Morgunblaðið - 02.04.2004, Page 70
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 10.30. B.i. 16 ára.
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd allra tíma
kl. 8 og 10.30. B.i. 16.
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 16.Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 8 og 10.30.
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
„Frábær
skemmtun
fyrir alla
fjölskylduna“
Þ.Þ. Fbl.
Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8. Með ensku tali
Sýnd kl. 3.40 og 5.50. Með íslensku tali
Páskamynd
fjölskyldunnar
Sýnd Í LÚXUSSAL kl. 4.
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á
toppnum í USA! Upplifðu fyrsta
stefnumótið...endalaust!
70 FÖSTUDAGUR 2. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16.
Ein umtalaðasta og
aðsóknarmesta mynd allra tíma
(Píslarsaga Krists)
HP. Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Skonrokk
Sýnd kl. 5.50. Með íslensku tali
Ævintýrið eins og þú hefur aldrei upplifað það.
Stórkostleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Leikin ævintýramynd eins og þær gerast bestar!
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
Páskamynd
fjölskyldunnar
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Fyndnasta mynd ársins! 2 vikur á
toppnum í USA! Upplifðu fyrsta
stefnumótið...endalaust!
EKKERT varð af tónleikum bandaríska
rokkarans Bruce Springsteen á Nasa í gær-
kvöld, eins og skýrt var frá í Morgunblaðinu
og mbl.is í gærmorgun. Fréttin var birt í til-
efni dagsins, en í gær var 1. apríl. Margir
skráðu sig á Fólkvef mbl.is í von um að fá
miða á tónleikana, og eru þeir beðnir velvirð-
ingar á tiltækinu.
Margir íslenskir fjölmiðlar slógu á létta
strengi í gær og birtu fréttir sem eflaust var
tekið með varúð. Fréttablaðið sagði að Skjár-
Einn hefði náð réttinum á að halda Stjörnu-
leit hér á landi og að Simon Cowell Idol-
dómari væri kominn hingað til lands til að
hlýða á íslensk ungmenni. DV
vakti Elvis Presley upp af værum
svefni á Life Forever stofnuninni í
Sviss og sagði að hann myndi
halda tónleika í Ölveri í gærkvöld.
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var
sagt frá því að George Lucas, kvik-
myndamógúll, væri staddur hér á
landi í þeim tilgangi að finna töku-
staði fyrir fjórðu Indiana Jones
myndina. Kom fram í fréttinni að Ís-
lendingar ættu kost á að hreppa
aukahlutverk í myndinni.
Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins
var sagt frá því að í gærkvöld hefði átt
að flytja styttuna af Kristjáni IX frá
Stjórnarráðinu að skrifstofu forseta Ís-
lands í tilefni að heimastjórnarafmæl-
inu. Þetta hefði verið ákveðið án samráðs við
forseta Íslands. Davíð Oddsson forsætisráð-
herra svaraði fyrir meintan verknað og lét
áhorfendum eftir að ráða í hver ætti að koma
í staðinn fyrir konunginn danska.
Á fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði birt-
ist stórfrétt um að bæjarstjórnir Ísafjarð-
arbæjar og Bolungarvíkurkaupstaðar hefðu
náð samkomulagi um að skiptast á bæjar-
stjórum. Því yrði Einar Pétursson, bæjar-
stjóri í Bolungarvík bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar frá og með deginum í gær og Halldór
Halldórsson yrði bæjarstjóri í Bolungarvík.
Birt var mynd af bæjarstjórunum handsala
samkomulagið.
Víkurfréttir birtu frétt á vef sínum um að
nýgerðir kjarasamningar veittu Íslendingum
ýmis ný fríðindi, svo sem rétt til að versla í
verslunum í Varnarstöðinni á Keflavíkurflug-
velli tvisvar á ári. Annar verslunardagurinn
átti að vera í gær en hinn í byrjun desember
og þá yrði hægt að kaupa tollfrjálsan varn-
ing.
Vefmiðillinn Horn.is skýrði frá því að til
stæði að opna Burger King veitingastað í
bænum og fréttavefurinn Húnahornið sagði
frá því að skarð væri komið í brimvarnar-
garðinn við höfnina á Blönduósi og birti
mynd af því.
Á fréttavef Knattspyrnusambands Íslands
birtist einnig frétt um að leikmönnum í
Landsbankadeildum karla og kvenna væri
skylt að sækja um brúðkaupsleyfi til móta-
nefndar KSÍ, ef þeir hygðust gifta sig á með-
an á keppnistímabili stendur. Ef ekki væri
sótt um leyfi væri ekki hægt að tryggja að
tekið yrði fullt tillit til brúðkaupsins við nið-
urröðun leikja.
