðum.
Stundum þurfum við bara á
því að halda að slá öllu upp í
kæruleysi og láta okkur fljóta
með straumnum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú þarft að fá botn í eitthvað
sem gerðist í fortíðinni. Þú
vilt fá að vita hið sanna og
þarft því að telja foreldra
þína á að segja þér satt og
rétt frá.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú átt annasaman mánuð
framundan. Gerðu ráð fyrir
að verða mikið á ferðinni og í
miklum samskiptum við aðra,
sérstaklega systkini þín.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MANSÖNGUR ÚR NÚMARÍMUM
Móðurjörð, hvar maður fæðist,
mun hún eigi flestum kær,
þar sem ljósið lífi glæðist
og lítil sköpun þroska nær?
Í fleiri lönd þó fengi drengir
forlaganna vaðið sjó,
hugurinn þangað þrengist lengi,
er þeirra fögur æskan bjó.
Mundi eg eigi minnast hinna
móðurjarðar tinda há
og kærra heim til kynna minna
komast hugar flugi á?
- - -
Sigurður Breiðfjörð
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 2. apríl,
er sjötugur Snorri Edvin
Hermannsson, húsasmíða-
meistari á Ísafirði. Af því
tilefni býður hann ásamt
eiginkonu sinni, Auði H.
Hagalín, og fjölskyldu
þeirra ættingjum, vinum og
samstarfsfólki að gleðjast
með sér í Frímúrarasalnum
á Ísafirði laugardaginn 3.
apríl kl. 18.
75 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag-
inn 3. apríl, verður Ragna
Þorleifsdóttir hjúkr-
unarkona, Álftamýri 39,
Reykjavík, 75 ára. Hún
heldur upp á daginn í félags-
heimili Karlakórs Reykja-
víkur, Ými við Skógarhlíð, á
milli klukkan 17.00 og 19.00
á afmælisdaginn og biður
hún og eiginmaður hennar,
Björn Hermannsson, ætt-
ingja og vini að samgleðjast
með sér.
ENGINN áfellist spilara
sem lendir í kastþröng –
aumingja maðurinn gat ekk-
ert við því gert! Oft er málið
látið niður falla afsakandi
með orðum fórnarlambsins:
„Ég var bullandi skvís,“ og
hinn raunverulegi sökudólg-
ur sleppur úr snörunni –
makker.
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠DG7
♥DG
♦ÁK4
♣Á10742
Vestur Austur
♠95 ♠Á1043
♥Á96 ♥10754
♦DG86 ♦1092
♣9853 ♣KG
Suður
♠K862
♥K832
♦753
♣D6
Vestur Norður Austur Suður
Pass 1 lauf * Pass 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
* Precision, 16+ HP.
Spilið er frá fyrstu um-
ferð Íslandsmótsins síðast-
liðinn föstudag. Vestur byrj-
aði vel, kom út með
tíguldrottningu. Sagnhafi
dúkkaði, en fékk næsta slag
á tígulkóng. Hann spilaði
spaðadrottningu, sem aust-
ur tók strax til að fría tíg-
ulinn. Það er fátt um fína
drætti og sagnhafi verður að
spila hjarta. Vestur valdi að
drepa strax og taka fjórða
slag varnarinnar á tígul í
þessari stöðu:
Norður
♠G7
♥G
♦–
♣Á10742
Vestur Austur
♠9 ♠1043
♥96 ♥1075
♦G ♦–
♣9853 ♣KG
Suður
♠K86
♥K83
♦–
♣D6
Sagnhafi lét lauf úr borði í
tígulgosann og austur valdi
að henda frá hjartanu, en
suður henti laufi. Austur er
þvingaður í þremur litum,
en vörnin er samt á lífi.
Vestur var hins vegar stein-
sofandi fyrir vanda makkers
og spilaði sér „hlutlaust“ út
á hjarta. Sagnhafi átti slag-
inn á gosann, tók spaðagosa
og fór heim á spaðakóng.
Hjartakóngur og -átta
fylgdu í kjölfarið og austur
kvaldist í annað sinn. Hann
henti laufgosa og þegar
kóngurinn féll undir ásinn
varð tían í laufi að úr-
slitaslagurinn.
Aumingja austur. Hann
lenti tvisvar í þvingun og
gat ekkert gert. Við hann
var ekki að sakast. En vest-
ur gat gert sitt til að bjarga
spilinu með því að spila laufi
eftir að hafa tekið á tíg-
ulgosann. Þá þarf sagnhafi
að svína fyrir spaðatíuna til
að vinna spilið.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. b3 e6
4. Bb2 d6 5. d4 cxd4 6. Rxd4
Bd7 7. Rb5 Db8 8. Ba3 d5 9.
exd5 De5+ 10. Be2 Bxa3
11. R1xa3 exd5 12. f4 Dxf4
13. Dxd5 Rf6 14. Dd6 Dxd6
15. Rxd6+ Ke7 16. 0–0–0
Hab8 17. Hhe1 Kf8 18. Bc4
Rd8 19. Rab5 a6 20. Rc7 h5
21. Hd2 Hh6 22. a4
Hg6 23. g3 Hg5
Staðan kom upp á
alþjóðlegu móti sem
lauk fyrir skömmu í
Miskolc í Ungverja-
landi. Zoltan Varga
(2.564) hafði hvítt
gegn Lajos Portisch
(2.573). 24. Rxf7!
Rxf7 25. Hxd7 Rxd7
26. Re6+ Ke7 27.
Rxg5+ hvítur hefur
nú unnið peð og
nokkru síðar vann
hann skákina og
varð framhald henn-
ar þetta: 27. … Rfe5 28.
