Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 64

Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 64
ÍÞRÓTTIR 64 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ RAGNA Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir badmin- tonkonur eiga aðeins eftir að taka þátt í þremur alþjóð- legum mótum áður en Alþjóða badmintonsambandið gefur út styrkleikalista sinn 1. maí, en röðun á þann lista ræður því hvaða badmintonmenn fá þátttökurétt á Ól- ympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Þær stöllur er nærri því að komast inn í hóp útvalinna í tvíliðaleik og eins standa þær þokkalega að vígi í einliðaleiknum, ekki hvað síst Sara sem mun vera fimm sætum frá því að komast inn í hóp útvalinna í einliðaleik. Eftir Íslandsmeistaramótið um helgina halda þær til Króatíu hvar þær taka þátt í alþjóðlegu móti um páska- helgina. Því næst halda þær til eyjunnar Máritíus í Ind- landshafi og loks verða þær á meðal þátttakenda á Evr- ópumeistaramótinu 19.–24. apríl. Evrópumótið fer að þessu sinni fram í Sviss, en á það sendir Ísland fullskipað lið beggja kynja. „Við þurfum að vera svolítið heppnar á lokasprettinum til að ná öruggu ólympíusæti,“ sagði Sara í samtali við Morgunblaðið í gær. Reiknað er með að upp úr miðjum maí liggi það end- anlega fyrir hvort þeim stöllum tekst að komast á Ól- ympíuleikana en þá hefur keppendalistinn verið yfirfar- inn af Alþjóða badmintonsambandinu og sérsamböndum þeirra þjóða sem eiga íþróttamenn á listanum. Þrjú mót eftir hjá Rögnu og Söru Ragna Ingólfsdóttir og Sara Jónsdóttir. TVÆR þjóðir hafa sótt um að halda heimsmeistaramótið í hand- knattleik karla árið 2007. Það eru Noregur og Þýskaland, en Þýskaland sótti einnig um að halda mótið á næsta ári en tapaði fyrir Túnis í kapphlaupi á þingi Alþjóða handknattleikssambands- ins. Ákvörðun um hvar HM 2007 fer fram verður tekin á þingi Al- þjóða handknattleikssambandsins í lok maí. Þjóðverjar þykja koma sterk- lega til greina að hreppa hnossið þar sem þeir bjóða upp á betri aðstöðu en Norðmenn. Ekki er þó víst að það dugi þeim þar sem Þjóðverjar buðu einnig upp á mun betri keppnisaðstöðu en Túnisbúar þegar umsóknir um HM 2005 voru lagðar fram. Þá getur verið að það vinni gegn Þjóðverjum að þeir halda Evr- ópumeistaramótið í handknattleik eftir tvö ár og mörgum þykir ósanngjarnt að þeir haldi tvö stórmót í handknattleik á tveim- ur árum. Stuðningsmenn Þjóð- verja benda hins vegar á að áhugi á handknattleik sé alltaf að aukast í Þýskalandi og sjálfsagt sé að nýta sér það með því að halda mótið í Mekka handknatt- leiksins í heiminum og styðja þar með enn frekar við bakið á íþróttinni. Þá telja Þjóðverjar sig geta staðið glæsilega að mótinu og rekið það með góðum hagnaði. Þjóðverjar og Norðmenn keppa um HM FÓLK  ALAN Smith, framherji Leeds, segir að það muni líklega engu breyta hvort Leeds takist að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni eða ekki, hann fari frá liðinu í sum- ar. Nýir eigendum hyggist selja sig til þess að fá peninga í kassa Leeds en hann er hálftómur. Smith hefur leikið með Leeds allan sinn feril og er auk þess alinn upp innan þess.  HOLLENSKI knattspyrnumaður- inn Patrick Kluivert er byrjaður að æfa á ný með aðalliði Barcelona. Hann hefur verið frá í nokkrar vik- ur vegna meiðsla. Hann lék með B- liðinu í fyrrakvöld gegn þeim A- liðsmönnum sem ekki voru að leika með sínum landsliðum, og skoraði þrennu á 45 mínútna kafla.  BRASILÍUMENN og Þjóðverjar eru að ræða um að leika landsleik 8. september, nokkurs konar endur- tekningu á úrslitaleik þjóðanna á HM 2002. Leikið yrði á nýuppgerð- um ólympíuleikvangi í Berlín.  ÞJÓÐVERJAR eru með fleiri járn í eldinum og síðar í mánuðin- um fer sendinefnd frá knattspyrnu- sambandinu til Tehran í Íran til að ræða um landsleik þjóðanna í knatt- spyrnu sem fyrirhugaður er í októ- ber.  