Í fréttatíma Ríkisútvarpsins var m.a. frétt
um að sníkjudýrið blóðagða, sem valdið getur
svonefndum sundmannakláða og fannst ný-
lega í Landmannalaugum, hefði borist í sund-
laugar á höfuðborgarsvæðinu og því yrði sett
sérstakt efni í laugarvatnið á næstunni sem
hefði þær óheppilegu aukaverkanir að fólk
yrði blátt. Þá var haft eftir Sigurði Guð-
mundssyni landlækni að tækju ögðurnar sér
bólfestu í rakadrægum rúmfötum á heimilum
sundlaugargesta þá gilti hið sama og í laug-
unum, best væri að úða tæru og köldu vatni
yfir rúmfötin.
Sjónvarp í síma og líf á Mars
Norrænir fjölmiðlar létu ekki sitt eftir
liggja. Þannig sagði sænska blaðið Dagens
Nyheter frá því, að í ljós hefði komið að hægt
væri að horfa á bíómyndir í venjulegum far-
símum og öll uppbygging vegna þriðju kyn-
slóðar farsíma væri algerlega óþörf.
Rætt var við við tæknisérfræðinginn Hub-
ert Hochsztapler sem sagðist hafa uppgötvað
þetta fyrir tilviljun. „Þegar ég var að stilla
myndbandsupptökutækið mitt eitt kvöldið
greip ég óvart gamla farsímann í staðinn fyr-
ir fjarstýringuna. Þegar ég sló inn númerið á
sjónvarpsþættinum sá ég mér til undrunar að
myndin birtist á símaskjánum,“ sagði hann.
Fylgdi skýringarmynd sem sýndi að ef
menn hristu gamla farsíma nægilega mikið
væri hægt að komast inn í sendingar fyrir 3.
kynslóð síma. „Þetta sýnir að uppbygging
fjarskiptakerfa fyrir 3. kynslóðina hefur ver-
ið alger óþarfi og það er hægt að byrja að
rífa niður möstrin strax á morgun,“ sagði
Hochsztapler.
Ýmsar sérkennilegar fréttir voru í dönsk-
um blöðum í gær. Kristilega dagblaðið birti
m.a. frétt um að Tove Fergo kirkjumálaráð-
herra, sem hefur átt í deilum við danska bisk-
upa vegna minni fjárveitinga til kirkjunnar,
hefði boðið öllum biskupum í sáttasiglingu
um Karíbahaf. Segir blaðið að Fergo hafi
fengið sérstaka fjárveitingu til ferðarinnar.
Þá sagði Berlingske Tidende að Mars-farið
Opportunity hefði fundið líf á plánetunni. Um
væri að ræða frumstæða burstaorma, svipaða
ormum sem fyndust í ferskvatni á jörðinni.
Breska götublaðið, The Sun, birti í gær ljós-
myndir af Vilhjálmi prinsi á skíðum í Sviss
ásamt ungri konu, sem sögð er vera unnusta
prinsins, en myndirnar voru teknar án leyfis
konungsfjölskyldunnar. Fyrirsögnin með
þessari umdeildu frétt var: „Loksins nær Villi
sér í stelpu“.
Myndirnar eru af Vil-
hjálmi og dökkhærðri
stúlku, Kate Middleton
að nafni, og eru fimm
síður The Sun helg-
aðar myndrænum lýs-
ingum á skíðaferð
þeirra. Þetta er í
fyrsta sinn sem brot-
ið er verulega gegn
samkomulagi milli
konungsfjölskyld-
unnar og fjölmiðla
um að halda sonum
Karls krónprins
frá kastljósi fjöl-
miðla. Myndirnar
gætu orðið for-
smekkur að því sem
koma skal hvað varð-
ar myndatökur af Vilhjálmi án leyfis, en hann
er 22 ára, annar í röðinni til að erfa bresku
krúnuna og þykir aukinheldur hinn mynd-
arlegasti.
Talsmenn bresku krúnnunnar hafa lýst yfir
megnri óánægju sinni með að The Sun hafi rift
umræddu samkomulagi og biðla til fjölmiðla
að virða það eftir sem áður.
Í The Sun var skýrt frá því að þau hefðu hist
í St. Andrews háskólanum í Skotlandi og
hefðu verið par frá því um jólin. Middleton á
að hafa heimsótt sveitasetur Karls í High-
grove í suðvesturhluta Englands þrisvar sinn-
um og sé þegar búin að hitta Karl og fengið
góðar viðtökur Camillu Parker-Bowles, fylgd-
arkonu hans til margra ára.
Götublaðið The Sun
Umdeild forsíða
The Sun í gær.
Fjölmiðlar slógu á létta strengi 1. apríl
Allt í plati
AP
Kanadíska skrifstofumanninn Ken Marenger
rak í rogastans er hann mætti til vinnu í gær-
morgun. Vinir hans höfðu gert honum þann
grikk í tilefni dagsins að pakka öllu hans haf-
urtaski, skrifborði, stól, tölvu, síma, vasa-
reikni og meira að segja skærum vandlega
inn í álpappír!
ergir konungsfjölskylduna
„Loksins
nær Villi
sér í stelpu“