Be6 Kf6 29. Bxd7 Rxd7 30.
Re4+ Kg6 31. Hd1 Re5 32.
Hd6+ Kf5 33. Rc5 Rf3 34.
h3 g5 35. Hb6 h4 36. gxh4
gxh4 37. Rxa6 Hh8 38.
Hxb7 Rg5 39. Rb8 Rxh3 40.
a5 Rg5 41. a6 Hh6 42. a7
og svartur gafst upp. Ís-
landsmótinu í skák verður
framhaldið í dag í höf-
uðstöðvum Orkuveitu
Reykjavíkur.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
ERFÐABREYTTAR AFURÐIR www.heilsuvernd.is
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ 11:00-18:00 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ 13:00-18:00
Troðið vöruhús af
ódýrum fallegum
húsgögnum
og gjafavöru.
ATH. Frábærar
fermingargjafir.
1928 VÖRUHÚS OG VERSLUN
OPIÐ LAUGARDAG 12.00 - 16.00
KIRKJUSTARF
Ferill fyrir-
gefningarinnar
ÖLLU áhugasömu fólki stendur til
boða að hlýða á fyrirlestur uppi í
Vatnaskógi laugardaginn 3. apríl
kl. 10 þar sem Marteinn Steinar
Jónsson sálfræðingur mun fjalla
um feril fyrirgefningarinnar frá
sjónarhorni sálarfræðinnar.
Það er Laugarneskirkja sem býð-
ur til sinnar árlegu Samtals- og
bænahelgar og er fyrirlestur Mar-
teins Steinars liður í fjölbreyttri
dagskrá sem öllum er opin.
Vegna Samtals- og bænahelg-
arinnar flyst allt safnaðarstarf
Laugarneskirkju út fyrir bæinn
þessa helgi. Og í stað messu og
sunnudagaskóla á venjulegum stað
og tíma verður fjölskylduguðsþjón-
usta á Saurbæ á Hvalfjarðarströnd
kl. 13 á sunnudeginum í umsjá
prestsfrúarinnar, sr. Jónu Hrannar
Bolladóttur, og Þorvalds Þorvalds-
sonar söngvara ásamt sóknarprest-
inum í Saurbæ, sr. Kristni Jens Sig-
þórssyni.
Í fyrirlestrinum á laugardags-
morgninum verður komið inn á eðli
og einkenni sálrænna meiðsla, fyr-
irgefningarferlið útlistað með
dæmum og farið ofan í saumana á
því sem skiptir máli til þess að geta
fyrirgefið. Fyrirgefningin er meg-
inforsenda góðra og farsælla sam-
skipta og ein meginforsenda krist-
innar trúar. Ávinningur hennar er
margþættur, við leysum okkur sjálf
frá því að burðast með innri sárs-
auka, leysum gerandann undan sök
og megnum að horfa til framtíðar.
Samtals- og bænahelgi Laugarnes-
kirkju stendur öllu fólki opin og er
frjálst að koma og fara að vild, eða
dvelja allan tímann í fæði og hús-
næði fyrir hámark kr. 5.000 á mann
og hámark kr. 15.000 á fjölskyldu.
(Uppl. á skrifstofu í síma 588 9422.)
Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja
Hallgrímskirkja. Eldri borgara starf kl. 13.
Leikfimi, súpa, kaffi og spjall.
Háteigskirkja, eldri borgara starf. Brids-
aðstoð kl. 13. Kaffi kl. 15.
Langholtskirkja. Lestur Passíusálma kl.
18 í Guðbrandsstofu í anddyri Langholts-
kirkju.
Allir velkomnir.
Laugarneskirkja. Samtals- og bænahelgi
Laugarneskirkju hefst í dag. Öll safnaðar-
starfsemin, að sunnudagsmessunni með-
talinni, flyst upp í Vatnaskóg (sjá messu-
tilkynningar).
Breiðholtskirkja. Fjölskyldumorgnar kl.
10–12. Kaffi og spjall.
Grafarvogskirkja. Lestur Passíusálma kl.
18.15, 47. sálmur, Um Kristí kunningja,
sem stóðu langt frá. Gísli Helgason vara-
borgarfulltrúi les.
Lindakirkja í Kópavogi. Kl. 15 yngri deild-
arstarf Lindakirkju og KFUM&K í húsinu á
Sléttunni, Uppsölum 3. Krakkar á aldrin-
um 8–12 ára velkomnir.
Lágafellskirkja. Barnastarf kirkjunnar,
Kirkjukrakkar, er í Lágafellsskóla.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkom-
ur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla
þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sól-
arhringinn á Útvarpi boðun, FM 105,5. Allir
velkomnir.
Fríkirkjan Kefas. 13–16 ára starf kl.
19.30. Samvera, fræðsla og fjör. Allir 13–
16 ára velkomnir. Nánari upplýsingar á
www.kefas.is
Akureyrarkirkja. Æfing fermingarbarna kl.
15. (Börn sem fermast eiga 3. apríl.) Æf-
ing fermingarbarna kl. 16. (Börn sem eiga
að fermast 4. apríl.)
Safnaðarstarf
100 ÁRA afmæli.Sunnudaginn 4.
apríl nk. verður 100 ára
Ingveldur Gísladóttir. Í til-
efni af afmælinu taka Ing-
veldur og fjölskylda hennar
á móti ættingjum og vinum
laugardaginn 3. apríl á
Grand hótel milli kl. 15 og
18.