OLIVER Kahn, fyrirliði þýska landsliðsins í knattspyrnu, fylgdist með 3:0 sigri liðsins á Belgum í fyrrakvöld, fékk frí frá leiknum. Hann var ekki sammála dómaran- um um annað markið, sem Dietmar Hamann gerði úr aukaspyrnu. Hann tók spyrnuna á meðan Belgar voru að stilla upp varnarvegg sínum og varð dómarinn að forða sér til að fá ekki skotið í sig.  „SEM markvörður hefði ég ekki verið sáttur. Sumir varnarmenn Belga sneru baki í boltann þegar Hamann tók aukaspyrnuna. Þetta er alveg ferlegt fyrir markverði, þeir geta ekkert gert, enda eru þeir þá jafnan við hina stöngina að stilla varnarveggnum upp,“ sagði Kahn.  MICK McCarthy, knattspyrnu- stjóri Sunderland, var í gær út- nefndur knattspyrnustjóri mars mánaðar í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Undir stjórn McCarthys vann Sunderland 17 stig af 21 mögulegu í leikjum deild- arinnar í mánuðinum auk þess sem liðið komst í undanúrslit í bikar- keppninni hvar það mætir Milwall á Old Trafford á sunnudag.  ÞAÐ verður mikið um að vera hjá „eldri“ íþróttamönnum síðar í þess- um mánuði, eða í kringum sum- ardaginn fyrsta. Þá fer fram á Akranesi Öldungamót BLÍ í blaki í umsjón Bresa og hefur 81 lið til- kynnt um þátttöku.  SÖMU helgi verður haldið körfu- knattleiksmót Molduxa á Sauðár- króki, en það er fyrir 30 ára og eldri. Þar eru 17 lið búin að skrá sig. Fyrrum meistarar sem mæta tilleiks eru Mike Weir, Tiger Woods, Vijay Singh, Jose Maria Olazabal, Mark O’Meara, Nick Faldo, Ben Crenshaw, Bernhard Langer, Fred Couples, Ian Woosnam, Sandy Lyle, Larry Mize, Jack Nicklaus, Craig Stadler, Tom Watson, Fuzzy Zoeller, Gary Player, Raymond Flo- yd, Tommy Aaron, Charles Coody og Arnold Palmer. Meistarar Opna bandaríska meist- aramótsins eru með fimm ára keppn- isrétt og þann rétt nýtir Retief Goo- sen sér. Þrír fyrrum meistarar á Opna breska nýta sér einnig fimm ára þátttökurétt á Masters, þeir Ben Curtis, Ernie Els og Paul Lawrie, en David Duval varð að hætta við þátt- töku vegna meiðsla. Sigurvegarar á PGA meistara- mótinu fá einnig fimm að vera með næstu fimm árin og þeir eru Shaun Micheel, Rich Beem og David Toms. Þriggja ára keppnisrétt fá sigur- vegarar úr Meistaramóti leikmanna (Players Championship) og slíkt nýta þeir Adam Scott, Davis Love III og Craig Perks sér. Tveir efstu úr bandaríska áhuga- mannamótinu verða með, Nick Flana- gan og Casey Wittenberg, sigurveg- arinn á breska áhugamannamótinu, Gary Wolstenholme. Brad Snedeker, meistari áhugamanna á opinberum golfvöllum í Bandaríkjum, verður meðal keppenda og líka Nathan Smith, sem sigraði á áhugamanna- mótinu í miðríkjum Bandaríkjanna. Allir sem verða í 16. sæti og ofar á síðasta Masters fá boðskort og þannig koma inn Len Mattiace, Phil Mickel- son, Jeff Maggert, Scott Verplank, Jonathan Byrd, Tim Clarke, Angel Cabrera og K.J. Choi. Átta efstu og jafnir frá Opna bandaríska í fyrra mæta, Stephen Leaney, Kenny Perry, Justin Rose, Fredrik Jacobson og Nick Price. Fjórir efstu og jafnir af Opna breska geta líka mætt og þannig kem- ur Thomas Björn til sögunnar á Mast- ers í ár. Fjórir efstu eða jafnir af PGA meistaramótinu í fyrra fá einnig boðs- kort og Chad Campbell og Alex Cejka detta þannig inn í mótið að þessu sinni. Fjörutíu efstu menn á peningalista PGA mótaraðarinnar um áramótin eiga rétt á að keppa á Masters og þannig koma inn: Brad Faxon, Stuart Appleby, Bob Tway, Charles Howell III, Jay Haas, Jonathan Kaye, Justin Leonard, Chris DiMarco, Steve Flesch, Briny Baird, Chris Riley, Robert Allenby, Tim Herron, Jerry Kelly, Fred Funk, J.L. Lewis, Kirk Triplett, Rocco Madiate, Bob Estes, Stewart Cink, Tim Petrovic, Shigeki Maruyama, John Rollins og Jeff Sluman. Fimmtíu efstu á heimslistanum um áramótin geta mætt og það gefur ell- efu kylfingum tækifæri að vera með að þessu sinni. Fullmannað á Masters BÚIÐ er að fullmanna Masters golfmótið sem hefst á Augusta Nat- ional golfvellinum í Bandaríkjunum á skírdag, 8. apríl. Þar munu 94 kylfingar hefja leik og eru þeir valdir með ákveðnum hætti. Þannig eru þeir sem hafa sigrað á Masters með ævilangan keppnisrétt og mun 21 fyrrum sigurvegari þiggja boðið í ár. Það er ekki á hverjum degi semþrír bræður leika saman í lands- liði en slíkt gerðist síðast árið 1963 er Hörður, Bjarni og Gunnar Felixsynir léku gegn áhuga- mannalandsliði Eng- lands í Wimbledon. Þórður var jafnframt fyrirliði ís- lenska liðsins í fyrsta sinn á ferli sín- um og skoraði hann eina mark ís- lenska liðsins sem tapaði 2:1. Þetta var jafnframt 50. landsleikur Þórðar. „Leikurinn var ekki alveg nógu góður hjá íslenska liðinu en ég var glöð að Þórður skyldi skora, þar sem leikurinn var nokkuð sérstakur fyrir hann sem fyrirliða í fyrsta sinn í tíma- mótaleik. Bjarney er gift Sigurði V. Haralds- syni og saman eiga þau Björn Berg- mann sem er fæddur árið 1991 og er hann líkt og eldri bræður hans lipur með knöttinn. „Ég horfi á alla leiki hjá strákunum þegar færi gefst. Við náum flestum sjónvarpsrásum þar sem leikir þeirra eru sýndir og þá er ekkert annað að gera en að horfa,“ segir Bjarney. Hún er búsett á Akranesi en sparkaði sjálf aldrei í bolta. „Ég hef aldrei ráð- lagt þeim um þessa hluti enda hef ég lítið getað bætt við það sem þeir kunnu sem smástrákar.“ Bjarney segir að hún hafi ekki séð strákana sína spila saman áður í sama liði en þeir voru allir þrír á samning hjá Genk í Belgíu um tíma án þess að spila leik á sama tíma. „Ætli ég hafi ekki séð þá spila saman í garðinum mínum þegar þeir voru smástrákar en það gekk nú oft mikið á þrátt fyrir að aldursmunurinn sé mikill,“ segir Bjarney en Þórður er elstur, fæddur 1973, og leikur með Bochum í þýsku 1. deildinni. Bjarni, sem er fæddur árið 1979, er samn- ingsbundinn Bochum en leikur sem lánsmaður með Coventry á Englandi. Og Jóhannes Karl er fæddur árið 1980 en hann er samningsbundinn Real Betis á Spáni en hefur leikið sem lánsmaður með Wolverhampton í ensku úrvalsdeildinni í vetur en var hjá úrvalsdeildarliðinu Aston Villa í fyrra. Bjarney segir að það taki á að sitja yfir knattspyrnunni og hún bíði þess í raun að geta átt rólegar stundir yfir knattspyrnuleikjum en það er líklegt að einhver bið verði á því þar sem að sá yngsti, Björn Bergmann, er með boltann á tánum frá morgni til kvölds. „Hann gæti alveg fetað sömu leið og eldri bræður hans. Kannski hafa þeir fengið hæfileikana frá mér í vöggugjöf en ég sýndi þá aldrei sjálf sem leikmaður, “ segir Bjarney í létt- um tón en hún horfði á landsleikinn gegn Albaníu í góðra vina hópi heima hjá tengdaforeldrum sínum. „Það var mikið blótað á meðan á leiknum stóð en á heildina litið var þetta góður eft- irminnilegur dagur fyrir okkur öll og það er aldrei að vita nema ég sjái þá alla saman í landsliðinu á ný úr áhorf- endastúku einhvers staðar síðar. Það er draumur sem á eftir að rætast.“ Synir Bjarneyjar Jóhannesdóttur voru í sviðsljósinu í Tirana „Ég er mjög stolt af strákunum mínum“ „ÉG er alltaf stolt af strákunum mínum, sama hvernig leikirnir fara hjá þeim, en ég var óvenju óróleg yfir þessum leik þar sem þeir voru allir í liðinu á sama tíma,“ sagði Bjarney Jóhannesdóttir, móðir Þórðar, Bjarna og Jóhannesar Karls Guðjónssona sem voru í byrj- unarliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu gegn Albaníu í Tirana á miðvikudaginn. Morgunblaðið/Sigurður Elvar Bjarney Jóhannesdóttir, Björn Bergmann Sigurðarson og Sig- urður V. Haraldsson, eiginmaður Bjarneyjar hafa í nógu að snú- ast við að fylgjast með sonum Bjarneyjar og bræðrum Bjarnar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.